Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 32
heilsa
32 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Undanfarin ár hefurþrengt æ meir að reyk-ingamönnum hér á landirétt eins og víðast hvar
á Vesturlöndum. Það er löngu orðin
viðtekin sjón að sjá örfáar úti-
legukindur híma utan í opinberum
stofnunum jafnt sem einkafyr-
irtækjum í ýmsum veðrum og
streitast við að brosa í kampinn.
En getur hugsast að kappið gegn
reykingabölinu hafi einhvers staðar
farið af leið? Er hugsanlegt að
áherslur í svonefndum reyk-
ingavörnum séu á einhvern hátt
misráðnar og fara þurfi öðru vísi
að? Helga Jónsdóttir, prófessor í
hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
og forstöðumaður hjúkrunar lang-
veikra fullorðinna á Landspít-
alanum, telur svo vera. Hún segir
það auk þess hluta vandans að það
séu í auknum mæli tilteknir þjóð-
félagshópar hér sem víðar á Vest-
urlöndum sem enn reyki – hópar
sem eigi oft erfitt með að stíga það
skref sem reykleysismeðferð felur í
sér.
Fordæmingin tilgangslaus
Á dögunum var haldið málþing í
Þjóðmenningarhúsinu á vegum
Lýðheilsustöðvar, hjúkrunar-
fræðideildar Háskóla Íslands og
Reykleysismiðstöðvar A-3 á Land-
spítala. Yfirskrift ráðstefnunnar var
Efling meðferðar til reykleysis –
aðgerðir íslenskra heilbrigðisyf-
irvalda í tóbaksvörnum. Þar hélt
Helga erindi meðal annarra og
nefndi það Reykleysismeðferð fyrir
alla. Hún vill að Íslendingar skipti
um kúrs í því hvernig komið sé til
móts við reykingamenn sem vilja
drepa í fyrir fullt og fast. Hún vísar
þar í fyrirmynd Breta, en bresk
kona, Jennifer Pervical, hélt ein-
mitt erindi á umræddri ráðstefnu
um „Bresku leiðina“ í tóbaks-
vörnum.
Nú hefur staðið yfir harður áróð-
ur gegn reykingum um árabil og
komnar upp kynslóðir fólks sem
hefur alist upp við hann. Hefur for-
dæming á reykingum og reyk-
ingamönnum gengið of langt hér?
„Hún hefur bara engan tilgang.
Óbeinar reykingar eru hættulegar
og það er réttur fólks að fá vernd
fyrir þeim. En það þarf að draga
línurnar þar. Það má ekki stimpla
reykingafólk minna virði. Ég lít á
reykingar sem heilsufarsvandamál
sem fólk þurfi aðstoðar við, rétt
eins og ef það hefur astma eða
hjartasjúkdóm. Við erum reyndar
að tala um fíkn. Tóbaksfíkn hefur
sérstök einkenni. En fólk þarf að fá
hliðstæða aðstoð.
Það er ljóst samkvæmt íslenskri
heilbrigðisáætlun til 2010 að það er
markmið að minnka reykingar en
aðgerðir hafa ekki fylgt nægilega
vel þar á eftir. Fólk verður að gera
sér ljóst að ef á að fjarlægja reyk-
ingar úr daglegu lífi þá verður að
aðstoða þá sem reykja. Við erum
komin langt með að koma á algeru
reykingabanni hérlendis. En slíku
banni verður að fylgja aðstoð við
fólk sem vill hætta reykingum. Sú
aðstoð er í algeru lágmarki í ís-
lensku samfélagi. Á hinn bóginn
höfum við fyrirmynd frá Bretlandi,
þar eru mjög markvissar aðgerðir.
Það eru aðgerðir sem kosta fólk
mjög lítið en þær markast af
ákveðnum ramma. Fólk þarf að
fara og leita sér stuðnings og reglu-
bundinnar ráðgjafar og þá fær það
nikótínlyf á mjög lágu verði. Hér er
fólk að greiða nikótínlyf fullu verði.
En tóbaksnotkun er flokkuð sem
fíknsjúkdómur og því skyldi hún
ekki meðhöndluð þá á sama hátt og
önnur fíkn og aðrir sjúkdómar? Ég
get trúað að vandinn felist dálítið
mikið í því að fólk vill ekki reyna að
skilja í hverju fíkn felst. Að það sé
ekki nóg að vilja hætta. Það kemur
í ljós að þrír af hverjum fjórum
reykingamönnum vilja hætta en
ekki nema lítið brot getur hætt af
sjálfsdáðum.“
Þegar þú segir fólk ekki vilja
skilja fíknina áttu þá líka við heil-
brigðisstéttir?
„Ég er að tala um almenning,
ekki þá sem reykja, þeir eru vænt-
anlega ofurseldir fíkninni. En við
sem eigum að vita og kunna; við
höfum heldur ekki verið til í að
horfast í augu við það hversu erfið
tóbaksfíkn er. En vissulega þarf
viljastyrk og góðar aðstæður og
það þarf að skipuleggja sig vel ef
maður ætlar að hætta.“
Er það sérstakt átak fyrir t.a.m.
fólk í heilbrigðisstéttum að læra að
skilja sjálfa fíknina?
„Já, og ég held að það sé þar sem
við þurfum að taka okkur mest á.
Það er stundum sagt að tóbaksfíkn
sé verri en heróínfíkn. Og í huga
okkar er heróínfíkn eitthvað skelfi-
legt. En það eru til lyf sem hafa
áhrif á starfsemi heilans og eiga að
hjálpa til við að glíma við þessa
fíkn.“
Lesið í sögu hvers og eins
Helga skrifaði m.a. grein í Tíma-
rit hjúkrunarfræðinga í fyrra um
þessi mál. Þar segir hún reykleys-
ismeðferð hér einkum hafa snúist
um hina náttúruvísindalegu hlið.
Hún þurfi hins vegar að beinast
meira að persónu og sögu hvers og
eins sjúklings. Hún talar þar um
mikilvægi þess að lesið sé í sögu
hvers einstaklings og metnir áhrifa-
valdar þar.
„Við viljum laga meðferðina að
hverjum og einum einstaklingi,“
segir Helga. „Til þess að vita hverj-
ar einstaklingsbundnar þarfir eru
þarf að tala við viðkomandi ein-
stakling, fá sögu hans og finna hvað
hentar hverjum og hvenær. Fólk
þarf að ráða því sjálft hvernig við
hjálpum því áfram. Þetta byggist
mikið á samræðum, umhyggju,
áhuga og hvatningu. Hrós er mik-
ilvægt og eins að viðkomandi ein-
staklingur hrósi sér og umbuni þeg-
ar svolítill árangur næst þótt hann
sé ekki alger og endanlegur.
Þegar fólk hefur ákveðið að
hætta reykingum þarf það m.a. að
átta sig á við hvaða aðstæður það
reykir. Og hvers vegna er það
svona gott? Það hefur komið í ljós í
rannsóknum að stundum var nikó-
tínfíknin ekkert svo sterk og í raun
réðu aðstæður því meira hvenær
fólki fannst best að reykja. Hvaða
sígarettu væri erfiðast að sleppa.
Því eitt er að vilja hætta, annað að
fyrirbyggja að byrja aftur. Og þar
þarf að lesa í væntanlegar kring-
umstæður. Sumir segja að þetta sé
meira og minna félagssakapurinn,
þetta sé ekkert svo rosalega gott.
Er þá hægt að gera eitthvað annað
í þeim félagsskap eða finna kannski
annan félagsskap? Þetta þarf fólk
allt að lesa í um sjálft sig. Stundum
byrjar fólk aftur að reykja þegar
það bragðar áfengi. Þá er spurning
um að sjá til þess að áfengi og tób-
ak fari ekki saman í byrjun reyk-
bindindis. Við höfum heyrt fólk
segja að sígarettan sé eini vinur
þess. En ég held að það sé þá betra
að átta sig á því. Þá dæmir maður
sjálfan sig kannski ekki eins hart,
maður er þá ekki þessi voðalegi
aumingi.“
Svo þetta snýst um að byggja
upp nýtt sjálfsálit meðfram með-
ferðinni?
„Já. En fólki er heldur ekki alveg
sjálfrátt, fíknin tekur völdin og kall-
ar á tóbakið. Því er ekki hægt að
segja bara að viljinn sé allt sem
Morgunblaðið/Frikki
Drepið í æsingarlaust
Helga Jónsdóttir, pró-
fessor í hjúkrunarfræði
við Háskóla Íslands og
forstöðumaður hjúkr-
unar langveikra fullorð-
inna á Landspítalanum,
telur að í kappinu gegn
reykingabölinu hafi ekki
alltaf verið staðið rétt
að málum. Hún sagði
Hallgrími Helga Helga-
syni að áherslur í reyk-
ingavörnum ættu m.a.
að felast í að heilbrigð-
isþjónustan byði upp á
ókeypis reykinga-
meðferð.
Heilsufarsvandamál Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, lítur á reykingar sem heilsufarsvandamál, sem fólk þurfi að leita sér aðstoðar við,
rétt eins og ef það hefði astma eða hjartasjúkdóm. Slíka aðstoð segir hún að sé í algjöru lágmarki á Íslandi.