Morgunblaðið - 11.05.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 41
Umhverfisvernd er eitt þeirramála sem við munum kjósaum á laugardaginn kemur.Umhverfisvernd er
breiðara hugtak en náttúruvernd. Við
Vinstri-græn höfum sett fram skýra
framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag
undir yfirskriftinni Græn framtíð. Þar
horfum við á framþróun í
sjávarútvegi, landbúnaði,
ferðaþjónustu og öðrum
atvinnuvegum út frá um-
hverfissjónarmiðum. Við
leggjum fram raunhæfar
aðgerðir í loftslags-
málum, mengunarmálum
og orkunýtingu með það
að markmiði að orkunýt-
ing eigi ekki að spilla
auðlindum og ganga þar
með á velferð komandi
kynslóða. Undirliggjandi
hugsun í öllum þessum
atriðum er svo lýðræðið
sem er grundvallaratriði í hug-
myndafræði sjálfbærrar þróunar
enda verður velferð náttúrunnar ekki
tryggð nema um hana náist sátt með
samráði.
Þróum lýðræðið
Nú styttist mjög í Alþingiskosn-
ingar. En eru kosningar á fjögurra
ára fresti nóg? Við teljum að það
þurfi að auka lýðræði í landinu. Til
þess að lýðræðið virki þarf það að
vera í stöðugri þróun. Þess vegna höf-
um við lagt til í stjórnarskrárnefnd að
tiltekið hlutfall landsmanna geti kraf-
ist þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin
mál. Á Alþingi lögðu þingmenn okkar
á sínum tíma til þjóðaratkvæða-
greiðslu um Kárahnjúkavirkjun, eina
stærstu og umdeildustu
framkvæmd Íslandssög-
unnar, en ekki þorði
meirihluti þings að setja
það mál í dóm þjóðar-
innar. Ennfremur viljum
við endurskoða vinnu-
brögð Alþingis út frá lýð-
ræðislegum forsendum.
Alþingi á ekki að vera af-
greiðslustofnun fyrir
framkvæmdavaldið en
ráðherraræði hefur auk-
ist í tíð núverandi ríkis-
stjórnar.
Hið sama má segja um annars kon-
ar lýðræði og nefni ég þá sérstaklega
hugmyndir um nemendalýðræði – að
virkja nemendur, kennara og foreldra
þegar það á við, til að móta skólastarf
og stefnu. Þá má einnig nefna virkt
starfsmannalýðræði á vinnustöðum en
það skilar iðulega frábærum árangri í
stefnumótun frjórra og skapandi
fyrirtækja.
Á laugardaginn kjósum við um
margt. Miklu skiptir að meðal þess
sem verði kosið um sé framþróun lýð-
ræðis og græn framtíð fyrir alla
landsmenn. Það teljum við ákjósan-
lega leið inn í nýja tíma.
Nýir tímar í nánd
Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Þess vegna höfumvið lagt til í
stjórnarskrárnefnd að
tiltekið hlutfall lands-
manna geti krafist þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
ákveðin mál.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er varaformaður
Vinstri-grænna.
Síðustu sólarhringa hafa línurskýrst að nýju milli stjórnarog stjórnarandstöðu. Mark-mið Samfylk-
ingar og Vinstrihreyfing-
arinnar – græns
framboðs er að mynda
hér sameiginlega stjórn.
Þráðurinn hefur verið
tekinn upp frá því í
haust, þegar Steingrímur
J. Sigfússon sagði í um-
ræðum um stefnuræðu
forsætisráðherra á al-
þingi:
„Það er gleðiefni að
stjórnarandstaðan mætir
nú samhentari og ein-
beittari til leiks en hún
hefur gert að und-
anförnu. Hvers vegna
gerum við það? Við ger-
um það vegna þess að við
eigum okkur eitt mjög
mikilvægt sameiginlegt markmið, einn
sameiginlegan ásetning og það er að
fella ríkisstjórnina og það er að taka
við.“
Þarna talaði Steingrímur J. fyrir
munn eigin flokks, Samfylkingar og
frjálslyndra, sem voru í þann mund að
stofna kaffibandalagið um nýja rík-
isstjórn að kosningum loknum, kaffi-
bandalagið, sem naut 2% fylgis, þegar
kjósendur voru nýlega spurðir um
óskastjórn eftir 12. maí.
Morgunblaðið vekur réttilega at-
hygli á því á forsíðu sinni í gær, að í
sjónvarpsumræðum í Stöð 2 á mið-
vikudagskvöld, biðlaði Steingrímur J.
sterklega til Samfylkingarinnar í anda
ræðu sinnar á þingi. Hann sagði: „Við
erum samherjar í því að fella þessa
ríkisstjórn og vonandi leiðir það til
farsæls samstarfs.“
Flokkarnir tveir keppast um það,
hvor þeirra sé lengra til vinstri, hvor
þeirra hafi betur í því að boða hér rík-
isafskipti og útgjöld. Þau koma ekki
til sögunnar nema með hækkun
skatta, þegar tekið er mið af stefnu
þeirra í efnahags- og atvinnumálum,
en hún byggist á samdrætti.
Skilaboð flokkanna til fjárfesta
heima og erlendis eru skýr: Nú er nóg
komið, við þurfum að draga saman
seglin. Stóriðja er skotspónninn, af
því að flokkarnir telja hana best fallna
til að draga fram græna litinn, en hjá
báðum glittir í hinn rauða, hina sósíal-
ísku forræðishyggju, sem síðast var
hafnað með eftirminnilegum hætti í
forsetakosningum í
Frakklandi.
Flest störf hafa orðið
til í fjármálageiranum á
íslenskum vinnumarkaði
síðustu misseri, 1.000 ný
störf á árinu 2006. Hér
sést ávöxtur stefnu ríkis-
stjórnarinnar, sem leysti
þessa starfsemi úr viðjum
ríkisrekstrar við litla
gleði stjórnarandstöð-
unnar. Hún var ekki held-
ur hrifin af því, þegar
sjónarmið einkarekstrar
voru kynnt til sögunnar í
háskólastarfi, rannsókn-
um og vísindum. Þar hafa
einnig orðið til hundruð
nýrra starfa eins og í
fjármálageiranum.
Líklega vill enginn gera sér í hug-
arlund, hvernig þjóðfélag væri hér, ef
vinstri flokkarnir hefðu stjórnað land-
inu undanfarin ár, þegar tækifæri al-
þjóðavæðingar og einkarekstrar hafa
verið nýtt með glæsilegum árangri.
Tækifæri, sem flokkarnir hafa viljað
hafa að engu.
Eða hvernig halda menn, að staðan
væri í öryggis- og varnarmálum, ef
þessir flokkar hefur ráðið ferðinni?
Reynsla mín af því að flytja tillögur
um eflingu löggæslu segir mér, að inn-
an flokkanna er mjög takmarkaður
skilningur á nauðsyn árvekni á þessu
sviði. Þar hefðu menn að minnsta
kosti ekki átt frumkvæði að neinum
tillögum um að styrkja lögreglu eða
laga störf og tækjabúnað landhelg-
isgæslu að nýjum kröfum. Ráðandi
sjónarmið hafa verið: Aukinn viðbún-
aður okkar kallar aðeins á meiri
hættu!
Ég skora á kjósendur, að hafna
vinstri stjórn. Hún yrði stjórn af-
skiptasemi, ríkisútgjalda, skattheimtu
og öryggisleysis. Hún yrði einfaldlega
tímaskekkja miðað við sterka stöðu ís-
lenska þjóðfélagsins og sókn þess á
öllum sviðum.
Höfnum vinstri stjórn
Eftir Björn Bjarnson
» Vinstristjórn er
tímaskekkja.
Björn Bjarnason
Höfundur er dóms- og
kirkjumálaráðherra.
na í vélinni í varðskipinu Óðni á Listahátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/ÞÖK
gandi engill tók á móti áhorfendum Gyðjunnar í vélinni á hafnarbakkanum.
Elísabet Ólafsdóttir. Ísbjörn Sigrún Sól Ólafsdóttir.
Stúlkur Í meyjarskemmunni hefur hégóminn völdin.
Slátur Hver káeta hefur sitt að segja.rkinu.
d skúlptúrum sínum.
Ljósmyndir/Vera Pálsdóttir
Refur Margrét Vilhjálmsdóttir.