Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 59
HLJÓMSVEITIN Stríð og friður
heldur tvenna miðnæturtónleika á
NASA um helgina, á föstudags- og
laugardagskvöld. Bubbi Morthens
stendur í stafni sem fyrr, stýrir
knerri og verður bara betri með ár-
unum, að sögn Jakobs Magnússonar,
bassaleikara sveitarinnar.
Ljósmyndari Morgunblaðsins tók
þessa mynd af sveitinni við æfingar í
húsnæði Félags íslenskra hljómlist-
armanna, FÍH, í fyrradag. Bubbi var
með sólgleraugun að vanda, þau eru
að verða einkennismerki hans líkt og
írska söngvarans Bono. Jakob segist
þó hafa séð hann án sólgleraugna ný-
lega en veit ekki til þess að Bubbi sofi
með gleraugun.
En að tónleikunum. „Við tökum
lög af ferlinum hans Bubba, frá
fyrstu plötu. Þetta er voða mikið
rokkaðri hlutinn; Utangarðsmenn,
Egó, Das Kapital, mest svoleiðis og
eitthvað af sólóplötunum,“ segir Jak-
ob. „Það er fínt,“ svarar Jakob,
spurður að því hvernig sé að vinna
með Bubba, hvort hann sé ekkert
erfiður. „Hann náttúrlega ræður.
Hann hefur lagast rosalega með ár-
unum. Ég byrjaði að vinna með hon-
um 1984, í Das Kapital. Það var erf-
itt, gat verið rosalega erfitt. Svo hafa
menn róast með aldrinum, við höfum
unnið svo mikið saman. Það er allt
voða fagmannlegt í kringum hann,
hann vill að mönnum líði vel og gerir
vel við sína.“
Auk Jakobs og Bubba eru í sveit-
inni þeir Guðmundur Pétursson gít-
arleikari, Pétur Hallgrímsson, einnig
gítarleikari, og Arnar Geir Ómarsson
trommari. Jakob segir þá hlakka
mikið til tónleikanna. „Það er alltaf
jafnskemmtilegt að spila þessi lög.“
Stríð og friður hitar upp
Morgunblaðið/Sverrir
Hljómsveitin Það er bæði stríð og friður að vera í hljómsveit með Bubba.
ÓLUKKUANGINN Pete Doherty
hefur beðið aðdáendur sína afsök-
unar á eiturlyfjaneyslu sinni sem
náðist á myndband í síðustu viku og
sýnir tónlistarmanninn sprauta sig
með heróíni aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að hann hélt
því fram að hann væri laus við eit-
urlyfin.
Söngvari Babyshambles sést á
myndunum á heimili sínu í Wilts-
hire á föstudaginn að malla eiturlyf
í skeið áður en hann setur þau í
sprautu og sprautar í hægri hand-
legginn.
Á myndbandinu skartar Doherty
enn grænu armbandi frá Evrópsku
MTV-verðlaununum sem voru veitt
í Þýskalandi kvöldið áður. Þar hélt
hann því fram að hann væri laus við
eiturlyfjafíkn eftir að hafa dvalið í
sex vikur á meðferðarstofnun. Do-
herty grínaðist jafnframt með það
að hann saknaði harðra fíkniefna.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
hann sprautar sig síðan hann þótt-
ist vera orðinn laus við eiturlyfin.
Það getur verið að hann hafi komist
í gegnum meðferð en um leið og
freistingin er sett fyrir framan
hann ræður hann ekki við sig. Hann
hefur fengið mörg tækifæri til að
byrja upp á nýtt en hann hendir
þeim öllum frá sér,“ sagði kunningi
Doherty við dagblaðið The Sun.
Óforbetranlegur Pete Doherty
Fallinn enn
og aftur
BRESKI leikarinn Clive Owen ætl-
ar aldrei að flytja til Hollywood í at-
vinnuskyni.
Owen hefur þurft að vinna í
Bandaríkjunum að mörgum
stærstu myndunum sínum en hefur
aldrei fundið þörf fyrir að flytja
þangað.
„Ég hef aldrei dregist að Holly-
wood. Margar myndir eru gerðar í
Evrópu núna og það gefur mér leyfi
til að búa í Bretlandi. Heimili mitt
er í London og svo á ég sumarhús í
Essex-héraði. Þetta þýðir að ég er
aldrei langt í burtu frá fjölskyld-
unni. Hún getur líka heimsótt mig á
tökustað. Fyrir mér er og verður
London heimili mitt, ég hef búið
þar í tuttugu ár eða síðan ég fluttist
þangað til að fara í leiklistarskóla.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig
það er að búa annars staðar,“ sagði
Owen en hann er giftur Söruh-Jane
Fenton og eiga þau tvær dætur,
Hönnuh og Evu.
Owen sér ekki eftir hlutverki
James Bonds til Daniels Craig.
„Ég hef aldrei itið tilbaka og velt
mér upp úr því sem ég hef farið á
mis . Eftir því sem ég verð eldri
verður lífið betra. Mér hefur aldrei
liðið jafn vel og núna. Ég er ham-
ingjusamur með konu og börnum,“
segir sáttur Owen.
Heimakær Clive Owen
Ætlar ekki
til Holly-
wood