Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 31
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 31 „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst. Það fellur um sig sjálft og er ei lengur. Svo marklaust er þitt líf og lítill fengur, og loks er eins og ekkert hafi gerst.“ Maður gæti haldið að Steinn Stein- arr hefði ort þetta kvæði um ástandið í Kauphöll Íslands síðustu daga. Sennilega hefur skáldið verið að hugsa um eitthvað allt annað en mað- ur veit samt aldrei almennilega hvað skáld eru að hugsa þegar þau yrkja því þetta eru víst tveir ólíkir hlutir en samt þeir sömu og ég þekki skáld sem myndu hiklaust segja: Ég yrki, þess vegna er ég. En ástandið í Kauphöllinni ku semsé vera nokkuð alvarlegt. Þar hefur árum saman tíðkast að gengi hlutabréfa hreyfist aðeins í eina átt, nefnilega upp, og lunginn úr starfs- liði Kauphallarinnar hefur því aldrei séð íslensk hlutabréf falla á starfs- ferli sínum. Menn standa eðlilega ráðþrota yfir þessum ótíðindum og eru eiginlega bæði krossbit og stúmm, svo maður sletti nú dönsku fyrst Jónas er búinn að eiga afmæli. Sérfræðingar greiningardeilda ís- lensku bankanna hafa heldur aldrei fyrr á starfsferli sínum séð íslensk hlutabréf falla. Þeir hafa til þessa getað nokkuð rólegir spáð öllum fé- lögum rífandi velgengni og það hefur gengið eftir. Nú þurfa þeir að halda því fram að verðhrun á hlutabréfum feli í sér alveg sérlega góð kaup- tækifæri. Þetta er eins og ef hrossa- prangari segði að sérlega góð kaup væru í þessum hesti því hann væri fárveikur og þú fengir hann á góðu verði. Á góðum degi segja menn að kaup og sala á hlutabréfum séu flókin vís- indi sem lúti ákveðnum reglum sem eru kallaðar markaðslögmál og ein- ungis þrautmenntaðir og skarpgáf- aðir bestu menn hverrar þjóðar geti fengist við störf í fjármálaheiminum. Menn fá greiddar fúlgur fjár fyrir að segja að hlutabréf muni hækka eða lækka. Veðurfræðingar á snærum hins opinbera segja okkur daglega að annaðhvort rigni eða ekki en engum dettur í hug að borga þeim bónus fyr- ir. Það semsagt ríkir fum og an í kauphöllinni því þar hrapar allt sem hrapað getur. Menn í teinóttum jakkafötum sitja fölir og þöglir og stara á tifandi vísitölur á skjánum meðan peningar gufa upp og brostn- ar vonir þéttast í þungum dropum í myrkrinu. Mér verður hugsað til hans afa míns sem var bóndi og búhöldur vestur á fjörðum á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Stundum þegar veðrið var alveg sérstaklega gott og bænd- ur og búalið kættust yfir þurru heyi og góðri sprettu þá leit afi áhyggju- fullur til lofts og sagði: „Þetta á eftir að hefna sín“. Ég var orðinn svo stúrinn yfir bágri afkomu FL-group og Exista að ég settist niður og fór að lesa í Brekkukotsannál til að hressa mig við en annállinn sá er ein fyndnasta bók sem hefur verið skrifuð á Íslandi. Þar las ég um ævintýri Álfgríms litla í Brekkukoti sem hoppaði mörg hundruð sinnum yfir gaddavírsgirð- inguna í Hvammskoti og græddi stórfé því hann var ekki sektaður eins og lög gerðu þó ráð fyrir. Álf- grímur reiknaði auðlegð sína í vet- urgömlum sauðum því enga kauphöll var að hafa. Svo varð hann eins og aðrir auðmenn hálfleiður á öllu þessu ríkidæmi í sauðslíki þar til honum datt í hug að umreikna veldið yfir í allt súkkulaði og karamellur sem keyptar höfðu verið til landsins síðan á dögum Ingólfs og tók gleði sína aft- ur. Við lesturinn rann það upp fyrir mér að auðvitað eru Hannesar Smárasynir og Bakkavararbræður okkar tíma eins og hverjir aðrir girð- ingarhoppandi Álfgrímar því þeir hafa tapað fimm hundruð milljörðum sem aldrei voru til. Þar af leiðandi hefur enginn skaði orðið því ímynd- aðir peningar verða engum að gagni og ástæðulaust er að skæla þótt þeir gufi upp. Svona kemur góður skáldskapur manni alltaf til bjargar þegar útlitið er svart. Amma Álfgríms í Brekku- koti sendi hann með pottbrauð í poka til Jóns í Hvammskoti í yfirbót- arskyni fyrir girðingarhoppið. Ég veit ekki hver snuprar piltana sem áttu hina uppgufuðu fimm hundruð milljarða og sendir þá í iðrunarleið- angur en satt að segja myndi ég varla þora að borða pottbrauð frá manni á svörtum Range Rover í tein- óttum jakkafötum. Súkkulaði og karamellur fyrir fimm hundruð milljarða Páll Ásgeir Ásgeirsson E N N E M M / S ÍA / N M 3 11 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.