Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
kaupa íslenskt því aldrei eiga betur við en núna.
„Engu að síður getur maður velt fyrir sér hversu
lítið eða mikið íslensk vara ferðast. Vara sem þú
kaupir – mjólk, lambakjöt eða annað – getur
auðveldlega verið búin að ferðast tvisvar, þrisvar
sinnum um landið þvert og endilangt.“
Ástæðan er samþjöppun afurðastöðva, þ.e.
mjólkurstöðva og sláturhúsa með tilheyrandi
flutningi. Ekki eru mörg ár síðan bændur í Borg-
arfirði höfðu val um að senda gripi í slátrun
t.a.m. í Borgarnes, að Laxá í Leirársveit eða í
Búðardal. Eftir að öll þessi sláturhús voru aflögð
er sláturfé flutt núna úr Borgarfirði á Selfoss eða
Hvammstanga til þess eins að verða flutt til
baka í formi lambakjöts eigi sveitungarnir að
gæða sér á því, nú eða til Reykjavíkur standi til
að selja það í verslununum í höfuðborginni.
Eðlilega er ferskmeti á borð við lambakjöt flutt
landleiðina á áfangastað en eftir að strandsigl-
ingar lögðust af fyrir nokkrum árum gildir hið
sama um allan annan varning, innlendan sem
innfluttan. Þá skiptir engu hvort um er að ræða
mótatimbur, klósettpappír eða kíví. Stefán hrist-
ir höfuðið. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist,“
segir hann ráðvilltur á svip. „Að öðru jöfnu er
klárlega loftslagsvænna að fara sjóleiðina fyrir
utan hvað við lendum í miklum vandræðum með
vegina okkar vegna þessara flutninga.“
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
starfsþróunar- og samskiptasviðs Eimskips,
kann skýringar á þessu. „Strandflutningar höfðu
farið minnkandi og þegar þeim var loks hætt
voru innan við 20% flutt með skipum en um 80%
með bílum. Þegar Kísiliðjunni var lokað minnk-
uðu flutningar enn frekar og þá var endanlega
ákveðið að hætta strandflutningum enda hafði
strandflutningurinn verið rekinn með umtals-
verðu tapi. Viðskiptavinir kusu auk þess al-
mennt að fá vörur með bílum enda tók það mun
skemmri tíma.“ Hún segir að talsvert þurfi til að
strandsiglingarnar verði teknar upp aftur. „Mið-
að við óbreyttar aðstæður er ljóst að við erum
ekki með strandflutninga á teikniborðinu. Það
gæti breyst ef tekinn yrði upp ríkisstyrkur eða
flutningar myndu aukast. Þó verður að líta til
þess að stór hluti flutninga myndi samt sem áð-
ur fara með bílum þar sem viðskiptavinir vilja
margir hverjir ekki bíða t.d. í viku eftir vörum. Þá
þarf líka að líta til þess að tvöföldu kerfi fylgir
alltaf ákveðin óhagkvæmni.“
Eftir því sem flutningarnir ganga hraðar berj-
um við meira á loftslaginu. Sýnu verstir eru flutn-
ingar með flugi því ein flugvél eða þota mengar
margfalt á við flutningabíl. Jarðarber í janúar
ættu því kannski ekki endilega að vera svo sjálf-
sögð krafa eftir allt saman.
„Sölufélag garðyrkjumanna er með töflu á
heimasíðunni sinni,“ bendir Hulda á. „Þar sýna
þeir hvenær árs er hægt að fá hvaða grænmeti
til að hvetja fólk til að velja það sem er bundið
árstíðum. Það kostar nefnilega ekki bara flutn-
inga að bjóða fersk jarðarber í upphafi árs því
janúar er ekki eðlilegur uppskerutími fyrir jarð-
arber, ekki einu sinni á Spáni. Sennilega hefur
þurft óvenju mikla orku við framleiðslu þeirra.“
Já, vel á minnst, framleiðsluorkan. Það er
annað atriði sem vert er að hafa í huga við inn-
kaup, þ.e. hversu mikil orka var notuð við fram-
leiðslu vörunnar. Viljið þið vita af hverju steik er
betri fyrir loftslagið en nautahakk? Af því það
þurfti orku til að knýja hakkavélarnar. Því meira
sem varan er unnin, þeim mun meiri orka fór í
vinnsluna. Þeim mun meira hefur líka sloppið af
gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið,
einkum ef varan var framleidd erlendis. Sér-
staða okkar Íslendinga felst nefnilega í því að
við búum við loftslagsvænni orku en gengur og
gerist annars staðar í heiminum. Og það í sjálfu
ekki séð ljósið í slíkum búskap því lífræn ræktun
og kjötframleiðsla er hverfandi hérlendis. Margir
benda hins vegar á að íslenskur landbúnaður sé
svo hreinn og ómengaður að sáralítið vanti upp
á að hann sé lífrænn í raun. „Sé miðað við
dæmigerðan evrópskan búskap er það alveg
rétt,“ samsinnir Stefán. „Sumir segja að varan
sé því næstum því jafn góð. Ég er nú ekki sam-
mála því en ef svo væri – hvernig á ég að treysta
því ef vottunina vantar? Þetta er eins og ef ég
ætlaði að selja notaðan bíl sem ég vissi að væri
í toppstandi. Sé hann ekki skoðaður skiptir engu
hvað ég segi við kaupandann. Hann getur ekki
treyst því að bíllinn sé í lagi nema hann hafi ein-
hvern stimpil frá óháðum aðila um að svo sé.“
Ekki er öll sagan sögð þótt tekið sé tillit til
staðsetningar verslunar, flutninga vörunnar og
vottana um lífræna ræktun eða umhverfi. Um-
muninn á þessum vörum og öðrum þó ekki endi-
lega eðlilegan. Sé lífræna varan tvöfalt dýrari í
frumframleiðslu haldist sá verðmunur í gegnum
allt verðmyndunarferlið þar sem milliliðir leggi
hlutfallslega á verð vörunnar, í stað krónutölu.
Tuttugu hreinsiefni?
Þegar öllu er á botninn hvolft gerum við um-
hverfinu og loftslaginu þó mest gagn með því að
hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum yf-
irhöfuð. „Við spyrjum okkur allt of sjaldan að því
hverjar þarfir okkar eru,“ segir Hulda þegar þetta
ber á góma. „Vissulega þurfum við næringu,
fatnað og fleira en stór hluti af innkaupum dags-
ins í dag er tilbúnar þarfir. Upp úr 1984 tóku Sví-
ar eftir því að innflutningur á tilbúnum efnum,
s.s. hreinlætisvörum, olíum o.fl. jókst til muna.
Þegar þeir fóru að brjóta þetta til mergjar fundu
þeir út að um þetta leyti jukust sjónvarpsauglýs-
ingar til muna. Áður hreinsaði fólk einfaldlega
með grænsápu en í dag telur það sig þurfa alls
kyns sérhæfð hreinsiefni. Kannski gætum við
skorið niður þarfir okkar þar því sennilega þurf-
um við ekki 20 mismunandi hreinsiefni.“
Stefán tekur undir þetta. „Oft er spurt hver
eigi að taka fyrsta skrefið, stjórnvöld, fyrirtæki
eða neytendur? Þeir síðastnefndu ráða þessu
auðvitað – ekki bara af því að þeir eru neytendur
heldur líka af því að þeir eru kjósendur. Við kjós-
um ekki bara á fjögurra ára fresti í kjörklefanum
heldur í hvert skipti sem við stöndum frammi fyr-
ir vöruhillu í búðinni. Þá á fyrsta spurningin að
vera hvort við þurfum þetta nokkuð? Og ef svarið
er neitandi gengur maður bara að næstu hillu.“
„Úff, alltaf að neita sér um hluti,“ kemur upp í
hugann og þegar Stefán býður meira kaffi er
hann því spurður snúðugt hvort hann hefði ekki
frekar átt að bjóða upp á vatn? Kaffið er jú flutt
um langan veg og unnið á orkufrekan hátt.
Ekki stendur á svari. „Jú, vissulega, en hér er
enginn að tala um að fólk fari að lifa einhverjum
meinlætalifnaði upp á vatn og brauð sem það
bakar sjálft. En ef valið stendur milli þess að
kaupa nautahakk úr Borgarfirði eða frá Nýja-
Sjálandi er sjálfsagt að kaupa það fyrrnefnda. Ef
ætlunin er hins vegar að kaupa kíví þá er það
ekki ræktað í Borgarfirði. Þá verður bara að hafa
það – ekki ætla ég að fara að boða að fólk eigi
að neita sér um kíví.“
Enda hvað er eitt kíví til eða frá? Aftur komum
við að smæð einstaklingsins – hvað gagnast að
neita sér um stærri flatskjá meðan Siggi á
sautján er með fjóra í fullum gangi?
„Þessi umræða átti kannski erindi fyrir 10-15
árum en í dag höfum við ekki tíma til að hika,“
segir Hulda. „Við þurfum að gera eitthvað núna.
M.a.s. stjórnvöld taka undir það. Það getur vel
verið að Siggi í næsta húsi gefi skít í þessa
hugsun núna en það mun breytast því umhverfið
er takmörkuð auðlind. Og svo gæti farið að í
framtíðinni yrði Siggi litinn hornauga fyrir að
ganga á auðlind okkar allra.“
Talið er að Svíar noti 1,62 milljarða
plastpoka á ári sem gerðir eru úr 52
milljónum olíulítra. Yfirfært á Ís-
land væru það 54 milljónir poka
og 1,7 milljónir olíulítra.
Valdið í veskinu
E
r ekki eitthvað bogið
við það að versla með
tveimur konum í
einu? Heldurðu að
fólk stari ekki bara á
okkur?“ spyr Loftur
spúsu sína, Ísafold,
þegar þau stíga út úr
bílnum á planinu fyr-
ir framan stórmarkaðinn. Þar eiga
þau stefnumót við Líf, leiðbeinanda
sinn á námskeiðinu „Vistvernd í
verki“, sem ætlar að sýna þeim
hvernig þau geta gert umhverfisvæn
innkaup fyrir helgina.
„Hættu þessu, Loftur,“ segir Ísa-
fold önug.
„Hvað?“ segir Loftur. „Þú hefur
séð þáttinn í sjónvarpinu um mann-
inn sem er kvæntur þremur konum.
Kannski heldur fólk að ég stundi fjöl-
kvæni?“
„Láttu þig dreyma, karlinn,“ svar-
ar Ísafold sposk á svip.
Líf tekur fagnandi á móti þeim við
innganginn. „Jæja, krakkar, eigum
við að láta slag standa?“ spyr hún
hressilega. Líf er þessi galvaska týpa
sem myndi hvorki láta öldurót né
aurskriður hefta för sína.
„Hún veit hvað hún vill, þessi,“
hugsar Loftur og veltir því fyrir sér
hvort það væri yfir höfuð eftirsókn-
arvert að eiga fleiri en eina konu. Líf
og Ísafold virða hann grunlausar fyr-
ir sér í þessum þönkum og hann
Út í loftið
Umbúðalaust
búðir vörunnar skipta líka máli enda er umbúða-
framleiðsla mjög orkufrekur iðnaður. Í flestum
tilfellum eru umbúðirnar framleiddar erlendis
með fulltingi óloftslagsvænnar orku. Stór hluti
umbúðanna, s.s. plast, er beinlínis úr jarð-
efnaeldsneyti þ.e. olíu og flutningurinn á umbúð-
unum til landsins kostaði líka orku. Loks mun
það krefjast ákveðinnar orku að farga eða end-
urvinna umbúðirnar. Í síðara tilfellinu þarf einnig
að flytja þær utan til endurvinnslu svo orkuferill
þeirra er langur og strangur.
Síðustu umbúðirnar sem rata utan um vörurn-
ar okkar eru svo plastpokarnir sem flestir grípa
með sér við kassann. Á því sviði voru ömmur
okkar langt á undan sinni samtíð þar sem þær
örkuðu út í mjólkurbúð með heimagerðu inn-
kaupanetin. Möguleikana í þessu hafa stóru
tískuhúsin uppgötvað. „Nú eru alls konar frægir
hönnuðir að hanna taupoka fyrir innkaup,“ segir
Hulda. „Það er aldeilis frábært því innkaupa-
pokar úr taui henta kannski fleirum ef þeir eru
smart eða skemmtilegir útlits.“
Hafandi þessar ágætu leiðbeiningar í fartesk-
inu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hafa
loftslagið á bak við eyrað þegar verslað er. En líf-
ið er ekki alltaf svo einfalt. Hinn græni og væni
neytandi rekst gjarnan á að framboð vara sem
uppfylla ofangreind skilyrði er af skornum
skammti og dýrari að auki. Stefán telur þó verð-
sér gerir íslenskar vörur enn fýsilegri fyrir þá
sem hafa loftslagið í huga við innkaup.
Seljum ekki bílinn óskoðaðan
Björninn er þó ekki unninn þótt varan sjálf hafi
ekki þurft að fara um langan veg áður en hún rat-
aði í innkaupakörfuna. „Jógúrt er ekki bara jóg-
úrt,“ útskýrir Stefán. „Það eru alls konar auka-
hlutir í því. Ef það er jarðarberjajógúrt koma
jarðarberin einhvers staðar frá og múslíið kemur
kannski frá öðrum stað. Dollan utan um jógúrtið
kemur svo frá þriðja staðnum og lokið á dolluna
frá þeim fjórða. Þannig að það hvaða leið sjálf
varan og aðföngin í hana eru flutt er oft miklu
flóknara dæmi en maður getur ímyndað sér og
um leið hversu mikið af gróðurhúsaloftteg-
undum hefur sloppið út við þennan flutning.“
Svo eru það umhverfismerktar og lífrænar
vörur sem sjálfsagt er að velja umfram aðrar
þótt merkingarnar gefi ekki vísbendingar um
ferðalagið sem vörurnar eiga að baki. „Umhverf-
isvæn vara getur verið flutt jafn langt og önnur,“
segir Stefán. „Hins vegar er sjálf framleiðslan,
orkunotkunin, aðföngin og flutningur aðfang-
anna líklega loftslagsvænni en í tilfelli hinnar
vörunnar. Við getum líka reiknað með því að í líf-
rænum landbúnaði sé losað minna af gróð-
urhúsalofttegundum en í venjulegum búrekstri.“
Einhverra hluta vegna hafa íslenskir bændur