Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LÁNASJÓÐUR sveitarfélaganna hefur ákveðið að láta gera athugun á kostum þess og göllum að íslensk sveitarfélög stofni með sér félag sem sjái um hönnun, byggingu og rekstur fasteigna þeirra. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir þetta mjög áhuga- verða hugmynd og líklegt að í henni felist fjár- hagslegur ávinningur fyrir sveitarfélögin. Nokkur fasteignafélög eiga og reka fasteignir sem sveitarfélögin leigja af þeim. T.d. hefur Reykjanesbær selt og endurleigt skóla, íþrótta- mannvirki og skrifstofuhúsnæði til fasteignafélags sem er að stærstum hluta í eigu einkaaðila. Innan stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga, sem er hlutafélag í eigu sveitarfélaganna, hefur farið fram umræða um að sveitarfélögin stofni sjálf slíkt félag sem leigi húsnæðið til sveitarfélaganna. „Sveitarfélögin eru mörg og þau eru ekki alltaf í framkvæmdum, sérstaklega ekki minni sveitar- félög. Það er ekki verið að byggja grunnskóla eða íþróttahús á hverju ári. Hugmyndin að baki þessu er sú að það gæti verið kostur að safna slíkri þekk- ingu saman og byggja upp þekkingu á byggingu og rekstri slíkra fasteigna sem sveitarfélögin myndu þá sameinast um frekar en að gera þetta hvert fyrir sig,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna. Þorsteinn sagði að sveitarfélögin væru traustir greiðendur og ættu kost á hagstæðum lánakjör- um. Slíkt félag ætti því að geta fengið betri lána- kjör en félög sem eru í eigu einkaaðila. Ef sú könnun sem nú er að fara af stað leiðir til jákvæðrar niðurstöðu verða lagðar fram tillögur fyrir Landsþing sveitarfélaganna í byrjun apríl. Sveitarfélögin íhuga að stofna eigið fasteignafélag Félagið myndi byggja og reka skóla, skrifstofuhúsnæði og íþróttamannvirki Leiga Reykjaneshöll er í eigu fasteignafélags sem leigir Reykjanesbæ húsið. Morgunblaðið/Sverrir Viltu brauð? Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞETTA er eins og bændur hefðu gert í gamla daga þegar þeir voru að lappa upp á fjósið hjá sér,“ segir Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, um viðbyggingu sem byggingafulltrúi Reykjavíkur heimilaði að yrði byggð við húsið í Bergstaðastræti 4. Hann segir að byggingafulltrúi hafi upp á sitt ein- dæmi samþykkt breytingar á húsinu án þess að taka mark á þeim fag- aðilum sem áttu að koma að málinu. Húsið er byggt á þriðja áratug tuttugustu aldar og nýtur verndar samkvæmt þjóðminjalögum. Það fel- ur m.a. í sér að breytingar á húsinu á að bera undir húsafriðunarnefnd, borgarminjavörð og fleiri aðila sem þekkja til gamalla húsa. Þeir gefa álit en byggingafulltrúi og borgar- skipulag taka ákvörðun um hvort farið er að álitinu. Í áliti húsafriðunarnefndar, sem sent var byggingafulltrúanum í Reykjavík fyrr á árinu vegna breyt- inganna á húsinu, er bent á að hin al- menna regla varðandi stækkanir og viðbyggingar gamalla húsa sé að tekið sé mið af upphaflegri gerð glugga, útihurða og annarra veiga- mikilla byggingarhluta um leið og tillit sé tekið til áorðinna breytinga sem ekki séu til lýta. „Fyrirliggjandi teikningar bera ekki með sér að reynt sé að fara eftir framangreindu þar sem nýja ofanábyggingin er ekki hönnuð á forsendum gamla hússins.“ Gert eins ódýrt og hægt er Þórður segir ljóst að viðbyggingin hafi verið gerð á eins ódýran hátt og mögulegt hafi verið. Húsið er stein- steypt en ofan á það hefur verið byggð hæð með timbri og hún klædd að utan með flötu blikki. „Þróun- aráætlun miðborgarinnar gerir ráð fyrir að efnisvali sé háttað í sam- ræmi við nærliggjandi hús,“ segir hann, en eftir þessu sé augljóslega ekki farið. Hann bendir einnig á að öll hús í nágrenninu séu með hall- andi þaki, en á viðbyggingunni sé þakið nánast flatt. „Það eru greini- lega ekki vönduð vinnubrögð við- höfð.“ Í þessu tilviki hafi gæðaeftir- lit, eftir að deiliskipulag var sam- þykkt, klúðrast. „Það vekur ugg varðandi aðra hluta miðborgarinnar vegna þess að það má breyta meiri- hlutanum af öllum húsunum hérna,“ segir Þórður. Torfusamtökin hafa tekið saman lista yfir 100 hús í mið- borginni sem heimilað hefur verið að verði rifin. Sé hins vegar hægt að breyta húsum þannig að þau séu í raun eyðilögð á eftir ætti listinn í raun að vera upp á 300-400 hús. „Þetta var lendingin“ Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingafulltrúi Reykjavíkurborgar, seg- ir málið hafa verið unnið af hálfu borgarskipulagsins. „Þar fór þetta í gegnum skipulagsferli. Þetta var sú lending sem kom út úr þeirri vinnu.“ Magnús segir að aldrei sé augljóst hvernig eigi eða eigi ekki að byggja við eldri hús. Þótt umsagnaraðilar á borð við húsafriðunarnefnd og borg- arminjavörð geti komið með athuga- semdir sé það borgarskipulag og byggingafulltrúi sem taki ákvörðun um að samþykkja eða synja breyt- ingartillögum. Þær ákvarðanir séu teknar á faglegum grunni. Hann segir að 13. febrúar hafi málið varðandi húsið í Bergstaða- stræti 4 fyrst komið til athugunar hjá skipulagsyfirvöldum borgar- innar. Óskað hafi verið eftir því að fá að rífa þakhæð hússins og byggja nýja ofan á, auk þess sem óskað var eftir að fá að byggja stigahús aftan við verslunarhúsnæði í húseigninni, en þar hefur Tösku- og hanskabúðin lengi verið til húsa. „Þá var sótt um leyfi til að breyta skipulagi í húsinu og innrétta íbúðir á efri hæðum.“ Magnús segir að byggingafulltrúi hafi frestað málinu og vísað því til umsagnar skipulagsstjóra. Hann hafi fjallað um málið og hafnað um- sókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna. Þá hafi byggingafulltrúi synjað málinu. Að því búnu hafi byggingaraðilar lagt fram breyting- artillögur, en það hafi verð gert í lok apríl. Fjallað hafi verið um málið hjá skipulagsstjóra í vor og niðurstaðan hafi verið sú að samþykkja breyting- artillögurnar, en að þær yrðu settar í grenndarkynningu. Eftir að henni lauk var málið tekið fyrir að nýju og var tillagan samþykkt. Bréf frá húsafriðunarnefnd og Minjasafni Reykjavíkur hafi legið fyrir við af- greiðslu málsins.  Torfusamtökin segja að ekki hafi verið tekið mið af upprunalegri gerð húss við Bergstaðastræti þegar viðbygging var byggð  Byggingafulltrúi segir málið hafa verið unnið faglega „Eins og bændur hefðu gert í gamla daga“ Morgunblaðið/Sverrir Húsavernd Framkvæmdir við Bergstaðastræti 4 eru langt komn- ar en þær eru umdeildar. STJÓRN Íbúa- samtakanna Betra Breiðholt (ÍBB) skorar á borgaryfirvöld að láta endurhanna mislægu gatna- mótin á mótum Reykjanesbraut- ar og Bústaðaveg- ar á þann hátt að miðpunktur gatnamótanna verði um 10 m vestar en núverandi gatnamót og að fram- kvæmdin verði síðan boðin út. „Þessi gatnamót eru fjármögnuð af ríkinu og hefur fjárveiting upp á 600 milljónir króna verið eyrnamerkt í þetta verkefni á samgönguáætlun ríkisins fyrir árið 2008. Við óttumst að verði ekki farið í framkvæmdina á næsta ári falli fjárveitingin niður,“ segir Helgi Kristófersson, formaður ÍBB. Bendir hann á að með flutningi gatnamótanna megi hlífa alfarið græna svæðinu í Elliðaárdal, en fyrri útfærslur á gatnamótunum, sem kynntar voru árið 2006, hefðu gengið inn á svæði Elliðaárdalsins og því verið háðar mati á umhverfisáhrifum. Mörg slys Að sögn Helga ætti endurhönnun ekki að þurfa að taka nema um tvo mánuði og hægt væri að bjóða verkið út fljótlega í kjölfarið, sé til þess vilji hjá borgaryfirvöldum. Það þýddi að hægt væri að fara í sjálfar fram- kvæmdirnar á næsta ári. „Þessi framkvæmd er mikið þjóðþrifamál. Með mislægum gatnamótum á þess- um stað mætti koma í veg fyrir mörg umferðarslys og því yrði fram- kvæmdin þjóðhagslega arðbær. Auk þess myndu mislæg gatnamót draga verulega úr lausagangi bifreiða á svæðinu sem er auðvitað mikill mengunarvaldur.“ Aðspurður segir Helgi breytta út- færslu á gatnamótum ekki nauðsyn- lega dýrari leið. Í greinargerð Línu- hönnunar kom fram að kostnaður mislægra gatnamóta á þessum stað væri 430-490 milljónir króna. Vilja endur- hönnuð gatnamót Helgi Kristófersson Hefja þarf fram- kvæmdir 2008 „ÍSLENSK bók- menntaumræða er svo andstutt og það verður til þess að samfell- una vantar. Því sem er merkilegt er ekki haldið til haga,“ segir Hjálmar Sveins- son sem hefur skrifað bókina Nýr penni í nýju lýð- veldi um Elías Mar rithöfund. „Bókmenntafræðingar og gagn- rýnendur hafa brugðist,“ segir hann. Hjálmar segir að Elías, sem lést í maí, hafi litið á sig sem gleymdan höf- und en hann skrifaði fjórar skáldsög- ur, m.a. Vögguvísu og Sóleyjarsögu. „Ég held því fram að hann sé merkilegur Reykjavíkurhöfundur og óverðskuldað algjörlega gleymdur. Hann gerði merkilega tilraun til að skrá sögu hins unga lýðveldis, með persónum sem eru sjálfar unglingar, rétt eins og lýðveldið er nokkurs kon- ar unglingur.“ | 40 Óverðskuld- að algjörlega gleymdur Elías Mar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.