Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 23
yfirmaður íranska heraflans, hefur tekið til sinna ráða til að sýna vald sitt og rak fyrir skömmu forustu- menn bæði byltingarvarðarins og basij-þjóðvarðliðsins. Sérfræðingar um málefni Írans telja að þetta hafi verið gert til að blása nýju lífi í herinn, sérstaklega vegna þess að komið gæti til átaka við Bandaríkjamenn. En einnig er til þess tekið að herforingjarnir, sem var vikið til hliðar, voru nánir Ahmedinejad og höfðu lagt hart að sér að koma stefnu hans í gegn á undanförnum tveimur árum. Þótt Ahmedinejad haldi upp- teknum hætti með árásum á Bandaríkin í ræðum og yfirlýsing- um ræður hann ekki yfir þeim stofnunum, sem ákveða hvert framhald kjarnorkuáætlunar Írans verður og hvernig samskiptum við alþjóðasamfélagið verður háttað. Hótunin um refsiaðgerðir vofir yfir og íranskt viðskiptalíf – að ekki sé talað um almenning – hefur fundið fyrir sársauka einangrunar. Þátttaka og tengsl forustumanna Írans við viðskiptalífið gera það að verkum að ekki má vanmeta áhrif viðskiptaþvingana. Efnahagslífið er eini þátturinn í írönsku samfélagi, sem Ahmedinejad hefur umtalsvert vald yfir. Í þeim efnum hefur frammistaða hans hins vegar verið veik og yfirlýsingar hans gera ein- ungis illt verra vegna þess að þær auka á einangrun Írans frá efna- hagslífi heimsins. Þegar deilurnar við Vesturlönd harðna er því mikilvægt að hafa í huga þær valdasviptingar, sem nú eiga sér stað í lítt gagnsæju stjórn- málakerfi Írans. Ahmedinejad kann að ganga lengra og lengra með hverri yfirlýsingunni, en hann hefur ekki vald til þess að standa við þær. Staðreyndin er reyndar sú að aðeins hernaðarátök við Banda- ríkin geta veitt honum aðgang að ákvörðunarvaldinu á ný. Þeir, sem móta utanríkisstefnu Bandaríkja- manna, ættu að hafa það í huga. Höfundur skrifaði bókina The Last Marja: Sistani and the End of Tradi- tional Religious Authority in Shiism. Hann er sjía-guðfræðingur með menntun frá Qom og Sorbonne í París og starfar um þessar mundir tíma- bundið við Washington Institute for Near East Policy. ©Project Syndicate, 2007. ekki á tombóluverði. Sölurnar á Michael Essien, Mahamadou Diarra og Florent Malouda staðfesta að for- svarsmenn frönsku meistaranna gefa ekki þumlung eftir við samn- ingaborðið. Sjálfur lætur Benzema sér fátt um finnast. Hefur margsagt að hann sé hæstánægður hjá Lyon – þar slái hjartað. En sjáum hvað setur. Draumabyrjun með „þeim bláu“ Benzema átti að þreyta frumraun sína með landsliðinu gegn Grikkjum fyrir tæpu ári en hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Í mars rann stóra stundin hins vegar upp og ekki var glímuskjálfti Benzema fjötur um fót – hann gerði sigurmarkið í 1:0-sigri á Austurríkismönnum með hnitmið- uðu skoti eftir vel útfærða auka- spyrnu Francks Ribérys. Alls hefur kappinn nú gert 3 mörk í 6 lands- leikjum. Það er ágætisbyrjun. Þess má til gamans geta að Zid- ane var orðinn 22 ára þegar hann skrýddist bláa búningnum í fyrsta skipti. Benzema er ekki eini uppalning- urinn hjá Lyon sem látið hefur ljós sitt skína á vettvangi landsliðsins að undanförnu en jafnaldri hans, út- herjinn Hatem Ben Arfa, kom við sögu í báðum leikjunum í síðustu viku. Skoraði í Færeyjum og átti drjúgan þátt í fyrra marki Henrys gegn Litháum. Voru þetta hans fyrstu landsleikir. Ben Arfa hefur verið iðinn við að leggja upp mörk og marktækifæri fyrir Benzema hjá Lyon í haust og binda Frakkar mikl- ar vonir við samvinnu þeirra félaga á komandi árum og misserum. Eins og nafnið gefur til kynna á Ben Arfa einnig rætur að rekja til Norður-Afríku. Foreldrar hans koma frá Túnis. Verst að við Íslendingar eigum engar gamlar nýlendur. Þá myndi Eyjólfur ef til vill hressast. Birting lýsingar 19. október Fyrsti viðskiptadagur 23. október Skráning í kauphöll A R G U S / 0 7 -0 8 2 5 SPRON hf. gefur út lýsingu í tengslum við skráningu félagsins í kauphöll og var birtingardagur hennar föstudagurinn 19. október 2007. Lýsingin er birt á heimasíðu SPRON, www.spron.is, og auk þess í fréttakerfi kauphallar og á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Innbundin eintök verður hægt að nálgast frá 22. október næstkomandi og næstu tólf mánuði hjá SPRON Ármúla 13a í Reykjavík. OMX Nordic Exchange Iceland hefur samþykkt að skrá SPRON hf. á Aðallista OMX og taka hlutabréf SPRON hf. til viðskipta frá og með þriðjudeginum 23. október næstkomandi. Hlutafé Heildarfjöldi útgefinna hluta í SPRON hf. er 5.004.000.000 og er hver hlutur 1 kr. að nafnverði. Hlutirnir eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskrán- ingar Íslands. Hlutirnir eru allir í einum flokki og allir jafn réttháir. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er einstökum hluthöfum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara beint eða óbeint með meira en 5% af heildaratkvæðamagni nema SPRON-sjóðurinn ses. sem fer með atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína á hverjum tíma. SPRON-sjóðurinn er stærsti hluthafi SPRON og á nú 15,0% hlut. Stefna sjóðsins er að beita sér ekki eða hafa áhrif á stjórn SPRON að öllu jöfnu og langtímamarkmið sjóðsins er að eign hans nemi ekki meira en 5%. Fyrirhuguð viðskipti 23. október SPRON-sjóðurinn ses. er tilbúinn að selja í viðskiptakerfi kauphallar að hámarki 4,8% hlut í SPRON hf. á fyrsta viðskiptadegi. Markmiðið með sölunni er að stuðla að virkri verðmyndun á markaði. Kaupþing banki hf. mun hafa milligöngu um viðskiptin. Þegar og ef SPRON-sjóðurinn hefur selt 60% af áætluðu magni eða í síðasta lagi klukkan 14.00 á fyrsta viðskiptadegi eiga tveir viðskiptavakar valrétt á að kaupa af honum hluti í SPRON að fjárhæð 300 milljónir króna hvor á vegnu meðalverði þeirra hluta sem SPRON- sjóðurinn hefur selt í viðskiptakerfi kauphallar fram að þeim tíma. Viðskiptavakt SPRON hefur samið við Kaupþing banka hf. og Saga Capital Fjárfestingarbanka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins eftir skráningu á OMX ICE. Viðskiptavakar munu sjá um markaðsvakt frá og með öðrum viðskiptadegi, 24. október 2007. Sömu skilmálar eru á vakt beggja aðila. Lágmark kaup- eða söluandvirðis tilboða er 15 milljónir króna og hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern 150 milljónir króna að markaðsvirði. Munur á kaup- og sölutilboðum er að hámarki 1,0% og frávik frá síðasta viðskiptaverði að hámarki 3,0%. Útgefandi: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. Umsjónaraðili: Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. Reykjavík, 19. október 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 23 » Að mínu mati þarf að upp-lýsa jafnt stjórnmálamenn og fjárfesta mun betur en gert hefur verið um kosti og mögu- leikana sem felast í nýtingu jarðvarma. John W. Lund , fráfarandi forseti IGA (Alþjóðajarðhitasambandið) og forstjóri Geo-Heat Center hjá Oregon Institute of Technology, sem hér var staddur í t i lefni af aðalfundi IGA og tók þátt í haustþingi Jarðhitafélags Íslands. » En ef við megum ekkibera saman flóru vöruteg- unda er ekki nokkur leið fyrir okkur neytendur að átta okkur á því hvort verðlag sé svona eða hinsegin. Gylfi Arnbjörnsson , framkvæmdastjóri ASÍ um yfirlýsingu Haga, eiganda Bón- uss, Hagkaupa og 10-11, sem meinaði Alþýðusambandi Íslands að gera verðkannanir hjá verslunum sínum. » Þetta er bara framhaldiðaf þeirri upphlaupapólitík sem keyrði Sjálfstæðisflokkinn út í skurð og þeir ættu að læra af. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri , eft ir að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum RÚV að þjónustusamningur mill i OR og REI breyttu forsendum samruna REI og Geysis Green Energy og byrja ætti málið upp á nýtt og ógilda fundinn þar sem samruninn var ákveð- inn. » Ég hef ekki nokkraástæðu til að fara með rangt mál í þessu og það kom alls ekki fram á þessum fundi að um væri að ræða 20 ára einkaréttarsamning. Það er bara rangt að halda slíku fram. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson , fráfarandi borgarstjóri , en orð hans stangast á við staðhæfingar Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns REI, Hauks Leósson- ar, stjórnarformanns OR, og Hjörleifs B. Kvarans, forstjóra OR, sem halda því fram að hafa kynnt Vilhjálmi samning- inn 23. september. » Ég vona, borgarfulltrúiBjörn Ingi Hrafnsson, að þú gerir þér grein fyrir því og gerir það strax að við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér. Jórunn Frímannsdóttir , borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir að nýr meirihluti hafði tekið völdin. » Sá sem er ábyrgur fyrirliðinu er þjálfarinn og við skoðum stöðu hans á næstu dögum. Geir Þorsteinsson , formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, eft ir að ís- lenska landsliðið í fótbolta tapaði 3:0 fyrir Liechtenstein. » Follow the money, cherchez la femme, finndu Finn. Árni Snævarr , upplýsingafulltrúi Norð- urlandanna hjá Sameinuðu þjóðunum, setti fram kenningu um undirl iggjandi afl í ís lenskum stjórnmálum í umræðum um Orkuveituna og borgarstjórnarmál í Kastljósi á mánudag. Vísaði hann þar t i l þess að í Bandaríkj- unum væri lykil l inn að rekja slóð pen- inganna, í Frakklandi væri spurt hvar konan væri, en á Íslandi þyrfti að f inna Finn Ingólfsson. Ummæli vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.