Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 10

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu bara hver kíkir, þetta var Ásta Möller, svo hrædd um hvað gæti skeð, ef við pössuðum okkur ekki á útstáelsinu, góða. Erum við ekki öll sammála um þærgrundvallarreglur lýðræðisins, að jafnræði er með kjósendum, þeg- ar þeir ganga að kjörborðinu? Þeir hafa allir sama rétt, ungir og gamlir, ríkir og fátækir.     Erum við ekki öll sammála um aðokkur ber að bera virðingu fyrir sjónarmiðum og skoðunum hvert annars?     Erum við ekkiöll sammála um, að þeir sem sækjast eftir kjöri til Alþingis eða sveitarstjórna, þeir sem sækjast eftir atkvæðum kjósenda hljóti að vera tilbúnir til að skýra stefnu- mál sín fyrir kjósendum og svara þeim spurningum, sem þeir bera fram?     Við erum áreiðanlega öll sammálaum þetta.     En hvað veldur því þá, að Ósk Vil-hjálmsdóttir, einn af frambjóð- endum Íslandshreyfingarinnar, sak- ar Morgunblaðið um „hálfgert níð“ og að taka þátt í „útúrsnúningum“ fyrir það eitt að benda á að Ósk svar- aði ekki með málefnalegum hætti fyrirspurn, sem hún fékk á stjórn- málafundi í sjónvarpi fyrir skömmu?     Morgunblaðið bauð Ómari Ragn-arssyni að svara þessari fyr- irspurn hér í blaðinu, sem hann gerði vel og myndarlega á síðum Morgunblaðsins í gær.     Það er ekkert grín að saka annaðfólk um níð. Það ætti Ósk Vil- hjálmsdóttir að hafa í huga í stjórn- málaafskiptum sínum í framtíðinni.     Stóryrði í garð annarra eru ekkilíkleg til árangurs. STAKSTEINAR Ósk Vilhjálmsdóttir Níð?                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -              !  " "   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       #             :  *$;<                     ! "      "  #      $     "   *! $$ ; *! $!%  &  %  '   () =2 =! =2 =! =2 $'&   *  + ,-           ;  . #/+   0   &1/ &!  !    .1       )( $  " 2    3/  "4  %5 " *  .1#/+  1/ &  6  '   6  )(  .1/    $/  "4      0  $3/  " /    . /#+  '  6  )( !./1/  0        "4       0  $3  " 26 !55  (!3  (*  3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A " 0 " #" "  "#  #"# "  "# "#  "#  "# "## " 0 0 0 0 0 0# 0 0 0 0# 0 0 0 0            Birgitta Jónsdóttir | 10. maí Hrafn á þakinu Vaknaði í morgun og sat þá hrafn á þak- skeggi og ég sakna þess að skilja ekki mál þeirra. […] ég læt mig dreyma um að þeir sem eru ábyrgir fyrir skemmdarverkum á þessu landi mínu fái að gjalda þess með því að fólk kjósi þá ekki næstkomandi laug- ardag. Ég læt mig dreyma um að fólk muni Írak, að það muni öll lof- orðin sem hafa verið svikin og hve gjöfult þetta land hefur verið þeim. Meira: birgitta.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 10. maí Stjórnin fallin? Í raðkönnun Gallups á mánudag var fylgi [Sjálfstæðisflokksins] rúm 41% og flokks- menn brostu út í eitt og töldu glæsilegan sigur í sjónmáli. Á þriðjudag sljákkaði fylgið um þrjú prósentu- stig og sama gerðist í raðkönnun gærdagsins. […] Munurinn milli daganna þriggja er áminning til Sjálfstæðisflokksins um að ekkert er gefið í þessum kosningum og loka- spretturinn skiptir miklu. Meira: stebbifr.blog.is Sóley Tómasdóttir | 9. maí Ákall til þjóðarinnar Rifjum upp nokkra punkta um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks: Ríkisstjórn sem hef- ur selt landið erlend- um auðjöfrum til stóriðjuuppbyggingar. Ríkisstjórn sem studdi innrásina í Írak – að þjóðinni forspurðri. Ríkisstjórn sem hefur viðhaldið kynbundnum launamun í 12 ár. Ríkisstjórn sem ekki hefur stutt Alþjóðahús með einni krónu. Meira: soley.blog.is Hrannar Björn Arnarsson | 10. maí Kannski Bubbi Morthens bjargi París Hilton? Nú liggur París [Hil- ton] í því og vandséð hvað getur bjargað henni frá öðrum dómi um brot á skilorði. Mér datt nefnilega í hug þegar ég sá fréttina, að Bubbi Morthens eða lögfræðingur hans gætu etv. kom- ið til hjálpar, en þeim tókst hið ómögulega, að fá Hér og nú dæmt fyrir að taka mynd í leyfisleysi af Bubba í bíl. Ætli París hafi gefið leyfi fyrir myndatökunni? Ég á reyndar alltaf erfiðara og erfiðara með að skilja þann dóm - amk þann hluta sem laut að þvi að það væri óheimilt að taka mynd af Bubba í bíl án leyfis, enda höfum við fordæmi um annað út um allt, bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi. En hvað um það, nú er þetta orðið dómafordæmi á Íslandi og aldrei að vita nema París eigi von. Pælum í því ! Meira: hrannarb.blog.is Ragnhildur Sigurðardóttir | 10. maí Bréf fyrir bóndakalla en rósir fyrir alla Í gær hittumst nokkrar konur úr sveitinni og aðalumræðuefnið í eldhúsinu var bréfið sem barst á alla bæi fyrr um daginn, stílað á karlana okkar; „kæri vinur“. Bréf- ið var skreytt stærðar mynd af Einari Oddi og ályktun lands- fundar Sjálfstæðismanna um land- búnaðarmál fylgdi með. Vinkona mín, sem er formaður Bún- aðarsamtaka Vesturlands og kúa- bóndi með meiru, fékk ekki einu sinni línu frá frambjóðandanum. Ég mun í dag dreifa rauðum Samfylkingarrósum á bæina. Ekki bara til kvenna og karla í hefð- bundnum búskap heldur til alls þessa öfluga fólks sem byggir hin- ar dreifðu byggðir. Konurnar skipta meira máli en Golfstraum- urinn fyrir framtíð sveitanna. Ég er ekki viss um að Einar Oddur skilji það. Nú er tími til að kjósa breyt- ingar. Meira: truno.blog.is Góðir Íslendingar Verjum Þjórsá - Verjum Þjórsárver Enga Norðlingaölduveitu Engar virkjanir í byggð Kannanir sýna að mikill meirihluti heimamanna og þjóðarinnar vill að Þjórsá fái að vera í friði - alla leið Kjósandi góður! þú getur varið Þjórsá með atkvæði þínu Unnendur Þjórsár Sól á Suðurlandi VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.