Morgunblaðið - 11.05.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 11.05.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 29 LANDIÐ Blönduós | Félagar í Lionsklúbbi Blönduóss styðja tvö samfélagsverkefni á þessu ári. Orgelsjóði Blönduóskirkju eru veittar 170.000 kr. til kaupa á nýju pípuorgeli í kirkjuna. Gjöfin er gefin til minningar um góðan félaga klúbbsins, Grím Gíslason, sem nýlega er látinn. Ennfremur var ákveðið að verja 150 þúsund kr. til þess að laga aðgengi að útsýnisskífu á Háubrekku fyrir ofan Blönduós. Þessa skífu settu félagar klúbbsins upp fyrir mörgum árum þegar þjóðvegurinn lá þar hjá. Ákveðið hefur verið að merkja leiðina þangað upp eftir, gera bílaplan og bætt aðgengi þannig að skífan nýtist þeim sem áhuga hafa að kynnast örnefnum í þeim víða og fagra fjallahring, sem sést frá Háubrekku sem er eigi allfjarri Draugagili sem margir kannast við. Styrkja orgelsjóð Blönduóskirkju Morgnublaðið/Jón Sigurðsson Gjafir Lionsmenn á Blönduósi afhentu fulltrúum Blönduóskirkju, þeim Hilmari Kristjáns- syni, formanni sóknarnefndar, og sóknarprestinum sr. Sveinbirni Einarssyni, gjöfina við út- sýnisskífuna við Draugagilið. Talið frá vinstri: Stefán Á. Jónsson, Sveinbjörn R. Einarsson, Hilmar Kristjánsson, Magnús Ólafsson, formaður Lionsklúbbs Blönduóss, og Valbjörn Stein- grímsson. Í baksýn er Blönduósbær og svo miklu fleiri staðir sem menn geta komist að ein- faldlega með því að notfæra sér útsýnisskífuna. Sauðárkrókur | Aðeins stunduðu átta bátar grásleppuveiðar frá Skagafirði í vor. Fimm hafa róið frá Sauðárkróki, tveir úr Selvík á Skaga og einn frá Haganesvík sem raunar leggur upp í Siglufirði. Þetta er minna en oftast áður og veldur þar að líkindum lágt verð fyrir hrognin og sumir sem hafa verið á línuveiðum kjósa að halda þeim áfram í stað þess að stoppa til að fara á grásleppuna. Þokkalegar gæftir og nokkuð góð veiði Þegar fréttamaður hafði tal af Ragnari Sighvats á Sauðárkróki sem er einn þeirra sem stundað hef- ur grásleppuna í vor var nokkuð gott hljóð í honum. Hann sagði að tíð hefði verið frekar óhagstæð framan af vertíðinni en undanfarið hefðu verið þokkalegar gæftir og nokkuð góð veiði. Hann hefði verið að fá um eina og hálfa tunnu af hrognum úr trossunni. Ragnar sagðist hafa byrjað frekar seint í vor og á því enn eftir tæpar tvær vikur af vertíðinni. en hver bátur má stunda veiðar í 50 daga. Hann sagði að þeir sem hefðu aflað mest væru nú komnir í um hundrað tunn- ur sem væri í raun ágætt. Verðið fyrir hrognin væri að vísu frekar lágt en góð veiði bætti það þó upp að hluta. Ragnar hefur stundað gráslepp- una um langt árabil á bát sínum Leiftri SK 136. Ragnar sagði að þegar vertíðinni lyki færi hann á handfæraveiðar líkt og undanfarin ár og stundar þá sjósóknina einn. Ljósmynd/Örn Þórisson Veiðar Ragnar Sighvats hefur stundað grásleppuna um langt ára- bil á bát sínum Leiftri SK 136. Minni áhugi á gráslepp- unni en góð veiði STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON 1. SÆTI Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI KJÓSUM NÝJA RÍKISSTJÓRN ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Spirulina Orkugefandi og brennsluaukandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.