Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 36
leikhús
36 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Leikminjasafn Íslands erungt að árum. Það varstofnað vegna þess aðminjar um íslenska leik-
listarsögu voru að hverfa fyrir aug-
unum á fólki.
Leikminjasafnið hefur ekkert hús-
næði undir sýningar. Um stund-
arsakir hefur það fengið inni með
brúðusýningu sína í gömlu heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg. Aðrir
gripir safnsins eru í geymslum sem
safnið hefur tekið á leigu.
Hvöss norðaustanáttin skók ljósa-
staurana og rigningin þyrmdi engum
sem var á ferli utandyra. Ég hafði
mælt mér mót við Jón Viðar Jónsson,
forstöðumann Leikminjasafns Ís-
lands, en honum seinkaði um nokkrar
mínútur. Á meðan leitaði ég skjóls
fyrir illviðrinu.
Enginn var á ferli við bygginguna.
Undarlegt að hugsa til þess að heil-
brigðisyfirvöld skyldu selja þetta fal-
lega hús sem var sérstaklega hannað
sem heilsuverndarstöð. Nú gista það
einungis leikbrúður. Þær hanga í
strengjum sínum og bíða þess að ein-
hver bregði blundi þeirra.
Jón Viðar birtist von bráðar og
fylgir mér upp á aðra hæð. Þarna eru
brúðurnar hans Jóns E. Guðmunds-
sonar og sitt hvað fleira. Ég snerti
eina brúðuna ofur varlega. Hún
hrekkur undan snertingunni. Það er
eins og hún sé lífi gædd. Mér verður
hverft við, vissi ekki að brúðan væri
svona viðkvæm.
Við Jón Viðar setjumst í útskorna
stóla sem Lárus Ingólfsson átti og
Jón telur að hafi jafnvel verið notaðir
í einhverri sýningu sem Lárus átti
hlut að.
Jón Viðar segir mér að óvíst sé
hvað brúðurnar fái að vera þarna
lengi til sýnis, en stefnt sé að því að
halda nokkrar sýningar í safninu
frameftir hausti.
Lista- og minjasafn
„Tildrögin að stofnun safnsins voru
þau að leikhúsfólk hafði rætt um það
árum saman að hér væri ekkert safn
til þar sem leiklist væru gerð skil og
sögu hennar,“ segir Jón Viðar Jóns-
son, forstöðumaður Leikminjasafns
Íslands, en hann er jafnframt eini
starfsmaður safnsins.
„Af þessu leiddi að fjölmörg gögn
höfðu týnst og eru ennþá að týnast.
Leikmyndahöfundar fundu einna
helst fyrir þessu. Verk þeirra eru á
mörkum leiklistar og myndlistar og
hefðbundin listasöfn taka því helst
ekki við slíkum hlutum. Þess vegna
eru gögn frá leikmyndahöfundum
mjög stór hluti safnsins enda hafa
margir okkar fremstu manna á þessu
Dýrgripirnir í
Leikminjasafni Íslands
Morgunblaðið/G.Rúnar
Jón Viðar Jónsson „Safn er ekki eingöngu geymsla heldur lifandi fræðslu- og menningarstofnun.“
Um þessar mundir er
haldin sýning á leik-
brúðum Jóns E. Guð-
mundssonar í gömlu
heilsuverndarstöðinni við
Barónsstíg á vegum
Leikminjasafns Íslands.
Jón Viðar Jónsson sagði
Arnþóri Helgasyni frá
starfsemi safnsins.
Sjónvarpsbrúða Fúsi
flakkari er góður fulltrúi
fyrir brúðurnar í safni
Jóns E. Guðmundssonar.
Hann er að vísu nokkru
stærri og loðnari en þær
flestar, enda var hann
skapaður fyrir sjónvarpið
og er, að því er best er vit-
að, fyrsta leikbrúðan sem
gerð er fyrir íslenskt sjón-
varp. Var brúðan, sem er
strengjabrúða, gerð fyrir
Stundina okkar árið 1968
og vann Jón við þættina
næstu tvö ár. Fúsi ók um á
bíl sínum sem var sérstak-
lega smíðaður af Ingólfi
Herbertssyni. Fór hann
víða um land og kom
gjarnan við á sveitabæj-
um. Leikatriðin voru unn-
in af Jóni ásamt upptökustjórunum Andrési Indriðasyni og Tage
Ammendrup“.
Sagt hefur verið að fátt sé
jafnforgengilegt og list
leikarans og ekkert sé
eins dautt og dauður leik-
ari. Nútímatækni gerir okk-
ur kleift að varðveita leik-
listina mun betur en áður
var hægt.
Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 28. sept. til Heims-
ferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
29
89
8
Jamaica
Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins
30. okt - 7. nóv.
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær til-
boð í ferð til Jamaica 30. október. Í boði er gisting á góðu hóteli, Superclubs
Starfish Trelawny. Ævintýraeyjan Jamaica lætur engan ósnortinn. Þú kynnist
stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar og þjóð sem er einstök í mörgu tilliti.
Einstakt tækifæri til að heimsækja þessa einstöku Karíbahafseyju á frábærum
kjörum.
8 daga Karíbaveisla frá aðeins
kr. 99.890
- með öllu inniföldu
Áskr. verð frá Alm. verð
Superclubs Starfish Trelawny ***+
2 í herbergi m/allt innifalið í 8 nætur 99.890 128.790
Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.110.
Barnaafsláttur, 2-12 ára, kr. 5.000 (ath. hámark 2 fullorðnir og 2 börn í herbergi).
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting m/öllu inniföldu í 8 nætur og íslensk fararstjórn.
Athugið aðeins takmarkað framboð er í boði á þessu tilboðsverði.
Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Verðdæmi – 8 nætur:
(nánar á www.heimsferdir.is) Þú sparar allt að
kr. 28.800
á mann
Superclubs Starfish Trelawny
UPPSELTSíðustu forvöð5 herb. laus vegna forfalla