Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 19
hvílir plasthattur utan um kurlið. Í kurlinu miðju liggur svo plastskeið vafin inn í plastumbúðir. Er þetta umhverfisvænt?“ Hvorki Loftur né Ísafold treysta sér til að svara því játandi. „Hvað kaupum við þá í staðinn?“ spyr Loftur. „Súrmjólk í hyrnu. Lágmarks- umbúðir þar á ferðinni. Og stóran kassa af morgunkorni, t.d. lífrænt ræktað kornfleks. Það er herra- manns matur.“ „Mér finnst kornfleks vont,“ lýsir Snæfríður Sól yfir. „Þú ert heldur ekki herramaður,“ segir Hreinn. Afmælið hennar Snæfríðar Sólar „Guð minn góður!“ hljóðar Ísafold allt í einu. „Hvað, ástin mín, er ekki allt í lagi?“ segir Loftur áhyggjufullur. „Afmælið hennar Snæfríðar Sól- ar,“ heldur Ísafold áfram, hvít í fram- an. „Ha,“ segir Loftur ringlaður. „Á hún afmæli í dag?“ Hvernig gat hann gleymt því? Hann horfir ráðvilltur á dóttur sína sem kemur af fjöllum. „Nei, við notuðum bara pappa- diska og pappaglös í afmælinu henn- ar síðast,“ segir Ísafold. „Og pönt- uðum pítsur þegar Hreinn varð 13 ára. Manstu hvað við vorum í miklum vandræðum með alla kassana?“ Loftur spólar til baka í huganum. „Jú, það lá ansi mikið af umbúðum eftir þessi afmæli.“ Þau horfa skömmustuleg á Líf. „Manstu, mamma, ég bað þig að baka pítsur á afmælinu mínu en þú nenntir því ekki,“ segir Hreinn hneykslaður og veltir því fyrir sér hvort hann sé fæddur vistvænn – án þess að hafa áttað sig á því fyrr en nú. „Þið eruð að koma til,“ segir Líf, ánægð með skjólstæðinga sína. „Haf- ið ekki áhyggjur. Þetta er búið og gert. Þið kippið þessu bara í liðinn næst þegar börnin eiga afmæli. Það er rétt hjá drengnum, heimabakstur er ákaflega vistvæn leið.“ Málið er dautt. Hvaðan kemur varan? Því næst fer Loftur í kjötborðið og sækir danskar svínakótelettur, eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Þessar eru agalega góðar og þar að auki á til- boði.“ Líf hleypir brúnum. „Eitt atriði sem varðar áhrif allra vara á um- hverfið er hversu langt að þær eru komnar til okkar. Farartækin sem flytja þær á áfangastað ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sem mengar land, loft og láð. Þetta á einnig við um hve langt við förum sjálf þegar við verslum,“ segir hún. „Land, loft og láð,“ hugsar Loftur. „Voðalega er hún hátíðleg.“ „Annað sem gott er að taka með í reikninginn er að íslenskar vörur eru framleiddar með vistvænni orkugjöf- um en víðast annars staðar,“ heldur Líf áfram. „Það er því ekki eingöngu gott fyrir efnahag landsins og heima- byggðar, heldur einnig náttúruna sjálfa að versla í heimabyggð og kaupa þær vörur sem eru fram- leiddar þar þegar þess er kostur.“ „Yrðum við þá „náætur“?“ spyr Loftur. „Vertu ekki svona ósmekklegur, Loftur,“ segir Ísafold höst. „Hvað? Samanber „nágranni“.“ Líf hefur húmor fyrir þessu og hlær. „Orðið er svo sem ekki fjarri lagi en eitthvað segir mér að það muni ekki festa sig í sessi.“ Besta kranavatn í heimi Þau standa frammi fyrir fjalli kol- sýrðra vatnsdrykkja. Þrítugum hamri. Það er nýjasta æðið, ropvatn með sítrónu- og eplabragði. Líf sér að feðgarnir horfa löngunaraugum á fjallið. „Ekki eruð þið að segja mér að þið drekkið átappað vatn?“ spyr Líf í ásökunartón. „Ha?“ Loftur þykist ekki heyra spurninguna. „Jú, við kaupum mikið af þessu. Krakkarnir eru vitlausir í þetta, sér- staklega Hreinn,“ viðurkennir Ísa- fold. Hreinn roðnar. Þar fór hin um- hverfisvæna ímynd fyrir lítið. „Þetta er mjög gott á bragðið, ferskt og svalandi,“ segir Loftur. Líf er miðja vegu milli hláturs og gráts. „Þið vitið að við Íslendingar eigum besta kranavatn í heimi? Með MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 19 » Lífrænar aðferð-ir byggjast á því að framleiða vörur þannig að tekið sé tillit til allra þátta lífkeðj- unnar, þ.e. jarð- vegs, vatns, gróðurs, dýra og manna. » Notuð erulífræn áburðar- og fóður- efni og náttúrulegar varnir gegn sjúkdómum og skordýr- um. » Verndun jarðvegs og gróð-urs og velferð búfjár eru tryggð með ákvæðum um skiptiræktun, stjórnun beit- arálags, góðan húsakost, næga útivist og rétta fóðrun. » Til þess að tryggja sembest eiginleika lífrænna af- urða er þeim haldið að- greindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefna er haldið innan strangra marka þannig að neytandinn fái þær í eins upprunalegu og fersku ástandi og unnt er. Úr brunni Heimsálfsins  Faxafeni 14 414 4000 www.hreyfing.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.