Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið því að tappa því sjálf á glös eða flösk- ur sem við kippum með okkur í stað þess að kaupa drykk, spörum við miklar auðlindir, bæði olíu, rafmagn og vatn og minnkum mengun,“ segir hún. Loftur og Ísafold halda áfram að ganga í gildrur. Þau eru vön að kaupa ost í sneiðum á þar til gerðum plast- bakka. Abbababb. Líf bendir þeim á að kaupa heilt oststykki og helst sem stærst, þannig að það endist betur. Þau festa kaup á hrásalati í bakka. Abbababb. Líf leggur til að þau kaupi ferskt salat, tómata, salat og papriku. Krakkarnir næla sér í fína kex- pakka í pappakössum og bökkum. Abbababb. „Kaupið frekar kex í einföldum umbúðum. Það er líka gott úrval af lífrænt ræktuðu kexi. Mjög góðu. Sonur minn mokaði einu sinni í sig heilum pakka af lífrænt ræktuðu kexi án þess að vita það. Fólk heldur oft að allar lífrænt ræktaðar vörur séu vondar. Í dag vill hann ekki sjá neitt annað,“ segir Líf og brosir. Stærri einingar, takk! Hjónin eru vön að fá sér ávaxtasafa í litlum einingum, nokkrar flöskur saman í pakkningu. Þá þykir fjöl- skyldunni ísblóm voðalega gott. Abbababb. Stærri einingar, takk fyrir! Þau setja ofan í vagninn erlent re- múlaði og tómatsósu, erlendar kart- öfluskífur og maískorn. Erlent kaffi. Abbababb. Spörum orku, veljum íslenskt! „Það stendur ekki steinn yfir steini hjá okkur,“ segir Loftur mæðulega. Fyrst kastar þó tólfunum þegar m.ö.o. ekki að halda aftur af fólki.“ „Þurfa verslanir ekki að hafa frum- kvæði í þessum efnum?“ spyr Ísafold. „Ekki endilega. Það eru neytendur sem skapa eftirspurnina. Ég veit til þess að ákveðinn stórmarkaður reyndi fyrir skemmstu að selja Svansmerkt þvottaefni sem komið hefur vel út í gæðakönnunum. Það datt hins vegar fljótt út af mark- aðnum þar sem enginn vildi kaupa það. Þetta er alveg skiljanlegt. Eftir ákveðinn tíma hætta verslanir að eyða hilluplássi undir vörur sem eng- inn lítur við. Á hinum Norðurlönd- unum er þessu þveröfugt farið. Í Sví- þjóð þýðir t.d. varla að setja hreingerningarvöru á markað nema hún sé unmhverfismerkt.“ „Það hlýtur að vera hægt að gera fleira en kaupa umhverfisvænar vörur. Hvað með að draga úr neysl- unni?“ spyr Loftur. „Það er góður punktur. Það ættu allir að spyrja sig reglulega: Þarf ég á þessu að halda? Svo getum við alltaf notað minna í hvert skipti. Íslend- ingar eru upp til hópa bruðlarar. Þurfum við að nota svona mikið þvottaefni í hvert skipti? Klósett- pappír? Svona get ég haldið áfram. Ég ráðlegg fólki í þessu sambandi að taka skammtastærðum sem framleið- andi leggur til með fyrirvara. Auðvit- að vill framleiðandinn bara að ég eyði sem mestu.“ Of mikið fer til spillis „Fer ekki líka alltof mikið af mat- vælum til spillis á Íslandi?“ heldur Ísafold áfram að spyrja. „Svo sannarlega. Það er angi á vel- meguninni sem við búum við. Við fyll- um ísskápinn reglulega af allskonar mat og svo endar margt í ruslinu ein- hverjum dögum eða vikum síðar – jafnvel óopnað. Hvað ætli maður hendi mörgum hálffullum krukkum á mánuði sem maður man ekki hvenær voru opnaðar. Kannski ættum við að venja okkur á að skrifa hjá okkur hvenær þær voru opnaðar? Hugsið ykkur hve mikið rusl fellur til með þessum hætti á íslenskum heim- ilum?“ Fjölskyldan kinkar kolli. Lokalexíu sína lærir hún við kass- ann. Þegar Loftur er í óða önn að raða vörum ofan í hvern plastpokann af öðrum dregur Líf úr pússi sínu for- láta taupoka með áletruninni „Vist- vernd í verki“. Hún þarf ekki að gera grein fyrir því háttalagi sínu. Á innan við klukkutíma hefur fjöl- skyldan okkar drukkið í sig meiri fróðleik um vistvæn innkaup en á allri samanlagðri ævi sinni fram til þessa. Þökk sé Líf. Þau þakka leiðbeinanda sínum með virktum fyrir hjálpina þegar þau halda heim á leið úr búð- inni. „Svo er bara að fara eftir þessu,“ segir Líf og blikkar þau. „Engar áhyggjur, það munum við gera!“  Ó hagkvæmi smæðarinnar hefur oft verið nefnd til sögunnar þegar framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara ber á góma. Hér sé erfitt að koma upp góðum markaði fyrir slíkt þar sem Íslendingar eru það fáir að eftirspurnin verði aldrei nægilega mikil. Þar geta stjórnvöld þó hjálpað til, einfaldlega með því að velja sjálf loftslagsvænar vörur. Samkvæmt evrópskum tölum eru innkaup opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, um 16% af vergri landsfram- leiðslu. Út frá því má áætla að opinberir aðilar kaupi inn fyrir u.þ.b. 160 milljarða á ári, sé miðað við tölur frá Hagstofunni en ríkið býður út vöru og þjónustu fyrir um 90 milljarða árlega skv. Útvistunarstefnu rík- isins. „Fyrirtæki eru enga stund að átta sig á því ef markaðurinn biður um eitthvað því þau vilja selja,“ segir Hulda. „Það sem stjórnvöld biðja um skiptir því heilmiklu máli, hvort sem það eru umhverfismerktar vörur, lífrænt ræktaðar eða íslenskar að hluta.“ Stefán bendir á að eftirspurn almennings eftir þessum vörum sé þegar til staðar. „Á Íslandi virðast menn ekki sjá tækifærin sem bíða þarna,“ segir hann og stynur þungan. „Menn þurfa ekkert að vera neinir umhverfisnördar til að sjá þau – bara bein- harðir bissnessmenn. Og þetta hefur ekkert með stærð markaðarins að gera. Þótt við séum bara nokkur hundruð þúsund hræður þá er hér fjöldinn all- ur af verslunum sem er í samkeppni hver við aðra. Ein leið til að standa sig í þeirri samkeppni er að vera á undan hinum að greina í hvaða átt eft- irspurnin þróast.“ Úr innkaupastefnu íslensku ríkisstjórnarinnar „Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjón- armiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þá tegund sem telst síður skaðleg umhverfinu. Hafa verður í huga að vara sem er dýrari í innkaupum kann að leiða til beins sparnaðar þegar til lengri tíma er litið. Dæmi um þetta eru orkusparandi ljósaperur, sem endast lengur og nota minna rafmagn. Við innkaup á vöru er rétt að athuga hvort hún sé merkt með við- urkenndu umhverfismerki, s.s. merki Evrópusam- bandsins eða norræna umhverfismerkinu Svan- inum.“  Þarf enga umhverfisnörda Innkaup opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, eru um 16% af vergri landsframleiðslu. » Dæmigert mataræði Íslendinga og annarra Vesturlandabúaveldur miklu álagi á náttúruna. Það er vistvænt að borða neð- ar í fæðukeðjum, þ.e. meira af jurtafæði. Þannig gerum við líka jörðinni kleift að metta fleiri. » Neysla þarf ekki nauðsynlega að ganga á auðlindir jarðar ogmenga. Kaupum heldur þjónustu. Dýrmætustu gjafir sem við getum gefið vinum okkar er tími og góðar upplifanir. Gefum t.d. barnapössun, nuddtíma, tölvukennslu, snjómokstur, leik- húsmiða eða sumarbústaðarferð. » Endurnýtum eins og við mögulega getum. » Spyrjumst fyrir um vörur sem eru framleiddar íokkar heimabyggð og kaupum þær frekar en vörur sem eru aðfluttar, uppfylli þær kröfur okkar um verð og gæði og eru jafn vistvænar. » Verslum í heimabyggð og í verslun sem ernálægt heimilinu. » Akstur í verslunarferðir er hægt að sam-nýta með nágrönnum eða vinum, það minnkar útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna innkaupa. » Upplýsingar um íslenskar vörur sem erumerktar með norræna umhverfismerkinu Svaninum er að finna á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Svansmerkið trygg- ir einnig að varan sé gæðaprófuð. » Stuttar bílferðir menga mest. Gakktu út í búð ef mögulegt ereða notaðu reiðhjól. Reiðhjólatöskur og aftanívagnar eru gulls ígildi. Úr brunni Heimsálfsins Í næstu viku huga Loftur, Ísafold og börnin að sorp- málum og kynna sér hvern- ig best er að snúa sér varð- andi flokkun og fleira. Út í loftið | 3. grein „Einnota“ er bannorð Ekki er allt búið enn. Hreinlætisvörurnar eru næstar á dagskrá. Líf ráðleggur hjónunum að kaupa umhverfisvænar vörur og sleppa einnota klútum. Þau hafa raunar sannfærst um að orðið „ein- nota“ er bannorð í þessum efnum. „Við þurfum að birgja okkur upp af fjölnota tuskum og klútum, Loftur,“ segir Ísafold. Hann brennur í skinn- inu. „Eru umhverfisvænar hreinlæt- isvörur ekki miklu dýrari en aðrar vörur?“ spyr Ísafold. „Nei, yfirleitt ekki. En það er út- breiddur misskilningur,“ segir Líf. „Neytendasamtökin hafa kannað þetta og verðmunurinn er á heildina litið ekki mikill ef nokkur. Verðið ætti hann sækir einnota grill upp í hillu. „Hvað er nú þetta?“ spyr Líf og rekur upp stór augu. „Tja, mér finnst ágætt að grilla svona og henda svo bara öllu draslinu á eftir,“ afsakar Loftur. „Easy livin’,“ segir Líf og vitnar í tónbókmenntirnar. „Ætli það ekki. Þægindi komast fljótt í vana,“ segir hann í hálfum hljóðum. „Loftur, þægindi leiða til óþæg- inda! Hugsaðu um gróðurhúsaáhrifin af þessum litla skratta.“ „Já,“ segir Loftur skömmustu- legur. „Ætli ég kaupi mér ekki al- mennilegt grill. Það er auðvitað ekki heil brú í þessu.“ „Jibbí,“ segja Hreinn og Snæfríður Sól einum rómi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.