Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 34
menntun 34 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H jónin Unnur S. Ey- steinsdóttir og Ing- ólfur Ásgeirsson búa ásamt syni sínum, Unnari Inga, í Ásl- andhverfinu í Hafnarfirði. Unnar Ingi hafði verið á leikskólanum Hvammi síðan hann var tveggja ára en þá var hann greindur með dæmigerða einhverfu og þroskafrá- vik. Þegar sá tími nálgaðist að hann skyldi hefja skólagöngu fóru Unnur og Ingólfur og heimsóttu marga skóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérdeildir eru fyrir einhverfa, en því miður gat enginn þessara skóla tekið við syni þeirra því allt var yfirfullt. Þau ákváðu þá að at- huga hvort ekki væri grundvöllur fyrir stofnun slíkrar deildar í Hafn- arfirði. Vantar sértæk úrræði Á undanförnum árum hefur börnum sem greinast með ein- hverfu fjölgað umtalsvert en svo virðist sem sértækum úrræðum fyrir þau börn hafi ekki fjölgað að sama skapi. Eftir árangurslausa leit að plássi fyrir son sinn höfðu Unnur og Ingólfur samband við skólayfirvöld í Hafnarfirði sem tóku þeim strax með opnum hug og já- kvæðu viðmóti. Bæjarstjórinn sjálf- ur átti með þeim fund og tók þeim vel og eftir það fóru hjólin snúast. „Eina úrræðið sem okkur fannst henta syni okkar var sérdeild fyrir börn með einhverfu. Þessi börn þurfa sérsniðið umhverfi og mikla aðstoð við allar athafnir daglegs lífs,“ segir Unnur. Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti að sett yrði á stofn sérdeild í Hafnarfirði og þannig varð til vísir að sér- kennsludeild í Setbergsskóla, þar sem Unnar Ingi stundar nú nám. „Ef það hefði ekki verið fyrir af- burðafólk sem við fengum til liðs við okkur erum við ekki viss um að hlutirnir hefðu gengið eins vel og raun varð á,“ segir Unnur. „Mar- grét Valgerður Pálsdóttir, þroska- þjálfi og stuðningsfulltrúi Unnars Inga á leikskólanum Hvammi, vildi halda áfram að vinna með honum. Hún er nú stuðningsfulltrúi Unnars í Setbergskóla og sér bæði um stuðning og sértæka þjálfun hans. Þá fengum við einn helsta sérfræð- ing Íslands í málefnum einhverfra í lið með okkur, Svanhildi Svav- arsdóttur talmeinafræðing sem er einnig sérfræðingur í boð- skiptafræðum barna með ein- hverfu.“ Svanhildur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og tekur að sér verkefni fyrir Greiningarstöð ríkisins. Hún var ráðin ráðgjafi Hafnarfjarð- arbæjar í undirbúningi að þeirri sérdeild sem er í uppbyggingu í Setbergsskóla. Enn sem komið er er Unnar Ingi eina barnið með ein- hverfu í skólanum og er hann í hefðbundnum bekk með stuðnings- fulltrúa: Margréti Valgerði. Hann er einnig með séraðstöðu þar sem sérstök þjálfun hans fer fram og þangað koma bekkjarfélagar hans einnig. Þetta er svokölluð öfug blöndun þar sem hann lærir að vera með félögum sínum í litlum hópum þar sem hann ræður ekki við að vera í mannmargri skóla- stofu og sér Margrét um þá sér- þjálfun sem þar fer fram. Segir Svanhildur að stefnt sé að því deildin verði að löglegri sérdeild með sérmenntuðum kennurum. „Frábærir sérfræðingar“ „Við teljum okkur vera ótrúlega heppin að fá tvo frábæra sérfræð- inga til liðs við okkur. Það er ómet- anlegt að hafa Margréti Valgerði þroskaþjálfa og ekki síður eins fær- an sérfræðing við uppbyggingu deildarinnar eins og Svanhildur Svavarsdóttir er,“ segir Unnur. „Hún er einn þeirra sérfræðinga sem svo sannarlega hafa tekið til hendinni í málefnum einhverfra hér á landi.“ Svanhildur var m.a. sú sem stofnaði fyrstu sérdeildina í Reykjavík fyrir börn með einhverfu í Langholtsskóla fyrir 12 árum. Einnig hefur hún sett mark sitt á málefni einhverfra í Arizona-fylki Bandaríkjanna þar sem hún býr hluta ársins. Þar hefur hún sett á laggirnar 12 sérdeildir. Svanhildur lauk meistaraprófi í Norður-Karolínuríki í boð- skiptafræði þar sem hún sérhæfði sig í málefnum einhverfra. Það er því ljóst að það er ómetanlegt fyrir Setbergsskóla að fá jafn reyndan sérfræðing til liðs við sig í upp- byggingu þessarar sérþjónustu við börn með einhverfu. Svanhildur vill ekki taka við einhliða hrósi og bendir á að einstaklega gott hafi verið að vinna með stjórnendum Setbergsskóla sem hafi tekið verk- efninu opnum örmum. „Samvinna við foreldra er einnig mikilvæg því þeir eru helstu sér- fræðingar í fötlun barnsins,“ segir Svanhildur og útskýrir að átt sé við að foreldrarnir geta bent á svo marga margt í fari barnsins sem hægt er að nota í kennslu og stuðn- ingi við barnið. „Eitt einkenni margra barna með einhverfu er árátta eða mikill áhugi á ákveðnum hlutum. Í tilfelli Unn- ars Inga hefur hann sérstakan áhuga – eða áráttu – fyrir þvotta- vélum og Toyota-bifreiðum. Ef ekki er hægt að ná athygli hans, þ.e. hann er inn í einhverfu sinni eins og við köllum það, er nóg að segja: Við skulum kíkja á þvottavélina niðri, og þá er Unnar strax með, at- Gleðin nauðsynleg í kennslu einhverfra Morgunblaðið/Sverrir Í kvennafans Unnar Ingi Ingólfsson í fangi móður sinnar, Unnar S. Eysteinsdóttur, t.v. er Margrét Valgerður Pálsdóttir þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúi og t.h. er Svanhildur Svavarsdóttir talmeinafræðingur og sérfræðingur í boðskiptafræðum barna með einhverfu. Þegar Unnar Ingi, sem er með einhverfu, átti að hefja skólagöngu, var allt yfirfullt í sérdeildum fyr- ir börn með einhverfu á höfuðborgarsvæðinu. Slík deild var ekki til í Hafnarfirði, þar sem fjöl- skyldan býr, uns yfirvöld bæjarins komu til móts við óskir hennar og stofn- uðu sérdeild í Setbergs- skóla. Halldóra Trausta- dóttir ræddi við foreldrana, Unni S. Ey- steinsdóttur og Ingólf Ásgeirsson, og stuðnings- konur sonar þeirra. »Mikilvægt að móta félags- og tilfinn- ingaþroska barna með einhverfu því þau læra ekki á sama hátt og heil- brigð börn. Svanhildur Svavarsdóttir starf- ar að málefnum einhverfra í Arizona-fylki í Bandaríkjunum og hefur sett þar á laggirnar 12 sérdeildir . Hún segist hafa komist inn í þennan geira fyrir tilviljun. „Ég var nýflutt til Scottsdale í Arizone með 14 ára dóttur mína sem þurft á stuðningskennslu í ensku að halda. Á foreldrafundi einum í skóla dóttur minnar hitti ég fyrir danska konu, sálfræðing, og við byrjuðum að spjalla; hverjar við værum og hvað við værum að gera, o.s.frv. Hún vildi endilega fá mig í vinnu með nokkur börn með ein- hverfu sem voru í skóla í Scott- sdale þar sem hún var í vinnu sem sálfræðingur. En þar sem ég hafði ekki græna kortið, þ.e.a.s. atvinnuleyfi fyrir út- lendinga í Bandaríkjunum, bauðst ég einungis til að koma og aðstoða skólann í sjálfboða- vinnu.“ Það er skemmst frá því að segja að Svanhildi tókst svo vel upp í tjáskiptum með þeim ein- hverfu börnum sem voru í skól- anum og ekki höfðu neinn sér- stakan stuðning, að skólastjórinn útvegaði henni græna kortið innan skamms. Upp úr þessu spunnust verk- efni á verkefni ofan fyrir Svan- hildi og hefur hún haft í nógu að snúast í kennslu, ráðgjöf og uppbyggingu sérdeilda fyrir einhverfa í Arizona allar götur síðan. Það er augljóst á frásögn hennar að þessi málefni eiga hug hennar allan. Nú er svo komið að Svanhildur er orðin hluti af þverfaglegu teymi sem yfirmaður sérkennslumála í Arizona-ríki hefur útnefnt og hefur m.a. á að skipa sérfræð- ingum í málefnum einhverfra eins og henni sjálfri, há- skólaprófessorum, foreldrum einhverfra og fleiri stétta er koma að þessum málaflokki. Foreldrar helstu sérfræðingarnir Svanhildur vinnur eftir TEACCH-aðferðinni (Treat- ment and Education of Autistic and related Communication handicapped Children) sem á uppruna sinn í Norður- Karolínu þar sem hún lauk meistaranámi. Aðferðin byggist á því að vinna með fötlun barnsins því skv. kenningu þessa kerfis er ekki hægt að „lækna“ einhverfu heldur er miðað að því að halda einkenn- um einhverfunnar sem mest niðri og einblína á jákvætt at- ferli. Aðferðin er að mestu byggð upp af sjónrænni nálg- un. Stofnaði sérdeildir í Bandaríkjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.