Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 87

Morgunblaðið - 21.10.2007, Síða 87
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 87 E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 3 3 4 MYNDLIST Fótógrafí – Árni Torfason Norræna húsið – Samsýning ljósmyndara, Airwaves, So far. Fótógrafí er opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. og sun frá 10-16. Sýningu lýkur 3. nóvember. Aðgangur ókeypis. Norræna húsið er opið mán.-fös. frá kl. 8- 17, lau. og sun. frá 12-17. Sýningu lýkur 21. október. Aðgangur ókeypis. NÚ á dögum Airwaves hafa bæði ljósmyndagalleríið Fótógrafí og Norræna húsið brugðið upp sýn- ingum af ljósmyndum frá Airwa- ves-tónleikum. Hjá Fótógrafí er það einkasýning Árna Torfasonar sem þekur sýningarrými gallerís- ins með myndum sínum af íslensk- um og erlendum stjörnum. Marg- ar fantagóðar ímyndir í ágætum takti við hætti eða framkomu hljómsveitanna. Þannig er mynd frá Kraftwerk-tónleikum álíka stíf og fjarlæg og hljómsveitin kemur fram (eða kemur reyndar ekki fram), hreyfðar myndir, s.s. hjá Foo Fighters eða Maus, gefa til kynna kraftmikla sveiflu og þann- ig má lesa í myndirnar. Helst þyk- ir mér Árni sækja í einhverskonar goðlegar ímyndir enda er hann að mynda goð samtímans. Til að mynda gefur sjónarhorn sem hann tekur af Þresti í Mínus til kynna einhvern mikilfengleika, en Þröst- ur breytist auðvitað í þrumugoð þegar hann missir sig á bassann. Einnig notar Árni glampa frá ljós- kösturum til að kalla fram þessar goðlegu ásýndir, t.d. í mynd af Duran Duran og auðvitað Nick Cave sem blessar lýðinn með ljós- geisla rétt ofar höfði. Árni á einnig verk á sýningunni í anddyri Norræna hússins og er hann jafnframt sýningarstjóri þeirrar sýningar. En auk hans sýna Sigurjón Guðjónsson, Brynj- ar Gunnarsson, Auðunn Nielsson, Eyþór Árnason, Hörður Sveins- son, Auður Sigbergsdóttir, Pétur Óskarsson, Óskar Hallgrímsson og Rúnar Sigurður Sigurjónsson. Eins og með sýningu Árna í Fó- tógrafí er þetta fyrst og fremst heimildasýning í tilefni af Airwa- ves og ýmsar forvitnilegar ímynd- ir á boðstólum, en anddyrið er frekar takmarkað og slitið þannig að flæði í upphengi verður ekki eins spennandi og í einkasýning- unni. Jón B.K. Ransu Goð sam- tímans Morgunblaðið/Árni Torfason Sjónarhorn Þröstur í Mínus breytist í þrumugoð. LEIKKONAN unga Lindsay Lohan ætlar að lifa lífinu til fulls. Nú herma fregnir að stúlkan sé trúlofuð. Haft er eftir lífverði hennar að hún hafi játast Riley nokkrum Giles, sem hún hitti á Cirque Lodge-meðferðarstöðinni í Utah, en þar var Lindsay í tvo mánuði í áfengis- og fíkniefna- meðferð. Fyrir helgi sást hún kaupa sér nýjan hring í verslun í Los Ang- eles, en hún neitaði að svara spurningum um meinta trúlofun sína. Undanfarna daga hafði reyndar verið eftir því tekið að hún skartaði Cartier-hring á baugfingri, en talsmenn hennar hafa neitað því að hún sé trúlof- uð. Nú er hún komin með hring á löngutöng. Hún hefur reyndar ekkert farið leynt með tilfinn- ingar sínar til Giles sem er at- vinnusnjóbrettakappi. Haft var eftir henni: „Mér finnst frábært að honum skuli þykja fyndið að ég sé Hollywood-stjarna. Hann hefur góðan húmor.“ Lohan lofuð Reuters Lofuð Lindsay Lohan SÖNGKONAN Whitney Houston kom á óvart þegar hún mætti í Swarovski Fashion Rocks-góðgerðarpartí á fimmtudagskvöldið síðasta. Gestir horfðu með aðdáun á stjörn- una þegar hún kom fram á sviðinu í Al- bert Hall í London í flottum Valentino- kjól til að kynna eina af tískusýningum kvöldsins. Haft var á orði að hún hefði ekki litið eins vel út lengi. Houston hefur barist lengi við fíkni- efnadjöfulinn en hún skildi við vand- ræðagemsann Bobby Brown fyrr á þessu ári. Þegar dívan mætti á rauða dregilinn sagði hún: „Ég veit að það hefur verið sagt áður en ég vil segja það aftur – takk fyrir stuðninginn og já, ég mun alltaf elska ykkur.“ Það voru Uma Thurman og Samuel L. Jackson sem tóku á móti gestum í veisluna sem var haldin til styrktar góðgerðarsjóði Karls Bretaprins. Fram komu m.a. Dame Shirley Bas- sey, Alicia Keys, Lily Allen, Joss Stone og Timbaland. Sýnd voru föt frá merkj- um eins og Burberry, Calvin Klein, Chanel, Gucci, Stellu McCartney og Yves Saint-Laurent. Auk Houston létu sjá sig stjörnur á borð við Gwyneth Paltrow, Claudiu Schiffer, Naomi Watts og Kate Moss. Houston snýr aftur Reuters Komin aftur Whitney Houston
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.