Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 47 HJÚSKAPARLÖGIN íslensku frá 1993 með síðari breytingum eru mikill bálkur í 139 greinum. Þetta er algjörlega órómantískt plagg sem fjallar mest um réttindi og skyldur hjóna hvert við annað og börn sín, hvernig fara beri með sameiginlegar eignir meðan á hjónabandi stendur og skipta við andlát annars eða skilnað. Í lögunum er hvergi minnst á ást en fyrsta grein byrjar þó hlýlega: „Lög þessi gilda um hjúskap karls og konu“. Önn- ur greinin fjallar um jafnstöðu hjóna. Þau bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum, þeim ber að sýna hvort öðru trú- mennsku og gagn- kvæman stuðning. „Hjón eiga í samein- ingu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjár- framlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.“ Enginn sem les lagabálkinn getur leitt það hjá sér að nærfellt í hverri grein er augljóslega verið að fjalla um samning karls og konu eins og fyrsta grein segir skýrum stöfum. En nú á að reyna að breyta inntaki laganna bakdyramegin með ein- földu bragði. Fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa með stuðningi tveggja framsóknarmanna og eins þingmanns Frjálslyndra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem varða réttindi samkynhneigðra. Svo furðulegt sem það er vilja þing- mennirnir fella úr gildi lög um staðfesta samvist frá 1996, með síð- ari breytingum og telja það heyra undir réttindi samkynhneigðra að orðin karl og kona verði numin brott úr hjúskaparlögunum: „Í stað orðanna karl og kona í 1. grein lag- anna kemur: tveggja einstaklinga“. Höggvið að rótum samfélagsins Slík tillaga er álíka fásinna og að telja það rétt stúlkna að banna til- vist drengja og rétt drengja að banna stúlkur, í þágu jafnréttis mættu einungis kynlausir ein- staklingar fæðast. Hjúskaparlögin fjalla ekki um samning milli einstaklinga óháð kyni. Einstaklingar fæða ekki þau börn sem sí og æ er rætt um í lög- gjöfinni, hverja nýja kynslóð sem vex úr grasi. Það gera konur. Og konurnar verða ekki barnshafandi nema fyrir tillag karlmanna. Hjónabandið er grundvallað á skuldbindandi samningi um sam- ábyrgð kynjanna á viðhaldi mann- kynsins. Frumvarp þingmannanna er því annaðhvort van- hugsað frumhlaup eða fáheyrð tilraun til þess að höggva að rótum samfélagsins með því að leysa upp grunn- stofnun þess, hjóna- bandið. Nái þessi at- laga fram að ganga mun engin kona þaðan í frá ganga í hjóna- band með karli á Ís- landi, enginn karl mun framar giftast konu í skilningi laganna. Hjónabandið verður lokað konum og körl- um sem konum og körlum en opið öllum sem einstaklingum vilji þeir skuldbinda sig til að deila kjörum um hríð. En ef enginn gegnir kynhlutverki sínu í hjónabandinu fellur það fljótlega um sjálft sig. Tekist á um skilgreiningu Fyrirmyndin að frumvarpi VG og félaga er fengin frá Svíþjóð þar sem skylt frumvarp hefur í raun strandað. Systurflokkur Vinstri grænna, Vinstri flokkurinn, segir í greinargerð með þingsályktun- artillögu um málið: „Hin hefð- bundna kjarnafjölskylda hefur lokið hlutverki sínu sem grundvallarein- ing samfélagsins, þar sem nútíma- fjölskyldur geta litið út með svo margvíslegum hætti.“ Fullyrðingin um endalok kjarnafjölskyldunnar er ekki studd niðurstöðum rann- sókna og andmælendur telja frá- leitt að hún standist. Verjendur hjónabandsins á sænska þinginu hafa ásakað flutningsmenn um að sniðganga almenna hagsmuni og réttindi barna og benda m.a. á skýrslu franska þingsins frá vorinu 2006 sem segir svo: „Hjónabandið er ekki bara samningsbundin við- urkenning á ást milli tveggja per- sóna. Það er skuldbindandi um- gjörð um réttindi og skyldur til þess sett að skapa skilyrði fyrir viðtöku barns og skapa því örugg- ar uppeldisaðstæður“. Ný mannréttindabrot? Í greinargerð með frumvarpi VG líkt og í skýrslu sænska þingsins er tekið fram að ekki sé unnt að reka baráttuna fyrir afkynjun hjónabandshugtaksins sem mann- réttindamál af hálfu samkyn- hneigðra. Lögin um staðfesta sam- vist frá 1996 með réttarbótum sem náðust 2006 tryggðu þeim fulln- aðarsigur í þeirri baráttu sam- kvæmt skilgreiningu Mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópusáttmálans. Staðfest samvist er jafngild hjónabandi að lögum. Baráttan snýst því ekki lengur um jafnrétti og mannrétt- indi hún beinist nú gegn mis- munun. Það telst mismunun gagn- vart hommum og lesbíum að áliti flutningsmanna að nota orðin karl og kona í hjúskaparlögum. Mann- vera sem gengur með barn, fæðir það með þjáningu, nærir á brjóst- um sínum og styður það til þroska skal því svipt réttinum til að heita kona í umræddum lögum. Ein- staklingur sem frjóvgaði hana með sæði sínu og gegnir föðurhlutverki gagnvart afkvæmi sínu fær ekki að heita karl. Um leið vaknar sú spurning hvort unnt sé að afnema sjálfsögð og fornhelg réttindi manneskjunnar til að eiga orð og nota yfir kynhlutverk sitt? Alþing- ismenn sem reyna að úthýsa úr lögum orðum sem segja að til séu konur og karlar gætu verið komnir inn á þá hættulegu braut að inn- leiða nýja tegund mannréttinda- brota. Ég skora á þá að draga um- rætt frumvarp til baka. Karli og konu úthýst úr hjónabandinu Steinunn Jóhannesdóttir er ósátt vegna frumvarps sem varðar réttindi samkynhneigðra Steinunn Jóhannesdóttir » Flutnings-menn gætu verið komnir inn á þá hættu- legu braut að innleiða nýja tegund mann- réttindabrota. Höfundur er rithöfundur. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Markaðsnefnd um íslenska hestinn auglýsir eftir umsóknum um styrki til markaðstengdra verkefna erlendis. Nefndin starfar á vegum landbúnaðarráðuneytisins en Útflutningsráð Íslands fer með daglega umsýslu nefndarinnar. Markmið með starfi nefndarinnar eru: • að auka útflutningsverðmæti hrossa. • að auka verðmæti framleiðsluvara sem tengjast íslenska hestinum. • að auka hlutfall ferðamanna sem nýta sér hestatengda ferðaþjónustu. Til að ná þessum markmiðum hefur nefndin til ráðstöfunar fjármagn til styrkja. Megináhersla er lögð á styrkveitingar til útgáfu- og kynningarmála, markaðssetningar og annarra verkefna sem styðja við hrossaræktendur, framleiðendur og ferðaaðila sem heildstæða atvinnugrein. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Ítarlegar upplýsingar um úthlutunarreglur nefndarinnar og umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Útflutningsráðs Íslands www.utflutningsrad.is. Markaðsnefnd um íslenska hestinn Styrkumsókn P I P A R • S Í A • 60 59 4 Glæsileg 76,5 fm 3ja herb. endaíbúð á 3. hæð. Eldhús með fallegum innréttingum og stórum borðkrók, tvö svefnherbergi með fataskápum. Björt stofa, stórar svalir, mikið útsýni. Baðherbergið með nuddbakari og var endurnýjað fyrir hálfu ári. Parket á öllum gólfum nema baði sem er flísalagt. 25 fm bílskúr með heitu og köldu vatni. Ingimundur tekur á mótI ykkur á milli kl. 2 og 4 í dag. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala SUÐURHLÍÐAR KÓPAVOGS TRÖNUHJALLI 1 Opið hús sunnudag milli 14 og 16 Fréttir í tölvupósti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.