Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 34
flug 34 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sumir starfa við þær, aðrirnjóta þess að ferðast meðþeim og enn aðrir eru log-andi hræddir við þær. All- ir hljóta þó að dást að þeim úr fjarska, málmfuglunum sem bylt hafa samgöngum í heiminum und- anfarna áratugi. Einn þeirra er Baldur Sveinsson ljósmyndari og kennari sem hefur haft það áhuga- mál að taka ljósmyndir af flug- vélum í meira en fjóra áratugi. Mál og menning sendir nú frá sér viða- mikla bók með yfir fimm hundruð af þessum myndum. Sérstök áhersla er lögð á að sýna flugvél- arnar í sínu rétta umhverfi, í há- loftunum, með íslenskt landslag í bakgrunni og fullyrðir útgáfan að svo stórt safn slíkra mynda hafi hvergi sést áður. Baldur hefur haft áhuga á flug- vélum frá því hann man eftir sér. Faðir hans, Sveinn Ólafsson, var einkaflugmaður og oftar en ekki voru sunnudagsbíltúrarnir farnir út á Reykjavíkurflugvöll. „Allar götur síðan hafa flugvélar verið partur af mínu lífi.“ Ungur byrjaði Baldur að setja saman plastmódel af flugvélum og stofnaði Íslensku plastmód- elsamtökin ásamt Ragnari Ragn- arssyni. Síðar þegar áhuginn breyttist stofnuðu þeir Íslenska flugsögufélagið. Ráðgjöf eiginkonunnar Baldur byrjaði að mynda flug- vélar snemma á sjöunda áratugn- um – elsta myndin í bókinni er frá 1963 – en þó ekki af neinni alvöru fyrr en uppúr 1970. Í upphafi voru þetta mest þröng- ar myndir af flugvélahlutum en eftir að Baldur kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Ingunni Jónsdóttur, fór hann að huga að fjölbreyttara myndefni. Benti hún honum m.a. á að nota umhverfið eins og t.d. polla í forgrunni, ský í bakgrunni og fleira til að lyfta heildarmyndinni. „Konan mín hefur haft mikil áhrif á myndirnar mínar.“ Það hefur lengi loðað við Baldur að hann hafi mestan áhuga á her- flugvélum. Hann gengst fúslega við því. „Það er eitthvert afl í her- flugvélunum sem er öðruvísi en hjá borgaralegu vélunum. Það er held- ur engin tilviljun að fjölmiðlar hafa mestan áhuga á þessum myndum mínum vegna þess að þær fengust ekki annars staðar. Annars mynda ég allt sem flýgur án þess að blaka vængjunum – eins og bókin gefur til kynna.“ Seint á áttunda ára- tugnum byrjaði Baldur að mynda flugvélar í sínu rétta umhverfi, þ.e. á lofti. Segir hann alveg einstaka ánægjutilfinningu hafa fylgt því. „Ég get með sanni sagt að það jafnast fátt á við að vera í flugvél, af hvaða gerð sem er, með aðra flugvél við hliðina og fallegan bak- grunn,“ orðar hann það í inngangi sínum í bókinni. Hringsólað yfir Reykjavík Þessi flug hafa verið af ýmsu tagi. Stundum hefur Baldur farið á loft ásamt flugmanni um leið og vélarnar í samráði við flugmenn þeirra. Í byrjun gekk misvel að ná flugvélunum saman til að ná réttu myndinni og í eitt skipti minnist hann þess að hafa hringsólað þrisvar til fjórum sinnum yfir Fyrir fólkið í hlíðinni Út er komin bókin Flugvélar á og yfir Íslandi sem hefur að geyma yfir fimm hundruð ljósmyndir. Orri Páll Ormarsson ræddi við höfundinn, Bald- ur Sveinsson, sem reiknar seint með að verða rík- ur af þeirri ástríðu sinni að mynda flugvélar. Boeing 757 TF-FIG vél flutningadeildar Icelandair á flugi yfir Heklu skömmu eftir gos í mars 2000.Pitts Listflugvél Arngríms B. Jóhannssonar á flugi yfir Akureyri síðastliðið sumar. Enski rithöfundurinn W. So-merset Maugham munhafa verið staddur í Paríseftir fyrri heimsstyrjöld- ina þegar hann fékk þá hugmynd að skrifa bók, í stórum dráttum byggða á ævi málarans Paul Gauguins, og út kom hún 1919. Nákvæmur og stórhuga eins og rit- höfundurinn var, gerði hann sér ferð alla leið til Tahiti í frönsku Pólynesíu við syðri hvarfbaug, í þeirri von að hitta manneskjur sem höfðu haft kynni af málaranum og lumuðu á vitneskju sem hann gæti mögulega stuðst við. Maugham uppgötvaði fljótlega eftir komuna, að inni í villi- gróðrinum í nágrenni, höfuðstaðarins Papetee þar sem hann hélt til, væri kofaræksni þar sem Gauguin hafði legið veikur og málað meðan hann var á batavegi. Leigði sér vagn og varð sér úti um leiðsögumann og er þeir höfðu ekið allnokkurn spöl kom öku- maðurinn auga á hreysið, þarnæst lá leiðin áfram um þröngan stíg. Fimm eða sex börn voru að leik fyrir framan verönd hússins og maður nokkur kom út að forvitnast um mannaferðirnar, trúlega faðir barnanna, og þegar hann áttaði sig á erindi rithöfund- arins bauð hann honum inn í vist- arverurnar. Í húskytrunni voru þrennar dyr, neðri hluti þeirra úr tré, en glerrúður í hinum efri, húsráðandi sagði að Gauguin hefði málað þrjár myndir á glerrúðurnar, en börnin væru búin að skrapa málninguna af tveimur þeirra og ætluðu einmitt að fara að byrja á þeirri þriðju. Mynd- efnið var Eva nakin með hið ör- lagaríka epli í hendinni og Maugham var ekki lengi að hugsa sig um heldur spurði hvort hurðin væri föl. „Þá verður þú að kaupa nýja fyrir mig,“ sagði maðurinn. Og hvað kostar ný hurð? „Tvö hundruð franka,“ var svarið. Þá upphæð vildi Maugham eðlilega mjög gjarnan reiða af hendi og mað- urinn tók himinlifandi við pening- unum. Hurðin var skrúfuð af hjörum, og leiðsögumaðurinn aðstoðaði rithöf- undinn við að bera hana út í bílinn og svo var ekið til baka til Papeete. Um kvöldið bar annan mann að sem átti erindi við Maugham og kvaðst eiga helminginn af hurðinni og vildi fá tvö hundruð franka til viðbótar sem hinn nýi eigandi reiddi strax af hendi létt- ur í lund. Næst var að láta saga tré- fyllinguna burt og með drjúgum við- búnaði var glerið þarnæst flutt til New York, og seinna Parísar. Myndin af Evu var laust og viðkvæmnislega máluð á glerið, þetta nánast frum- drættir en yfir henni mikill ynd- isþokki og mun alla tíð hafa hangið uppi í vinnuherbergi hins heims- þekkta rithöfundar. Ekki voru liðin nema fimmtánár frá andáti Gauguins, þeg-ar Maugham tók sig upp frá París að lokinni fyrri heimsstyrjöld- inni og hélt til Tahiti. Ævintýrið um málarann sem gerði sér ferð til eyja- klasa úti á miðju Kyrrahafi og lifði þar með innfæddum enn sem komið var öllu nær og hugstæðara almenn- ingi en myndverk hans sem voru af mörgum toga, málverk, teikningar, þrykk, útskurður m.m. Þetta lýsandi dæmi um þá tegund fordómalausra listnjótenda sem leggja mikið á sig til að nálgast listaverk og gera það á eig- in forsendum, áhuga og metnaði. Maugham átti eftir að verða heims- þekktur fyrir þessa bók sína og einka- safn sitt sem mun hafa verið eitt hið mikilvægasta á fyrri helmingi síðustu aldar og að auki talið verðmætast af þeim sem farið höfðu undir hamarinn fram til 1962, eins og áður greinir. Bókin Moon and the Sixpence, eða Tunglið og tíeyringurinn eins og hún nefndist í íslensku útgáfunni var eng- in nákvæm heimildarsaga heldur spuni þar sem í stórum dráttum var stuðst við æviferil Gauguins. En nú var söguhetjan Englendingur, Char- les Strickland að nafni, miðstétt- arverðbréfasali sem yfirgaf London og fjölskyldu sína og hélt til Parísar og seinna Tahiti. Rétt að geta þess hér að áður hafði Maugham slegið eftirminnilega í gegn með heimild- arskáldsögunni Of Human Bondage, sem úr kom 1915. Enska útgáfa Moon and theSixpense hefur verið endur-útgefin tugum sinnum og þýdd á ótal tungumál og næsta ára- tuginn var Maugham hæst launaði rithöfundur í heimi, jafnframt er hann talinn hafa lagt grunn að nú- tímaspennusögum í lok hans. Bókin var kvikmynduð 1943, með leik- urunum George Sanders og Herbert Marshall í aðalhlutverkunum, kom hingað í stríðslok að mig minnir og sýnd við drjúgar vinsældir, hún er mér í fersku minni enda varð Sanders strax uppáhaldsleikarinn minn til margra ára … En nóg um fortíðina í bili, á þrengir að skila af sér miklum tíðindum sem að hluta varða okkur hér á útskerinu. Mál er að við hlið MoMA í New York er fyrirhugað að á næstunni rísi turn- bygging sem á að ná upp til stjarn- anna eins og það er orðað. Verða ekki ómerkara kennileiti í heimsborginni en Woolworth-bygging arkitektsins Cass Gilberts, Chrysler-bygging Van Alens og Seagram-bygging hins sjálf- lærða snillings Mies van der Rohe. New York búar hafa lengi máttþola að sjá frumkvæðið umglæsiturna fara til Singapúr, Peking og Dubai en nú er von að breyting verði hér á. Við hliðina á MoMA er sem sagt fyrirhugað að upp rísi 75 hæða turn sem gefur fyrirheit um mestu nýjung á skýjakljúfum á seinni tímum, hönnuður hennar lof- aður og prísaður. Grunnflötur bygg- ingarinnar verður 17.000 fet og hún mun öðru fremur hugsuð sem lúx- ushótel, en fyrstu fjórar hæðirnar verða viðbót við sjálft safnið sem átt hefur lóðina. Það sem kemur okkur pínu pons við, er að arkitekt hennar er enginn annar en Jean Nouvel, sem hlaut þriðju verðlaun í samkeppninni um tónlistarhús á hafnarbakkanum í Reykjavík. Látum samkeppnina al- veg liggja á milli hluta hér, en skömm þeirra sem tróðu frábærri tillögu snillingsins Jean Nouvels í kjallara Þjóðmenningarhússins sem ein- hverjum ómerkari afgangi hinum tveim, forsómuðu um leið skráð og óskráð lög um lýðræði, verður stærri með ári hverju. Jafn sér á báti og til- laga Nouvels var má spá í að Reyk- víkingar hafi glatað möguleikanum á að hér rísi upp eitt hrifmesta og frum- legasta tónlistarhús í heimi. Þó skal enn og aftur tekið fram, að engan veginn er verið að lasta hinar tillög- urnar eða gera upp á milli þeirra allra innbyrðis, því fer fjarri. Til þess held- ur ekki forsendur eins og sýningin var sett upp, einungis vísa til nið- urlægjandi handvammar. Enn og aft- ur verða menn vitni að þeirri grunn- færu áráttu Íslendinga, að vilja sækja til hins þekkta og viðurkennda í út- landinu en vera blindir og líta niður til þess upprunalega og frumlega sem við blasir í eigin ranni, landinu sjálfu … Meira spjall Eva með eplið Myndin sem Gaugu- in málaði á rúðugler í Tahiti og rit- höfundurinn heimskunni William Somerset Maugham hafði uppi á og tryggði sér. Upp til stjarnanna Turninn glæsi- legi sem fyrirhugað er að rísi við hlið MoMA í New York. Hönn- uður/arkitekt: Jean Nouvel. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.