Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 84

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 84
84 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓIN - EINAVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" HJARTAKNÚSARINN ADAM BRODY ÚR THE O.C OG MEG RYAN FARA Á KOSTUM Í MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR SÝND Í KRINGLUNNI SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAM VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK Toppmyndin á Íslandi í dag! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI - J.I.S., FILM.IS- Dóri DNA, DV Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA HEARTBREAK KID kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára HEARTBREAK KID kl. 12:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP ÍÞRÓTTAHETJAN kl. 1 FORSÝNING LEYFÐ THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára DIGITAL STARDUST kl. 12:30 - 3D - 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL STARDUST kl. 3 - 5:30 LÚXUS VIP NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ / ÁLFABAKKA IN THE LAND OF WOMEN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ ÍÞRÓTTAHETJAN kl. 2 FORSÝNING LEYFÐ THE KINGDOM kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 5:50D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL STARDUST kl. 2D - 5D B.i. 10 ára DIGITAL ASTRÓPÍA kl. 3:50 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ / KRINGLUNNI SUPERBAD kl. 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára BRATZ kl. 3 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 1 - 3 - 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA KVIKMYNDIR Háskólabíó Syndir feðranna  Leikstjórar: Ari Alexander Ergis Magnússon og Berg- steinn Björgúlfsson. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Klipping: Kristján Loðmfjörð. Handrit: Ari Alexander Ergis Magnússon og Kristján Loð- mfjörð. Tónlist: Þór Eldon. 90 mín. Ísland. 2007 HEIMILDARMYNDIN Syndir feðranna tek- ur beint á máli sem hefur brunnið heitt í þjóð- málaumræðunni undanfarið ár og er langt frá því að vera lokið. Í kjarna sínum snýst Breiða- víkurmálið – eins og allt sem skiptir máli – um fólk, og í þessu tilfelli um sálir ungra barna. Málið er því sérlega vandmeðfarið. Það er því gleðilegt að sagan er sögð með reisn. Rannsókn- arvinnan sem hefur verið unnin skilar sér á hnitmiðaðan hátt og styður frásögn mannanna. Frásögnin er ekki eingöngu bundin við dvölina á upptökuheimilinu í Rauðasandshreppi, heldur tekur einnig á því hvernig gekk að fóta sig í líf- inu á eftir. Þungamiðja myndarinnar eru viðtöl við fimm menn sem voru vistaðir í Breiðavík á ólíkum tímabilum: Óla Svend Styff, Bárð Ragnar Jóns- son, Georg Viðar Björnsson, Pál Rúnar Elíson og Konráð Ragnarsson, en einnig er rætt við móður hans Ásu Hjálmarsdóttur. Þau koma til dyranna eins og þau eru klædd og segja sína sögu. Heimilisaðstæður í æsku voru misjafnar en úrræði eins og Breiðavík finnst okkur í byrj- un 21. aldar hrollvekjandi fyrir 10 ára gutta. Voru yfirvöld illa meinandi, eða hvað? Það þótti mannbætandi fyrir krakka að fara í sveit á sumrin á þessum tíma. Það sést nú manna best á myndinni sem var gerð til fjáröfl- unar fyrir heimilið milli 1950 og 1960, og væri kannski bara skemmtilega lummó í venjulegu samhengi en hér er hún einstaklega óhugguleg. Jafnvel fram á 8. áratuginn þótti ráð að koma krökkum úr spillingunni í Reykjavík og kenna þeim holla siði. Uppbygging myndarinnar er mjög snyrtileg. Allt frá kynningunni til endalokanna er passað upp á það að ofbjóða ekki áhorfendum. Það er unnið með miðilinn til að segja örlagasögu for- tíðarinnar. Auk viðtalanna og áróðursmynd- arinnar frá ríkinu eru notaðar gamlar ljós- myndir, og fjölskylduupptökur bæði frá Breiðavík og æsku drengjanna. Þessi litlu brot undirstrika ef til vill best æskuna sem tekin var af þeim. Þar að auki eru glæsilegar landslags- upptökur af Breiðavík sem sýna ítrekað hvað þetta er yndislega fallegur staður. Allt er þetta klippt saman í mjög sannfærandi og heilstæðan pakka. Það eina sem vill stundum fara út í meló- drama er tónlistin og yfirflug með upptökuvél- ina. Syndir feðranna er saga fimm drengja sem voru vistaðir í Breiðavík, en í allt voru þarna 128 drengir. Hvort yfirvöld geta eða vilja nokkurn tíma svara betur fyrir sig en þau gera hér á eftir að koma í ljós. Þeir forsvarsmenn sem verða fyrir svörum í myndinni vilja ekki kannast við neitt líkamlegt, andlegt né kynferðislegt of- beldi. Hvorki af völdum starfsmanna né milli drengjanna. Þannig er mörgum spurningum enn ósvarað og vonandi að ásættanleg nið- urstaða komi frá nefnd forsætisráðherra í byrj- un næsta árs. Anna Sveinbjarnardóttir Aðgát skal höfð Minningabrot „Syndir feðranna er saga fimm drengja sem voru vist- aðir í Breiðavík, en í allt voru þarna 128 drengir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.