Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR RÚMLEGA 30 ný störf hafa skapast hjá Eimskip á Austurlandi í kjölfar aukinnar starfsemi á Reyðarfirði. Fyrir störfuðu 40 manns hjá Eim- skip á Austurlandi, að sögn Guð- mundar Davíðssonar, fram- kvæmdastjóra Eimskips á Íslandi. Alls starfa því 70 manns hjá Eim- skip á svæðinu. Skrifað var undir flutningasamn- ing milli Alcoa Fjarðaáls og Eim- skips í fyrradag, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Eimskip sjá um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða alla flutn- inga á rafskautum fyrir álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Jafnframt hafa félögin náð samkomulagi um 40.000 tonna álflutninga til Banda- ríkjanna og er því um að ræða flutninga upp á 260.000 tonn á ári. Samningar fyrirtækjanna tveggja á sviði flutningastarfsemi og þjónustu leiða af sér eitthvert umfangsmesta samstarf á sviði flutninga sem ráðist hefur verið í á þessu sviði hér á landi. Þau leiðu mistök urðu við birt- ingu fréttarinnar í gær að með henni birtist röng mynd. Um leið og rétt mynd er birt biður Morgun- blaðið alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Undirritun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls (t.v.), og Guð- mundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Eimskips á Íslandi, að lokinni und- irskrift hins umfangsmikla samnings aðilanna um flutninga. Eimskip skapar mörg ný störf BRÉF sýslumanna á Íslandi til danskra stjórnvalda frá því um 1700 til ársins 1890, um ástand lands og lýðs, eru mikill fjársjóður að mati dr. Astrid Ogilvie, veðurfarssagnfræð- ings við Stofnun norðurslóða- og há- fjallarannsókna í Boulder í Color- adoríki í Bandaríkjunum. „Þessi bréf eru algjör gullkista,“ sagði dr. Ogilv- ie í samtali við Morgunblaðið. Astrid Ogilvie hélt í gær fyrirlest- ur í húsnæði Háskólans á Akureyri; árlegan minningarfyrirlestur Vil- hjálms Stefánssonar, og greindi frá þverfaglegri rannsókn sem hún og fleiri vinna að um loftslag, sögu og mannvistfræði á norðanverðu Ís- landi. Bréfin sem hún nefndi voru skýrslur sem sýslumenn landsins héldu og sendu, í formi bréfa, til danskra stjórnvalda einu sinni til þrisvar á ári. „Bréfin eru til úr öll- um 22 sýslum landsins flestöll ár á ofangreindu tímabili, um 4000 alls. Þau eru varðveitt í Þjóðskjalasafn- inu og hafa aldrei verið gefin út og lítið notuð,“ sagði Ogilvie. Meginhluti bréfanna er ritaður á dönsku með gotnesku skrifletri sem í langflestum tilvikum þarf nokkra kunnáttu til að lesa úr, að hennar sögn. „Verkefninu er ætlað að gera almenna grein fyrir innihaldi bréf- anna og draga fram upplýsingar um veðurfar; hitafar og úrkomu, hafís og náttúruhamfarir auk upplýsinga um fiskveiðar, landbúnað og heilsufar. Sérstök áhersla verður lögð á teng- ingu við veðurmælingar sem hafa verið gerðar hér á landi frá því um 1780 auk gerðar tímaraða um hafís- komur, fiskveiðar og grassprettu.“ Astrid Ogilvie segir að umræddar gagnaraðir muni bæta yfirsýn um samband veðurfars og búsetu um- talsvert auk þess að vera mjög mik- ilvæg viðbót við upplýsingar um veð- urlag við upphaf iðnbyltingar. „Mikil ásókn er í íslenskar gagnaraðir frá þessum tíma. Úrvinnsla sýslu- mannabréfanna gefur tækifæri til mikilla endurbóta á þeim röðum sem þegar eru á markaði. Þetta er mjög spennandi verkefni og áhugavert.“ Ogilvie greindi einnig frá skoðun á þróun loftslags, sérstaklega með því að skoða veðurdagbækur. Nefndi hún sérstaklega slíkar dagbækur sem feðgarnir og nafnarnir, Jón Jónsson eldri og yngri, héldu sam- tals í nærri heila öld, frá 1747 til 1846. „Þessi gögn eru mjög gagnleg og mikilvæg, ekki síst nú þegar fólk hefur svo mikinn áhuga á veðurfari, loftslagsbreytingum og slíku.“ Jón og Jón voru báðir prestar í Eyjafirði og dagbækurnar skrifaðar víða um fjörðinn, eftir því hvar þeir bjuggu; á Möðruvöllum, Guðrúnarstöðum, Grund, Núpufelli, Möðrufelli og í Dunhaga. Hún sagði athuganir þeirra feðga mjög nákvæmar og ítarlegar. Þeir hefðu skráð niður veðrið daglega, hitastig, vind og skýjafar. Vikulega samantekt er að finna í bókum þeirra og loks sérstaka skýrslu fyrir hvert ár frá 1748 til 1768, þar sem einnig er fjallað um aflabrögð á sjó og hey- feng. Síðan nefna feðgarnir ýmislegt fleira þegar ástæða þykir til; í bók- um þeirra er t.d. að finna nákvæmar upplýsingar um öskufall í Eyjafirði í Heklugosinu 1766 og áhrif þess í Eyjafirði þegar gaus í Lakagígum 1783. Ýmsar samfélagslýsingar er einn- ig að finna. Jón eldri skrifar 1756, þegar mjög hart var í ári: „Margir áttu mjög erfitt […] Fátækt fólk þurfti víða að yfirgefa heimili sín […] og margir flæktust um en fáir áttu nokkuð aukalega til þess að fæða þetta fólk. Vegna þessa létust marg- ir úr hungri.“ Jón segir svo frá því 1761, þegar einnig var hart í ári, að fólk þurrkaði sjávargróður til matar. Einnig lýsti hann nákvæmlega hafís við landið og segir Ogilvie bækur þeirra feðga af- ar dýrmætar heimildir, bæði vegna þess hve nákvæmar þær eru og yfir hve langan tíma þær ná. Ogilvie greindi einnig frá forn- leifarannsóknum í Mývatnssveit sem hún tekur þátt í ásamt hópi fólks. Hún segir þegar komið í ljós að fólk hafi sest að í Mývatnssveit jafn- snemma og annars staðar á landinu, og þar hafi að öllum líkindum mun fleiri búið fljótlega eftir landnám en almennt hefur verið talið. Bréf sýslumanna til Dana eru gullkista Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fróðleikur Dr. Astrid E.J. Ogilvie ræðir við einn áheyrenda að fyrirlestr- inum loknum í gær. Í baksýn má sjá ljósmynd af Vilhjálmi Stefánssyni. Í HNOTSKURN »Astrid Ogilvie er bresk, afskosku og norsku foreldri. Hún hefur búið í Bandaríkj- unum í 12 ár þar sem hún starfar við Stofnun norður- slóða- og háfjallarannsókna í Boulder í Coloradoríki. »Ogilvie talar prýðilega ís-lensku. Tungumálið hefur hún bæði lært í skólum og af heimamönnum þegar hún dvaldi um skeið bæði á Græna- vatni í Mývatnssveit og Braut- arhóli í Svarfaðardal. KRISTÍN Sigþóra Björnsdóttir kennari lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 5. nóvember sl., 88 ára að aldri. Kristín fæddist að Rútsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu 1. mars 1919, dóttir hjónanna Þorbjargar Kristjánsdóttur, hús- freyju og síðar kennara og saumakonu, og Björns Magnússonar frá Ægissíðu á Vatns- nesi, kennara, bónda og síðar verkamanns. Kristín var í fóstri hjá afa sínum, Kristjáni Sigurðssyni, bónda að Reykjum við Reykjabraut, frá 3-11 ára aldurs og síðan tvö ár hjá móð- ursystur sinni í Skagafirði. Árið 1932 kom Kristín til Reykjavíkur og sam- einaðist fjölskyldu sinni. Kristín fór í gagnfræðaskóla í Reykjavík og síðar Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1938. Hún hélt smábarnaskóla í Reykjavík 1938-41, kenndi við Landakots- skóla 1941-45 og stundaði smábarna- kennslu í Reykjavík 1949-51 og var með eigin smábarnaskóla í Vogahverfi 1953-62. Kristín var kennari í Vogaskóla 1962-79 og stundakennari til 1985. Kristín samdi barnabókina Sóley sem kom út 1972 hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. Kristín unni tónlist og hafði sjálf fagra söngrödd og sönggleði. Hún fylgdist vel með tónlistarlífinu í Reykjavík og lagði sinn skerf til styrktar ýmsu tónlistarstarfi, byggingu Tónlistar- húss, kórum, orgelsjóði o.fl. Ekki síst var kór Langholtskirkju henni afar kær. Eiginmaður Kristínar var Gísli heitinn Tómas Guðmundsson póst- fulltrúi. Þau eignuðust þrjú börn. Barnabörn Kristínar eru sjö og barnabörnin fjögur. Andlát Kristín S. Björnsdóttir VESTMANNAEYJABÆR og Vinnslustöðin hf. hafa komist að samkomulagi um þátttöku í forvali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar við Bakkafjöru. Segjast báðir aðilar telja að við- skiptaleg tækifæri kunni að felast í eignarhaldi og rekstri ferjunnar. Í tilkynningu segir að Vest- mannaeyjabær og Vinnslustöðin séu sammála um að sú breyting, sem felist í tíðum og öruggum 30 mínútna ferðum milli Vest- mannaeyja og hafnar í Landeyjum, beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, bæði íbúa og at- vinnulíf. Mikilvægt sé fyrir heima- menn að kanna af fullri alvöru for- sendur reksturs og eignarhalds ferjunnar með þátttöku í forvali fyrir útboð. „Þekking og reynsla þessara samstarfsaðila á skiparekstri, þjón- ustu og umsýslu er mikil,“ segir í fréttatilkynningu. Vinnslustöðin hf. er stærsta fyrirtækið í Eyjum. Heimamenn vilja reka Eyjaferju Kringlunni - sími 568 1822 – www.polarnopyret.se Tilboðsdagar 20% afsláttur af bolum fimmtudag til sunnudags Traustur kaupandi óskar eftir skrifstofu-, verslunar- og þjónustuhúsnæði fyrir a.m.k. einn milljarð. Húsnæðið mætti gjarnan vera í útleigu. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Þorleifur Guðmundsson fasteingasalar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. M bl 9 33 71 5 Atvinnuhúsnæði fyrir a.m.k. kr. 1.000.000.000,- óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.