Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 74

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 74
74 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNING» Í HROLLVEKJUNNI The Reaping fer Hilary Swank með hlutverk Kat- herine Winter, fyrrverandi trúboða sem missir trúna þegar fjölskylda hennar ferst í hörmulegu slysi. Í kjölfarið hefur hún störf við að finna vísindalegar skýringar á at- burðum sem við fyrstu sýn virðast eiga sér yfirnáttúrulegar eða trúar- legar skýringar. Winter fær meðal annars það verkefni að rannsaka at- burði sem eiga sér stað í smábæ í Louisiana, en þeir þykja minna um margt á plágurnar tíu sem getið er um í Biblíunni. Fljótlega áttar Winter sig á því að vísindin geta ekki skýrt það sem á sér stað í bænum, og hún verður því að öðlast trúna að nýju til þess að geta barist gegn þeim myrku öflum sem þar er að finna. Hilary Swank er tvöfaldur ósk- arsverðlaunahafi, en hún hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni Boys Don’t Cry árið 2000 og svo í Million Dollar Baby sem Clint Eastwood gerði árið 2004. Með önnur helstu hlutverk fara David Morrissey og norðurírski leikarinn Stephen Rea sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í The Crying Game, en hann hlaut einmitt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyr- ir það hlutverk. Hlé á tökum vegna Katrínar The Reaping var að hluta til tekin upp í Baton Rouge í Louisiana fyrir tæpum tveimur árum, en þess má geta að þegar fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í ágúst árið 2005 þurfti að gera viku hlé á tökum myndarinnar. Myndin hefur hlotið nokkuð mis- jöfn viðbrögð gagnrýnenda en flest- ir hafa þeir þó farið fögrum orðum um frammistöðu Swank í aðal- hlutverkinu. Leikstjóri mynd- arinnar er Stephen Hopkins en hann hlaut mjög góða dóma fyrir sína síðustu mynd, The Life and Death of Peter Sellers, en hann á einnig að baki myndir á borð við Judgment Night, Blown Away, Predator 2 og A Nightmare on Elm Street: The Dream Child. Þá leik- stýrði hann einnig fyrstu þáttaröð 24. Þess má loks geta að The Reap- ing þykir mjög óhugnanleg kvik- mynd og því er viðkvæmum ráðið frá því að sjá hana. Óhugnanleg The Reaping fjallar um atburði sem eiga sér stað í smábæ í Louisiana og þykir sérstaklega óhugnanleg hrollvekja. Myrk öfl og plágurnar tíu Erlendir dómar: Metacritic.com: 36/100 Variety: 60/100 The New York Times: 40/100 Imdb.com: 53/100 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir ÍSLEN SKT TAL It’s a Boy Girl Thing kl. 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 B.i. 10 ára Pathfinder kl. 8 B.i. 16 ára Inland Empier kl. 5.45 - 9 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 10.15 B.i. 18 ára Úti er Ævin... m/ísl. tali kl. 6 FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS STURLAÐ STÓRVELDI NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH. eeee „Marglaga listaverk... Laura Dern er mögnuð!“  K.H.H, FBL eeee „Knýjandi og áhrifaríkt verk!”  H.J., MBL eeee  L.I.B., TOPP5.IS NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR EITT STRÍÐ LOKAORUSTAN ER HAFIN! Stranglega bönnuð innan 18 ára! eee EMIPIRE It’s a Boy Girl Thing kl. 8 - 10 Spider Man 3 kl. 5.20 - 8 - 10.40 B.i. 10 ára Next kl. 6 B.i. 14 ára eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is 15.000 MANNS Á AÐEINS 3 DÖGUM! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST It’s a Boy Girl Thing kl. 3.45 - 5.50 - 8 -10.10 Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára Spider Man 3 LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 Next kl. 5.45 B.i. 14 ára Pathfinder kl. 8 - 10.15 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 10.30 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 5.30 - 8 B.i. 16 ára TMNT kl. 3.40 B.i. 7 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Þau skipta óvart um líkama og nota tækifærið til að hefna sín á hvort öðru! Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák! Með Samaire Armstrong úr O.C. og Kevin Zegers úr Dawn of the Dead Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær kevin zegres samaire armstong sharon osbpurne

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.