Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 31

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 31
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er rólegt núna. Ekkert sem minnir á hinn gamla góða lokadag. Menn fá sér ekki einu sinni flösku. Þetta er liðin tíð. Það er engin stemmning orðin í þessu. Þetta er eins og verksmiðjuvinna. Það er engin samkeppni. Sumir eiga kvóta og geta djöflazt á því og fiskað miklu meira en hinir,“ sagði Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík, þegar Morg- unblaðið spjallaði við hann. Tilefnið var lokadagur hinnar hefðbundnu vetrarvertíðar, sem er í dag. „Æi, þetta er svona hálf fúlt. Ekk- ert orðið gaman af þessu. Menn eru alveg hættir að pæla hver í öðrum og það kemur aldrei orðið maður upp á vigt til að ná í vigtarnótu og til að pæla í því hvað hann hafi verið að fiska og hve mikið hinir hafi fengið. Engar svona pælingar. Menn eru ekki lengur með skrifað upp á vegg hjá sé hve mikill hásetahluturinn sé orðinn eftir daginn. Það kannski einn og einn sérvitringur sem er að leika sér að þessu ennþá. En þeir eru fáir,“ sagði Sverrir. Þeir fá fisk í þetta samt Það var lítið um að vera hjá Sverri í gær. Marta Ágústsdóttir var þó að landa ríflega fimm tonnum. „Þeir eru þó að róa, en þetta er bara gutl á þess- um netabátum. En það hefur verið fiskur í netin og þeir gætu sjálfsagt verið að fiska töluvert, ef þeir væru með einhver almennileg veiðarfæri í sjó. Þessir netabátar, þeir leggja ný- leg net um áramót og svo hafa þeir varla skipt um net í vetur. Ég veit ekki hvern andskotann þeir eru að draga. Það er ekkert eftir nema tein- ar og einhverjar lufsur hér og þar. En þeir fá fisk í þetta samt. Litlu línubátarnir eru að kroppa þetta 5 til 8 tonn í róðri og það verður að teljast ágætt. Þeir eru bara hér stutt undan, hálftíma, klukkutíma stím. Svo halda menn áfram meðan fiskur og kvóti er til. Þegar tregast hér fara þeir eitthvert annað, norður eða austur fyrir land. Þessi vertíð er búin að vera þannig að það hefur verið hundleiðinlegt tíð- arfar lengst af. En það er örugglega búinn að vera talsverður fiskur á þessari slóð, sérstaklega frá miðjum marz. Með alvörusókn hefði örugg- lega verið hægt að fiska töluvert mik- ið. Mjög mikið á köflum ef sóknin hefði verið eins og í gamla daga og menn með veiðarfæri eins og þá. Stóru línubátarnir eru búnir að gera það ótrúlega gott á vertíðinni. Þeir eru búnir að fá alveg hellings afla. Kristín er búin að landa mestu, 1.477,6 tonnum af slægðum fiski frá áramótum, en auk þess hefur hún einu sinni landað í Njarðvíkunum. Það hefði einhvern tímann þótt sæmi- legur vertíðarafli. Ágúst er búinn að landa um 1.160 tonnum og Sturla er með rúm þúsund, en hann var frá vegna þess að hann fór í slipp. Þetta er feiknarlegur afli og ekki hefur tíð- arfarið alltaf verið til að hrópa húrra fyrir. Stórviðri á köflum. Á heildina litið er aflinn svipaður og í fyrra, en það hefur verið meiri fiskur á slóðinni seinnipart vertíðar en í fyrra,“ sagði Sverrir Vilbergsson. Hinn hefðbundni lokadagur vetrar- vertíðarinnar heyrir nú sögunni til Ljósmynd/Þorsteinn G. Kristjánsson Róðrar Leiðinlegt veðurfar setti mark sitt á vertíðina. Marta Ágústsdóttir á leið inn til Grindavíkur. Fá sér ekki einu sinni flösku E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 6 5 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 3.590.000kr. Saab Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Það er klassi yfir Saab 9-3 ARC bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu sem einn stílhreinasti og öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunaður bíll þar sem öryggi og mýkt í akstri eru í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að góðum kosti fyrir þá sem gera miklar kröfur! Komdu og reynsluaktu, finndu muninn! Saab 9-3 ARC Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.