Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ilji fólk takmarka umbúðanotkun sína er meginreglan sú að því minni sem einingar vörunnar eru, því meiri eru umbúðirnar. Í þremur litlum dósum af skyr.is er svipað magn og í einni stórri dollu en umbúðamagn- ið er töluvert meira. Raunar fylgir þessu sú hliðarverkun að eftir því sem einingarnar eru minni, því meiri hætta er á að viðkomandi þurfi að fara oftar út í búð – í mörgum til- fellum á bíl – til að fylla á birgðirnar. Eins er vörum pakkað mismikið inn og oft að ástæðulausu. Tannkremstúba er í sjálfu sér umbúðir svo kassinn utanum er í raun allsendis óþarfur. Sama gegnir um sælgætispoka með molum sem búið er að pakka inn hverjum um sig. Í kjötborðinu er kjötbitunum gjarnan skellt á orkufrekan frauðplastbakka áður en plasti er rúllað utan um. Til hvers? „Að einhverju leyti er þetta klemma á milli heilbrigðis- eða gæðasjónarmiða annars vegar og umhverfissjónarmiða hins vegar,“ segir Stefán. „Stundum er þetta hins vegar gert til að maður kaupi meira, t.d. þegar tveimur kexpökkum er pakkað saman í plast til að maður kaupi tvo eða þegar svalafernum er pakkað sex saman í plast svo maður taki eina kippu.“ Bæði Hulda og Stefán benda á litla mótmælaaðgerð sem mun vera að fær- ast í vöxt í löndunum í kring um okkur. Hún er að skilja plastið einfaldlega eftir í búðinni – taka það utan af vörunni eftir að búið er að renna henni í gegnum strikamerkjanemann. „Þetta eru ákveðin skilaboð,“ heldur Stefán áfram sem bendir líka á mátt kvartana í þessu sambandi. „Þegar ekki er hægt að finna um- hverfismerktan klósettpappír í búðinni eða þegar bara er hægt að kaupa korn- flex í ótrúlega litlum pökkum láta flestir sér nægja að vera svolítið fúlir yfir því ef þeim er á annað borð ekki sama. Kannski fjasa þeir um það yfir eldhúsborðinu heima hjá sér en slík skilaboð komast ekki áleiðis. Maður þarf að verða fúll í búðinni og tala um þetta við kassann – á kurteislegan hátt að sjálfsögðu. Sá sem situr á kassanum er oft eini tengiliður kúnnans við verslunina og ef nógu margir hafa orð á óánægju sinni við hann kemur að því að hann nefnir þetta við yfirmann sinn. Það ber meiri árangur að spyrja um það sem maður vill vita og biðja um vörur sem maður vill fá en að vera í einhverri hljóðri fýlu.“  Hljóð fýla gagnast ekki ...skilja plastið einfaldlega eftir í búðinni – taka það utan af vörunni... mannahafnar bæta um betur og borða auk þess hýði lífrænt ræktuðu banananna en fúlsa við því hefð- bundna,“ segir Líf og glottir. „Það er nefnilega það,“ segir Loft- ur hugsi. Hreinn og Snæfríður Sól hlæja dátt að þessu innleggi. „Meira að segja apar eru klárari en við í þessu,“ segir Hreinn og horfir glottandi á foreldra sína. „Mig langar í apa,“ segir Snæfríð- ur Sól og togar í móður sína. „Er ekki nóg að hafa hann pabba þinn?“ segir Ísafold glettin. Hreinn slær botninn í brandarann á ímyndað trommusett. Lítið úrval af umhverfis- merktum vörum „Er eitthvað úrval af lífrænt rækt- uðum og umhverfisvænum vörum hérna?“ spyr Loftur til að skipta um umræðuefni. „Það er að aukast, sérstaklega af lífrænt ræktuðum matvörum. Úttekt sem Neytendasamtökin gerðu snemma á þessu ári sýndi aftur á móti að úrvalið af umhverfismerktum vörum er mjög lítið og í engu sam- hengi við það mikla vöruúrval sem frændur okkar á hinum Norðurlönd- unum búa við. Hér er einna helst að finna umhverfismerkt hreingerning- arefni, salernispappír og eldhúsrúll- ur, en þar með er úrvalið að mestu leyti upp talið.“ „Hvernig stendur á þessu?“ spyrja Loftur og Ísafold einum rómi. „Ætli helsta skýringin sé ekki skortur á þekkingu. Í nýrri sam- anburðarkönnun á þekkingu nor- rænna neytenda á Svaninum kemur í ljós að Íslendingar eru sú Norð- urlandaþjóð sem hefur minnsta þekkingu á honum og er hann þó al- gengasta umhverfismerkið hér á landi. Þetta er athyglisvert í ljósi mikillar umræðu um umhverfismál í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Þessi umhverfisvitund virðist ekki skila sér í umhverfisvænum inn- kaupum eða áhuga á umhverf- isvænum neysluvörum.“ „Þarf þá ekki að tala meira um þetta?“ spyr Hreinn áhugasamur. „Nákvæmlega. Hér er engin um- ræða um þessi mál. Stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu og fjölmiðlar varla heldur. Þessi umræða hefur staðið yfir á hinum Norðurlöndunum árum saman og neytendur eru fyrir vikið mjög vel upplýstir. Á Íslandi fer allt púðrið í stóriðjuumræðuna. Fólk blótar álverum í sand og ösku íklætt gallabuxum sem kannski hafa verið framleiddar í verksmiðju sem meng- ar margfalt meira. Eitt er í orði, ann- að á borði.“ „Eitt er í orði, annað á borði,“ étur Hreinn upp eftir henni í huganum. Líf er kona að hans skapi. Ætli hún eigi dóttur? Stöldrum aðeins við hér! Þá hefjast innkaupin. Loftur og Ísafold byrja í grænmetinu og ávöxt- unum. Setja fáeinar tegundir í lausa- vigt ofan í litla plastpoka. „Stöldrum aðeins við hér,“ byrjar Líf. „Þurfum við á þessum pokum að halda? Það hefur farið umtalsverð orka í að framleiða þá.“ „Hva, eigum við hafa þetta laust í vagninum?“ spyr Loftur vantrúaður. „Hvers vegna ekki? Þetta er ekki svo mikið magn sem þið eruð með. Ef eplin eru orðin tíu eða fleiri er kannski óhjákvæmilegt að taka poka,“ segir Líf og smeygir nokkrum lausum eplum og appelsínum ofan í sinn vagn. Loftur og Ísafold stara á lausu epl- in og appelsínurnar eins og þau væru álfar á árshátíð. „En sturlast ekki krakkarnir á kassanum þegar þeir sjá þetta svona laust?“ spyr Loftur. „Nei, nei, þeim er alveg sama,“ svarar Líf. Hana rekur ekki í vörð- urnar, þessa konu. „Ég held við verðum bara löt í kvöld og fáum okkur 1944-rétti. Mér þykja kjötbollurnar alltaf jafn góð- ar,“ segir Loftur og skellir tveimur bökkum í vagninn. Fyrirhugað er að börnin verði hjá ömmu sinni og afa um kvöldið. „Gott og vel,“ segir Líf. „Vel má vera að bollurnar séu góðar. En sjáðu allar umbúðirnar! Plastbakki, filma og pappakassi utan um. Hugsið ykk- ur alla orkuna sem farið hefur í að framleiða þetta. Umbúðamenningin tröllríður þessu samfélagi. Þessu verðum við að bregðast við.“ Umbúðir og meiri umbúðir Í því kemur Snæfríður Sól með fjórar dósir af ABT-mjólk og Hreinn með jafnmargar öskjur af Seríósi. „Þið eruð nú meiri umbúðabruðl- ararnir, krakkar,“ segir Loftur og læst vera hneykslaður. Snæfríður Sól lætur sér fátt um finnast, skilur ekki orðið, umbúða- bruðlari, og Hreinn horfir tómum augum á föður sinn. „Hverju missti ég af núna?“ má lesa úr svipnum. Líf skellir upp úr. „Ég var að fræða pabba ykkar um umbúða- menninguna og sé að hann er fljótur að læra. Kaupið þið þetta alla jafna?“ segir hún og bendir á ABT-mjólkina og Seríósið. „Ja-á,“ stamar Ísafold. „Þetta er svo þægilegt. Það er hægt að henda umbúðunum eftir notkun og sleppa við uppvaskið,“ segir hún og nær sér aftur á strik. Eða þannig. „En, elskan mín, horfðu á allar um- búðirnar!“ segir Líf. „Skoðum ABT- mjólkina. Hér höfum við plastílát. Yf- ir því er álpappír og ofan á ílátinu Út í loftið Árbítur Morgunverður fjölskyldunnar í Grafarvoginum krefst mismikilla fórna fyrir loftslagið, eftir því um hversu langan veg hann er kominn. Heimafenginn biti er bestur eins og Stefán Gíslason bendir á í þessari töflu.                                   !   ! " !#   $ !  %&%   ! ' ( ) )!!       ) !  !  *++ ,  )   -                              !  , .         * !.  ! " !#   $ !  %&%   ! / !)       ,  !. ! . !  ,  )   -           +  #.   !    01         ! !!   +  +) 0  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.