Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 22
SVONA SAFNAR ÞÚ GLITNISPUNKTUM • Kreditkortanotkun • Viðskiptavinir í Vildarþjónustu* • Bílalán hjá Glitni Fjármögnun • Viðbótarlífeyrissparnaður • Eignastýring • Einkabankaþjónusta • Tryggingar hjá Sjóvá og margt fleira H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 22 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING START ART listamannahús Laugavegi 12b kynnir tékk- neskar stuttmyndir um helgina. Myndirnar eru verk ungra tékkneskra lista- manna frá University of Technology Faculty of Fine Arts í Brno Tékkóslóvakíu. Stuttmyndirnar eru fjöl- breyttar en listamennirnir, sem eru tuttugu og einn, nota mismunandi að- ferðir til túlkunar í verkum sínum. Tveir listnemanna upplýsa um verkin en kynningin stendur aðeins þessa einu helgi. START ART er opið þann 12. maí kl. 11-18 og 13. maí kl. 13-17. Kvikmyndir Tékkneskar stutt- myndir um helgina Start Art við Laugaveg. LISTAMAÐURINN Bernd Koberling opnar sýningu sína, Volume of Silence, í Gallery Turpentine í dag, föstudaginn 11. maí. Koberling er fæddur í Þýskalandi árið 1938 en hefur dvalið á Íslandi, nánar tiltekið í Loðmundarfirði, nærri öll sumur seinustu þrjátíu ár og því hefur íslensk náttúra haft mikil áhrif á verk hans. Koberling vinnur aðallega olíumálverk, akrýl- og vatnslitamyndir. Gallery Turpentine er í Ingólfsstræti 5 í mið- borg Reykjavíkur og sýningin opnar kl. 18. Myndlist Íslandsvinur í Gallery Turpentine Bernd Koberling listamaður. ÞRIÐJI fundurinn í fundaröð Íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar um mál- efni kvikmynda og sjónvarps verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag kl. 12. Þar mun Björn B. Björnsson leikstjóri flytja erindi sem nefnist; Að drepa mann. Björn mun fjalla um þær hugmyndir sem liggja að baki kvikmyndinni Köld slóð. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12 á hálftíma er- indi en að því loknu gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Fundi lýkur kl. 13. Er hann öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur Hugmyndin að baki Kaldri slóð rædd Björn Brynjúlfur Björnsson LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hófst í gær í 21. sinn. Eins og fram hefur komið er hátíðin nú sú umfangsmesta frá upphafi. Á Listahátíð mætir listmenning okkar því sem nýjast og frambærilegast þykir í listmenningu annarra þjóða og okkar fólk fær kjörið tækifæri til að bera sig saman við bestu listamenn annars staðar. Stemningin og lífið í kringum hátíðina setur sinn brag á borgina, ekki síst þegar okkur er skyndilega vippað úr hversdeginum og komið í opna skjöldu á förnum vegi, með óvæntum furðum og fyrirbærum, eins og kraumandi goshver á Ingólfstorgi. Morgunblaðið/Ásdís Kraumandi Listahátíð í Reykjavík Úff! Opnanir og setningar eruum það bil leiðinlegustusamkomur sem efnt er til.    Vanalega fer maður bara til þessað geta fengið sér hvítvín og talað við skemmtilegt fólk.    En á setningu listahátíðar í Lista-safni Íslands í gær var svo mikið af fólki að það var ekki hægt að drekka hvítvínið.    Stjórnendur hátíðarinnar mættubrjóta upp þessa leiðinlegu setningarhefð næsta vor, sleppa til dæmis inntakslausum ræðum og formlegheitum og vinda sér beint í stuðið.    Kongóska hljómsveitin Konononr. 1 vakti sérstaka athygli, frábært afríkubít.    Lítið heyrðist hins vegar í hljóð-gjörningi Finnboga Péturs- sonar og Ghostigital þrátt fyrir há- þróuð útvarpstæki sem gestum voru afhent.    Jón Nordal hefur samið nýtt lagvið Stökur Jónasar Hallgríms- sonar sem Hamrahlíðarkórinn flutti. Jón hefur alveg sérstaka tilfinningu fyrir Jónasi. Frábært!    Og Gullfjöllin voru á sínum stað.Ég sá ekki betur.    Svavar Guðnason sker sig úr íþessum Cobra-hópi. Hann er þeirra fremstur. Það er einhver svakaleg orka í myndum hans.    Farið og finnið orkuna. Úff! Setningar MENNINGARVITINN Þröstur Helgason vitinn.blog.is Dagskráin í dag  Royal de Luxe - Franskt götuleikhús með Risessu í broddi fylkingar. Rissessa vaknar af svefni sínum við Hljómskálann kl. 10.30 og leggur af stað í leiðangur.  Les Kunz – trúðar og töfrandi tónlist. 1. sýning í Þjóð- leikhúsinu kl. 17.  Roni Horn: My Oz – Yfirlitssýning verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 17.  Olivier Charlier og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há- skólabíó kl. 19.30, tónleikar með franskri tónlist.  Gyðjan í vélinni, 2. sýning í varðskipinu Óðni kl. 20.  Konono N°1 – tónlistarhópur frá Kinshasa í Kongó. Tón- leikar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 22. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ....................................................... www.listahatid.is mbl.is smáauglýsingar „ÉG kíkti á Svavar og hann var æðislegur. Ég reyndi að koma aðeins á undan til að sjá verkin betur. Afríkanarnir voru að spila og voru mjög skemmtilegir. Toppurinn fyrir mig við setn- inguna var hið nýja lag Jóns Nordals, við Enginn grætur Ís- lending, eftir Jónas. Ég var þarna fyrst og fremst til að Hvernig var? Páll Valsson, höfundur bókarinnar um Jónas Hallgrímsson, var við setningu Listahátíðar hlusta á það. Hamrahlíðarkórinn var frábær, og söng tvö önnur lög eftir Jón, þar á meðal Smá- vinir fagrir. Já, það sem stendur uppúr eft- ir gærkvöldið er nýja lagið hans Jóns. Það smellpassaði svo við ljóð Jónasar. Þetta var gott dæmi um það að lag og texti geta myndað órofa heild. Þetta vann vel saman og var flott.“ Morgunblaðið/Einar Falur Jónasarvinurinn Páll Valsson bók- menntafræðingur og rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.