Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 71

Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 71 Þjónustuauglýsingar 5691100 Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta lífsins og dekra við þig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg á frábærum kjörum. Bjóðum frábært sértilboð á einu af vinsælustu hótelum okkar, Hotel Barcelona Plaza ****. Bjóðum einnig ótrúlegt lúxustilboð á hinu glæsilega Hotel Granados 83 ****+ hóteli, sem býður frábæra staðsetningu í hjarta Barcelona. Einstaklega glæsilegt fjögurra stjörnu „superior“ hótel með frábærum aðbúnaði og þjónustu. Ath. aðeins örfá herbergi eru í boði á þessum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Barcelona Plaza **** með morgunverði, 5., 12. eða 19. nóvember. Netverð á mann. Verð frá kr. 49.990 M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Granados 83 ****+ með morgunverði, 5., 12. eða 19. nóvember. Netverð á mann. Barcelona í nóvember frá kr. 39.990 Einstakt lúxustilboð! 5. nóv. 12. nóv. 19. nóv. M bl 9 25 36 8 Pera vikunnar Finndu töluna sem ætti að koma í staðinn fyrir spurningarmerkið í talna- rununni: 1 …2 …5 …14 …? …122 …365 Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 29. október. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is, en at- hugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 22. október. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins NÝTT rannsóknarhús Actavis í Hafnarfirði hlaut nýverið við- urkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk fyrir árið 2006. Lagnafélag Íslands hefur síðan 1990 veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi, er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Tilgangur viðurkenn- inganna er að efla gæðavitund þeirra sem starfa á þessum vett- vangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagna- leiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætl- að að vera hönnuðum og iðn- aðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagna- mála. Húsbyggingar Actavis verðlaunaðar í annað sinn Þetta er í annað sinn sem hús- byggingar Actavis eru verðlaunaðar af slíku tilefni, því lyfjaverksmiðja Actavis í Hafnarfirði hlaut verðlaun Lagnafélagsins fyrir lofsvert lagna- verk árið 1998. Lagnafélags Íslands veitti einnig Ólafi Vilhjálmssyni rafvirkja sér- staka viðurkenningu fyrir gott handverk í Landsbankanum, Vín- landsleið 1. Sérstök viðurkenning Lagnafélags Íslands var veitt tveim- ur heiðursmönnum: Gunnlaugi Páls- syni verkfræðingi og Helga Jas- onarsyni pípulagningameistara. Lofsvert lagnaverk í húsi Actavis Lagnaverk Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins, en það var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sem afhenti verðlaunin. ENDURMENNTUN Háskóla Ís- lands býður í nóvember upp á nýtt námskeið í leiklist. Námskeiðið er ætlað grunn- skólakennurum, leikskólakenn- urum og þroska- þjálfum. Í fréttatilkynn- ingu segir að á námskeiðinu verði sýndar ýmsar leiðir til að kenna börnum að tjá sig í leik eftir þroska og getu hvers og eins. Lögð verður áhersla á æf- ingaferli frá því ákveðið er að setja upp leiksýningu þar til sýning er tilbúin. Kenndar verða aðferðir til að dýpka skilning og auka áhuga þátttakenda á leikritinu á meðan á æfingum stendur. Einnig eru kenndar æfingar og farið í spuna sem bæði hjálpa þeim við persónu- sköpun og túlkun texta. Samhliða þessari vinnu er farið í und- irstöðuatriði í raddbeitingu, kennd- ar slökunaræfingar og farið í gegn- um æfingar til sjálfstyrkingar og til að efla hópandann. Námskeiðið er verklegt. Kennt verður á miðvikudögum kl. 9–13 í nóvember og hægt er að skrá sig á www.endurmenntun.is eða í síma 535-4444. Kennari er Ólöf Sverrisdóttir leikkona og master í verklegri leikhúsfræði. Leiklistar- námskeið fyrir kennara Ólöf Sverrisdóttir ♦♦♦ HÁDEGISFYRIRLESTRAR Sagn- fræðingafélagsins halda áfram þriðjudaginn 23. október. Guð- mundur Hálfdanarson sagnfræð- ingur spyr: „Hvað er Evrópa – hug- mynd, álfa, ríkjasamband?“ Hádegisfyrirlestrar Sagnfræð- ingafélagsins fara fram í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukk- an 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sagnfræðingar ræða Evrópu Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.