Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BENEDIKT XVI páfi ræddi í gær við Luiz Inacio Lula da Silva, for- seta Brasilíu, eftir að þeir höfðu skipst á orðum opinberlega um deiluna um fóstureyðingar. Páfi fordæmdi fóstureyðingar í fyrstu ræðu sinni eftir að hann kom í fimm daga heimsókn til Brasilíu í fyrra- kvöld. Lula sagði hins vegar í við- tali að þótt hann væri andvígur fóstureyðingum persónulega teldi hann sem þjóðhöfðingi að þær gætu verið nauðsynlegt úrræði í heil- brigðismálum vegna þess að „ann- ars leiðir það til dauða margra stúlkna í land- inu“. „Núna eru um 30% stúlkna í Brasilíu á aldr- inum 15–17 ára utan skóla vegna þess að þær urðu barnshafandi,“ bætti forsetinn við. Fóstureyðing er aðeins leyfð í Brasilíu ef konu er nauðgað eða þegar líf hennar er í hættu vegna meðgöngunnar. Páfi ræðir við Lula eftir umræðu um fóstureyðingar Benedikt XVI ÓTTAST er að yfirvofandi sé sprenging í krabbameinstilfellum í þróunarlöndunum, einkum í Afr- íku. Um allan heim voru ný tilfelli 11 millj. árið 2000 en verða líklega 16 millj. árið 2020. Þar af verða 70% tilfellanna í þróunarlöndunum. Slæm þróun ÁKÖF leit stendur yfir að Made- leine, þriggja ára stúlku, sem rænt var í Portúgal, en talið er, að lög- reglan hafi fengið nýjar vísbend- ingar í málinu. Fullyrða portúgölsk blöð, að nóttina eftir mannránið hafi tveir menn og kona verið mynduð á bensínstöð á bíl með breskum númerum. Hefur áður verið grunur um, að mannræningj- arnir séu breskir en breska lög- reglan vinnur einnig að málinu. Vísbending um Madeleine DANSKIR bankar taka ekki í mál, að fyrrverandi bankaræningjar fái að opna reikning hjá þeim. Gerir það ræningjunum mjög erfitt fyrir og þá vegna þess, að öll opinber að- stoð fer nú um slíka reikninga. Lítil þjónusta RÚSSAR minntust þess á miðvikudag með mikilli viðhöfn að 62 ár voru lið- in frá uppgjöf Þýskalands í seinni heimsstyrjöld. Vladímír Pútín Rúss- landsforseti notaði tækifærið í ræðu sinni til að gagnrýna með lítt dulbún- um hætti Bandaríkjamenn og stefnu þeirra í alþjóðamálum að sögn stjórnmálaskýrenda er hann ræddi orsakir stríðsins sem hefðu verið ýmis mistök. Hættan á þeim hefði ekki minnkað á okkar tímum, aðeins breytt um form. „Þessi nýja hætta felur í sér, eins og í tíð Þriðja ríkisins, sömu fyrirlitninguna gagnvart mannlegu lífi og sömu kröfurnar um að njóta sér- stöðu og mega skipa fyrir um tilhögun heimsmála,“ sagði Pútín. Pútín gagnrýnir Bandaríkin Dili. AFP. | Friðarverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta var kominn með 73% atkvæða í gær þegar búið var að telja um 90% greiddra atkvæða í for- setakosningunum á Austur-Tímor en þær fóru fram á miðvikudag. Hann hét því að sameina þjóðina en hörð átök hafa verið mánuðum saman í landinu sem varð sjálfstætt árið 2002 eftir blóðugt frelsisstríð gegn Indó- nesum. Mótherji Ramos-Horta í seinni um- ferð kosninganna var Francisco Guterres úr stjórnarflokknum Fretil- in. Guterres barðist sem skæruliði gegn Indónesum en Ramos-Horta var landflótta og hélt á lofti merki þjóðar sinnar á alþjóðavettvangi. Sú barátta endaði með því að Sam- einuðu þjóðirnar skárust í leikinn og þvinguðu fram þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor. Reuters Sigurreifur Jose Ramos-Horta, verðandi forseti Austur-Tímor. Ramos- Horta hlaut á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels og voru það liðsmenn Kvennalistans á Íslandi sem tilnefndu hann til verðlaunanna. Ramos-Horta sigraði á A-Tímor „GRIKKLAND verður aldrei neinn Spánn,“ sagði Fanny Palli-Petralia, ferðamálaráðherra Grikklands, í gær en miklar framkvæmdir í ferða- þjónustunni í Grikklandi og á grísku eyjunum sæta vaxandi gagnrýni. „Við munum standa vörð um þá miklu auðlegð sem grísk náttúra er enda er það hún sem laðar hingað ferðamennina,“ sagði Petralia en ferðaþjónusta er annar mesti at- vinnuvegur Grikkja. Hinn er skipa- útgerð. Við ferðaþjónustu starfa um 800.000 manns en erlendir ferða- menn eru um 15 milljónir árlega. Eru tekjurnar rúmlega 86 milljarðar ísl. kr. á mánuði hverjum. Náttúrunni fórnað Petralia vék ekki nánar að samlík- ingunni við Spán en var þó augljós- lega að gefa í skyn að Spánverjar fórnuðu náttúrunni fyrir hótel og aðrar ferðaþjónustutengdar fram- kvæmdir. Er mikil samkeppni í þess- ari grein á milli Miðjarðarhafsríkj- anna, Grikklands, Spánar, Ítalíu, Tyrklands og Kýpur, og sífellt verið að brjóta land undir ný hótel og ann- að slíkt. Grikkir vinna nú að því að koma upp 2.500 hektara sumarleyfisstað á Krít en umhverfissinnar og fólk á staðnum segir að um leið sé verið að gjöreyðileggja þá náttúru sem fyrir var. Óttast er að sjaldgæf skjaldböku- tegund á eynni Zakynthos í Jónahafi verði brátt útdauð vegna ólöglegra framkvæmda þar en Petralia hét því að stöðva þær. Enginn Spánn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.