Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 48

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 48
48 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hagstætt verð frá 13.1 millj. tæplega tilbúið til innréttinga frá 18.3 millj. fullbúið án gólfefna • Glæsileg hönnun • Viðhaldslítið • Fullbúin eða skemmra komin • Vandaðar innréttingar • Allur frágangur sérlega vandaður H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Egilsstaðir Raðhús 3ja–4ra herbergja 96–130 fm Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík og Miðvangi 1-3, 700 Egilstöðum, sími 530 4200www.iav.is VÍSINDI og fræðimennska eru áhrifamikil orð. En vísindalegar niðurstöður hafa ekki alltaf reynst réttar. Einföld skýring á því er sú, að vísindalegar niðurstöður byggj- ast á aðferðum sem fræðimenn hanna á grundvelli tiltækrar þekkingar. Það vill stundum gleymast að þekking samtímans er ekki óskeikul. Stöðugt eru að koma upp á yf- irborðið ný þekking- arbrot sem gera vís- indaleg sannindi gærdagsins léttvæg og jafnvel marklaus. En hvað sem því líður væri fáránlegt að afskrifa vísindalegar nið- urstöður svo fremi sem menn gera sér grein fyrir því að vísindi geta leitt til vandræða ef forsendur þeirra eru rangar. Þessi fræðilegi inngangur að stuttri blaðagrein er skýring á því að landkrabbi eins og ég hef allt frá því skerðing veiðiheimilda var ákveðin verið þeirrar skoðunar að ákvarðanirnar hafi verið rangar, í það minnsta alltof umfangsmiklar. Ég get vel skilið rök stjórnvalda að taka beri tillit til ábendinga fiskifræðinga, ábendinga rann- sóknarstofnunar sem hefur á að skipa hópi velmenntaðra vísinda- manna, rannsókn- arskipum og öðrum nútímalegum rann- sóknartækjum. Ég vil hins vegar benda á að hér á landi er ekki til staðar nein vísindaleg rannsókn- arstarfsemi sem byggist á þeirri fræðigrein sem á er- lendu máli nefnist anthropology of fis- hing, og er ein af mörgum sérgreinum mannfræðinnar, sem eins og merking orðsins ber með sér beinist að hinum mannlega þætti fiskveiða. Hér á ég við við- horf fólksins í sjávarbyggðum landsins, viðhorf sjómanna og margþætta reynslu þeirra af fisk- veiðum og fiskvinnslu. Mér hefur fundist með ólíkindum hve gálaus- lega margir áhrifamenn stjórn- kerfisins hafa talað um viðhorf sjómanna sem gagnrýnt hafa þennan stórtæka niðurskurð veiði- heimilda. Ég held að flestir séu sammála því að nauðsynlegt sé að gæta varúðar varðandi plægingu sjávarbotnsins með stórvirkum veiðitækjum. Hins vegar tel ég að fiskifræðingarnir hafi farið offari og hafi ekki gætt sín nægilega á þeim fyrirsjáanlegu aukaverk- unum sem aðgerðirnar geta haft í för með sér. Sjómenn hafa bent á mikla fiskigengd á sama tíma sem veiðikvótinn hefur verið skertur. Úrlausnir stjórnvalda til að bæta fyrir skerðingu veiðiheimilda eru ekki trúverðugar og hafa sáralítið með það að gera að bæta sjó- mönnum, útgerðarmönnum og fiskvinnslufólki þann skaða sem þeir hljóta að verða fyrir. Það er samt ástæðulaust að gera lítið úr mótvægisaðgerðunum en þær hafa ekkert með það að gera að bæta þeim áfallið sem fyrir því verða. Samkvæmt nýjum skoð- anakönnunum styðja um 70% þjóðarinnar ríkisstjórnina. Sterk ríkisstjórn á ekki að að grípa til óvinsælla aðgerða á vafasömum forsendum. Það er hins vegar löngu tímabært að lögð séu drög að mannfræðilegum rannsóknum á fiskveiðum. Við Háskóla Íslands hefur starfað mannfræðideild um alllangan tíma. Það er vettvangur sem þarf að efla. Í læknis- og lyfjafræði gilda þau grundvallarviðhorf að nauð- synlegt sé að vera á varðbergi gagnvart alvarlegum aukaverk- unum lyfja. Þetta eru sannindi sem fiskifræðingar okkar virðast ekki hafa tileinkað sér. Ég trúi því að enn sé tími til að hlusta og enn sé tími fyrir ríkisstjórnina að taka sinnaskiptum, fyrir Geir Haarde að taka í taumana. Sterk ríkisstjórn í úlfakreppu Hvað með viðhorf fólksins í sjávarbyggðum og sjómennina við ákvörðun kvóta? spyr Bragi Jósepsson » Fjallað er um skerð-ingu veiðiheimilda og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor UNDANFARNAR vikur hefur Grímseyjarferjan, hin „nýja“, valdið hneykslan landsmanna – og ekki að ástæðulausu. Fyrir nokkrum árum, þegar komið var að því að end- urnýja ferju þá sem gengur út Eyjafjörð til Grímseyjar, voru gerðir út menn til að skoða ferju sem var til sölu í Írlandi; skipaverkfræðingur og fulltrúi Samskipa sem annast rekstur Grímseyjarferju. Skipaverkfræðing- urinn mun hafa sagt í skýrslu sinni – að skipið væri í hörmu- legu ástandi. Áætlaði hann þó að gera mætti það upp – óbreytt – fyrir 55 milljónir króna enda færi verkið fram í austur-evrópskri skipasmíðastöð – sem er ódýrara. Sameig- inleg niðurstaða verk- fræðingsins og full- trúa Samskipa var sú að með slíkum lagfæringum gæti skipið hentað sem Grímseyjarferja. Ferjan var síðan keypt – en siglt til Hafnarfjarðar og þar ráðist í meiri háttar breytingar á skipinu. Þessar breytingar, auk viðbót- arbreytinga meðan á verkferlinu hefur staðið, svo og nýr búnaður, hafa þegar tafið afhendingu þess og valdið viðbótarkostnaði sem hlaupa mun á hundruðum milljóna króna – sem að sjálfsögðu koma úr vasa skattgreiðenda. Allt er málið hið ruglingslegasta og enginn telur sig ábyrgan. Ríkisendurskoðun hefur séð ástæðu til að gera sérstaka grein- argerð um málið – sjá www.rik- isendurskodun.is. Ráðuneytisstjórinn Samgönguráðuneytið stjórnar og ber ábyrgð á samgöngumálum, jafnt vegagerð, siglingum og flugi. Allt þetta ferli og ákvarðanataka, svo og aðhalds- og stjórnleysi, fór því fram á vegum ráðuneytisins, eða í skjóli þess. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri ræður húsum í sam- gönguráðuneytinu – að sjálfsögðu undir handleiðslu ráðherra á hverj- um tíma. Nýlega birtist í Morg- unblaðinu yfirlýsing frá henni, um þetta mál, svohljóðandi: „Athugasemdir Ríkisendurskoð- unar eru litnar mjög alvarlegum augum í samgönguráðuneytinu. Ljóst er að orðið hefur ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneyt- isins sem kveða á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem inni- haldi m.a. verklýsingu, tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt ber verkefnisstjóra að upplýsa ráðu- neytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. Við framkvæmd þessa máls var þessum verklagsreglum ekki fylgt. Tekið verður á því með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu.“ Þetta eru athyglisverð orð. Hér er ekki um að ræða smámál sem gengið hefur yfir á einum eftirmið- degi og einhver misstigið sig í snöggri ákvarðanatöku. Þetta mál hefur staðið yfir í nokkur ár – og all- an þann tíma hefur Ragnhildur setið við stjórnvölinn. „Vandaða verk- efnaáætlun“ hefur greinilega skort og verkefnisstjóri virðist ekki hafa „upplýst ráðuneytisstjóra um gang mála“. Hitt er einkar athyglisvert að ráðuneytisstjórinn skuli ekki sjálf hafa óskað eftir upplýsing- unum. Að ráðuneytisstjórinn, eftir hundraða milljóna hirðuleysi og taf- ir, skuli nú líta „alvar- legum augum“ at- hugasemdir Ríkisendurskoðunar og „ætla að taka á málinu með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu“ er einfald- lega of seint. „Góð stjórnsýsla“ er nokkuð sem Ragnhildi Hjalta- dóttur var ætlað að ástunda frá því að hún var ráðin í starfið og vinnuveitandi hennar – almenningur – ætlast til og borgar henni kaup fyrir. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort svip- aða frammistöðu sé að finna í fleiri verkum ráðuneytisstjóra og ráð- herra undanfarin ár. Ráðherrann Við skulum treysta nýjum ráð- herra til að velja sér hæft starfsfólk. Það er hinsvegar umhugsunarefni fyrir þjóðina hvort það er viðeigandi að Sturla Böðvarsson, sem var sam- gönguráherra á þessu tímabili, leyfi sér að segjast „enga ábyrgð axla“ (ruv.is 16.8. 2007) – og sé nú orðinn forseti Alþingis. Við stjórnvölinn Undir samgöngumálaráðuneytið heyra, eins og fyrr segir, m.a. sigl- ingar og flug. Það er kaldhæðnislegt að á þessum sviðum gilda ákveðin lög og reglur – sem eiga rætur í ráðuneytinu – og þykir sjálfsagt að menn gjaldi fyrir brot sín á þeim. Skipstjóri sem fyrir mistök eða van- rækslu, strandar skipi sínu eða missir það í djúpið, getur ekki bara sagt að stjórn sín hafi brugðist. Hann leysir sig ekki frá málinu með því að segja: „… verklagsreglum var ekki fylgt, ég lít málið alvar- legum augum“. Skipstjóri getur misst réttindi sín, þar með starfið – og á vissan hátt mannorðið. Rann- sóknarnefnd og sjóréttur taka til starfa og hæfni hans til að stjórna skipi er jafnvel dregin í efa og end- urmetin. Svipað gildir um flugstjóra sem bregst rangt við aðstæðum sem upp koma eða brýtur reglur án fullnægj- andi ástæðu. Hann getur ekki leyft sér að segja: „Ég axla enga ábyrgð“. Ábyrgð valdhafa Er ekki eðlilegt að svipuð rann- sóknar- og refsiákvæði, gildi einnig um ráðuneytisstjóra og aðra vald- hafa, rangar ákvarðanir þeirra, van- rækslu og misbeitingu valds ef um slíkt er að ræða. Er það í rauninni ekki eina ráðið til að stemma stigu við því sem almenningur kallar spill- ingu og því aðhaldsleysi í fjármálum þjóðarinnar sem Ríkisendurskoðun hefur ítrekað varað við í mörgum málum og kostar okkur milljarða á hverju ári ? Er ekki tímabært að taka á mál- unum hvort sem Jón eða séra Jón á í hlut? Ráðuneytisstjóri í vondum málum Baldur Ágústsson skrifar um Grímseyjarferjumálið Baldur Ágústsson 2004 »Er ekkitímabært að taka á málunum hvort sem Jón eða séra Jón á í hlut? Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – www.lands- menn.is Mbl. 17.10. 2007 - Tilv. í Birki J. Jónss. alþingismann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.