Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 39
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 39 Íævisögu sinni Spilað ogspaugað kemst RögnvaldurSigurjónsson svo að orði umföður sinn að honum hafi ver- ið ósýnt um fjármál. „Hann erfði t.d. allt Doktorstúnið svokallaða umhverfis gamla Stýrimannaskól- ann og það fór fyrir slikk. Ef hann hefði hangið á túninu nokkur ár í viðbót hefði maður orðið stórríkur, sæti kannski ennþá klofvega á millj- ónum,“ sagði hann með sinni gneist- andi kímni. Einhverra hluta vegna datt mér þessi kafli í hug þegar alla milljarðana í orku, mannauði og út- rásarverkefnum bar hæst í um- ræðunni um daginn og mér fyrir hugskotssjónum svifu ýmsar mannsmyndir – klofvega á millj- örðum. Á sama hátt og milljónirnar spruttu upp af Doktorstúninu án þess að Rögnvaldur nyti góðs af, streyma nú milljarðar upp úr iðrum jarðar án þess að eignarhaldið sé á hreinu. Hingað til hefur jarðhitinn verið talinn til samfélagslegra gæða, svona nokkurs konar uppbót fyrir gróðurvana sanda og strit forfeðr- anna sem héngu á sínum túnum löngu áður en þau urðu kjörlendi fyrir sveitasetur í stíl rússnesks að- als fyrir byltinguna. Hér er greini- lega sprottinn upp séríslenskur að- all sem m.a. lætur að því liggja að hann ætli að kynda duglega upp hjá orkusnauðum þjóðum með óskil- greindum útrásarverkefnum og hagnast í leiðinni. Verðmiðana líma menn á sig sjálfir. Ég ætla ekki að hætta mér lengra út í þessa umræðu enda margir um hituna. En einhvern veginn er mér ofarlega í huga tilvitnun í annan merkismann, meistara Jón Vídalín þar sem hann segir: „Ég veit að einn asni verður aldrei hestur þótt menn setji á hann gullsöðul …“ Þessi orð vöktu nefnilega hlátur nokkurra nemenda minna þegar við lásum kafla úr Postillunni. „Það eru þessir nýríku, sem halda að þeir séu eitthvað merkilegri en aðrir,“ taut- aði einn fyrir munni sér. „Það eru ekki fötin sem skapa manninn,“ sagði annar. Og síðan var klykkt út með hinu fornkveðna: „Margur verður af aurum api.“ Samkvæmt þessu hefur bókmenntaarfurinn skilað einhverju. Eftir að hafa gantast svolítið með föður sinn og Doktorstúnið segir Rögnvaldur að þótt þau systkinin hafi ekki komið gulli klyfjuð úr föð- urgarði hafi þau hlotið enn betra veganesti. þ.e. ástúð, glaðværð og talsverðan skammt af menningu. Þessum dýrmætu eiginleikum tókst honum að miðla hér heima og jafn- vel í útrásarverkefnum austan hafs og vestan sem sýndu að hér á hjara veraldar var ekki menningarsnauð eyðimörk. Þegar ég rifja upp kynni mín af honum og hlýði á þann glæsi- lega píanóleik sem hann eftirlét okkur á geisladiskum hlýnar mér ævinlega um hjarta. Í samanburði við svo tæra snilld verður öll um- ræðan um milljarðamannauð álíka stórkarlaleg og saga Sölva Helga- sonar af því er hann með stærðfræ- ðikúnstum kom tvíburum inn í arab- íska prinsessu og var annar hvítur, hinn svartur. Klofvega á milljörðunum Guðrún Egilson Barcelona – Tvisvar í viku í haust og vetur WWW.UU.IS ÚRVAL-ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS AYRE HOTEL CASPE Bjart og stílhreint hótel, hannað í nútímalegum stíl en með þægindin að leiðarljósi. Hótelið er í 10 mín. göngufjarlægð frá Plaza Cataluña og í herbergjum er 25 tommu sjónvarpsskjár og internet aðgangur. Verð frá: 59.900,- á mann m.v. 2 í herb. m/morgunverði í 3 nætur. 9. nóv. Verð frá: 58.425,- á mann m.v. 2 í herb. m/morgunverði í 3 nætur. 9. nóv. Gott 4ra stjörnu hótel í göngufæri við Römbluna og Plaza Catalunya Barcelona. Á hótelinu eru 221 herbergi, öll með síma, plasma sjónvarpsskjá með gerfihnattarásum, smábar og öryggishólfi. CATALONIA RAMBLAS Ferðaskrifstofa Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting með morgunverði. Verð miðast við að bókað séánetinu.Efbókaðeráskrifstofueðasímleiðiserbókunargjald2.500kr.fyrirhvernfarþega. Það er stíll yfir Barcelona sem margir telja fallegustu borg í Evrópu. Barcelona er heillandi heimsborg, iðandi af lífi og uppfull af menningu og listum, sögu og söfnum. Gotneska hverfið er heillandi með fínum höllum frá miðöldum, veitingastöðum, tapasbörum, verslunum og þaðan er örstutt niður að höfninni. Við munum bjóða upp á ferðir til þessarar frábæru borgar tvisvar í viku í haust og vetur. Þú ert í öruggum höndum með frábæra fararstjóra sem fara í skoðunarferðir og eru þér innan handar. „Barcelona er heillandi borg og þar er margt að sjá. Ég mæli með að farþegar fari í borgarferð til þess að ná áttum og þá næst líka að skoða ýmislegt á stuttum tíma, t.d. Parque Güell og Sagrada Familia kirkjuna. Eins er frábært útsýni yfir borgina frá Montjuïc hæðinni. - Astrid Helgadóttir, fararstjóri Úrvals - Útsýnar í Barcelona Fallega jólaskeiðin frá Ernu Smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri Verð kr. 8.900. Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • Sími 552 0775 • www.erna.is Fréttir í tölvupósti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.