Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 56

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 56
56 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Um er að ræða 2.500 fm skrifstofuhúsnæði með skrifstofu- húsgögnum. Húsnæðið skiptist í 140 vinnustöðvar, 9 fundarherbergi, full- búið mötuneyti, skjalageymslur og fl. Hægt er að skipta húsnæðinu í tvær til þrjár einingar. Afhend- ing er í mars 2008. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 824 9093. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Stórhöfði - Fullbúið skrifstofuhúsnæði til leigu Fallegt og vel staðsett einbýlishús með innrétt- aðri aukaíbúð á neðri hæð. Húsið skiptist í for- stofu og stigahol, forstofuherbergi, þvottaher- bergi, eldhús, stofur, sjónvarps- hol, fjögur herbergi, baðherbergi og sólstofu. Á neðri hæðinni er bílskúr og innréttuð aukaíbúð með sérinngangi, anddyri, stofu, eldhúsi, baðherbergi og svefnher- bergi. Innangengt er í dag milli íbúða. Falleg fasteign. V. 82,0 m. 6920 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Rauðagerði - með aukaíbúð Opið bréf til heilbrigðisráðherra, landlæknis og blóðbankastjóra: Um þessar mundir er mikið rætt um blóðþorsta íslenskra banka. Af þeim sem undir þessum ásökunum sitja, á einn banki þó klárlega rétt á sínum blóðþorsta og það er að sjálfsögðu Blóðbankinn. Nú er átak í gangi á vegum Blóðbankans sem vantar fleiri blóðgjafa. Í stór- snjallri auglýsingaherferð auglýsir bankinn eftir hetjum, fólki sem vill gefa blóð úr sér til að bjarga öðr- um. Og hver vill ekki vera hetja? Á forsíðu vefsíðu Blóðbankans segir: „Ef þú ert á aldrinum 18-60 ára, yfir 50 kg., heilsuhraust/ur og lyfjalaus getur þú gerst blóðgjafi“. Einfalt og gott virðist það vera, en ef smellt er á krækju um frekari skilyrði kemur í ljós að það er fleira sem þarf að uppfylla til að gefa blóð. T.d. má maður ekki hafa fengið horn- eða heilahimnuíg- ræðslu, né vefjaígræðslu úr dýri, og einnig skaltu sleppa því ef líkur eru á Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi í ætt þinni. Æ, já og eitt enn; þú átt ekki að gefa blóð ef þú ert „karl- maður og hefur mök við sama kyn“ Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, svaraði erindi sem ég sendi vegna þessa máls fyrr á árinu á þá leið að bankinn fylgdi bara alþjóðlegum fyr- irmælum í þessum efnum og að engar sértækar reglur væru „hér á Íslandi hvað þetta varðar, sem ganga lengra en í öllum löndum heims“. Á meðan ég óska Blóð- bankanum og Landlæknisembætt- inu til hamingju með að hafa ekki „fattað upp á“ þessum skilyrðum á eigin spýtur, verð ég að fá að varpa fram þeirri spurningu hvort þetta séu reglur sem þessar stofnanir eru stoltar af. Ég tel það torsannað að í dag séu hommar líklegri en aðrir til að fá HIV, en hræðslan við sýkt blóð er sennilega rökin bak við þessar reglur. Það væri gaman að sjá nið- urstöður sem sanna slíkar álykt- anir svart á hvítu, en jafnvel þótt svo væri eru þessar reglur í and- stöðu við almenn mannréttinda- sjónarmið. Blóðbankinn skimar af öryggis- ástæðum allt það blóð sem honum berst. Þar með ætti sú áhætta sem er möguleg ástæða fyrir þessari mismunun að vera út úr myndinni. Til er regla í lögfræði sem er kennd við meðalhóf og kveður á um að ekki megi setja strangari reglur en þurfa þykir til að ná mark- miðum er varða almannaheill. Að mínum dómi þverbrýtur umrætt bann þá reglu auk þess sem það samrýmist ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrár Íslands, sem segir að allir skuli jafnir fyrir lögum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þessar reglur til þess eins að viðhalda hræðslu og fordómum í garð samkynhneigðra. Áhugavert væri að vita hvort karlmaður sem hefur einu sinni, fyrir áratugum síðan, stundað öruggt kynlíf með öðrum manni teljist hommi eða hetja samkvæmt Blóðbankanum? Ætti kannski að leyfa viðkomandi að gefa blóð, en bara smá... svona 1–2 desilítra í mesta lagi? Ef rökin fyrir þessum reglum eru virkilega einungis þau að svona sé þetta gert annars staðar langar mig til þess að vitna í orð Ágústs Þórs Árnasonar í grein hans um Stjórnarskrárfestu en þar segir: „ekkert í sögu mannkynsins bendir til þess að meirihlutinn í gefnu samfélagi hafi oftar rétt fyrir sér en þeir sem eru í minnihluta, frek- ar að þessu hafi verið öfugt farið“. Eins og staðan er í dag er HIV faraldurinn hræðilegt vandamál á heimsvísu sem bitnar harðast á konum og börnum í fátækari ríkj- um jarðar. Það að banna íslenskum hommum að gefa blóð er tíma- skekkja sem endurspeglar for- dóma. Ég skora á heilbrigðisyf- irvöld og landlækni til að stíga fram og gerast hetjurnar sem Blóðbankinn auglýsir eftir með því að afnema þessar reglur, og setja þannig mikilvægt fordæmi í þágu mannréttinda í alþjóðlegu sam- hengi. Þegar kemur að því að bjarga mannslífum ætti blóð- flokkur að vera eini flokkurinn sem skiptir máli. KATRÍN ODDSDÓTTIR, býr í London. Bráðvantar blóð... bara ekki úr hommum Frá Katrínu Oddsdóttur ÞEGAR menn bjuggust til að kaupa sig út úr hinni forkostulegu Grínorku- sýningu með því að selja helminginn af Hitaveitu Suðurnesja, kom í ljós að þar með myndi prívatiserast slatti af jarð- hita. Þá bunaðist upp úr frjáls- hyggjumönnunum í borgarstjórn að opinberir aðilar ættu ekki að standa í áhætturekstri. Eftir samhenginu er sjálfgefið að skilja það þannig nú eins og áður, að einkaaðilar skuli eiga auð- lindir en skattgreiðendur eldgos, jarð- skjálfta og hamfaraflóð. Merkileg get- ur hún verið, þessi áhættufælni. Af þessu tilefni er vert að árétta eftirfar- andi, sem ég hef oft sagt áður, en vísast ekki nærri nógu skýrt: Í galopnum hagkerfum – eins og hinu íslenska – sem treysta að hluta á venjulegar útflutningsgreinar – eins og hið íslenska – verða auðlindir í einka- eign ekki til að bæta hlut launafólks. Ástæðan er sú að þegar fjármagn er innflutt, ákveða „venjulegu“ útflutn- ingsgreinarnar laun, mæld í erlendri mynt. Þær þenjast út ef laun eru lægri og keyra þá launin upp aftur. Þær dragast saman ef laun eru hærri og þrýsta laununum þá aftur niður. Af þessu leiðir að ef venjulegt fólk á að njóta góðs af auðlindum, þarf það að fá auðlindarentuna beint í æð, með arðs- úthlutun eða skattalækkunum eða skýrt afmarkaðri þjónustu. Auðvitað getur verið handleggur að verja slíkar kjarabætur fyrir óvitum, en einu geta menn treyst: Kjarabæturnar koma ekki af sjálfu sér í gegnum launin eftir einkavæðinguna. Því er ljóst, að ef ofsatrúarfrjáls- hyggjan fær að leika lausum hala í ís- lenskum stjórnmálum – eins og vofan, sem Churchill lýsti, gerði í stjórn- málum Austur-Evrópu – þá losar hún þjóðina við eignir sínar. Þá verður jafn- gott að búa á Íslandi og ef hér væru engar auðlindir. Der er noget skævt i byrådet. MARKÚS MÖLLER, hagfræðingur. Auðlindir og grínorka Frá Markúsi Möller MORGUNBLAÐIÐ er með í notk- un móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna of- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og net- fangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nán- ari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttökukerfi að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.