Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 78

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 78
Allt frá kynningunni til endalokanna er pass- að upp á það að ofbjóða ekki áhorfendum … 84 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VESTUR, nýr diskur stuðboltana í Sniglabandinu, kemur í búðir í vik- unni. Auk þess halda þeir útgáfu- tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið komandi. „Öll lögin á diskinum sömdum við á seinasta ári samhliða útvarpsþátt- unum okkar á rás 2, en í þeim fáum við hugmyndir að lögunum frá hlust- endum,“ segir Pálmi Sigurhjart- arson einn meðlimur Sniglabands- ins. „Eftir þættina seinasta sumar áttum við sextán lög á lager, við fór- um með þau til Danmerkur og tók- um upp tólf þeirra á plötuna. Tvö þessara laga hafa verið mikið í spilun að undanförnu, „Selfoss er“ og „Britney“.“ Spurður hvers vegna platan hlaut nafngiftina Vestur segir Pálmi ýms- ar ástæður liggja að baki. „Það var maður á Ísafirði sem bað okkur um að semja lag um Vestfirðina og ber það nafnið „Vestur“. Síðan sáum við að tónlistin er svolítið kántrískotin svo við ákváðum að vestur yrði ágætis samnefnari fyrir plötuna. Nafnið kveikti líka þá hugmynd að við gætum gert fjórar plötur sem við nefnum eftir áttunum fjórum.“ Eins og áður segir verða útgáfu- tónleikar Sniglabandsins á þriðju- daginn og þar verður spilað allt sem er á plötunni, í bland við gamalt efni og nýtt. „Við munum skyggnast inn í fram- tíðina því við erum búnir að semja fimmtán lög á næstu plötu eftir út- varpsþættina okkar í sumar þannig að við leyfum fólki að heyra hverju von er á á næsta ári. Við fáum líka ýmsa gesti á tónleikana t.d. Nylon og Hjördísi Geirsdóttur,“ segir Pálmi. Það er von á meira efni frá Snigla- bandinu því í nóvember kemur út mynddiskur með útgáfutónleikum sem þeir voru með í fyrrahaust vegna plötunnar Rúv Tops. „Það voru tónleikar í bland við leiksýn- ingu, svona kvöldskemmtun sem við ákváðum að taka upp á mynddisk.“ Kántrískotið Sniglaband Gaman Sniglabandið skemmti sér vel í Danmörku í sumar þar sem það tók upp efni á nýjustu plötuna, Vestur, í hljóðveri á Jótlandi. Hugmyndir að lögunum koma frá útvarpshlustendum www.sniglabandið.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Ég hef verið að skrifa frá því ég varunglingur, en þegar ég var svona16 eða 17 ára fór ég að taka þátt íþessu af alvöru,“ segir hin 21 árs gamla Kristín Svava Tómasdóttir sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu ljóðabók, Blótgæl- ur. Alls eru 22 ljóð í bókinni og segir Kristín þau öll fremur nýleg, það elsta sé líklega um þriggja ára gamalt. „Þetta kemur ekki úr neinni sérstakri átt. Ég hef bara alltaf haft gaman af bókum og ljóðum og þetta fór bara að þróast eftir að ég byrjaði að lesa ljóð,“ seg- ir Kristín þegar hún er spurð hvaðan áhugi hennar á ljóðlist kemur. En hvaðan kemur nafn bókarinnar, Blótgælur? „Ég fann það í bók eftir Matthías Viðar Sæmundsson. Ég held að það sé í eina skipti sem orðið hefur komið fyrir, það merkir í raun klúryrði sem kaupmaður í bókinni æpir á eftir stelpum á götum Reykjavíkur í kringum aldamótin 1900. Mér fannst það svolítið skemmtileg pæl- ing.“ Sláandi ljóð Kristín segir að í raun sé enginn sérstakur rauður þráður í gegnum bókina, enda sé hún ekki skrifuð sem ein heild. „Þetta er frekar eitthvað sem hefur safnast saman í gegnum tíðina. Það er ekki neitt þema, en ég reyndi samt að hafa einhvern samræmdan tón í henni,“ segir hún. Yrkisefni Kristínar er mjög pólitískt, og á köflum skín femínisminn skýrt í gegn. „Ég er femínisti, þannig að það getur meira en verið,“ segir hún, og kætist þegar blaða- maður segir henni að fyrsta ljóð bókarinnar, „Morgunn“, hafi fengið svolítið á hann. „Það á að gera það og ég er mjög ánægð ef það gerir það,“ segir hún og hlær. Kristín neitar því hins vegar að ljóðin séu endilega byggð á eigin lífsreynslu, þótt þau virki frek- ar persónuleg á lesandann. „Þetta eru ekki sérstaklega einstaklings- bundnar játningar frá fólki sem er rétt skrið- ið yfir menntaskólaaldurinn. Þetta er engin „sálfræði-þerapía“ þannig séð,“ segir hún, en bætir við að auðvitað vilji hún að bókin snerti við fólki, án þess þó að hún hafi verið sér- staklega meðvituð um það markmið þegar hún samdi ljóðin. Þá segir hún að bókin sé hugsuð fyrir alla, og jafnvel sérstaklega fyrir ungt fólk. „Ég veit reyndar um fullt af gömlu fólki sem hefur skemmt sér yfir henni líka. Þannig að það er enginn sérstakur aldursflokkur sem miðað er við.“ Aðspurð segist Kristín ekki hafa miklar áhyggjur af litlum vinsældum ljóðlistar á Ís- landi. „Það er ágæt gróska í ljóðagerð á Ís- landi, og ég hef aldrei fundið fyrir öðru en áhuga og velvild,“ segir hún. „En það verður enginn ríkur á þessu, sem getur reyndar ver- ið kostur, og veitt ákveðið frelsi.“ Kristín ætlar að halda áfram að semja ljóð meðfram námi, en hún er á fyrsta ári í sagn- fræði í Háskóla Íslands. Í byrjun nóvember stefnir Kristín að því að lesa upp úr Blótgæl- um, en sá upplestur verður nánar auglýstur þegar nær dregur. Blótgælur og femínismi Kristín Svava Tómasdóttir sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók sem þykir furðusterk frumraun Morgunblaðið/Ómar Skáldið Kristín Svava Tómasdóttir datt niður á titil ljóðabókar sinnar í bók eftir Matthías Viðar Sæmundsson heitinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.