Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðrúnu Sverrisdóttur É g hitti hjónin Hönnu Halldórsdóttur og Kristján Friðbergsson fyrst árið 1965, en þau veittu uppeldisheim- ilinu á Kumbaravogi forstöðu. Frændsystkini mín, fimm og níu ára gömul, voru vistuð á Kumbaravogi og ég hélt eins og staðan var að þetta væri börnunum fyrir bestu. Ég var unglingur og tók gæfuleysið á heimili þeirra afskaplega nærri mér. Við bjuggum í sama fjölbýlishúsinu og þau voru eins og systkini mín. Engan óraði fyrir að þau yrðu þarna næstu 10 árin. Að- dragandi vistunar barnanna á veg- um barnavernd- arnefndar spann- aði tvö til þrjú ár. Ástæðan var áfengisdrykkja foreldranna, brot- ið heimilislíf, veik- indi, yfirvofandi hjónaskilnaður og fátækt. Úrræði voru ekki mörg á þessum árum. Stuðningur kerf- isins við „brotin heimili“ var af- skaplega fálmkenndur og ófaglegur. Börn voru miskunnarlaust tekin af foreldrum og systkinum sundrað, úr- ræði þeim til stuðnings voru lítil sem engin. Réttarstaða foreldra gagnvart „kerfinu“ og barnaverndarnefnd með upptöku mála og endurmat var af- skaplega fjarlæg og veik, – rétt- arstaða barnanna sjálfra minni en engin. Ég bar mjög mikla virðingu fyrir Kumbaravogshjónunum, sem voru aðventistar og ráku þetta upptöku- heimili. Forstöðukonan, Hanna, fannst mér vera afskaplega viðkunn- anleg með góða nærveru. Fjölskylda mín hélt að þarna fengju börnin gott atlæti og öryggi. Ég hélt alla tíð, öll þessi ár, að þau hjónin gerðu þetta af manngæsku og trúarlegri hugsjón. Heimsóknir fyrir aðstandendur voru eingöngu leyfðar fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Mér var afskaplega vel tekið af húsráðendum og barna- skaranum. Þetta voru alltaf gleði- stundir að sjá barnahópinn, hitta og faðma litlu frændsystkinin, sem hvorki kvörtuðu né sögðu frá neinu misjöfnu. Mikilvægasta mótunar- skeið barna er frá vöggubarni til ung- lingsáranna. Litlu frændsystkini mín voru alla barnæskuna og unglings- árin vistuð fjarri foreldrum og tveim- ur eldri bræðrum og setti það mark sitt á þau öll ævilangt. Bænarbréfi móður þeirra til „háttvirts Barna- verndarráðs“ þar sem hún reyndi að fá börnin sín „lánuð“ um jól var synj- að. Þau fengu aldrei leyfi öll þessi ár til að dvelja hjá eða heimsækja dag- langt foreldra sína og bræður. Hvorki á jólum, páskum, afmæl- isdögum né öðrum tyllidögum. Beiðni foreldranna um að þau kæmu í ferm- ingu næstelsta bróðurins var synjað. Það var ekki talið óhætt að leyfa litlu systkinunum að fara í fermingu eldri bróður. Þannig voru Kumbaravogs- reglurnar. Á sama tíma var barnaníð- ingurinn Karl Vignir Þorsteinsson, sem dvaldi árlega á Kumbaravogi, að misnota og nauðga litla frænda mín- um, Einari Þór, átta ára gömlum, innan veggja upptökuheimilisins. Þagnarmúrinn var ekki rofinn fyrr en nýverið. Enginn vissi neitt fyrr en nú 40 árum síðar – eða hvað? Að sögn Kristjáns á Kumbaravogi „sendi“ hann Karl Vigni á einhverjum tíma- punkti, af því að hann hafði einhverja „ónáttúru“, til Þórðar Möller geð- læknis. Fáfræðin á fósturheimilinu virðist allsráðandi og blinda auganu snúið að börnunum. Barnaníðing- urinn var sendur til geðlæknis en ekki börnin. Karl Vignir var „heim- ilisvinur“ og þrátt fyrir „ónáttúruna“ leyfðist honum áframhaldandi að- gangur að Kumbaravogi og börn- unum. Eitt af mörgum vistbörnum Kumbaravogs var Elvar Jakobsson. Hann opnaði umræðuna í blaðaviðtali í febrúar sl. og sagði frá kynferðism- isnotkun barnaníðingsins Karls Vign- is á sér og öðrum börnum vistuðum á heimilinu. Elvar lagði fram ákæru á hendur Karli Vigni, sem í kjölfar yf- irheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi kynferðislega misnotkun sína til margra ára á Elvari og tveimur öðr- um 8-10 ára gömlum drengjum á Kumbaravogi. Samviskulaus barna- níðingurinn var stundum með dreng- ina þrjá samtímis. Hvernig varð svo lífshlaup litlu fórnarlambanna, sem engan talsmann höfðu? Tveir af þeim eru látnir, Þorsteinn Karl Eyland og frændi minn, Einar Þór Agnarsson, sem lést 24 ára gamall. Þeir voru báð- ir kynferðislega misnotaðir frá unga aldri á Kumbaravogi og skemmdir fyrir lífstíð. Sá þriðji, sem lifir, Elvar Jakobsson, byggði upp einskonar sjálfsvarnarkerfi svo hann gæti lif- að áfram og reynt að vera hamingju- samur eins og hann segir. Jafnframt að skuggi æskuáranna sé aldrei langt undan, sem slái hann ofan í botnlaust svartholið. Karl Vignir talaði um börn á þessum aldri sem konfektið sitt Ummæli Kristjáns á Kumbaravogi í DV frá 30. maí sl. um kynferðislega misnotkun Karls Vignis á börnunum eru mjög misvísandi og ótrúverðug. Þar neitar Kristján „… að hann hafi nokkurn tíma grunað Karl Vigni um barnagirnd“. Síðar „úthýsir“ hann Karli Vigni frá uppeldisheimilinu „… en ekki vegna barnagirndar mannsins“. Ástæðan er ekki gefin upp. Samt sem áður segir Kristján „… það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Vignir hafi játað að hafa margsinnis misnotað kynferðislega dreng sem var vistaður á heimilinu“. Illmennið Karl Vignir hefur ekki of- talið fórnarlömbin og segir ekki frá ódæðisverkum á öðrum börnum frá Kumbaravogi í Vestmannaeyjum. Það skipti hann ekki máli hvort í hlut áttu stúlkur eða drengir. Í DV 30. maí sl. er sagt frá því að Karli Vigni hafi verið „vikið úr söfnuði“ aðvent- ista fyrir um 10 árum, vegna stúlku sem hann misnotaði „margsinnis bæði áður og eftir að hún varð kyn- þroska“. Málið var ekki kært. Í sama blaði er haft eftir fyrrverandi að- ventupresti að „Karl Vignir talaði um börn á þessum aldri sem konfektið sitt“. Hvað skyldi hann hafa misnotað mörg börn, skaddað margar barns- sálir og lagt mörg líf í rúst undanfarin 40-50 ár? Karl Vignir var aldrei stoppaður af! Hvert sem hann fór skildi hann eftir sig sviðna jörð. Óþokkaverkin voru hvorki kærð né barnaníðingnum fylgt eftir. Einfald- lega var honum sagt upp störfum vegna „ónáttúru“ en þá skipti hann bara um vinnustað! Karl Vignir vissi sem var „að þeir fiska sem róa“. Hvar voru bestu miðin? Hvar var helst lít- ilmagnann að finna? Hvar er ósk- astaður barnaníðings? Starfa við eft- irlit og umönnun á Sólheimum í Grímsnesi? Vinna við umsjón í kirkju sem fjöldi barna sækir? Vaða um óá- reittur á barnaheimilinu Kumb- aravogi? Vera yfirmaður unglings- drengja, töskubera, á hóteli hér í bæ? Hvað skyldi barnaníðingurinn aðhaf- ast í dag? Karl Vignir getur lagst á bæn og þakkað fyrir það að búa í vernduðu umhverfi íslenskra laga. Hvað skyldi hafa verið gert við mann Kumbaravogsbö Í minningu Einars Þórs Agnarssonar – og allra hinna Fagnaðarfundir Einar Þór hleypur fagnandi á móti frænku sinni, Guðrúnu Sverrisdóttur, þegar hún kom í heim- sókn á Kumbaravog, en heimsóknir voru aðeins leyfðar fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunarkona, átti tvö frænd- systkin, sem vistuð voru á Kumb- aravogi. » Oftar en ekki var höndum snúið aftur fyrir bak enda var hann alla tíð að fara úr axlarlið. „Brotnu börnin“ urðu „brotnir unglingar“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.