Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 56

Morgunblaðið - 11.05.2007, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Árnasonfæddist í Reykjavík 12. ágúst árið 1928. Hann lést á heimili sínu í Mykjunesi í Holtum 30. apríl síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Árna Björns Björnssonar gullsmíðameistara og kaupmanns í Reykjavík, f. 11. mars 1896, d. 2. júlí 1947 og Svan- bjargar Hróðnýjar Einarsdóttur, f. 20. júlí 1899, d. 27. nóvember 1986. Árni Björn rak gullsmíðaverkstæði og versl- un í Lækjargötu 2. Bræður hans voru Haraldur Árnason kaup- maður í Haraldarbúð í Austur- stræti og Björn sem stofnaði og rak Hressingarskálann í sömu götu. Þóttu þeir bræður setja mik- inn svip á bæinn og var samvinna þeirra náin og góð. Föðurforeldrar Björns voru Björn Símonarson, gullsmiður á Sauðárkróki og í Reykjavík, f. 26. apríl 1853, d. 27. desember 1914 og Kristín Björnsdóttir for- stöðukona veitingasölu og Björns- bakarís, f. 11. desember 1866, d. 5. maí 1927. Móðurforeldrar Björns voru Einar Pálsson, prestur í Reykholti, f. 24. júlí 1868, d. 27. janúar 1951 og Jóhanna Katrín Kristjana Eggertsdóttir Briem, f. 2. febrúar 1872, d. 4. desember 1962. Bræður Björns voru Har- aldur, f. 7. febrúar 1923, d. 10. mars 2003 og Einar, f. 22. desem- ber 1926, d. 15. september 1992. Eftirlifandi systir Björns er Krist- ín, f. 12. júní 1925. Björn kvæntist 10. janúar 1953, Ingunni Sigríði Ágústsdóttur, f. 2. október 1930, d. 8. júní 1985. Hún var dóttir hjónanna Björns Ágústar Guð- mundssonar yfirvélstjóra Raf- Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og prófi í vélaverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg í Svíþjóð árið 1954. Ár- in 1954-56 starfaði Björn hjá Kockums Mekaniska Verkstad AB í Málmey í Svíþjóð. Hann starfaði hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurbæjar 1956-66 og var forstöðumaður þess frá 1957-66. Hann undirbjó sameiningu bifreiða- og farvél- areksturs flestra fyrirtækja Reykjavíkurborgar 1960-64. Björn var forstjóri Vélamið- stöðvar Reykjavíkurborgar 1964- 66 og síðan deildarverkfræðingur hjá Fosskraft sf. við Búrfells- virkjun 1966-67. Á árunum 1968- 95 var hann bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Frá árinu 1995 og til dauðadags var Björn skógarbóndi í Mykjunesi í Holtum. Björn var Rótaryfélagi frá árinu 1970 og forseti Rótaryklúbbs Hafn- arfjarðar 1976-77 og formaður skógræktarnefndar klúbbsins. Hann var varaformaður Skóg- ræktarfélags Hafnafjarðar og heiðursfélagi frá árinu 2006. Stjórnarmaður í Skógrækt- arfélagi Íslands og stjórnarmaður og stjórnarformaður í Land- græðslusjóði. Björn tók fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar þátt í und- irbúningi sameiginlegrar sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins frá upphafi; var varaformaður stjórn- ar undirbúningsfélags 1984-88; og Sorpu bs. frá stofnun árið 1988 til ársins 1994. Formaður stjórnar Sorpu 1992-94. Björn sat í nefnd- um um útgáfu fræðslurita um sorphirðu og fráveitur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytisins. Hann- aði lagnakerfi í ýmsar byggingar, m.a. Hótel Holt og Hótel Loftleiði, oft í samstarfi við mág sinn Stefán Ólafsson. Var meðdómari og dóm- kvaddur matsmaður í allmörgum málum við héraðsdómstóla í Hafn- arfirði og víðar. Útför Björns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. magnsveitu Reykja- víkur og Sogsvirkjana, f. 10. desember 1889, d. 27. desember 1952 og Sigríðar Páls- dóttur f. 21. júní 1895, d. 12. febrúar 1989. Björn Ágúst og Sigríður voru kennd við Rafstöðina við El- liðaár þar sem þau bjuggu í áratugi. Ingunn starfaði síð- ustu æviár sín sem skólaritari í Garða- bæ. Börn Björns og Ingunnar eru: 1) Kristín, prófessor í hjúkr- unarfræði við Háskóla Íslands, f. 22. desember 1956. gift Friðriki Má Baldurssyni, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, f. 11. apríl 1957. Börn þeirra eru Jó- hanna Katrín, f. 1. apríl 1980 og Björn Már, f. 11. júní 1990. 2) Árni Björn verkfræðingur, f. 20. sept- ember 1958, kvæntur Halldóru Kristínu Bragadóttur arkitekt, f. 21. maí 1960. Börn þeirra eru Bragi, f. 2. október 1986 og Ing- unn Sigríður, f. 16. nóvember 1990. 3) Sigríður lyfjafræðingur, f. 2. apríl 1962, gift Val Ragn- arssyni lyfjafræðingi, f. 13. janúar 1964. Börn þeirra eru: Ingunn Ýr, f. 17. maí 1983, maki er Hannes Þorsteinn Sigurðsson og eiga þau eina dóttur, Freyju, f. 16. nóv- ember 2006, og Vaka, f. 3. maí 1989. 4) Björn Ágúst verkfræð- ingur, f. 9. júlí 1967, kvæntur Kristínu Lúðvíksdóttur viðskipta- fræðingi, f. 5. nóvember 1969. Börn þeirra eru Þorsteinn Frið- rik, f. 19. nóvember 1992, Sólveig, f. 5. ágúst 1999 og Haraldur f. 24. september 2006. Björn var um tíma í sambúð með Kristínu Hólm- fríði Tryggvadóttur, f. 14. ágúst 1936, en þau slitu samvistum. Björn lauk stúdentsprófi frá Á fallegu kvöldi fyrir hálfum mánuði gengum við Björn tengda- faðir minn út í garð og virtum fyrir okkur limgerði, sem naut sín ekki sem skyldi. Við ákváðum að flytja plönturnar austur í Mykjunes, skóg- ræktarbýlið hans, svo þær mættu þrífast og sóma sér betur. Björn taldi þó rétt að bíða með verkið þar til í lok apríl, er frost væri farið úr jörðu. Svo vatt hann sér hress og kátur upp í jeppann sinn, hélt heim og skutlaði foreldrum mínum í leið- inni. Viku síðar, að kvöldi síðasta dags aprílmánaðar var hann allur. Heiðurshjónin Björn og Ingunni hitti ég fyrst fyrir rúmum 30 árum, en nokkru áður höfðum við Árni, sonur þeirra kynnst. Viðmót þeirra hjóna í minn garð var frá fyrstu tíð afar hlýtt og mér ávallt vel tekið. Minningar um Björn frá þessum ár- um tengjast Ingunni, enda þau hjón samhent og samband þeirra ástríkt. Á heimili þeirra og fjögurra barna þeirra ríkti glaðværð og samheldni. Ingunn var falleg kona svo eftir var tekið, einstaklega hlý, ljúf og fáguð. Björn myndarlegur og glaðlegur með fallegt bros og blik í auga. Ljósmyndir af þeim sem ungu pari minna einna helst á kvikmynda- stjörnur, svo glæsileg voru þau. Björn var félagslyndur og áhuga- samur um landsins gagn og nauð- synjar. Hann hafði unun af tónlist og útiveru, svo ekki sé minnst á skógrækt. Hann sýndi tónlistarnámi mínu í þá daga mikinn áhuga og við skiptumst oft á skoðunum um þjóð- málin. Þau voru rædd af gagn- kvæmri virðingu, hann góður og gegn sjálfstæðismaður, en ég upp- tekin af róttækari hugmyndum menntaskólaáranna. Það var reiðarslag þegar Ingunn lést eftir stutta sjúkdómslegu fyrir 22 árum, tæplega 55 ára. Fráfall hennar skildi eftir tómarúm í hjört- um hennar nánustu og var Birni ákaflega þungbært. Fimm árum eftir andlát Ingunnar keypti Björn jörðina Mykjunes í Holtum. Okkur fannst í mikið ráðist og gerðum góðlátlegt grín að bæj- arheitinu. En Björn hélt sínu striki og hóf ætlunarverk sitt ótrauður og fullur af eldmóði. Í Mykjunesi skyldi draumurinn um skóg rætast. Og það gekk eftir. Í hönd fóru ár sem voru Birni mjög ánægjuleg. Sumar eftir sumar dvöldu barna- börnin hjá honum, oft ásamt vinum og frændfólki. Hann kenndi þeim réttu vinnubrögðin, lagði bæði rækt við græðlingana og ungviðið, skóg- ræktarfólk framtíðar. Börnin okkar Árna nutu þeirra forréttinda að taka þátt í verkefni afa síns og fyrir það er ég þakklát. Afi Björn var fjölskyldumaður, en undi sér líka einn, svo sem í berjaferðum hvert haust. Þá kom hann jafnan færandi hendi með gómsæt bláber. Árið 1995 sneri Björn sér alfarið að skógræktarstörfum eftir áratuga farsælt starf sem bæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði. Störf Björns færðu honum góða þekkingu á byggingar- og skipulagsmálum. Hann fylgdist af áhuga með starfi mínu sem arkitekt og við ræddum oft sameiginleg hugðarefni. Hann hafði gaman af að reifa hugmyndir sínar um útfærslur verkefna, sem hann tókst á hendur. Nú er komið vor og frost farið úr jörðu. Björn var kominn í sveitina sína að hefja vorverkin. Sumarið framundan og skógarbóndinn reiðubúinn að takast á við verkefnin af alkunnri bjartsýni. Þannig kvaddi hann þennan heim. Hann sá hug- sjón sína um skógrækt í þágu kom- andi kynslóða verða að veruleika. Ég kveð Björn tengdaföður minn með þakklæti og trega. Megi minn- ing hans lifa. Halldóra Bragadóttir. Það var á menntaskólaárunum sem ég hitti Björn Árnason fyrst. Kristín Björnsdóttir, bekkjarsystir mín og síðar lífsförunautur bauð okkur bekkjarsystkinum sínum heim til foreldra sinna, Björns og Ingunnar Sigríðar Ágústsdóttur, fyrir eitt skólaballið. Mér er minn- isstætt hvernig þau tóku á móti okkur unglingunum. Okkur var það ljóst að við værum velkomin á þetta fallega heimili til að skemmta okkur í góðra vina hópi. Viðmótið var hlý- legt og vingjarnlegt en það var líka klárt að það ríkti festa á þessu heimili og það var reiknað með því að við krakkarnir færum af skyn- semi í veisluhöldin. Það gekk eftir og kom ekki í veg fyrir að við skemmtum okkur vel. Síðar fórum við Kristín að draga okkur saman og Jóhanna Katrín dóttir okkar kom í heiminn. Ég varð fastagestur á heimilinu. Alltaf mætti mér hlýlegt viðmót og gest- risni; mér fannst ég ætíð vera au- fúsugestur hjá Birni og Ingunni. Svo komu námsárin erlendis og hið daglega samband varð óhjá- kvæmilega stopulla. Við Kristín komum heim í fríum og nutum sam- vista við fjölskyldurnar okkar og Jó- hanna Katrín naut þess að vera hjá ömmum og öfum. Svo dundi reiðar- slagið yfir: Ingunn féll frá langt um aldur fram. Öll fjölskyldan varð harmi slegin og við tóku nokkur erf- ið ár þar sem sambandið við Björn varð minna. Þetta breyttist allt þegar Björn keypti, ásamt Haraldi bróður sín- um, jörðina Mykjunes í Holtum í Rangárþingi. Björn hafði lengi haft brennandi áhuga á skógrækt og tók nú til við að rækta skóg á eigin jörð. Nú vantaði hendur til að vinna þarft verk og vinnuaflið var nærtækt, nefnilega barnabörnin. Í nær fimm- tán ár hafa börnin í fjölskyldunni farið austur í Mykjunes; plantað, borið á, reytt frá. Það er ekki aðeins efnilegur skógur sem stækkar ár frá ári sem Björn skilur eftir sig heldur einnig minning barnanna um góða daga í Mykjunesi hjá afa sín- um. Björn var fremur dulur um eigin hagi, en hann var mikill selskaps- maður og hafði yndi af því að vera með fólki og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hann hafði mjög gaman af því að segja sögur og hermdi þá stundum eftir fólki að gömlum sveitasið. Í lok góðrar skemmtisögu skellti hann oft á lær sér og hló. Björn hafði mikinn áhuga á pólitík og það var skemmtilegt að rökræða landsmálin við hann. Hann var sjálf- stæðismaður í þess orðs bestu merkingu: Hafði megna óbeit á sér- hagsmunahyggju og afturhaldssemi og kallaði þá sem hann taldi standa fyrir slík sjónarmið gjarnan „fram- sóknarmenn allra flokka“. Björn hafði gaman af að segja frá því þeg- ar hann var spurður að því af sveit- unga sínum hvað hann hygðist fyrir með Mykjunes. Hann svaraði því til að hann ætlaði að rækta skóg. Þá spurði viðmælandinn: „Og hvernig er það þá styrkt“. Að þetta skyldi vera það fyrsta sem kom í hug mannsins fannst Birni dæmigert fyrir þann hugsunarhátt sem illu heilli gegnsýrði íslenskan landbúnað og hefði í raun drepið hann í dróma. Nú er Björn Árnason allur. Eftir stendur minning um góðan mann sem ræktaði garðinn sinn af alúð og elju og uppskar eftir því. Friðrik Már Baldursson. Nú er komið vor og aðaltími árs- ins í skógræktinni, það er alltaf spennandi að sjá hvernig trén koma undan vetri. Þegar maður hugsar um afa ber skógræktina hæst, enda snerist líf hans meira og minna um hana frá því að við munum vel eftir okkur. Við barnabörnin höfum verið þátttakendur í stóra verkefninu hans síðan að hann keypti landið í Mykjunesi. Þar var hann kóngur í ríki sínu. Afi eyddi öllum sínum tíma, krafti og fé í að græða landið upp á sitt eindæmi og það ber vott um trú hans á einstaklingsframtak- inu. Verkfræðingseðlið kom glöggt í ljós við áætlanagerðina (fimm ára!) og hann lagði mikla vinnu í að afla sér þekkingar um skógrækt. Afi var stórtækur og eljusamur, hugsjónin dreif hann áfram og það voru alltaf einhverjar framkvæmdir í gangi. Það var unnið frá morgni til kvölds í öllum veðrum þrátt fyrir verki og háan aldur og þúsundir trjáa voru gróðursettar á hverju ári. Þessi seigla var aðdáunarverð og við er- um stoltar af því sem hann hefur áorkað. Þrátt fyrir þessi miklu um- svif skipti samt hvert einstakt líf máli. Ef ein planta datt úr bakk- anum var henni komið fyrir í gam- alli skyrdollu með mold og passað upp á að hún lifði. Sömuleiðis var plantað sólberjarunnum svo að fugl- arnir fengju að éta og svona mætti lengi telja. En mikilvægast af öllu er að afi fékk okkur barnabörnin til að koma og vinna með sér og borg- aði okkur góð laun. Hjá honum var gott að vera, frjálsræðið var mikið þótt hann hafi vakið okkur á hverj- um morgni með Gufuna í botni til að fara að vinna. Þannig varð skóg- ræktin til þess að við fengum að njóta meiri samvista við hann og kynnast honum og hinum frænd- systkinunum betur. Afi hafði alltaf nóg fyrir stafni, las mikið, fór í sund, leikhús og á tón- leika, sérstaklega ef einhver af af- komendunum var að troða upp, þá lét hann sig ekki vanta. Hann var í Rótarý, skógræktarfélögum og spilaklúbbum og gerði sér far um að rækta fjölskyldu- og vinabönd. Hann ferðaðist víða, heimsótti ætt- ingja erlendis og fór alla leið til Sví- þjóðar á 50 ára bekkjarmót. Næst ætlaði hann til Suður-Afríku. Hon- um féll aldrei verk úr hendi en kunni þó líka að slappa af og endaði oft vinnudaginn á að fá sér „brjóst- birtu“ eða „nátthúfu“. Afa fannst af- skaplega gaman að hitta fólk og fara í veislur, og var alltaf svo al- úðlegur þegar hann hitti einhvern sem hann þekkti á förnum vegi. Síð- ustu árin var hann líka sérstaklega duglegur að sinna okkur barnabörn- unum, hann sýndi okkur áhuga og spurði mikið um framtíðaráform, hafði trú á okkur og gerði vænt- ingar til okkar. Hann var líka mjög hrifinn af tveimur nýjustu fjöl- skyldumeðlimunum, Haraldi og Freyju, sem fá því miður ekki að kynnast honum. Minningar um afa Björn eru margar og við eigum eftir að sakna hans, hann sagði svo skemmtilegar sögur og gaf sér tíma til að ræða við okkur. En það var kannski frekar hvað hann gerði, hvað hann kenndi með fordæmi sínu, sem gerir okkur þakklátar fyrir að hafa átt þennan góða afa. Vonandi getum við alla tíð fylgt þeim lífsreglum sem hann inn- rætti okkur. Jóhanna Katrín og Ingunn Ýr. Í sumum tilfellum gerir dauðinn ekki boð á undan sér og víst er að það á við um fráfall tengdaföður míns Björns Árnasonar sem varð bráðkvaddur á öðru heimila sinna, Mykjunesi í Rangárþingi Ytra síð- asta dag aprílmánaðar. Afi Björn, eins og hann var ávallt kallaður á okkar heimili, var ein- staklega stórhuga þegar kom að uppbyggingu í Mykjunesi. Þar var margt í gangi, ekki einungis mikil skógrækt heldur ótal önnur verk- efni. Íbúðarhúsið hefur tekið mikl- um breytingum þó því verkefni sé ekki lokið, vegaslóðana var stöðugt verið að lagfæra, lóðin í kringum íbúðarhúsið var að taka á sig nýjan svip, gróðurhúsið var loks komið upp og svo mætti lengi telja. Undirbúning fyrir vorverkin í Mykjunesi hóf afi Björn fyrir löngu. Hann var búinn að hafa til nokkur þúsund stiklinga, koma til plöntum í gróðurhúsinu, útvega áburð og panta plöntur hjá skógræktinni. Allt þetta miðaði að því að halda áfram að rækta skóg sem hann sagði að hann væri ekki bara að rækta sér til ánægju heldur fyrst og fremst fyrir afkomendur sína. Fljótlega eftir að Björn og Haddi bróðir hans eign- uðust Mykjunesið var farið að fikra sig áfram í skógræktinni. Einhverj- ar efasemdaraddir heyrðust hjá okkur yngra fólkinu um áform þeirra. Afföll voru mikil fyrstu árin en smám saman náði afi Björn betri tökum á verkefninu. Um leið og barnabörnin urðu nægjanlega stálp- uð til að geta aðstoðað fóru þau í vist í Mykjunes þannig að öll nema þau allra yngstu hafa átt dýrmætar samvistir með afa í sveitinni. Þar var lífið frábrugðið lífinu í borginni, mikil útivist og keppst var við að gefa áburð og planta. Þó frjálsræðið væri mikið passaði afi vel upp á að öllum liði vel. Hann hafði gott lag á krökkunum en var sjálfur afar kappsfullur og það vinnusamur að okkur þótti nú nóg um á köflum. Afi Björn var þrautseigur og dá- lítið þrjóskur en fyrir nokkrum ár- um var orðið ljóst að öll hans áform voru að ganga eftir. Það sem eitt sinni voru hríslur á stangli er farið að taka á sig mynd skógar. Ákveðnum áfanga var náð í desem- ber síðastliðnum þegar stórfjöl- skyldan fór austur til að fella jólatré. Þótt afi Björn væri ekki vanur að bera sínar tilfinningar á torg þá sást greinilega þennan dag að hann var afar stoltur af skóg- inum sínum. Veiðiréttindi í Veiðivötnum tengj- ast Mykjunesi. Afi Björn tók virkan þátt í ferðum fjölskyldunnar í Veiði- vötn undanfarin fimmtán ár eða svo. Sjálfur var hann hæfilega áhuga- samur um veiðiskapinn en það var í þessum ferðum sem það sást hversu vel honum líkaði að vera samvistum við börnin sín, tengdabörn og barnabörn. Fyrir um þremur árum ákváðum við Sigga að reisa okkur hús að Hellum í landi Mykjuness og gladdi það afa Björn mikið. Eins og stund- um áður birtist sú gleði ekki í formi margra orða eða hástemmdra held- ur með auðsýndum áhuga og stuðn- ingi sem við metum mjög mikils. Sjálfur þakka ég Birni fyrir okkar samskipti sem alla tíð hafa verið af- ar ánægjuleg og traust. Blessuð sé minning Björns Árna- sonar. Valur Ragnarsson. Björn Árnason tók við embætti bæjarverkfræðings í Hafnarfirði 1. janúar 1968 og gegndi því í rúman aldarfjórðung. Tæknideild bæjarfélagsins var í örum vexti á þessum tíma og ekki síður næstu árin enda miklir fram- kvæmdatímar í bæjarfélaginu sam- hliða byggingu álversins í Straums- vík. Norðurbærinn reis á skömmum tíma, hitaveita var lögð í bæjar- félagið og víða var unnið við end- urbætur í gatnagerð. Þá voru um- brota- og breytingatímar í Björn Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.