Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
JÓNÍNA Bjartmarz umhverfis-
ráðherra friðlýsti í gær hluta jarð-
arinnar Hrauns í Öxnadal sem fólk-
vang, svo og Arnarnesstrýtur á botni
Eyjafjarðar.
Arnarnesstrýtur, sem fundust fyr-
ir aðeins þremur árum, eru friðlýstar
til að vernda megi einstök nátt-
úrufyrirbrigði sem felast í myndun
hverastrýtnanna, efnasamsetningu,
útliti og lögun ásamt lífríki, þar með
talin örveruvistkerfi sem þar þrífast
við óvenjulegar aðstæður. Hverast-
rýturnar eru allt að 10 metra háar og
standa á 25 til 45 metra dýpi.
Samkvæmt friðlýsingunni eru tog-
veiðar, netalagnir og línuveiðar
bannaðar við náttúruvættið og á jað-
arsvæði þess. Umhverfisráðherra
undirritaði friðlýsingu strýtnanna á
Hjalteyri síðdegis, skömmu eftir að
hún skrifaði undir þá fyrri í gamla
bænum á Hrauni.
Friðlýst svæði Hrauns í Öxnadal
mun ná yfir 2.286 hektara jarð-
arinnar. Markmið friðlýsingarinnar
er að vernda svæðið til útivistar,
náttúruskoðunar og fræðslu. Vernd-
argildi svæðisins byggist auk þess á
því að landslag og náttúrufar, sér-
staklega jarðmyndanir, eru mjög
fjölbreytt og eru þar m.a. mikilvægar
minjar um horfna búskaparhætti.
„Um fegurð og jarðfræðilegan fjöl-
breytileika þessa svæðis efast eng-
inn,“ sagði Bjarni Guðleifsson, nátt-
úrufræðingur á Möðruvöllum, ötull
talsmaður þeirrar verndunar sem í
gær varð að veruleika, þegar hann
ávarpaði samkomuna á Hrauni.
„Berghlaupin sem hálfan dalinn fylla
einkenna svæðið og mynda ein-
staklega vinalegt hólasvæði sem hef-
ur lokað útrennsli Vatnsdals og
myndað Hraunsvatn, og í fjallinu
stendur eftir þunn fjallsegg prýdd
Hraundranga, einum þekktasta og
fegursta fjallstindi á Íslandi,“ sagði
Bjarni Guðleifsson.
Hann sagði það auka gildi svæð-
isins að á Hrauni fæddist árið 1807
þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.
„Þótt hann ætti ekki lengi heima á
þessum bæ, þá er hann ævinlega og
órjúfanlega tengdur staðnum. Það
má segja að gildi svæðisins felist að-
allega í þrennu; fegurð, jarð-
fræðilegri fjölbreytni og loks sögu
staðarins. Allir þessir þrír þættir
tengjast Jónasi Hallgrímssyni; í
fyrsta lagi var hann skáld fegurð-
arinnar og hefur jafnvel verið sagt að
hann hafi fundið upp fegurðina á Ís-
landi. Í öðru lagi var jarðfræðin sú
grein náttúrufræðinnar sem hann
stundaði mest og var hann fræðilega
langt á undan samtíðinni. Í þriðja
lagi var hann rómantískur hug-
sjónamaður sem vildi halda sögu
landsins á lofti,“ sagði Bjarni.
Óheimilt er að spilla gróðri og
trufla dýralíf í fólkvanginum, svo
dæmi séu tekin. Leyfi Umhverf-
isstofnunar þarf til framkvæmda í
fólkvanginum þar sem hætta er á að
spillt verði friðlýstum nátt-
úruminjum. Jarðrask og mann-
virkjagerð er einnig háð leyfi um-
sjónarnefndar fólkvangsins og skal
vera í samræmi við uppbyggingu
fólkvangsins þar sem gert er ráð fyr-
ir merktum og stikuðum gönguleið-
um og stígum. Jafnframt er gert ráð
fyrir aðstöðu til náttúruskoðunar og
umhverfisfræðslu. Í verndaráætlun
er nánari útfærsla á framkvæmdum
innan fólkvangsins í þágu útivistar
og fræðslu.
Fegurð, jarðfræði og saga á Hrauni Hverastrýturnar við Arnarnes einstakt náttúrufyrirbrigði
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Friðlýsing Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur á Möðruvöllum, Jón Kr. Sólnes stjórnarmaður í Hrauni í Öxnadal
ehf., Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri í Hörgárbyggð.
Arnarnesstrýtur og
hluti Hrauns friðlýst
skapti@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Hraun í Öxnadal ehf.stefnir að opnun fræði-
mannaíbúðar í gamla íbúðar-
húsinu og opnun fólkvangsins
á fífilbrekkuhátíð 16. júní og
opnun minningarseturs á
Hrauni um Jónas Hallgríms-
son 16. nóvember, þegar 200
ár verða frá fæðingu hans.
»Umsjón og rekstur fólk-vangsins á Hrauni verða í
höndum þriggja manna um-
sjónarnefndar sem skipuð er
einum fulltrúa Hörgár-
byggðar, einum fulltrúa
Hrauns í Öxnadal ehf. og ein-
um fulltrúa Umhverfisstofn-
unar.
BÚIST er við allt að 50 pólskum verkfræð-
ingum til náms í RES Orkuskólanum á Ak-
ureyri á næstu tveimur árum. Þetta kom
fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur utan-
ríkisráðherra og Davíðs Stefánssonar, for-
manns stjórnar Orkuverða ehf., sem eiga og
reka skólann, þegar hann tók formlega til
starfa í fyrradag.
Eins og fram kom í blaðinu í gær er von á
150 milljóna króna framlagi úr Þróunarsjóði
EFTA vegna umsóknar fimm tækniháskóla í
Póllandi um menntum pólskra verkfræðinga
í orkufræðum „Mér skilst að þessi styrkur
muni tryggja nemendagjöld fyrir á fimmta
tug nemenda í meistara- og doktorsnám á
næstu tveimur árum,“ sagði Valgerður við
þetta tækifæri.
Að sögn Davíðs voru það fimm fremstu
tækniháskólar Póllands sem sameinuðust
um umsókn til að mennta pólska verkfræð-
inga í orkufræðum við Orkuskólann á Ak-
ureyri. Það voru Tækniháskóli Var-
sjárborgar, Tækniháskólinn í Kraká,
Háskólinn í Warmia og Mazury í Olstynborg,
Háskólinn í Rzeszow og Tækniháskólinn í
Rzeszow.
Valgerður Sverrisdóttir sagði í fyrradag
að áratugaþekking Íslendinga á beislun fall-
vatna og jarðhita skapaði ný tækifæri til
sóknar í útflutningi á menntun. „Menntun
erlendra nemenda á þessu sviði hér á landi
skapar á móti tengsl og tækifæri til áfram-
haldandi samstarfs okkar landa í millum um
beislun náttúruauðlinda, allri heimsbyggð-
inni til hagsbóta.
Opnun RES Orkuskóla hér í dag er sér-
staklega mikilvæg í þessu tilliti. Skólinn er í
raun svar við brýnni þörf sem til staðar er
og kallað er eftir um heim allan. Hann sam-
einar allt í senn – þekkingu, hugvit, reynslu
og framsýni, og er einn fárra skóla á þessu
sviði í heiminum. Og hvar annars staðar ætti
alþjóðlegur háskóli á sviði orkurannsókna
að vera en í höfuðstað Norðurlands, í ná-
munda við Mývatnssveit þar sem Kröflu-
virkjun er að finna, Bjarnarflag, Jarðböðin
og fleira? Ylræktin sem stunduð er á Hvera-
völlum og Hitaveita Húsavíkur eru heldur
ekki langt undan, nú eða hitaveitan hér [á
Akureyri] og á Ólafsfirði sem er ein sú elsta
á landinu. Hér eru einnig vatnsaflsvirkjanir
í næsta nágrenni, t.d. Laxárvirkjun, Blöndu-
virkjun og auðvitað Kárahnjúkavirkjun,“
sagði ráðherrann.
Í fréttatilkynningu frá RES Orkuskóla
segir að ljóst sé að umfang skólans kalli á
byggingu vísindagarða við Háskólann á Ak-
ureyri og sömuleiðis sé í farvatninu bygging
nýrra íbúða við stúdentagarða Háskólans á
Akureyri sem nýtast munu skólanum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Orkuskóli Frá hátíðardagskránni þegar RES Orkuskóli tók formlega til starfa. Sigrún Björk
Jakobsdóttir bæjarstjóri, Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri Orkuvarða ehf. sem eiga og
reka skólann, Björn Gunnarsson akademískur forstöðumaður, Valgerður Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra, Benedikt Sigurðarson stjórnarmaður í Orkuvörðum, Þorleifur Björnsson for-
stöðumaður RES og Davíð Stefánsson stjórnarformaður Orkuvarða.
Allt að 50 Pólverjum í RES
BÆJARRÁÐ Akureyrar hafnaði í gær erindi
frá Íþróttafélaginu Þór um niðurfellingu fast-
eignagjalda frá árinu 2003. Þá fór Þór fram á
að framvegis yrðu ekki lögð fasteignagjöld á
félagið en hugmyndinni var hafnað. Félagið
hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum.
Á fundi bæjarráðs voru einnig lagðir fram og
fjallað um viðauka á rekstrarsamningum
íþróttafélaganna Þórs og KA, sem tillögur hafa
verið gerðar um, og gagnrýndu fulltrúar
minnihlutans í bæjarstjórn meirihlutaflokkana
fyrir hvernig staðið hefur verið að málum.
„Við furðum okkur á þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð hafa verið við samningsgerð
þessa. Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði eru
að sjá samningsdrögin í fyrsta sinn á þessum
fundi og það er ómögulegt að taka afstöðu til
málsins við þessar aðstæður,“ sagði m.a. í bók-
un bæjarfulltrúanna Jóhannesar Gunnars
Bjarnasonar, Baldvins H. Sigurðssonar og
Odds Helga Halldórssonar.
Bæjarstjóri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, lét í
framhaldi af þessu bóka að Íþróttaráð hefði
farið gaumgæfilega yfir samningsdrögin og átt
viðræður við stjórnir félaganna og í bæjarráði í
síðustu viku verið greint munnlega frá þeim
samningshugmyndunum. Afgreiðslu málsins
var svo frestað.
Vilja fá fast-
eignagjöldin
felld niður
Bæjarráð hafnar
hugmyndum Þórsara