Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 70

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 70
Alex er tilkomumikill söngvari, algjör „moð- erfokker“, og sveitin bara býsna þétt… 79 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG var að vandræðast með þetta lengi. Það vill oft verða þannig að maður nefnir plötuna eftir einu laganna en mér fannst ekkert þeirra vera góður plötutitill að þessu sinni,“ segir Jón Ólafsson um sína nýjustu plötu, Hagamelur, sem kemur út á miðvikudaginn. „Mér fannst Hagamelur halda vel utan um þetta, platan er tekin upp þar auk þess sem ég bý þar,“ segir Jón sem tók plötuna upp í bíl- skúrnum sínum. „Ég var líka mikið hérna þegar ég var patti því amma bjó hérna. Ég held að Bítlarnir hafi líka verið í svipaðri aðstöðu þegar þeir gerðu Abbey Road, ég held að þeir hafi ekkert vitað hvað platan ætti að heita og ákveðið að skíra hana eftir götunni sem hljóðverið stóð við.“ Hagamelur er önnur sólóplata Jóns, en sú fyrsta kom út fyrir þremur árum og hét einfaldlega Jón Ólafsson. „Ég var í jafnmiklum vandræðum með nafnið þá,“ segir Jón og hlær. „Þessi plata er hins vegar ólík fyrri plötunni að því leyti að nú geri ég alla textana sjálfur. Fyrir vikið er þetta miklu per- sónulegra en áður. Maður gefur innsýn í það sem maður er að hugsa og er þess vegna töluvert ber- skjaldaður fyrir vikið. Mér finnst það gott mál, það er gott þegar menn segja það sem þeim finnst,“ segir Jón, en á fyrri plötu sinni vann hann með textahöfundum, og samdi auk þess lög við ljóð eftir Stein Steinarr. Leikur og tónleikar Aðspurður segir Jón að ástin komi vissulega við sögu á nýju plötunni. „Hún poppar upp með reglu- legu millibili en ég er líka að líta í eigin barm. Mað- ur er ekki alltaf hress, þótt margir haldi það. Maður á sínar erfiðu stundir,“ segir Jón, sem er þó hinn hamingjusamasti um þessar mundir. „Ég eignaðist lítinn strák fyrir hálfu ári þannig að þetta hefur verið skemmtilegur vetur. En eins og alþjóð veit hefur ýmislegt drifið á daga manns síðustu tvö árin, öll þessi slúðurblöð hafa séð til þess að fólk veit af því,“ segir Jón, en samband hans við Hildi Völu Einarsdóttur var töluvert á milli tannanna á fólki fyrir nokkrum misserum. En langar Jón ekkert til að taka sér frí frá ball- öðunum og gera svolítið ágengari tónlist? „Ég er al- veg til í það en þá verður einhver annar að syngja. Um leið og ég fer eitthvað að belgja röddina hljóm- ar hún ekki vel. Ég get alveg farið í gegnum ball með risastóru hljóðkerfi, en þegar maður kemur í hljóðver og syngur á íslensku er mjög erfitt að þykjast,“ segir hann. „En ég er í hljómsveit sem hefur lítið borið á að undanförnu, það er að segja hljómsveitinni Ný dönsk, og þar getur maður feng- ið útrás fyrir rokkið,“ segir Jón, sem er nú að semja lög og texta fyrir leikritið Óvita sem Leikfélag Ak- ureyrar setur upp í haust. Þá segir hann miklar lík- ur á því að hann muni halda áfram með þátt í Sjón- varpinu í haust, þótt hann verði líklega eitthvað frábrugðinn þætti hans í vetur sem leið. Jón er á leið í tónleikaferð um landið þar sem hann mun kynna nýju plötuna, en fyrstu tónleik- arnir fara fram á Eskifirði á sunnudaginn. „Það er ótrúleg tilviljun að Þróttur er að spila á svæðinu sama kvöld,“ segir Jón sem er forfallinn stuðnings- maður Þróttar í Reykjavík. „Nei það er engin til- viljun – ég ákvað að sjá leikinn í leiðinni.“ Morgunblaið/RAX Sáttur „Maður er ekki alltaf hress, þótt margir haldi það. Maður á sínar erfiðu stundir,“ segir Jón, sem er þó hinn hamingjusamasti um þessar mundir. Heima hjá Jóni er best Hagamelur, önnur sólóplata Jóns Ólafssonar, kemur út á miðvikudaginn Eitt lag af nýrri plötu Jóns fæst nú ókeypis á www.mbl.is/folk. tímaritum á borð við franska ELLE og Vogue. Hver nemandi sýnir sex alklæðnaði sem hann hef- ur unnið að síðustu þrjá mánuði. Í tilkynningu sem barst frá LHÍ segir að fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sé metn- aðarfull deild sem hafi unnið að kynningu deildarinnar erlendis um nokkurt skeið. Það sé ekki mikið um störf fyrir fatahönnuði á Ís- landi og þess vegna skipti orðspor á erlendir grundu miklu máli. Myndirnar eru frá útskriftarsýn- ingu hönnunardeildar LHÍ í fyrra sem var haldin í Hafnarhúsinu. NÍU útskriftarnemar fatahönn- unardeildar Listaháskóla Íslands sýna í kvöld kl. 20 útskriftarverk- efni sín í húsi Orkuveitunnar að Gvendarbrunni. Sýningin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum og má búast við heljarinnar sýningu í þessu glæsilega mann- virki. Ráðherrar iðnaðar- og mennta- mála verða viðstaddir sýninguna ásamt öðru íslensku áhrifafólki en einnig verða viðstaddir tíu erlendir blaðamenn sem koma hingað sér- staklega frá París í þeim tilgangi að sjá og fjalla um sýninguna íMorgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Tískusýning útskriftar- nema við Gvendarbrunn  Þær fregnir hafa borist vest- an úr Hollywood að Íslendingur sé á meðal þeirra 50 kvikmynda- gerðarmanna sem komist hafa inn í raunveru- leikaþáttinn On the Lot. Um er að ræða nýjan þátt sem miðar að því að finna efnilega kvikmyndagerðarmenn. Umsækj- endur þurftu að senda inn eina stuttmynd, en alls bárust 12 þúsund myndir. Þeir 50 sem hafa verið valdir fara nú til Hollywood og þar mun dómnefnd meta stuttmyndina sem þeir sendu inn. Dómararnir velja síðan 18 úr hópnum sem halda áfram og einn þeirra mun svo vinna milljón dala þróunarsamning. Framleiðendur eru þeir Mark Bur- nett og Steven Spielberg. Upptökur eru að hefjast og fyrsti þáttur verð- ur sýndur á Skjá Einum 23. maí. Íslendingur í stórum raunveruleikaþætti  Eins og áður hefur komið fram fagnar hljómsveitin Ný dönsk 20 ára afmæli á þessu ári, en fyrsta plata sveitarinnar, Ekki er á allt kosið... kom út árið 1987. Af þessu tilefni mun Sena endurútgefa allar plötur sveitarinnar og verða þær seldar saman í flottri öskju. Þá munu þeir félagar senda frá sér safnplötu sem mun einnig innihalda nýtt efni, en gert er ráð fyrir að sú plata komi út fyrir jól. Árið 1997 kom út safnplata með helstu lögum sveitarinnar fram að þeim tíma en að sögn Jóns Ólafssonar, hljóm- borðsleikara, er ekkert óeðlilegt að gefa út safnplötur á tíu ára fresti, sérstaklega ef tekið er mið af því að verk á borð við Grease og Kardi- mommubæinn eru sett upp á fimm ára fresti hér á landi. Þá hafi nokkrir slagarar bæst í hópinn síð- astliðin tíu ár... Ný dönsk endurútgefin og seld í flottri öskju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.