Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 26
Eitt þrálátt afsprengi kvik-myndagerðar á síðustuárum eru svonefndar„making of“-myndir. Þetta er oftast næsta hallærisleg framleiðsla sem gengur út á að bregða rómantískum hetjubjarma á aðstandendur viðkomandi myndar og fá leikara til að mæra leikstjóra sinn og á góðum degi handritshöfundinn. Myndin Reiði guðanna er öðruvísi mynd. Þetta er heimildarmynd eftir Jón Gústafsson um gerð mynd- arinnar Beowulf eftir Sturlu Gunn- arsson á Íslandi haustið 2004 og verð- ur hún sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Þetta er bæði óþægilega spennandi mynd og fyndin, heillandi og nöturleg í senn. Hún er naumast byrjuð þegar óveðursskýin taka að hrannast upp. Fjárhagsáætlunin virðist óraunhæf, gerð af manneskju sem ekki þekkir íslenskar aðstæður. Fé streymir út úr fyrirtækinu en nær ekkert inn í það. Tökur dragast af ýmsum sökum og dregur nær hausti. Þegar ekki sér út úr vandræðunum er Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði kallaður til til að reyna að milda guðina. Fljótt að lokinni þeirri athöfn hafa sumir á orði að hann kunni að hafa farið blað- síðuvillt í kverinu og lagt bölvun á hópinn. Þegar loks tekst að koma vík- ingaskipinu Íslendingi á Jökulsárlón með harmkvælum reynist það leka eins og gatasigti og þarf að hraða töku áður en það sekkur í jökulkalt lónið með fjölda manns, skepna og út- búnað. Einhver þakkar fyrir að það sé þó ekki farið að snjóa. Næsta morgun er jörð alhvít. Eitt kvöldið gerir sannkallað aftakaveður og blæs meðal annars matsal hópsins lang- leiðina til Reykjavíkur. Loks hefur einhver á orði að nú vanti bara að það fari að gjósa … Þurfti stundum að klípa mig í handlegginn Að þessu leyti sver Reiði guðanna sig í ætt við heimildarmyndir sem lýsa ævintýralegum ógöngum við gerð stórmynda. Má þar nefna He- arts of Darkness um gerð kvikmynd- arinnar Apocalypse Now og Lost in La Mancha sem fjallar um misheppn- aða tilraun Terrys Gilliam til að gera mynd upp úr sögunni um Don Kíkóta og mynd um töku hins þýska Wer- ners Herzog á myndinni Fitzcarr- aldo. Myndin Reiði guðanna hefur fengið afar góðar viðtökur erlendis og hlotið verðlaun á 5 kvikmyndahá- tíðum. Jón þekkti Sturlu Gunnarsson frá árinu 1998 þegar hann vann heim- ildarmynd í Kanada um nokkra Vest- ur-Íslendinga. Og það var Sturla sjálfur sem fékk hugmyndina að því að Jón myndaði það sem fram færi á tökustað Bjólfskviðu. „Sturla vildi í fyrsta lagi gera góða vefsíðu fyrir myndina til að kynna hana meðan á tökum stæði, ekki síst fyrir fjölmarga aðdáendur Geoffs Butlers,“ segir Jón. „Hann lánaði mér síðan vídeóvél, keypti 50 spólur og sagði mér að „mynda allt“. Svo ég gæti verið á staðnum öllum stundum var ég auk þess ráðinn til að leika einn af hermönnum Bjólfs. Þar er ég alltaf aftastur í hópnum og ekki í fók- us. Ég var upphaflega ekki að búa til neina mynd. Ég var alveg viðbúinn því að fylla bara þessar 50 spólur af myndefni og setja þær svo ofan í kassa.“ En hvenær uppgötvaðirðu þá að þú værir með mynd í höndunum? „Sá grunur fór að læðast að mér smám saman. Ég þurfti samt stund- um að klípa mig í handlegginn og full- vissa mig um að þetta væri í raun að gerast – og að það væri örugglega kveikt á kamerunni. Til dæmis eftir að Hilmar Örn Hilmarsson er búinn að fremja seið til varnar myndinni eftir ótrúlega byrjunarörðugleika. Um leið og athöfninni er lokið gengur Sturla af stað og steypist á hausinn. Síðan man ég eftir ákveðnu augna- bliki þar sem ég varð endanlega viss. Þá er ég með Sturlu og Paul Stewens framleiðanda í jeppa uppi á fjalli í ógnarstormi. Þeir Sturla hafa verið að takast á um það hvort eigi að reyna að bíða eftir að veðrið gangi niður, halda starfsfólkinu í viðbragðs- stöðu eða senda bara alla heim. Um leið og síðasta orðinu sleppir kemur grjót fljúgandi í rokinu og mölvar aft- urrúðu jeppans. Maður sér að Paul bregður rosalega, hann lítur um öxl og spyr „Brotnaði rúðan?“ Og ég heyrist segja í ögn ankannalegum tón þar sem ég held á kamerunni: „Jebb“. Þá var ég búinn að átta mig á að ég náði þessu öllu á mynd.“ – En svo ertu orðinn inngróinn hluti af samstæðum hóp, flestum vin- um þínum, en í þessari sérkennilegu stöðu að þú ert að fylgjast með því hvar allt gengur á afturfótunum og hver katastrófan rekur aðra. Hugs- aðirðu ekki stundum: „Á ég að halda áfram að taka eða slökkva á kamer- unni?“ Lentirðu ekki stundum í bar- áttu við sjálfan þig? „Þetta er mjög skrýtin aðstaða að allt sem fór úrskeiðis fyrir þá var hugsanlegt efni í mína heimild- armynd. Því miður. En það gerðust líka góðir hlutir. Eins og að vík- ingaskipið skyldi komast á flot og við skyldum yfirhöfuð geta byrjað að mynda.“ Náttúruöflin í fágætum ham Síðan fóru náttúruöflin að láta finna fyrir sér svo um munaði. Hafði þig grunað eitthvað þvílíkt? „Ég þóttist sjá eitthvað svoleiðis fyrir þegar varð að fresta tökunum til haustsins. Enda hef ég lifað mest mitt líf á þessu landi og var oft sem unglingur skáti í útilegu uppi á fjöll- um í veðrum þar sem þurfti að koma að sækja okkur. Ég veit hvað storm- ar gera á haustin á Íslandi. Og um það bil sem tökur voru að hefjast skrifaði ég til CBC til að reyna að fá þá til að styrkja heimildarmynd um þetta og sagði við þá: „Ég er ann- aðhvort að fara að gera Hearts of Darkness eða Lost in La Mancha. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er. En það verður alltaf dramatískt.“ Enda hafði undirbúningstíminn sannarlega verið það.“ – Hluti af dramatíkinni felst kannski í því að nánast allt starfs- fólkið var erlent og hreint ekki vant þessum íslensku aðstæðum? „Já. Ég held að það hefði verið miklu betra fyrir þessa pródúksjón að ráða íslenskt starfsfólk, hafa minna lið og sem mest innlent. Ís- lendingarnir kunna að vinna við þess- ar aðstæður, þeir eru hörkunaglar sem kvarta ekki, gera bara það sem þarf að gera. En þegar þú ert með fullt af Bretum og Kanadamönnum, þar sem stéttarfélagsreglurnar eru jafnmikilvægar og vinnan sjálf, geta komið upp spaugileg atvik, t.d. þegar gerði ofsastorm, sem feykti mat- artjaldinu í burt, og einn Bretinn spyr: „Hvar á ég að nú að drekka teið mitt?“ Sumir Íslendingar sem hafa séð þessa mynd hafa reyndar bara sagt: „Hvert er vandamálið, þetta er bara venjulegt íslenskt veður.“ En myndin snýst um þetta fólk, Sturlu og þetta erlenda starfsfólk að takast á við landið.“ – Svo þetta var þá ekki alveg venjulegt íslenskt veður? „Nei. Þeir sögðu mér bændurnir á staðnum að þetta hefði verið storma- samasta haust þar í 60 ár. Það sem er áhugavert við þessa sögu – eins og aðrar dramatískar sög- ur – eru þær ákvarðanir sem fólk tek- ur við hinar dramatísku aðstæður. En svo fannst mér hún líka hafa þessa áhuga- verðari stærri drætti eins og sög- una af Sturlu sem kemur til Íslands. Enn fremur þessi stóru mótív með guðina, hvern- ig allir verða smám saman hjátrúar- fullir af því að náttúröflin eru svo sterk og maður svo lítill sjálfur. Þess vegna erum við svona eins og við er- um á Íslandi. Það er sama hvað þú ert með mörg hundruð milljónir á bak við þig. Ef veðurguðirnir vilja ekki leyfa þér að mynda þá myndarðu ekki.“ Brosmildi víkingurinn – Eitt af því sem er ekki minnst áhrifaríkt við þessa mynd er að fylgj- ast með leikstjóranum sjálfum, Sturlu Gunnarssyni. Þessum geð- fellda, brosmilda manni sem heldur brosinu hvað sem á dynur og slær öllu upp í kersknislegt grín. En smám saman finnst manni fargið á honum orðið ofurmannlegt. „Já, hann hélt náttúrlega fram- kvæmdinni saman. Ef hann hefði misst stjórn á sér hefði allt hrunið. Hann heldur öllu saman með þessu brosi sínu en á ákveðnu augnabliki verður þetta bros óneitanlega dálítið falskt.“ – Manni hættir hreinlega að standa á sama. Þú kveðst raunar á vissum tímapunkti í myndinni hafa verið kominn með áhyggjur af heilsu hans. Varstu einhvern tíma hræddur um að hann væri hreinlega að fara yfir um? „Já, já. En svo svaf hann það úr sér. Og vaknaði næsta dag með nýjan kraft. Ég sagði reyndar við hann fyr- ir nokkrum árum þegar hann sagði mér hvað hann væri að spá að hann ætti ekki að gera þetta á Íslandi. Mér fannst of hættulegt að fara af stað með svona stóra pródúksjón við þess- ar aðstæður með ekki meiri viðbúnað. Þegar Batman og þessar stóru mynd- ir voru gerðar hér komu menn með stúdíó með sér, risagáma með öllu sem til þarf, útbúnað, starfslið og bíl- stjóra. Þannig höfðu þeir stjórn á öllu, gátu skotist inn í stúdíó og tekið þar ef eitthvað var að veðri.“ – En Sturla segir einhvers staðar að hann hafi viljað hafa þetta svona, frumstætt og hrátt, ekta, engar tæknibrellur. „Já. Eins og Werner Herzog þegar hann gerði Fitzcarraldo. Að vilja endilega vera í frumskóginum með sína sögu með 500 indíána með- ferðis.“ Og láta þá drösla stóreflis skipi yfir fjall. Bjólfskviða virðist annars í fljótu bragði ólík þeim myndum sem maður hefur séð eftir Sturlu Gunn- arsson og eru mestanpart fremur „rólegar innimyndir“ – Þessi risa- vaxna búningamynd frá 8. öld – er hún mikið hliðarspor á ferli hans? „Það er svo sérstakt með fólk eins og Sturlu – og sjálfan mig að vissu leyti líka – sem hefur verið svona lengi í burtu – að það finnur hjá sér ríka þörf fyrir að sanna sig heima. Hann hafði lengi dreymt um að koma til Íslands, standa í stafni hér og gera stóra mynd hér. Hann hafði lengi leit- að að rétta verkinu til að mynda. Svo benti handritshöfundurinn, Andrew Berzins, honum á Bjólfskviðu. Þetta er alþekkt fornrit á ensku en sagan er norræn, gerist í Skandinavíu. Og hún hentaði Sturlu fullkomlega. Hann gerði raunar mynd á Indlandi sem heitir Such a long Journey, tók hana á götum Bombey innan um milljónir. Það var visst brjálæði í framkvæmd. Og hann tók sína fyrstu mynd í Mexíkó við mjög erfiðar að- Hverju reiddust goðin? Kvikmynd Jóns Gústafssonar, Reiði guðanna, um gerð myndarinnar Bjólfskviðu hefur verið verðlaunuð víða um heim. Í kvöld verður myndin sýnd í Sjónvarpinu. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Jón um gerð myndar þar sem gekk á ýmsu. »Myndin um Lalla Johns var bylting. Hún var æðisleg og Þorfinnur Guðna- son er einn merkilegasti heimildar- myndagerðarmaður sem ég veit um. www.101skuggi.is H im in n og ha f/ SÍ A daglegtlíf |sunnudagur|21. 10. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.