Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 55
✝ HallbjörnGunnar Gísla-
son fæddist 2. októ-
ber 1923. Hann lést
3. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Hallbjörnsdóttir, f.
1882, d. 1964 og
Gísli Gíslason, f.
1865, d. 1933. Bróð-
ir Hallbjörns var
Helgi Sigurður, f.
11.7. 1913, d. 6.6.
1984, kvæntur
Katrínu Guðmunds-
dóttur, f. 1918, d. 2005. Dætur
þeirra eru Sigrún, f. 1937, Krist-
ín, f. 1944, Sigurbjörg, f. 1950 og
Heiða, f. 1952.
Hallbjörn fæddist á Vogalæk,
átti heima á Litla-Kálfalæk og
Hömrum fyrstu árin. 1926 fluttu
foreldrar hans með
syni sína að Tröð-
um í Hraunhreppi
og þar átti Hall-
björn heima til dán-
ardags. Hallbjörn
bjó með Helga og
Katrínu félagsbúi í
Tröðum, eftir að
Helgi dó héldu
Hallbjörn og Katr-
ín áfram félagsbúi
til ársins 1999.
Hallbjörn hélt
áfram að sinna
jörðinni eftir því
sem heilsa og þrek leyfðu fram í
andlátið.
Útför Hallbjörns verður gerð
frá Borgarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður á Ökrum á
Mýrum.
Við erum höggdofa eftir að sjá út-
farartilkynningu um Hallbjörn vin
okkar og frænda sem fyrstu vitn-
eskju um andlát hans. Á þessu sumri
eru sex tugir ára frá því fundum okk-
ar bar fyrst saman með heimsókn að
Tröðum og út í Skutulsey, en föður
mínum Jóni Hallvarðssyni var um
frændsemis- og vináttubönd kyn-
slóðanna að ræða. Svo sem æ síðan
brást ekki hjálpsemi og úrræði
Traðabræðra og réru þeir Hallbjörn
og faðir minn gamalkunna leið út í
Skutulsey í andbyr og vaxandi sorta,
við til gistingar á ættarslóð, en Hall-
björn ungi vatt upp segl og báturinn
þaut sem ör af streng út úr gestaljósi
bæjarhlaðs og hvarf í sortann.
Hallbirni eru allir vegir ratljósir
og færir, sagði fólkið, og svo mun
enn.
Allar götur síðan höfum við fjöl-
skyldan notið nábýlis á sumarsetri
okkar að Seljum við Traðafólkið eins
og næstu granna okkar Hólmakots-
fólkið og raunar fleiri granna. Eftir
að Traðamenn eignuðust og tóku að
nytja Hamraenda austan okkar varð
samaðild þriggja um vatnið milli
okkar og tíðförulla hvorum um garð
og grundir annars. Einkum var
ánægjulegt að eiga samstarf við
Hallbjörn um framkvæmdir og um-
bætur, slíkur snilldar- og hagleiks-
maður sem hann var, hvort sem girð-
ingar, hliðsmíði, fyrirhleðsla við
vatnið eða vegabætur áttu í hlut.
Hvað eftirminnilegast og
þakkarverðast er, er faðir minn beið
sitt banadægur á strönd Selja á
páskum og Hallbjörn fann hann,
veitti nábjargirnar og bjó til hinstu
ferðar suður, sem og rösklegt fóta-
tak sveitunganna inn kirkjugólfið við
útförina Blómlegt bú og hagsæld
Traðafólksins var til fyrirmyndar og
alls staðar blasti við haglegt hand-
bragð Hallbjarnar á byggingum,
girðingum og ekki síst hliðum. Hug-
arfar hans og handbragð var héraðs-
prýði.
Ræktarsemin náði til héraðsmála,
svo sem stuðningur Traðamanna við
vatnsveituna og afburða hirða Hall-
bjarnar á Akrakirkju og kirkjugarði
er til vitnis um. Hvað mun nú til
varnar verða vorum sóma? Við eig-
um honum að þakka síðustu för okk-
ar út í Skutulsey, en þá kenndi kjölur
grunns á flösinni, og mælti hann þá
„Er mér nú farið að förlast?“ Á síð-
ustu fundum okkar á liðnu hausti
fögnuðum við samtaki um vegræsi
og fleiru, sem fram horfði og töldum
okkur eiga þess vísa von að hitta
hann með hækkandi sól. Í könnunar-
ferð 1. maí merktum við að hliðið að
landi hans var sigið og hugsuðum til
ráðslags við hann. Nú finnst okkur
við skilja, að hliðið drúpti höfði.
Blessuð sé minning Hallbjarnar
frænda og vinar.
Bjarni Bragi og Rósa.
Skarð er fyrir skildi nú er fallinn
er frá afabróðir minn, Hallbjörn
Gíslason. Við, börn bræðradætra
hans, tókum það upp eftir mæðrum
okkar og kölluðum hann ávallt
frænda. Þennan sið tóku fleiri upp.
Frændi var vinur okkar allra og
kletturinn sem aldrei haggaðist,
sama hvernig vindar blésu. Hjá hon-
um var ætíð skjól að finna.
Frændi ólst upp í Tröðum frá
tveggja ára aldri og átti þar heima
alla sína tíð. Hann unni sveitinni
sinni, þar sem hann rak bú í félagi
við afa og ömmu á meðan heilsa
leyfði. Frændi var einkar handlaginn
maður og var unun að horfa á hann
vinna, einkum og sérílagi við smíðar.
Það lék allt í höndum hans. Frænda
féll sjaldnast verk úr hendi. Kominn
á gamals aldur hélt hann uppteknum
hætti við að dytta að húsum, vélum,
girðingum og öðru því sem þurfti
viðhalds við allt fram til síðustu
stundar. Eitt af síðustu verkum hans
var að gera við bátinn sinn og sjó-
setja. Á þessum báti hélt hann af
stað í sína hinstu för.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sveinbjörg Sveinsdóttir.
Nú er elsku frændi fallinn frá.
Frændi, eins og hann var alltaf kall-
aður af sínum nánustu ættingjum
var einstakur maður sem ég bar
óskaplega mikla virðingu fyrir.
Hann var einstaklega góðhjartaður
maður og skapgóður. Ég minnist
allra góðu stundanna sem ég átti
með honum í Tröðum og er ég ein-
staklega þakklát fyrir þann tíma.
Frændi var einstaklega handlag-
inn og duglegur maður og gat smíð-
að nánast hvað sem var, en þeir
bræður byggðu upp Traðarbúið nán-
ast einir með berum höndum. Hann
var alltaf að dútla að einhverju og
vildi alltaf hafa mjög snyrtilegt í
kringum sig og sá til þess að bærinn
væri alltaf í toppstandi. Báturinn
hans var alltaf eins og nýr þó hann
væri kominn til ára sinna. Á hverjum
vetri var báturinn tekinn í gegn eftir
sumarið, málaður og gengið vel frá
honum. Sem betur fer gat Frændi
verið í sveitinni fram á síðasta dag og
siglt á bátnum sínum, því þar undi
hann sér best.
Nú er svo skrýtið að koma í sveit-
ina vitandi það að Frændi sé ekki
þar. Við Snorri og Sölvi reyndum að
koma eins mikið í sveitina og við gát-
um, sérstaklega þó á sumrin. Á vet-
urnar gerðum við okkur nokkrar
helgarferðir í Traðir og buðum þá
Frænda alltaf í mat ef hann var
staddur þar. Þá var ýmislegt spjallað
og fékk maður að heyra ýmsar
skemmtilegar sögur og vísur sem
hann sagði svo skemmtilega. Sölvi
hélt mikið upp á Frænda og í nokkra
mánuði sagði hann alltaf að Frændi
væri bestur ef hann var spurður.
Þeir frændur heilsuðust alltaf með
handabandi þegar þeir hittust. Dag-
inn áður en Frændi dó vorum við
Sölvi að æfa handabandið, því við
ætluðum að fara vestur og hitta
Frænda. Sölvi var meira segja farinn
að segja „sæll og blessaður“ þegar
við vorum að æfa handabandið, en
Frændi sagði það alltaf við hann
þegar þeir heilsuðust.
Ég á alltaf eftir að minnast síðasta
samtalsins sem ég átti við Frænda,
en það var sama dag og hann dó. Þá
var hann að hringja til að segja að
hann ætlaði að fara á bátnum sínum
út í Skutulsey á flóðinu og koma svo
með traktorinn sem var þar til baka
á fjörunni, svo ætlaði mamma að
fara með hann á flóðinu seinna um
daginn og sækja bátinn. En því mið-
ur þá komst hann aldrei alla leið út í
Skutulsey í þetta skiptið. Hann
strandaði á leiðinni og mamma fór
að athuga hvort það væri allt í lagi
með hann. Þegar mamma hringdi í
mig og sagði að það væri eitthvað að
frænda varð ég mjög hrædd, ég var
búin að kvíða svo lengi fyrir því að
eitthvað kæmi fyrir hann. Ég vildi
að síðasta minningin um Frænda
væri ánægjulegri, það var svo sárt
að horfa á hann svona veikan og
þurfa að skilja við hann þegar hann
var fluttur af stað með þyrlunni, það
var í síðasta skiptið sem ég kvaddi
hann. En sem betur fer á ég margar
góðar minningar um einstaklega
góðan mann sem ég ætla að halda
fast í og varðveita.
Sérstakar þakkir vil ég færa
Lindu lækni, Hermanni á sjúkra-
bílnum, Diddu og Steina í Laxár-
holti, Dóra í Hundastapa og öllum
þeim sem sýndu skjót og góð við-
brögð á þessum erfiða tíma.
Hvíl í friði elsku Frændi, þín er
sárt saknað.
Fanney Svala.
Hallbjörn Gunnar
Gíslason
✝ Guðrún Jónas-dóttir fæddist í
Öxney á Breiðafirði
24. júní 1914. Hún
lést á St. Franc-
iskusspítala í Stykk-
ishólmi 4. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Elín
Guðmundsdóttir frá
Munaðarhóli í Nes-
hreppi utan Ennis,
f. 27. des. 1886, d.
27. júlí 1928 og Jón-
as Jóhannsson í Öx-
ney, f. 21. júlí 1891,
d. 1. jan. 1970. Systkini Guðrúnar
eru Jóhann, f. 1912, d. 2005, Sig-
urlaug, f. 1913, d. 2005, Leifur, f.
1915, d. 1959, Kristín, f. 1916,
María, f. 1917, d. 1969, Sjöfn, f.
1919, d. 1990, Sigríður, f. 1921, d.
1928, Lilja, f. 1923, d. 1971, Hild-
er Reynir Vilhjálmsson, f. 1934. 3)
Brynja, f. 1947, maki Þorvaldur
Ólafsson, f. 1944. Börn þeirra eru
Þorbjörg, f. 1970, Þorgerður, f.
1972 og Gunnar, f. 1979. Barna-
barnabörn Guðrúnar eru 15.
16 ára gömul fór Guðrún að
heiman og vann ýmis störf. Tvítug
að aldri stundaði hún nám við
Kvennaskólann á Blönduósi, en að
því loknu réðst hún matráðskona
að Ljósafossvirkjun þar sem hún
kynntist Jóhanni. Þau bjuggu
fyrst í Reykjavík en fluttu árið
1947 í Garðahrepp. Eftir að þau
slitu samvistum vann Guðrún víða
sem matráðskona, m.a. í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst, á Sölt-
unarstöð Óskars Halldórssonar á
Raufarhöfn og í Hraðfrystihúsi
Keflavíkur. Um 1970 settist Guð-
rún að í Stykkishólmi þar sem hún
sinnti ýmsum störfum til sjós og
lands meðan kraftar entust.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ur, f. 1924, Katrín, f.
1926, d. 1978, og
stúlka andvana fædd
1928. Hálfsystir sam-
feðra er Elín, f. 1945.
Sambýlismaður
Guðrúnar var Jó-
hann Magnús Hall-
grímsson frá Ytri-
Sólheimum í Mýrdal,
f. 23. sept. 1911, d. 1.
jan. 1982. Þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru 1) Hreinn,
f. 1937, maki Geir-
þrúður Kjartans-
dóttir, f. 1935. Börn þeirra eru
Kjartan, f. 1958, Guðrún, f. 1961,
og Sturla Jóhann, f. 1971. 2) Sig-
ríður, f. 1943, maki Björgvin Her-
mannsson, f. 1938, þau slitu sam-
vistum. Sonur þeirra er Hermann,
f. 1964. Sambýlismaður Sigríðar
„Minn tími er vorið“ var viðkvæði
Guðrúnar tengdamóður minnar
sem látin er í hárri elli, þrotin að
kröftum og södd langra lífdaga.
Hún fór því með fallinu að vanda
þeirra sem ólust upp við áratök í
stríðum straumum milli eyja í
mynni Hvammsfjarðar. Langt fram
yfir áttrætt stýrði hún báti sínum
Gelti snemma vors úr Stykkishólmi
inn í Galtarey, þar sem hún reisti
sína höll sumarlandsins fyrir 38 ár-
um, um það leyti sem ég fór á fjör-
urnar við yngri dóttur hennar.
Hæfilega einráð drottning í eyríki
sínu naut hún þess að sjá hina lif-
andi náttúru vakna af vetrarsvefni,
hlustaði á fuglana syngja og grösin
gróa, hlúði að hreiðri og blómi, sáði
og setti niður í garðinn sinn.
Niðjar Guðrúnar og aðrir svo lán-
samir að tengjast henni fjölskyldu-
böndum áttu í Galtarey griðastað
frá erli þéttbýlisins. Þar kynntust
barnabörnin og barnabarnabörnin
eyjalífi og ýmsum fornum búskap-
arháttum og lærðu af ömmu sinni
og langömmu margt það sem verð-
ur ekki numið í skóla. Námsgögnin
í Galtarey voru bæði utan húss og
innan, því að kennarinn klæddi inn-
veggi með mosa, skeljum og öðrum
hnýsilegum gripum af sjávarbotni,
en gluggakappinn í eldhúsinu var
þarablaðka.
Þótt skólaganga Guðrúnar yrði
ekki löng, gerði uppvöxturinn í
Öxney, ásamt skarpri athyglis- og
ályktunargáfu, hana fluglæsa á
náttúruna. Þegar Hólmurum var
boruð hola eftir heitu vatni með
ágætum árangri, var það nokkurn
veginn á þeim stað þar sem Guðrún
sagði mér áður að hyggilegast
myndi að bora. Þegar maður nokk-
ur hugðist efna til bókar um
skrímsli á Íslandi, fól hann Guð-
rúnu að draga upp trúverðuga
mynd af fjörulalla. Veturinn 1934–
35 braust Guðrún til mennta í
Kvennaskólanum á Blönduósi og
var þar í hópi námsmeyja sem
skólastjórinn, Hulda Á. Stefáns-
dóttir, segir í endurminningum sín-
um hafa verið óvenju samstilltan.
Þar lék Guðrún í skólaleiknum
„Upp til selja“ sem sýndur var 4
sinnum á Blönduósi fyrir fullu húsi.
Hún minntist Kvennaskólans jafn-
an með þakklátri eftirsjá, og víst er
að námið, bóklegt sem verklegt,
nýttist henni vel á lífsleiðinni.
Hulda lagði ríka áherslu á að
námsmeyjarnar lærðu að vefa. En
Guðrún hafði ekki tíma til þess að
sitja við vefstól næstu áratugina.
Samt vafðist ekki fyrir henni
hálfsjötugri að taka upp þráðinn
þar sem frá var horfið, hún fékk sér
vefstól, setti hjálparlaust fyrstu
uppistöðuna í vefinn og tók að vefa
myndræn veggteppi. Myndefnið
fann hún m.a. í sálufélögum sínum,
svo sem Látra-Björgu, Sigurði
Breiðfjörð og Sigyn með skálina yfir
Loka. En frumleg listhneigð Guð-
rúnar fann sér fleiri farvegi. Bláskel
og blöðruþang urðu í höndum henn-
ar að bísperrtum – en brothættum –
frímúrara í kjólfötum!
Hve gott er að hvíla sig rótt,
eins og lokið sé leið,
þótt langur og eilífur gangur
bíði manns enn
orti Steinn Steinarr. Ef nokkuð er
hæft í þeim átrúnaði, að hér sé ekki
komið að leiðarlokum, þá sé ég í
anda tengdamóður mína stýra Gelti
inn í Galtarey. Hún fer Þröskulda
milli Brokeyjar og Öxneyjar og
stýrir fumlaust fram hjá öllum
skerjum. Það er vor í lofti, því að
hennar tími var vorið.
Þorvaldur Ólafsson.
Mín elskulega amma kvaddi
þennan heim í sátt. Hún hafði verið
dugnaðarforkur allt sitt líf og mátti
aldrei neitt aumt sjá. Hennar verð-
mæti voru ekki metin í peningum
heldur mannúð og skilningi og um-
hyggju fyrir lítilmagnanum í sam-
félaginu. Hún kenndi mér að meta
náttúruna og fegurð hennar og gaf
mér innsýn í gamla heima sem mér
hefði aldrei boðist annars. Ég var
með henni í Breiðafjarðareyjum
sem barn og hefur það verið mér
hugleikið alla ævi.
Í tilefni andláts hennar og ósk um
hinstu hvílu í Galtarey varð til þessi
vísa:
Nú hvílir þú í hvanngrænum mosa
svo himinhvelfingar við þér brosa.
Veraldar fuglar vorljóð þér syngi,
og vonglöð kollan verpir í lyngi.
Hér er þinn heimur og hamingja falin
og hinsta hvílan var löngu útvalin.
Við natinna verka njótum þinna
og nálægð okkar þú átt að finna.
Öll við þig mikils mátum
og margt af þér lærðum meðan við gátum.
Nú Guðrún í Galtarey sefur
og ilmgrasið hana umvefur.
Hún hvílir í skjóli
á heimsins besta bóli.
Hjá bláklukku við Breiðafjörð
þig baðar sól við grænan svörð.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með Guðrúnu í Galt-
arey. Hvíli hún í friði og sátt.
Guðrún Hreinsdóttir.
Elsku amma, nú ert þú farin.
Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Þú
reyndist mér alltaf vel, varst svo
skilningsrík og góð, fræddir mig
um svo margt. Eyjalífið eins og þú
lifðir frá blautri barnæsku, um það
hvernig börn byrjuðu að vinna frá
sex ára aldri sem ekki þekkist í dag.
Alla tíð hefur þú unnið sem hetja til
sjós og lands.
Þegar þú fórst að eldast þá
vannst þú á veturna og naust þess
að vera í Galtarey á sumrin, þar átt-
um við margar góðar stundir. Ég
man svo vel þegar þú varst að
klæða skálann að innan með skelj-
um. Þegar ég reri á Kóna á vog-
inum í Galtarey, báturinn hálffullur
af sjó, þá hafði ég ekki áhyggjur því
ég vissi að þú varst að fylgjast með
mér, ég átti bara að passa mig á
straumunum.
Þegar Göltur, báturinn þinn, bil-
aði gafst þú ekki upp. þú talaðir
bara við hann. Við komumst einu
sinni í hann krappan á sjónum, það
var ótrúlegt hvað þú varst róleg,
nikkaðir til mín og þá vissi ég að
allt var í lagi. Það var svo gott að
vera í návist þinni, alltaf ró og frið-
ur.
Ég veit að Guð finnur góðan stað
fyrir þig, því hann þarf á góðri
hetju að halda.
Hermann Björgvinsson.
Guðrún Jónasdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar