Morgunblaðið - 02.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 02.12.2007, Síða 32
bókarkafli 32 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Til fundar við skáldið Halldór Laxness Í bókinni Til fundar við skáldið Halldór Laxness dregur Ólafur Ragnarsson upp mynd af rithöf- undinum og manninum Halldóri Laxness. Lesandinn heldur með Ólafi til fundar við Halldór, fylgist með samtölum þeirra og nýtur þess að vera í glaðlegri návist Nób- elsskáldsins. Í bókinni er að stærstum hluta byggt á kynnum þeirra í tæp þrettán ár, sam- skiptum skálds og útgefanda. Ólaf- ur ræðir við Halldór um allt milli himins og jarðar; Erlend í Unu- húsi, skáldskap og Stalín, klæða- burð og filmumannavín, eilífa menn í Leipzig og sporthundakyn á lang- dvalarhóteli, svo fátt eitt sé nefnt. Inn í samtölin er smeygt stuttum brotum úr óbirtum einkabréfum Halldórs, nótissuheftum, hand- ritum, bókum og öðrum heimildum til glöggvunar. Líklega er hér að finna síðustu óbirtu samtölin við Halldór Laxness. Morgunblaðið birtir hér nokkur brot úr bókinni með góðfúslegu leyfi Veraldar sem gefur bókina út. Einn daginn liggur leið Ólafs „upp í Mosfellsdal til fundar við húsbóndann í „búleysunni í heið- arjaðrinum“, eins og Halldór nefndi Gljúfrastein einhverju sinni. Þetta er laust eftir hádegi og ríkjandi „eitt af þessum hvítu haustsólskinum með örlítilli golu“, eins og daginn sem Álfgrímur Hansson söng við jarðarför í Brekkukotsannál.“ Í samtali Ólafs og Halldórs þetta síðdegi ber Guðs- gjafaþulu á góma, aðalpersónu hennar, Íslandsbersa, og fyr- irmynd hans, Óskar Halldórsson: „Bókin er skáldskapur,“ segir Halldór, „en ég hef aldrei farið í launkofa með það að þegar ég sauð saman Íslandsbersa hafði ég til fyr- irmyndar víða í Guðsgjafaþulu gamlan kunningja minn, Óskar Halldórsson, útgerðarmann og síldargróssera, sem ég kynntist all- vel í Kaupmannahöfn á ungum ár- um mínum. Hugmyndin að bókinni hafði gerjast í kolli mínum í hálfa öld. Það gefur augaleið að stað- reyndir skolast til á skemmri tíma – hafi þær á annað borð verið nokkrar í grunni þessarar bókar. En þetta er vitaskuld ekki ævisaga Óskars Halldórssonar.“ Hvernig maður var Óskar? „Óskar var afskaplega flott mað- ur og stór í sniðum, alltaf sama stórmennið hvort sem gekk vel eða illa í síldarbraskinu. Hann var höfðingi á alla lund, hafði mikla risnu og bjó aldrei á lágt standandi hótelum. Hann var bunandi mælsk- ur og sannfærandi, hafði mikla en dálítið framandi geislun og veittist auðvelt að töfra fólk í návist sinni. Ýmislegt keimlíkt má segja um Ís- landsbersa. Menn mega þó ekki slá því föstu að það sem drífur á daga Íslandsbersa í Guðsgjafaþulu hafi endilega komið fyrir Óskar, þann stóra mann. Margar sögurnar gætu þó hafa gerst ef tekið er mið af okkar góðu og miklu viðkynningu og upplifun minni á þeim reynslu- tímum er ég fylgdist með honum. En í svona bók verður að færa í stílinn, slá á létta strengi og helst að dansa sem oftast á þeirri línu sem dregin er milli veruleika og ævintýris.“ Margsinnis á höfuðið í síldartöpum Hvenær lágu leiðir ykkar Óskars fyrst saman? „Ég vissi af honum þegar hann var rófuræktarmaður og tómata- fræðingur hér í sveitinni. Hann hafði sem kornungur maður numið búfræði á Hvanneyri og for- framaðist síðan á sviði garðyrkju í Danmörku. Reyndar hafði byrjunin hjá honum ekki verið aðlaðandi í vinnumennsku hjá garðbónda úti á Amager. Þar var hann látinn sofa í hestastalli, blessaður drengurinn, við hliðina á svínastíunni og var kvaddur til erfiðisvinnu fyrir allar aldir. En sú vist þótti honum lær- dómsrík og þroskandi í alla staði. Óskar var alla tíð meðal vinnufús- ustu manna og dró aldrei af sér. Hann var ræktunarmaður í hjarta sínu eftir dagana hjá Dönum og ruddi braut þeirri grein sem nú er nefnd ylrækt samhliða rófnarækt- inni á Reykjum.“ Mig minnir að Bersi orði það svo í Guðsgjafaþulu, segi ég, að hann sé gulrófumaður sem geri út á síld, – kominn af frægum gulrófum að langfeðgatali. „Það þykir mér trú- legt. Rófurnar tengja þá Íslands- bersa og Óskar traustaböndum. Ræktunardýrðin hjá Óskari varð því miður heldur skammvinn og allt fór til fjandans. Fljótlega eftir það hellti hann sér út í hrossaprang og útflutning. Upp úr því eignaðist hann einhvern veginn lýs- isbræðsluforretningu norður á Siglufirði, fór að verka síld og gera út. Síðan gekk þetta upp og niður hjá honum alla tíð.“ En er ekki Bersi líkur Óskari á margan hátt? „Þeir voru báðir miklir áhættu- menn sem höfðu unun af spákaup- mennsku og veðmálum. Þetta voru sannir síldarkóngar, milljónerar einn daginn, blásnauðir þann næsta. Þeir áttu það sammerkt að hafa farið margsinnis á höfuðið í síldartöpum en komist á fæturna að nýju í hvert sinn. Báðir lentu í stóra krakkinu sem kallað var, verðhruninu á síldinni 1920.“ […] Hefði Óskar hitt Íslandsbersa En má ekki að vissu leyti segja að höfundur Guðsgjafaþulu hafi verið heppinn að kynnast svipmikl- um síldarspekúlanti svona snemma á ferli hans? „Einstakt lán að ég skyldi kynn- ast persónulega svo stórbrotnum manni sem Óskari á þeim dögum. Ég skil enn ekki hvernig hann kom upp í hendurnar á mér; við hrærð- umst sinn í hvorum heiminum. Ég var varla samboðinn svona stórlaxi, auralaus og allslaus, – átti varla tú- skilding með gati! Eins og ég nefndi áðan var Óskar með íveru- stað í Kaupmannahöfn þegar hann var hjá Dönum og tók þar á móti gestum sínum. Ég lét Íslandsbersa aftur á móti búa í glæsisvítu á Hót- el Palads, sem Íslendingar kölluðu Pallas. Þar hefur Óskar vafalaust líka búið oft.“ Hvernig heldurðu að Óskari hefði orðið við ef hann hefði hitt Ís- landsbersa á förnum vegi eða kannski á Pallas? „Að sumu leyti gæti honum hafa fundist eins og hann væri kominn í speglasalinn í Tívolí og væri að horfa á sjálfan sig dálítið afmynd- aðan. Hann myndi ekki þekkja sig í öllum speglunum því að í Íslands- bersa er búið að teygja talsvert á angalíunum á fyrirmyndinni. Óskar hefði líka orðið jafnklumsa og ég, hefðum við í verunni rekist upp í flasið á þessu samferðafólki Ís- landsbersa eða fjölskyldu hans úr bókinni. Flest það fólk hefur aldrei verið til í þeirri mynd sem það birt- ist í textanum.“ Gerpla tók mestan toll Ólafur og Halldór ræða bækur Halldórs beggja vegna Nóbels, en síðan berst talið að glímunni við Gerplu: Á vordegi eigum við Halldór enn eitt samtal um bækur hans. Þetta er dagur sem minnir á vordaginn þann þegar hún Lauga í Gvönd- arkoti var jörðuð og lýst er í smá- sögu sem við hana er kennd, svo undrahlýr og bjartur með útrænu og fuglasöng. Við hittumst utan dyra að þessu sinni. Halldór segist hafa verið að viðra sig. Höggmynd Erlings Jónssonar af hestinum Krapa við sundlaugina verður okk- ur tilefni spjalls um þann gæðing úr Paradísarheimt sem nefndur var eftir krepjunni sem verið hafði vor- ið sem hann kom í heiminn. Og við ræðum um bækur, bæði frá fyrri og síðari hluta ferilsins, kannski mætti segja fyrir og eftir Nóbel. Svo ólíkar bækur sem Brekkukotsannál og Undir Helga- hnúk án þess að neitt sérstakt sé ástæða til að færa til bókar í því sambandi. Svo barst Höll sum- arlandsins í tal sökum þess að við höfðum nýlega séð í gamalli minn- iskompu Halldórs að hann hafði í fyrstu ætlað að láta hana heita Fólk til sölu. „Mér virtist nú krotið benda til að ég hefði tiltölulega fljótt fallið frá þeim titli,“ segir Halldór. Þessi minnisbók var mun þykkari en þær algengustu og vakti athygli okkar að í hana hafði Halldór á árinu 1938 skrifað minnisatriði í Buenos Aires, Finnlandi, Leníngrad og Stokk- hólmi. „Já, það var flandur á manni hér fyrrum, út um öll foldarból,“ segir Halldór. Þegar við komum upp í samtals- herbergið okkar notalega var freistandi að spyrja Halldór hver bóka hans hann héldi að hefði verið einna erfiðust við að eiga ? tekið mestan toll. „Nú seturðu mig í dálítinn bobba,“ segir Halldór og hugsar sig um stundarkorn. „Í fljótu bragði myndi ég segja Gerpla. Hún er alveg sér á parti, málfarið og stíllinn krafðist svo feiknarlegra heilabrota. Ég háði harða og langa glímu við Gerplu og hún var á stundum svo snúin að sú bók var við það að fella mig á hælkrók. Ég lá í fræðiritum af ýmsu tagi og kom á flesta þá staði sem voru sögusvið bókarinnar. En það sem var allra erfiðast í Gerplu var málfarið, enda hrista menn það ekki fram úr erm- inni að skrifa upp úr miðri tutt- ugustu öld sannferðugan stíl frá elleftu öld með réttu orðfæri.“ Rúmum áratug eftir að bókin kom út rifjaði Halldór þetta upp í bréfi: „Ég hefði áreiðanlega getað lært kínversku og mörg fleiri mál á þeim tíma, sex árum, sem fóru hjá mér í það að læra málið á Gerplu. Ef til vill voru þessi sex ár glataður tími, og einginn hefur enn orðið til Samræður við skáldið Ólafur Ragnarsson og Halldór Laxness á spjalli í nágrenni Gljúfrasteins. Á einum stað segir Halldór í bók Ólafs: „Satt að segja er nóg til af vitlausum spakmælum en góðir fimmaurabrandarar eru torfundnir.“ Með dætrum sínum Halldór með dætrum þeirra Auðar, Guðnýju og Sig- ríði. Í bók Ólafs Ragnarssonar segir meðal annars frá því hvernig Halldóri tókst að narra stelpurnar með sér í fjallgöngu – hann sagðist alltaf hitta sömu mennina sem væru að spila manna í rústum uppi á Mosfelli. Trúverðug frásögn af manngerð Ólafur Ragnarsson ræðir við Halldór Laxness um bækur hans, lífsviðhorf og margt fleira í nýrri bók, sem nefnist Til fundar við skáldið Halldór Laxness. Bókin byggist á samtölum, sem þeir áttu um ára- bil, en einnig er vitnað í aðrar heimildir, þar á meðal áður óbirt einkabréf og minniskompur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.