Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 41
skilning virðast íslenskir módern- istar hafa á sínum tíma kokgleypt, (til 25. nóvember) … Fór tvisvar á Louisiana hvar ás- arnir að þessu sinni voru ljós- myndarinn; Richard Avedon (1923- 2004), málarinn Tal R., og verk- fræðingurinn/arkitektinn Cecil Belmond. Hlutur Avedons, sem var ljósmyndari fyrirfólks/þotuliðs tímanna, þótt einnig hafi hann leit- að á öllu almennari og grófari svið, nær yfir allt gamla aðalrýmið. Hann er vissulega frábær þegar best lætur og hin fallega og stíl- hreina mynd af Björk ótvírætt í þeim flokki. Þetta er fyrsta yf- irlitssýningin frá andláti ljósmynd- arans 2004 sem má vera til vitnis um hve glúrnir menn eru í þeim málum á þessum stað. (Til 13. jan- úar). Tal R.(Rosenzweig), er spútn-ikkinn í ungri danskri listum þessar mundir, með bæði Per Kirkeby og Gerhard Richter að baklandi svo pilturinn er í góðu sambandi við höf- uðstraumana, lætin að baki frama- ganginum virðast samt nokkuð ýkt þótt myndverk hans séu yfirmáta fjörlega máluð. (Til 2. desember.) Annar spútnik en jarðtengdari og í bland við nokkuð aðra höf- uðstrauma er auðvitað Ólafur Elí- asson, og las í blaði að væri nú um stundir ótvírætt frægasti listamað- ur dönsku þjóðarinnar, og aldrei þessu vant ekki orð um að íslenskt blóð rynni í æðum hans! Sem fyrr má vísa til og minna á, að alla menntun sína og frama sótti hann í mal Dana, um leið árétta að Ís- lendingar megi helst skammast sín fyrir þær aðstæður sem þeir hafa lengstum boðið myndlistarmönnum sínum upp á, og vægast sagt tak- markaða miðlun sjónmennta í menntakerfinu og fjölmiðlum. Þannig séð eiga þeir frekar að hlaupa í felur en að slá á brjóst sér þegar Ólaf Elíasson ber á góma, uppgötvuðu enda listamann- inn fyrst þegar hann var orðinn svo frægur í útlandinu að lengur varð ekki fram hjá honum gengið, svona líkt og Erró forðum … Hlutur Belmonds fór einhvern veginn og illu heilli að mestu framhjá mér, einnig uppgötvaði ég of seint að frábær sýning á verk- um Lucien Freud var í farvatninu. Hefur strax fengið frábæra dóma og öll möguleg prik og hennar nú þegar getið í listtímaritum og list- kálfum dagblaða víða um heim. Kunstforeningen á Gammel Strand, sem svo komið nefnist GL.Strand er undirlögð mynd- bandsverkum þeirra Peters Land og hinnar finnsku Eja-Liisa Ahtila sem um þessar mundir þykir hvað frambærilegust í listforminu á Norðurlöndum, sem ég get tekið undir þótt þekking mín á þessari listgrein mætti svo sem vera betri. (Til 21. október.) Eftir að flestir í hópnum voru farnir og ég hafði flutt mig yfir á Amager, var stefnan fljótlega tekin á Norðurbryggju og hús Arki- tektasamtakanna við Asiatisk Plads. Á Norðurbryggju voru tvær framúrskarandi sýningar, önnur haldin í tilefni 200 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar og mun koma hingað í nóvember og afar fróðlegt var að skoða upp á dansk- an máta, en hin í tilefni sjötugs- afmælis Færeyingsins Zakaríasar Heinesen. Danir gera vel við sína undirsáta á menningarsviðinu sem Íslendingar nutu einnig á árum áð- ur, tóku framúrskarandi vel á móti Heinesen, blaðadómar góðir og hver einasta föl mynd seld. Minnir þetta ekki einhverja á að listamað- urinn sýndi mikinn fjölda málverka í Hafnarborg fyrir ekki svo löngu og mun hafa selt hvert einasta þeirra, en hér brugðust fjölmiðlar, virtust ekki með á nótunum svo líkja mátti við harðlífi, fá öll sam- anlögð prik niður á við, og samt hóf listamaðurinn feril sinn í Handíðaskólanum 1957 undir handleiðslu okkar Sigurðar Sig- urðssonar og telur sig hafa notið góðs af. Mikil spurn af hverju Norð- urlöndin taki sig ekki saman um eitt mikið myndlistarsafn og undir- striki um leið samstöðu sína og sérkenni á sjónrænum vettvangi, af nógu er að taka og framtakið gæti vakið heimsathygli. Í Arkitektasafninu var afar fróð- leg sýning um framtíðarborgina Kaupmannahöfn og á leiðinni það- an hitti ég óforvarendis Valgerði Hauksdóttur grafíklistakonu, sem bauð mér að skoða hið risastóra grafíkverkstæði borgarinnar á efstu hæð í sama húsi á Gammel Dok, gömlu dokkinni, og síðan í kaffi hvar hún var með íbúð í næsta nágrenni, fylgir verkstæðinu mánuðina tvo sem hún fékk inni á því og allt frítt. Var nýkomin frá Búdapest, að mig minnir, hvar hún hafði lokað sig inni á öðru graf- íkverkstæði í 12 daga og hafði það eitthvað með listasamtök að gera sem buðu henni. Lukkunnar pam- fíll Valgerður, sem lítur varla upp úr vinnu sinni hvar sem hún kem- ur inn á slík verkstæði í útlandinu. Síðasti dagurinn minn í borginni var jafn frábær og hann hafði ver- ið ömurlegur síðast þá flensa herj- aði á mig. Naut fyrst veðursældar í garðinum á milli konunglegu bók- hlöðunnar og Friðriksborgar og hélt þaðan í nýbyggingu kon- unglega bókasafnsins og skoðaði sýningu brasilíska ljósmyndarans Sebastão Salgado í kjallaranum. Reyndist frábær og dvaldist ég miklu lengur en ég hugðist gera, listamaðurinn bregður upp mynd- um af lífi og harðræði almúgafólks í Suður-Ameríku, einnig Afganist- an og víðar sem rétt skrimtir við ólýsanlegar aðstæður. Væri hollt fyrir Íslendinga nútímans að fá þessar myndir hingað og upplifa hvernig sumir þurfa að hafa fyrir lífinu. Eftirminnilegast að sjá verkamenn í röðum berandi poka með 65 kíló af grjóti upp bratta fjallshlíð, hvar þrep voru svo lítil að fæturnir rétt rúmuðust á þeim og hvert feilspor gat þýtt limlest- ingu og dauða, og þetta fyrir einn eða fleiri dollara á dag! Ekki spillti að um frábærar ljósmyndir í svart- hvítu var að ræða, en því miður var engin sýningarskrá og bók um listamanninn uppseld í bókabúðini uppi en ný sending væntanleg næstu daga að því er hin hressa og fagra snót í afgreiðslunni tjáði mér, ekki laust við að hvarflaði að mér að spyrja hvort ég gæti ekki fengið hana sjálfa í staðinn! Leið mín lá svo á Þjóðminjasafn- ið en þangað reyni ég alltaf að koma og í það minnsta renna yfir þjóðháttadeildina sem alltaf gerir mér mikið gott, lyftir sálinni og tendrar ljós. Aðrar sýningar sem ég skoðaði daginn þann ekki til upptendraðra frásagna, Kamm- eraterna á den Frie til að mynda tómið sjálft. Hins vegar athygl- isverð sýning á skúlptúrum Jørgen Haugen Sørensen á Ríkislistasafn- inu sem ég sá reyndar síðast og svo má geta skúlptúrsýningar á setrinu Gammel Holtegaard: Bjørn Nørgaard con amore samræðu um þróunina í meira en 3.000 ár og mér hafði sérstaklega verið bent á en náði ekki á staðinn þótt litlu munaði. (Til 18. nóvember.) Margt fleira hefði ég viljað sækja heim, eina gilda afsökunin að þessa ferð bar fyrirvaralítið að og náði ekki að skipuleggja mig sem skyldi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 41 ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Fágun, glæsileiki og framúrskarandi aksturseiginleikar einkenna nýjan Mercedes-Benz C-Class. Aksturstilfinningin er töfrum líkust – fullkomin kyrrð í bland við hárfína snerpu. Komdu og reynsluaktu! Upplifðu töfra Mercedes-Benz C200 K sjálfskiptur, verð 4.090.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.