Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 61

Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 61
um Vestfjarðakjálkann, alla leið til Ísafjarðarsvæðisins, þar sem 70% af íbúum landshlutans búa. Tvær leiðir koma til greina, annars vegar leiðin um Barðaströnd og Suðurfirði, svo- kölluð Vesturleið, hins vegar leiðin um Ísafjarðardjúp. Fyrir dyrum standa úrbætur á báðum þessum leiðum, en skiptar skoðanir eru um hvor skuli hafa forgang. Formæl- endur Vesturleiðarinnar benda á að hún auðveldi ekki aðeins tengingu við aðra landshluta heldur einnig tengsl á milli þéttbýlisstaða á norð- anverðum og sunnanverðum Vest- fjörðum. Þeir sem mæla með Djúp- leiðinni vitna til þess að sú leið sé auðveldari viðureignar og gæti verið tilbúin fyrr en hin, þar sem séu mun fleiri og erfiðari farartálmar – ein- ungis sá fyrsti af þremur eigi að vera úr sögunni 2012. Báðar gætu leiðirnar stytt vegalengdina á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur niður fyr- ir 400 km (framtíðarsýn Vegagerð- arinnar er 392 km), í svipaða vega- lengd og er nú á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einum útfærslumöguleika á Djúpleiðinni þyrfti að veita meiri at- hygli en gert hefur verið: lagningu ganga úr Kollafirði á Barðaströnd undir Kollafjarðarheiði og í Ísafjarð- ardjúp. Göngin gætu norðanmegin komið niður í Ísafjörð eða Mjóa- fjörð. Þau tryggðu að Djúpleiðin yrði öll á láglendi og myndu stytta ferðatímann verulega. Þau kæmu í rökréttu framhaldi af vegabótum á Barðaströnd, um Þorskafjörð, Gufu- fjörð og Djúpafjörð. Sett hefur verið fram sú hugmynd að önnur göng, framhjá Klettshálsi á leiðinni á Suð- urfirði Vestfjarða, mætti í framtíð- inni tengja inn í þessi göng. Kolla- fjarðargöng virðast einkum vel til þess fallin að opna Vestfjarðakjálk- ann fyrir flæði fólks og varnings til mikils meirihluta þeirra sem þar búa. Kollafjarðargöng eru svosem ekki nýr valkostur á lista yfir úrbætur í vegamálum fjórðungsins. Vegagerð- in gerði úttekt á þessum kosti fyrir nokkrum árum og komst þá að því að göngin myndu kosta um 5,7 millj- arða króna. Þennan kost þyrfti að skoða af meiri alvöru við nýja endur- skoðun vegaáætlunar. Opnun styttri og öruggari meg- inleiðar vestur þarf að hafa forgang á næstu árum. Einhverra hluta vegna hafa staðbundnari úrbætur verið settar ofar á framkvæmdalist- ann. Öryggið verður best aukið með færslu vega niður á láglendi. Til að koma að fullu gagni þyrfti að vera orðið greiðfært alla leið til norð- urbyggða Vestfjarða innan fárra ára. Aðstæður í atvinnumálum kalla á góða yfirsýn við val á forgangs- verkefnum sem veita Vestfjörðum raunverulega viðspyrnu á komandi árum. Samgöngur á landi eru sem stend- ur veikur hlekkur í þróun nýrra at- vinnugreina og annarri nýsköpun á Vestfjörðum. Vegafé virðist í langan tíma hafa verið skorið við nögl á þessu svæði; um það vitna margir malarvegir og jafnvel einbreitt mal- bik þar sem eitthvað er. Greiðara flæði eftir vegunum vestur er ein af forsendunum fyrir því að fjórð- ungnum takist að standast þá erfiðu raun sem nú bíður í atvinnumálum byggðanna. Opnun greiðrar leiðar vestur væri tímabær yfirlýsing um að ætlunin væri að styrkja innviði fjórðungsins svo um munar. » Greiðara flæði eftirvegunum vestur er forsenda fyrir því að fjórðungnum takist að standast þá erfiðu raun sem nú bíður í atvinnu- málum byggðanna. Höfundur er hagfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 61 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 GLÆSIÍBÚÐ. Rúmgóð 132,1 fm endaíbúð í nýju, vönduðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er á annarri hæð með sér inngangi af svölum. Skiptist hún í forstofu, hol, fjögur herbergi, stofur, eldhús, bað, þvottahús og geymslur. Stórar svalir og mikið útsýni. Fullbúin eign með vönduðum gólfefnum og innréttingum. Sérhönnuð lýsing. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 34,7 millj. Tekið er á móti áhugasömum í dag frá kl. 14 til 18. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, KL. 14–18 GULLENGI 6 - ÍBÚÐ 203 - 112 RVK. M bl .9 25 02 3 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hnoðravellir 2-4-6, Hf. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu óvenju- glæsileg, arkitektateiknuð raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, samtals um 202 fermetrar. Húsin eru sérlega skemmti- lega hönnuð, teiknuð af Kára Eiríkssyni arkitekt. Um er að ræða Hnoðravelli 2-4-6 í Vallahverfi í Hafnarfirði. Húsin skiptast samkvæmt teikningu í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, sjón- varpshol, tvö baðherbergi, snyrtingu, hjónaherbergi, tvö rúmgóð barnaherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Húsin afhendast fullbúin að utan, sléttpússuð, en fokheld að innan og lóð verður grófjöfnuð. Húsin eru sérlega björt og lofthæð mjög góð. Sjón er sögu ríkari. Frábær staðsetning í hverfinu. Til afhendingar strax. m bl 9 25 30 2 SELJUGERÐI - EINBÝLI Erum með í sölu 296 fm. einbýlishús með auka íbúð á þessum frábæra stað. Húsið er laust til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Nánari uppl. veitir Hinrik á skrifst. FM. Eftir lokun skiptiborðs 893-4191. Verð: 83millj. 070974 Til sölu er íslenskt eignarhaldsfélag. Eina eign félagsins er fjölbýlishús við Straussberger Strasse í Berlín. Í húsinu eru 20 íbúðir, af þeim eru 15 í útleigu. Verð 60,0 milljónir Nánari upplýsingar hjá HÚSANAUST fasteignasölu, Borgartúni 29, 2. hæð. BERLÍN - FYRIR FJÁRFESTA Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomið í einkasölu sérlega gott at- vinnuhúsnæði/íbúðir á tveimur hæð- um, samtals 288 fm. Á neðri hæð eru tvö 70 fm bil með innkeyrsludyrum. Á efri hæð eru tvær íbúðir og/eða skrifstofur. Frábær staðsetning. Góð eign. Verð 53,5 m. STAPAHRAUN 1, HF. - ATVH./ÍBÚÐIR Opið hús sunnudaginn 21 okt. kl. 15-17 ÖGURÁS 7 – GARÐABÆ Falleg og stílhrein 100 fm. 3 herbergja endaíbúð á 1. hæð, á frábærum stað í Garðabæ. Íbúðin er í mjög snyrtilegu umhverfi og með góðu aðgengi. Fallegur garður og stór opin svæði eru í kringum húsið. Verð 31,5 millj. Sölumaður Sigurður, s. 898 3708. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 mbl.is smáauglýsingar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.