Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 42
2007 Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem eru að vinna framúr- skarandi starf í starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: Fyrirtæki og félagasamtök Skólar og fræðsluaðilar Opinn flokkur (t.d. einstaklingar, einstök verkefni og frumkvöðlastarf) Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www.starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar er til 2. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is          bók 42 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við Íslendingar eigum aðvonum ekki ríka frásagn-arhefð af aðkomu lands-manna að hernaði og hernaðarlífi í öðrum löndum. Er þar helst að leita aftur til manna eins og Jóns Indíafara, kannski frá- sagna af þátttöku í spænska borg- arastríðinu á sinni tíð – og svo fer að þynnast hópurinn. Þessa dagana kemur hins vegar út bókin Í felulit- um, við friðargæslu í Bosníu með breska hernum. Hún er frásögn Hildar Helgadóttur hjúkrunarfræð- ings af reynslu sinni sem hjúkr- unarfræðings í Bosníu á vegum ut- anríkisráðuneytisins fyrir fáeinum árum. Bókin er gefin út af JPV for- lagi. Þetta er reyndar ekki saga um stríðsátök. Hún er einfaldlega saga af hjúkrunarfræðingi sem fær dag einn nóg af dáðlausu lífi uppi á Ís- landi og ákveður að takast á við nýja áskorun. Í byrjun bókar lýsir Hildur því hvernig hún hafi verið orðin lúin á stöðnuðu lífi sínu hér og ónógu sjálfsáliti. En þá sér hún í blaði hvar auglýst er eftir hjúkr- unarfræðingum til friðargæslu- starfa í Bosníu. Eftir nokkra um- hugsun afræður hún að freista þess að sækja um það starf. Hún er svo valin úr stórum hópi til starfans. Þegar hún síðan er komin í þjálf- unarbúðir á Englandi, og klæðist í fyrsta sinn hermannabúningnum sem henni var fenginn, lýsir hún hvernig hún fyllist nýju sjálfs- trausti og réttist í baki. Eru þá herklæði gott ráð við lúnu sjálfs- áliti? „Ég var á þessum tíma orðin eitthvað óánægð með líf mitt og kringumstæður hérna heima,“ segir Hildur. „En svo fannst mér ég fá tækifæri upp í hendurnar til að breyta ímynd minni út á við, verða önnur manneskja. Auðvitað eru föt og umgjörð og samhengi heilmikill partur af því hvernig við erum.Við- brögðin sem ég fékk hér heima voru flest á þá lund hvað ég væri huguð að ætla að fara á svo hræði- legan stað. Mér sjálfri fannst ég reyndar ekkert hugrökk. En svo þegar ég var komin í fullan her- mannaskrúða í fyrsta sinn þá hugs- aði ég með mér að ég skyldi ein- mitt bara að prófa að vera það. Rosalega hugrökk,“ segir Hildur og brosir við. Frásögn Hildar af dvöl sinni í Bosníu er mestanpart í léttum dúr og hún skopast óspart að sjálfri sér við framandlegar kringumstæður. Þar kemur einnig rómantík við sögu. Undir frásögninni býr þó önnur hugsun. Sú að starf eins og það sem hún tók þátt í fari hreint ekki alltaf fram á ýkja gæfulegum forsendum. Hún segir að þetta sé í og með hvati þess að hún skrifaði þessa bók. Sóun á mannauði „Íslenskir hjúkrunarfræðingar eru mjög vel menntaðir og vanir því að hafa mikið að gera. Þannig er það í heilbrigðiskerfinu hér og spítalinn sem ég starfa á er dæmi um það. Þetta er fjölbreytt og krefjandi starf og ég hef heldur aldrei upplifað aðgerðaleysi í því eða að vera að bíða eftir verk- efnum. En síðan fer maður í svona verkefni eins og í Bosníu, er valinn úr stórum hópi umsækjenda. Þar er lagt mikið upp úr að velja hjúkr- unarfræðinga með mikla og víð- tæka reynslu og þekkingu sem geti brugðist við hverju sem er á vett- vangi stríðs. Öll umgjörð starfsins og þjálfunin miðast við að búa mann undir mikil átök, stríð og að þurfa að gera að alvarlegum áverk- um. Loks er búið að mynda mikla spennu og eftirvæntingu, hálftrylla fagfólkið. En síðan er þetta fólk sett niður á einhvern einangraðan stað og þá verður reyndin allt önn- ur. Þá er þetta friðargæsla, við er- um bara að sinna hermönnunum, þeir eru kannski úti að hlaupa og snúa á sér ökklann, einn og einn fær kannski botnlangabólgu og svo framvegis. Á endanum ólgar allt af mjög vel þjálfuðu og reiðubúnu fagfólki sem fær ekkert að gera. Þetta varð smám saman býsna þrúgandi ástand. Spítalinn okkar var í tjöldum. Svo voru gámar notaðir sem skurð- stofa og gjörgæsla. Þar var allt til alls fyrir móttöku tveggja sjúk- linga. Þar var síðan einn maður með gjörgæslumenntun og gerði ekkert annað allan daginn en pússa þar tól og tæki. Þessi gjörgæslu- gámur var síðan opnaður einu sinni allan tímann sem ég var þarna – og þá var þessi maður einmitt fjarver- andi í dags orlofi. Auðvitað hafði okkur verið sagt að við ættum fyrst og fremst að sjá þarna um herinn og ekki um inn- fædda. En ég átti kannski bara erf- itt með að trúa því að það væru dregnar svo skýrar línur í því sam- bandi. Það var bara einhver samn- ingur um að það mætti sinna ein- hverjum fámennum hópi úr þorpinu á hverjum degi varðandi heilsugæslu og það var greinilega heilmikil spilling í gangi varðandi valið á því fólki. En við hefðum bara getað gert svo miklu meira. Það þótti bara ekki verkefni þess- arar deildar. En þá spyr maður sig: Eiga Íslendingar að vera að manna slíkt starf? Eiga þeir ekki að gera það sem þeir eru bestir í?“ Friðargæslan í spéspegli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skrýtinn her Hildi Helgadóttur kom á óvart hvað breski herinn var ógegnsær og öll samskipti innan hans. Mikið var um óskrifaðar reglur um það hver mætti tala við hvern, um hvað og hvað mætti segja auk þess sem brugðist var við minnstu málum á mjög ýktan hátt . Hildur Helgadóttir ákvað að rífa sig upp úr stöðnun og sækja um stöðu hjúkrunarfræðings í Bosníu. Hún fékk starfið eftir flókið umsókn- arferli, en ýmislegt var öðruvísi en hún hafði búist við. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Hildi, sem segir frá störfum sínum með breska hernum í Bosníu í bók. Tannlæknir Hef hafið störf á Tannlækna- stofunni Grensásvegi 44 Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir. vilhelm@navi.is, villigretar@gmail.com Tímapantanir í síma 568 6695
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.