Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 79

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 79 Náðu jafnvægi Fiat Punto Eknir kílómetrar á ári: 15 þús. Koltvísýringslosun: 4,1 tonn Kolefnisjöfnun: 5.764 kr. Fyrir það verða gróðursett 39 tré. B A K H J A R LA R : F A B R IK A N 2 0 0 7 Bindum kolefni með skógrækt. Farðu inn á www.kolvidur.is Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU föstudaginn 17. ágúst kl. 19.00 MIÐASALA: HALLGRÍMSKIRKJA - 12 TÓNAR - MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, KRISTNISJÓÐUR, REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA OG VESTRA, HOLLENSKA SENDIRÁÐIÐ, MINNINGARSJÓÐUR MARGRÉTAR BJÖRGÓLFSDÓTTUR Í HALLGRÍMSKIRKJU lokatónleikar hátíðarinnar sunnudaginn 19. ágúst kl. 19.00 Styrkt af Reykjavíkurborg 2 0 0 7 einsöngvarar: Robin Blaze kontratenór, Kirstín Erna Blöndal sópran, Elfa Margrét Ingvadóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Alex Ashworth baritón, Hrólfur Sæmundsson baritón og Benedikt Ingólfsson bassi Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og SCHOLA CANTORUM stjórnandi: Hörður Áskelsson ÍSRAEL Í EGYPTALANDI eftir GEORGE FRIDERIC HANDEL Óratóría í þremur þáttum - frumflutningur á Íslandi Í SKÁLHOLTSDÓMKIRKJU mánudaginn 13. ágúst kl. 19.00 Í HALLGRÍMSKIRKJU opnunartónleikar hátíðarinnar laugardaginn 11. ágúst kl. 17.00 sunnudaginn 12. ágúst kl. 20.00 „ É g v i l l o f s y n g j a D r o t t n i “ K I R K J U L I S TAHÁT Í Ð FESTIVAL OF SACRED ARTS MESSA Í H-MOLL eftir JOHANN SEBASTIAN BACH einsöngvarar: Monika Frimmer sópran, Robin Blaze kontratenór, Gerd Türk tenór og Peter Kooij bassi Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju stjórnandi: Hörður Áskelsson 11. - 19. ágúst w w w. k i r k j u l i s t a h a t i d . i s                       !    "  #     $    %! & '        (          $) *    +,      "-   -  %! . '        '  $ # KVIKMYNDIR Reykjavík Shorts & Docs Annað líf Ástþórs  Íslensk heimildamynd. Leikstjórn, klipp- ing, taka, framleiðsla og handrit: Þor- steinn Jónsson. Viðmælendur: Ástþór Skúlason, Skúli Hjartarson, Ólöf Matt- híasdóttir o.fl. 66 mín. Kvikmynd. Ísland. 2007. ÖKULEIÐIN upp frá Rauðasandi er með þeim glæfralegustu á land- inu, örmjóar, krappar beygjurnar hanga utan í bröttum Bjarg- götudalnum. Ekkert má út af bera, þá tekur hengiflugið við, eins og henti Ástþór Skúlason, ungan mann og bónda á Rauða- sandi vestur. Bíllinn valt með þeim alvarlegu afleiðingum að mænan skaddaðist og Ástþór lam- aðist á fótum, en ekki að sjá að annað sé heilt. Hvað gera menn eins og Ást- þór? Þorsteinn leitar svara með því að draga upp portrett af manninum með rólegum og athug- ulum hreyfingum tökuvélarinnar. Hann virðir viðfangsefnið fyrir sér úr náinni fjarlægð og veltir því íhugull fyrir sér. Þorsteinn er vandvirkur heimildamyndagerð- armaður, árangurinn er sá að eftir því sem á líður kemst áhorfandinn í snertingu við sterkan persónu- leika Ástþórs Skúlasonar. Hann er sterkur og harð- duglegur og lætur ekkert undan óveðrum lífsins frekar en mik- ilúðlegt umhverfið sem mótaði hann. Brött fjöllin sem girða af sveitina hans í næsta nágrenni Látrabjargsins, grænt og búsæld- arlegt vallendið, síðan seiðandi ægissandurinn, rómaður fyrir feg- urð, og hafið úti fyrir í öllum sín- um myndum. Ef á að reyna að finna þekkta samlíkingu þá minnir þessi skarpleiti og stælti náungi með dökkt hökuskegg og hár, ei- lítið sposkur en með viljafestu í hverjum andlitsdrætti, á leiðtog- ann, hinn trausta og óbifanlega Robert De Niro, sem Michael í The Deer Hunter. Slíkir menn gefast ekki upp. Fylgst er með Ástþóri í sjúkra- þjálfun í Reykjavík, en mestum tíma er varið í sveitinni, við al- menn jafnt sem ólíklegustu störf sem honum tekst að ljúka við eins og þar fari alheill maður. Ástþór heyjar, hugsar um dýrin, þeysist um á bílum og fjórhjólum, bregður sér á hestbak, gerir við vélar, bætir sprungið dekk, skýtur varg og fer á sjó með félögunum – svo eitthvað sé nefnt. Engu er líkara en að lömunin hái honum ekki þótt maður skynji líkamlegt erf- iðið og sársaukann. Við kynnumst heimilisfólkinu á bænum, foreldrum, systur og unn- ustu, sem öll standa eins og klett- ur með Ástþóri, þótt ekki sé ein báran stök í sjúkrasögu heim- ilisfólksins. Við eigum notalegar stundir með því er það ræðir bú- skaparmálin og framtíðarhorf- urnar. Draumur Ástþórs er að vera bóndi í sinni fallegu sveit og með viljastyrk, þvermóðsku og góðra manna og véla hjálp er hann að rætast. Ástþór er ekki maður sem velur auðveldu leiðina og áhorf- andinn fær sterkari trú á lífið eftir kynnin við þennan vestfirska galdramann sem sækir styrk í landið, dýrin og lífið og lætur óblíð örlög ekki buga sig. Megi hann yrkja sinn reit sem lengst. Sæbjörn Valdimarsson Flest er fötluðum fært

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.