Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 62

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 62
62 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svínið mitt ' DAR GAUD ER ÞETTA EKKI GOTT KRAKKAR? MM! GRR! BARA EITT ORÐ ÁÐUR EN VIÐ HITTUM MÖMMU OG TENGDÓ... HVAÐ? EKKI GERA GRÍN AÐ ÖMMU ÞÓ SVO AÐ HÚN SOFI Í BÍÓ. ER ÞAÐ SKILIÐ? EN HÚN HRÝTUR! JAFNVEL ÞÓ HÚN HRJÓTI. HÚN ER SVO GÓÐ AÐ BJÓÐA OKKUR Í BÍÓ OG EF ÞÚ SEGIR EITTHVAÐ ÞÁ VERÐUR HÚN Í FÝLU Í VIKU RÚNARI VAR LÍKA BOÐIÐ EKKI ORÐ! VILDIRÐU EKKI NEITT JÓNA? NEI TAKK ÉG ÆTLA A FÁ 5 MIÐA ENTVEIR ERU FYRIR BÖRNIN KLUKKAN HVAÐ ER MYNDIN BÚIN? HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR AMMA NÚ? ÉG SKAL VEKJA ÞIG ÞEGAR MYNDIN KLÁRAST Grettir HÆ LÍSA! ÆI, EKKERT ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ GERA EKKERT MEÐ HANDKLÆÐIÐ UTAN UM ÞIG? ÞEGAR ÞÚ ERT AÐ BERJAST VIÐ MANN Í EINVÍGI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ HORFA Í AUGUN Á HONUM SVO ÞÚ VITIR HVAÐ ÞAÐ ER SEM HANN ÆTLAR AÐ GERA NÆST ALLT Í LAGI! Æ, NEI! Hrólfur hræðilegi HÉRNA GRÍMUR! KOMDU KALLINN! GRÍMUR, ÞAÐ ER KOMINN MATUR! ÞÚ ERT ÞVÍ MIÐUR EKKI LENGUR Á LISTANUM YFIR ÞAÐ FÓLK SEM ÉG TALA VIÐ ÉG VISSI AÐ ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ BÚA TIL ÞENNAN LISTA Gæsamamma og Grímur GROIN dagbók|velvakandi Þakklæti Það vinnur ensk kona í einni verslun Bónus. Vil ég þakka henni sérstaka snyrtimensku þar sem hún ætíð rað- ar vörunum frá sér. Mættu íslenskir afgreiðslumenn taka hana sér til fyr- irmyndar, þar sem þeir oftast nær ýta eða þeyta vörunum frá sér, í átt til viðskiptavinar. Þakklátur neytandi Álfareiðin Í Velvakanda 28. nóvember sl. var gerð athugasemd við það hvernig ég fór með ljóðið Álfareiðina (Stóð ég úti í tunglsljósi) á afmælisdagskrá um Jónas Hallgrímsson í Þjóðleik- húsinu. Þegar ég lærði Álfareiðina sem barn var ævinlega sungið „bar þá að mér skjótt, bjöllurnar gullu …“, og „fljúga suður heiði“. Það kom mér því spánskt fyrir sjón- ir þegar ég fékk lag Atla Heimis Sveinssonar í hendur til að syngja á afmælisdagskránni, og þar stóð „bar þá að mér fljótt, og bjöllurnar gullu …“ og „fljúga austur heiði“. Þar sem mér er mjög annt um að fara rétt með ljóð og texta sem ég syng athugaði ég þær heimildir sem ég komst yfir. Ljóðið var fyrst prentað í Fjölni árið 1843, en þar var ljóðið haft eins og Atli Heimir hafði skrifað það. Einnig er þessa útgáfu að finna í nýjustu útgáfu af ljóðum Jónasar frá 1989, sem Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson bjuggu til prent- unar. Á upplýsingavef Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns um Jónas er ljóðið einnig birt með þessum hætti. Eftir þessa rannsóknarvinnu þótti mér einsýnt að ég hefði lært ljóðið vitlaust þegar ég var lítill og þar með sennilega stór hluti þjóð- arinnar. Auðvitað átti ég von á að einhver gerði athugasemd og þakka ég fyrir að fá tækifæri til að útskýra málið hér. Hins vegar er ljóðið ekki til í handriti Jónasar, svo e.t.v. verður þetta alltaf álitamál. En gaman væri ef mér fróðari menn gerðu grein fyr- ir því hvernig ljóðið skolaðist til um tíma. Bergþór Pálsson Hver setur reglurnar? Nú nálgast jólin og margir eiga um sárt að binda og þurfa að þiggja að- stoð hjá Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd. Dóttir mín er öryrki með tvo ung- linga á heimilinu. Fór hún á miðviku- dag sl. (bara opið einu sinni í viku milli kl. tvö og fimm) í Fjöl- skylduhjálpina til að fá mat, en var sagt að allt væri búið. Fór hún þá til Mæðrastyrksnefndar til að fá þá eitthvað þar í staðinn. Var henni sagt að þar fengi hún ekkert, því hún væri búin að fara í Fjölskylduhjálp- ina. Stóð fjöldi fólks hjá og hlustaði á og sagði ekkert, en ég veit að fólk reynir að bjarga sér og fer á báða staðina. Dóttir mín sagði við mig að stundum borgaði sig ekki að segja sannleikann. Var hún send tómhent heim. Hver setur þessar reglur, eða er þetta undir geðþótta starfsfólks- ins komið? Hvar er kærleikurinn? Kristbjörg Magnúsdóttir Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Strákarnir á myndinni láta ekki frosið vatnið framhjá sér fara. Grípa reið- hjólin og reyna gripina á frosnu vatninu. Eins og það getur verið gaman að leika sér á frosnu vatni getur það líka verið hættulegt ef vakir myndast. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rauðavatnið laðar að jafnt sumar sem vetur Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 28. nóvember var spilaður eins kvölds Monrad-tví- menningur með þátttöku 16 para. Ásdís Matthíasdóttir og Þórey Ei- ríksdóttir gerðu sér lítið fyrir og unnu með 59,9% skor. Þær voru efst- ar allt kvöldið og nældu sér í osta- körfur í verðlaun. Staða efstu para var: Ásdís Matthíasd. – Þórey Eiríksd. +38,9 Inda Hrönn Björnsd. – Svala Pálsd. +20,6 Eggert Bergss. – Kolbrún Guðveigsd. +19,4 Frímann Stefánss. – Rosemary Shaw +17,1 Jón H. Guðmss. – Unnar A. Guðmss. +16 Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld kl. 19 í Síðumúla 37, 3ju hæð. Öll úrslit er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, www.bridge.is/mid. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Pétur og Jónas á toppinn hjá BA Að hálfnuðu Akureyrarmóti í tví- menningi hefur röð efstu para breyst nokkuð eftir sviptingar síðasta spila- kvölds. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson skoruðu mest og náðu efsta sætinu af Helga Steinssyni og Gylfa Pálssyni. Baráttujaxlarnir Sveinbjörn Sigurðsson og Kári Gíslason, sem voru í öðru sæti, gáfu nokkuð eftir. Þórólfur Jónasson „kom sterkur inn“ sem varamaður á móti Reyni Helgasyni og náðu þeir næsthæsta skori kvöldsins. Röð efstu para er nú sem hér seg- ir: Pétur og Jónas +64 Helgi og Gylfi +53 Reynir, Þórólfur, Frímann Stef. 49 Guðm. Halldórss. og Pétur Gíslason +33 Sveinbjörn og Kári +14 Una Sveinsd. og Jón Sverrisson +9 Stjórn BA vill minna spilara á Ak- ureyrarsvæðinu (sem getur verið býsna víðfeðmt!) á Glitnismótið, flugeldatvímenninginn vinsæla, sem spilaður verður laugardaginn 29. desember á Akureyri. Nánar auglýst síðar. Sveit Indu Hrannar vann hraðsveitakeppni Annað kvöldið af tveimur, hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar, í hrað- sveitakeppni félagsins var spilað mánudaginn 26. nóvember. Sveit Indu vann kvöldið með 89 impa í plús og alla keppnina með 109 impa í plús, 86 impum fyrir ofan næstu sveit. Í sveit Indu spiluðu Inda Hrönn Björnsdóttir, Grímur Kristinsson, Gabríel Gíslason og Jóhann Sigurðs- son. Efstu sveitir í mótinu voru: Inda +109 Guðlaugur Sveinsson +23 Sigurður Sigurjónsson +17 Hrund +8 Næsta keppni félagsins er Aðal- sveitakeppnin. Spilað er í frábærri aðstöðu í Flatahrauni 3. Keppnis- stjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.