Morgunblaðið - 02.12.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 02.12.2007, Síða 14
Upp á loft fóru hann og fimmtugur sonur hans og höfðust við í þrjá daga, borðuðu dósamat, veltu fyrir sér hvað í ósköpunum hefði gerst og vonuðu að þeim yrði komið til bjarg- ar. Augu heimsbyggðarinnar voru á fólki eins og þeim feðgum, en sjálfir voru þeir úr tengslum við umheim- inn – símar dottnir úr sambandi, ónýt útvörp, engin sjónvörp. Munir og minningar seinustu áratuga á kafi í brúnleitu vatni blönduðu skólpi. Á endanum björguðu sjálf- boðaliðar þeim út um baðherberg- isgluggann og gamli maðurinn var fluttur beint á spítala í öðru fylki. Hann var kominn með alvarleg ein- kenni ofþornunar. Næstu tvo mán- uði dvaldist hann á sjúkrahúsi en gerir raunar lítið úr því. „Við urðum öll fyrir Katrínu,“ segir hann. Og sumir lifðu ekki af – margir reyndar. Rannsóknarnefnd á vegum Hvíta hússins segir 1.330 hafa látist af völdum Katrínu. Ýmsar tölur eru þó á reiki – allt upp í 1.800. „Já, já, margir sem ég þekki höfðu það ekki,“ muldrar gamli maðurinn og klórar sér í höfðinu. Margir sem þú þekkir? „Já. Tólf.“ Hundsbit og húsvagnar Frá nærliggjandi húsum heyrast hamarshögg. Þó nokkrir eru að end- urbyggja en enn er ekki neinn flutt- ur inn í húsin í kring. Mörg eru yf- irgefin en litlir húsvagnar frá bandarísku almannavörnunum, FEMA, fyrir utan önnur. „Ég mun koma aftur!“ stendur á litlu skilti á lóðinni á móti. Búið er að negla fyrir gluggana. „Ég mun endurbyggja. Ég er frá New Orleans!“ Þegar ég spyr Willis hvernig sé að búa í húsvagni til langs tíma svarar hann glottandi að enginn viti hvern- ig sé að vera bitinn af hundi fyrr en hann lendi í því. „Þetta er nú bara staður til að sofa á,“ segir hann síð- an, hugsar sig um og minnist aftur á hundsbitið. Ég fæ að líta inn. Þetta eru um 20 fermetrar og þarna hafa hann og sonur hans búið í eitt og hálft ár. Í vagni sem hannaður er fyrir tíma- bundna dvöl – helgarferðir og sum- arfrí. Þessi er samt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Séu fleiri í fjöl- skyldunni eru vagnarnir einfaldlega fleiri. Húsvagnarnir voru viðbrögð FEMA við því að hundruð þúsunda höfðu skyndilega ekki þak yfir höf- uðið. Willis þurfti reyndar að bíða í 9 mánuði eftir sínum vagni. 36% umsækjenda fengið fé Allt í einu verður mér svo í mun að koma gamla manninum inn í stóra húsið sitt að ég iða öll af óþol- inmæði. Hvað segirðu, hvað gerist næst, hvenær getið þið fengið smiði, hvaða herbergjum byrjið þið á, held- urðu? Maðurinn skynjar óþolinmæði mína og horfir fast í augu mér. „Þú sérð hversu mikið er eftir. Ég verð að vera raunsær. Ég á eftir að fá bæði bætur og iðnarmenn. Það þýð- ir ekki fyrir mig að telja mér trú um að ég muni flytja út úr húsvagninum fljótlega.“ Willis og sonur hans eru ekki þeir einu sem enn búa í húsvögnum frá FEMA. Það gera 46.000 fjölskyldur fylkinu. Þegar mest var í júlí í fyrra var fjöldinn yfir 70.000. Ekki ein- ungis er löng bið eftir iðnaðarmönn- um heldur bíða 118.000 umsækj- endur eftir fjárhagsaðstoð frá Road Home-áætluninni sem alrík- isstjórnin kom á laggirnar. Áætlunin miðast að því að hjálpa íbúum borg- arinnar að endurbyggja hús sín. Tveimur árum og þremur mánuðum eftir Katrínu hafa einungis 36% um- sækjenda fengið greitt fé. „Engin áætlun“ Þar sem ég hvessi augun á hús- vagna og lóðir í órækt spyr ég sjálfa mig eitt andartak af hverju ég sé að velta mér upp úr þessu. Hvað ertu að gera, stúlka, í borg sem varð fyrir fellibyl fyrir meira en tveimur ár- um? Síðan minni ég sjálfa mig á að hingað er ég komin því mig langar að skyggnast inn í það hvernig lífið heldur áfram á stað þar sem öllu því sem býr til samfélag var skolað í burtu – fólki, húsum, skólum, heilsu- gæslu, vegum og verslunum. Mig langar að vita meira um harmleikinn sem hefði í raun ekki þurft að verða sá harmleikur sem hann varð. Vandamálið var ekki ein- ungis fellibylurinn – vandinn var að varnargarðarnir héldu ekki. Og vandinn var að ekki var búið að skipuleggja hvað gera skyldi kæmi sú staða upp. Slæleg viðbrögð í kjöl- far fellibylsins urðu að öðrum og nýjum harmleik. Þrátt fyrir að borgarbúum hafi verið gert að yfirgefa borgina dag- inn áður en Katrína gekk á land voru engar alhliða ráðstafanir gerð- ar til að aðstoða þá sem ekki höfðu aðgang að bíl – um fjórðungur heim- ila í New Orleans, yfir 100.000 manns. Rútufyrirtækið Greyhound og lestarfyrirtækið Amtrak hættu ferðum sínum tveimur dögum áður en fellibylurinn gekk á land. Sjúk- lingar og eldra fólk var heldur ekki skipulega flutt í burtu. Samkvæmt Samtökum hjúkrunarheimila í Loui- siana voru tveir þriðju sjúklinga enn á hjúkrunarheimilum í New Orleans þegar Katrína gekk á land. Seinna fundust þar lík af að minnsta kosti 200 manns. Mikið af fólkinu sem dó var eldra fólk – samkvæmt Knight Ridder voru 74% af þeim sem dóu í New Orleans og borin voru kennsl á raunar 60 ára og eldri. Þrátt fyrir að morgunljóst væri að þúsundir manna yrðu enn í borginni þegar Katrína gengi á landi var hjálpargögnum ekki komið skipu- lega fyrir. Eins og Michael Brown, fyrrum yfirmaður FEMA, orðaði það síðar: „Það var engin áætlun til staðar“. Mistök á öllum stigum Nefnd sem skipuð var af hálfu Bandaríkjaþings til að fara í saum- ana á því sem gerst hafði kallaði Katrínu síðar „þjóðarklúður“ og benti á að „mistök hefðu átt sér                       %&& ' (  ) *&  Flóð Katrína ruddi með sér miklu magni af sjó, sem flæddi yfir borgina í gegnum Pontchartrain-vatn. + , - "*                          .& '$  %/ "  &' 0$  $ 1 "  && ' "  2 34   5 ( 6'  2 5   7# 8 2 7 6 !& 9 2 :# ;# :  1 5  2 :  < 4 %&   + = > &"-, ? %' " $ $  %' " //  14 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI? Í HNOTSKURN » Fyrir ágúst 2005 Varnargarðarnir í kringum New Orleans eru ekkifullnægjandi að mati sérfræðinga. » 26. ágúst 2005 Bandaríska veðurstofan spáir því að fellibylurinnKatrína verði af stærðargráðunni 4 þegar hann gangi á land og að hann stefni á New Orleans. » 27. ágúst Borgarstjórinn íNew Orleans lýsir yfir neyð- arástandi og hvetur fólk til að fara frá borginni og úthverfum hennar, alls 1,4 milljónum manna. » 28. ágúst Í fyrsta skipti ísögu New Orleans er gefin út tilskipun um að öllum íbúum beri að yf- irgefa borgina. Engu að síður eru ekki gerðar ráðstafanir til að flytja í burtu þá sem ekki geta komið sér sjálfir. » 29. ágúst Fellibylurinn Katrína gengur á land kl 6:10 að morgni. Tal-ið er að enn séu allt upp í 100.000 manns í New Orleans. Á einungis nokkrum klukkutímum kemur skarð í varnargarðana á mörgum stöðum.    » 29. ágúst-1.sept. Algjör ringulreið ríkir.Fólk er fast í húsum sínum og uppi á hús- þökum, og tugþúsundir haldast við matar- og vatnslausar í Superdome leikvanginum, ráð- stefnusal borgarinnar og úti undir berum himni á I-10 hraðbrautinni. Fjölmiðlaflutn- ingur af gríðarlegum fjölda morða og nauðg- ana reynist síðar vera stórlega ýktur en ómannúðlegar aðstæður fólks eru engar ýkjur. 2000 manns hafast við á einu af aðalsjúkrahúsi borgarinnar, sem er rafmagnslaust. » 1. sept. Vatnshæðin í New Orleans nærsömu hæð og Lake Pontchartrain og 80% sveitarfélagsins er nú undir vatni. » 2. sept. Enn eru um 5.500 manns í Super-dome leikvanginum. Samt eru þrír dagar síðan US Department of Health and Human Services lýsti leikvanginn „óíbúðarhæfan“. » 4. sept. Á sjöunda degi er lokið við að flytja í burtu flesta frá Super-dome leikvanginum og ráðstefnuhöllinni. » 12. sept. Yfirmaður FEMA, Michael Brown, segir af sér eftir miklagagnrýni á störf sín. Hann hafði enga reynslu af neyðaraðstoð og stjórnun hennar áður en hann byrjaði hjá FEMA. » 15. sept. Bush forseti heim-sækir New Orleans. Hann er víða gagnrýndur fyrir að hafa ekki komið fyrr. Bandaríska full- trúaráðið samþykkir sama dag að hefja opinbera rannsókn á und- irbúningi fyrir fellibylinn og við- brögðum við honum. AP MARTRÖÐIN SEM VARÐ AÐ VERULEIKA  New Orleans er „stórslys sem bíður eftir að eiga sér stað“ varaði New York Times við í ágúst 2001. „Stór fellibylur get- ur kaffært New Orleans … og þúsundir fólks gætu látið lífið,“ sagði í Scientific American í október sama ár. Þetta voru ekki fyrstu viðvaranirnar um hættuna sem New Orleans stafaði af fellibyljum – hættan var raunar vel þekkt.  Bandarísku almannavarnirnar, FEMA, bentu fyrri hluta árs 2001 á að þær hættur sem helst steðjuðu að bandarísku þjóðinni væru hryðjuverkaárás á New York, sterkur jarð- skjálfti í San Francisco og stór fellibylur sem færi yfir New Orleans.  Sumarið 2004 fullyrti yfirmaður almannavarna í Jefferson, sem er við hliðina á New Orleans, að svo virtist sem peningar til flóðvarna hefðu frekar runnið til heimavarna og Íraks- stríðsins. „Við gerum allt sem við getum til að sannfæra þá um að þetta sé öryggisatriði fyrir okkur,“ sagði hann. Árin á undan hafði verulega dregið úr fjárframlögum til verk- fræðideildar bandaríska hersins, sem falið hafði verið að end- urhanna varnargarðana í kringum borgina eftir að fellibyl- urinn Betsy olli miklum skaða á 7. áratugnum.  Rannsóknarnefnd verkfræðideildar bandaríska hersins benti síðar á að sökum skorts á fjárframlögum hefðu margir hlutar varnarkerfisins ekki verið tilbúnir þegar Katrína gekk yfir.  Ítrekað hefur einnig verið bent á hrein og klár mistök verk- fræðinga stofnunarinnar í hönnun garðanna. ÍTREKAÐ VARAÐ VIÐ „ÞEIM STÓRA“ » „Já, já, margir sem ég þekki höfðu það ekki,“ muldrar gamli maðurinn og klórar sér í höfðinu. Margir sem þú þekkir? „Já. Tólf.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.