Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 69
Kæri vinur.
Í dag hefðir þú orðið
átján ára ef Guði hefði
ekki legið svona mikið á að fá þig til
sín í sínar englaraðir. Kannski er það
Guðmundur Ingi Ólafsson
✝ GuðmundurIngi Ólafsson
fæddist á Akureyri
21. október 1989.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
8. nóvember 2006
og var jarðsunginn
frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd 18.
nóvember.
þannig með Guð eins
og okkur mennina,
okkur liggur stundum
svo mikið á, við getum
ekki beðið eftir hlut-
unum. Auðvitað vild-
um við öll hafa þig hjá
okkur í þessu lífi svo
miklu, miklu lengur.
Allar þær minningar
sem fjölskylda þín og
vinir eiga um þig eru
ánægjulegar og
skemmtilegar.
Þær eru ekki ófáar
stundirnar sem Lena
man eftir sér á rúntinum með þér á
flotta bílnum þínum sem þú hugsaðir
um eins og gullmola. Henni hefur
gengið vel að keyra enda veit ég að
þú vakir yfir henni og passar hana
fyrir mig í umferðinni. Þú varst góð-
ur strákur sem átti allt lífið eftir en
fjölskylda þín og vinir verða víst öll
að læra að lifa lífinu án þín í framtíð-
inni. Ég veit fyrir víst að þú hefðir
ekki viljað að þeim liði endalaust illa.
Vinir þínir senda þér risastórt af-
mælisknús og myndu örugglega
senda pakka og köku ef hægt væri.
Þeir munu alltaf sakna þín, en vona
að þú hafir það sem best þarna uppi.
Til hamingju með daginn elsku vin-
ur.
Kveðja,
Íris.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GUNNLAUGS ARNÓRSSONAR,
fyrrverandi aðalendurskoðanda
Seðlabanka Íslands,
Bakkavör 11,
Seltjarnarnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Sofía Thorarensen,
Eiður Th. Gunnlaugsson,
Örn Gunnlaugsson, Heiðrún Bjarnadóttir,
Sunna Gunnlaugsdóttir, Scott McLemore,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför
SIGURLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR,
áður til heimilis að
Guðrúnargötu 4,
Reykjavík.
Bestu þakkir til starfsfólks á deild V3A á Grund fyrir
frábæra umönnun.
Sigurður Pálmar Gíslason, Kristín Eiríksdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, besta vinar og föður okkar,
ÁSGEIRS EYFJÖRÐ SIGURÐSSONAR,
Ægisgötu 19,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu okkur
ómetanlegan stuðning á þessum erfiðu tímum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir,
Sigurvin Guðlaugur Eyfjörð Ásgeirsson,
Unnur Rósa Eyfjörð Ásgeirsdóttir,
Þórhildur Helga Eyfjörð Ásgeirsdóttir,
Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson,
Guðrún Borghildur Eyfjörð Ásgeirsdóttir.
✝
Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR,
áður til heimilis í
Arahólum 4.
Starfsfólk Grundar fær bestu þakkir fyrir alúð og
góða umönnun.
Elísabet Kristinsdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Vilbergsson,
Reynir Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir,
Hlín Sigurðardóttir, Gísli Jónsson,
Júlíana Sigurðardóttir, Hannes Pétursson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
RAGNARS SIGURMUNDSSONAR
vélstjóra,
frá Svínhólum í Lóni,
áður til heimilis
að Strandgötu 67a, Eskifirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar fyrir
góða umönnun.
Sigríður Rósa Kristinsdóttir,
Hafdís Þóra Ragnarsdóttir, Júlíus Ingvarsson,
Sigrún Ragna Ragnarsdóttir, Helgi Jónsson,
Kristján Ragnarsson, Katrín Guðmundsdóttir,
Kristinn Jóhannes Ragnarsson, Halla Ósk Óskarsdóttir,
Guðný Hallgerður Ragnarsdóttir, Jón E. Guðmundsson,
Kristján B. Sigurðarson,
Sigurmundur Víðir Ragnarsson,
Áslaug Ragnarsdóttir, Guðlaugur Sæbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför
HJÖRDÍSAR PÉTURSDÓTTUR,
Sörlaskjóli 32,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitasar og
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Gunnsteinn Magnússon,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Hannes Erlendsson,
Ágúst Bjarnason, Guðrún C. Emilsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elsku systir, nú
ertu farin. Og eftir
situr fullt af minning-
um. Þegar þú varst
lítil komstu til mín eins oft og hægt
var, við vorum báðar svo ánægðar
þegar þú komst til mín. Ég á svo
ósköp erfitt með að skilja að þú
skulir fara á undan mér, en þú varst
orðin svo veik og þráðir hvíld. Ég
skildi það ekki, þegar þú sagðir mér
að þú biðir eftir því að sofna.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Megi Guð vera með ykkur og
styrkja ykkur í sorginni. Halldóra,
Ágústa Kristín Jónsdóttir
✝ Ágústa KristínJónsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 13.
október 1936. Hún
andaðist á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 1. október
síðastliðinn og var
jarðsungin frá
Lágafellskirkju 10.
október.
Inga, Jón, Sævar,
Ólafur og fjölskyldur,
hver minning er
perla. Kveðja,
Hulda.
Elsku Stína systir,
þú hefur alltaf verið
kölluð Stína systir og
þú ert kölluð þetta
meðal systkina minna.
Mamma sagði alltaf
Stína systir, þetta
hefur alltaf haldist og
gerir það enn. En
hvað ég á eftir að sakna þess að
koma við hjá þér í Mosó, hefði viljað
koma oftar til þín, en svona er
þetta. Það var svo gott að tala við
þig og fá ráð hjá þér í síma og
skiptast á jólakortum. Við hvern get
ég nú talað? Við höfum átt margar
stundir saman, ég gleymi því aldrei
þegar þú komst vestur í Litla-Laug-
ardal á Tálknafirði, þú varst svo
flott, alltaf vel tilhöfð. Dóra, Inga og
Nonni voru með, þau voru líka svo
fín. Ég man ekki alveg hvað ég var
gömul en það var voða gaman að
hafa ykkur og kynnast þér. Ég hef
alltaf frá þessum tíma passað að
gefa mér tíma til að vera fín, – þú
varst mér fyrirmynd á þessum tíma
um að vera flott. En svo kom að því
að þú fengir sjúkdóm sem var fljót-
ur að ná þér. Ég náði nokkrum
sinnum að kíkja á þig, það var mjög
ánægjulegt og yndislegur tími en
erfiður.
Dóra, Inga, Nonni, Sævar og
Ólafur og fjölskyldur, ég óska ykk-
ur alls hins besta ykkur til handa.
Hver minning er perla. Saknaðar-
kveðjur,
Guðrún frænka.
✝
Elskulegur maðurinn minn og faðir okkar,
BERNARD JOHN SCUDDER,
sem lést mánudaginn 15. október, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25.
október kl. 15.
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir,
Hrafnhildur Ýr og Eyrún Hanna Bernharðsdætur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar