Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
stjörnuspá desember
Í desember ættir þú að einbeita þér að því að færa út kvíarnar á
sem flesta vegu. Þú getur bætt við áhugamálum, bætt við
menntunina, lent í fleiri ævintýrum, og ættir helst að ferðast til
nokkurra nýrra staða. Farðu vel út fyrir það sem þú tekur þér
vanalega fyrir hendur, og þá gerirðu þér grein fyrir að þig hef-
ur lengi langað til þess. Það er eins og tækifæri til að ferðast til
framandi staðar eða til að ná til breiðari hóps fólk í vinnunni
muni falla þér í skaut. Það kemur þá í formi peninga eða útgáfu-
samnings. Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta margar aðstæður
þínar í lífinu og öðlast meira frelsi og vellíðan. En fjölskyldu-
málin eiga hug þinn allan á Þorláksmessu.
Hrútur 21. mars - 20. apríl
Heldurðu að þú fáir endurgreitt frá tryggingunum, hinu opin-
bera eða erfir jafnvel vel laglega upphæð þennan mánuðinn?
Það má vera, en desember er upplagður mánuður fyrir þig til
að taka fjármálin í gegn, gera áætlanir og leggja línurnar fyrir
nýja árið sem senn gengur í garð. Það er líka eins og þú getir
eignast meiri peninga í gegnum sameignarfélag. Gætirðu at-
hugað þann möguleika nánar? Tækifæri á sviði ásta og kynlífs
koma einnig upp í desember, eða áhugi þinn á einum félaga þín-
um eða vini verður skyndilega meiri, dýpri og innilegri. Hagur
þinn gæti batnað um miðjan mánuðinn og þú finnur til þín við
að hafa meiri peningavöld.
Naut 20. apríl - 21. maí
Í desember máttu eiga von á breytingum til mikils batnaðar á
viðskiptasviðinu. Þú verður mun betri í samningum en þú hefur
verið hingað til og lagalegu málin eru sem smjör í höndum þér.
Það reynist áskorun að leysa vandamál úr fortíðinni en þú ræður
auðveldlega við minniháttar rifrildi og leiðindaaðstæður sem upp
geta komið bæði heima fyrir og á vinnustað vegna jólastreit-
unnar. Þú færð góða auglýsingu eða gott umtal þennan mán-
uðinn vegna þess hve jákvæður og bjartsýnn þú ert. Ef vinnan
býður t.d. upp á það að þú komir fram máttu búast við miklum
vinsældum. Öll þín sambönd græða á þessari víðfeðmu, opnu og
hlýju orku sem umvefur þig og hugarfar þitt í desember.
Tvíburi 21. maí - 20. júní
Í desember verða mikilvægar og miklar breytingar til batnaðar
á heilsufari þínu og á aðstæðum í vinnunni. Það er líka mögu-
leiki á að þú fáir einhvers konar uppbót eða stöðuhækkun. Þú
ert bjartsýnn og vongóður í vinnunni og það kemur þér lengri
veg en þig nokkurn tíma óraði fyrir. Það færir þér einnig mikla
vinnugleði. En ástin lætur líka á sér kræla í desember og
blómstrar jafnvel. Þeir sem eru makalausir mega búast við að
breyting verði þar á. Og samband við öll börn, eigin og annarra,
verður bæði sterkara og hlýrra í desembermánuði. Ef jóla-
undirbúningurinn fer að taka á taugarnar er gott að læra slök-
un og djúpa öndun. Kíktu eftir leiðbeiningum á netinu.
Krabbi 21. júní - 22. júlí
Ástin og sköpunargleðin njóta sín til hins ýtrasta í desember!
Skapandi verkefni færa þér jafnvel einhverja viðurkenningu
eða verðlaun um miðjan mánuðinn. Nú er um að gera að koma
út úr skápnum með áhugamál sem þú hefur verið að sinna í
laumi. Ást og rómantík koma inn í líf þitt en ef þú átt nú þegar
maka mun sambandið dýpka og verða fallegra í desember.
Fæðing og ólétta eru einnig inni í málinu. Félagsstarfssemi
hvers konar setur einnig svip sinn á mánuðinn. Hefurðu prófað
að fjárfesta í verðbréfum? Athugaðu málið því þú gætir grætt á
því. Farðu hins vegar mjög varlega þegar kemur að því að
tengja þína peninga við annarra.
Ljón 23. júlí - 23. ágúst
Desember verður mánuður fullur af orku hjá þér til að gera
mjög svo jákvæðar breytingar á heimilis- og fjölskylduhögum.
Þar leika vellíðan og öryggi afar stórt hlutverk. Þú mátt líka
búast við einhvers konar verðlaunum eða viðurkenningu sem
þú verður stoltur af. Ekki hafna neinum tækifærum sem þér
bjóðast þennan mánuðinn. Tækifæri til að selja eða kaupa fast-
eignir, og græða á því, munu koma upp. Einnig mæla stjörn-
urnar með flutningum, eða þá að gera húsið sitt upp. Einhver
gömul og íþyngjandi fjölskylduvandamál hverfa þá eins og
dögg fyrir sólu. Þetta verður þó allt að gera að vel ígrunduðu
máli og samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga.
Meyja 23. ágúst - 23. september
Að öllum líkindum mun þér takast að uppfylla langtíma mark-
mið þennan góða desembermánuð, kæri vatnsberi. Þú færð
tækifæri til að taka þátt í og jafnvel stjórna hópvinnu eða fé-
lagsstarfsemi einhvers konar. Þessi starfsemi gæti uppfyllt
önnur markmið þín, sem eru jafnvel tilfinningalegri. Þú átt það
til að trúa því að það sem þú óskar þér muni rætast, og það mun
að öllum líkindum gerast í desember. Peningainnstreymi vegna
viðskipta þinna eða frama mun líklega aukast. Þú munt hafa
mjög mikil og persónuleg áhrif á vini þína. Þrátt fyrir að ein-
hverjir vatnsberar lendi í þrefi á vinnustað og smávægilegum
leiðindum er þetta framfaramánuður.
Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar
Hjá fiskunum er desember mikill og góður mánuður fyrir fram-
ann, áhrif hans á vinnustað og gott orðspor. Þú öðlast verðlaun
eða viðurkenningu í einhverri mynd næstu daga. Þetta gæti
orðið tími mikilla afkasta, framgöngu á framabrautinni eða vel-
gengni í viðskiptum. Einnig bíður þín einhvers konar stöðu-
hækkun, atvinnutækifæri, heiðursskírteini eða jafnvel hjóna-
band! Einhver einn jákvæður atburður mun hafa mikil áhrif á
framvinduna. Því tilbúnari sem þú ert til að vera í kastljósinu,
þeim mun jákvæðari verða áhrifin á líf þitt allt. Nú er bara að
taka á honum stóra sínum. Enga hræðslu og gleymdu því að
hafa nokkurn tímann haft minnimáttarkennd.
Fiskar 20. febrúar - 20. mars
Þennan mánuðinn færð þú mikla ánægju út úr samskiptum,
lærdómi og félagsskap hvers konar, kæra vog. Þú gætir ákveð-
ið að kaupa nýjan bíl, allavega leika tækifæri í samgöngum
stórt hlutverk hjá þér í desembermánuði. Það mun auðvelda
þér að komast frá einum stað til annars. Gjafir og tækifæri ber-
ast þér einnig í gegnum heimsóknir, skilaboð, stuttar ferðir,
tölvupóst eða samband við systkini, skólafélaga eða nágranna.
Jákvæðar fréttir eða tilkynningar munu setja sinn svip á mán-
uðinn. Nám, sala, skriftir og mælt mál munu blómstra. Þrátt
fyrir mögulegar tafir á framabrautinni aukast persónuleg áhrif
þín til muna og færa þér mikla gleði.
Vog 23. september - 22. október
Kæri sporðdreki, framundan hjá þér er mikill mánuður fjár-
mála. Peningavandamál frá því í gamla daga munu leysast, sér-
staklega fyrstu þrjár vikur mánaðarins. Einnig er möguleiki á
að annaðhvort gerir þú glimrandi góða sölu eða fjárfestir með
miklum gróða. Þú færð einnig stóra gjöf eða uppbót. Nú er rétti
tíminn til að biðja um launahækkun, taka lán, eða taka þátt í
ævintýrum með fjármálastofnunum. Þú gætir þurft að taka á
honum stóra þínum til að halda í við þig í eyðslunni. Það er gott
að líða vel og vera glaður, en vellíðanin má ekki teyma þig í
verslunarleiðangur og láta þig gleyma öllum skynsamlegu
framtíðarplönunum.
Sporðdreki 23. október - 21. nóvember
Júpíter blessaður verður á ferð gegnum stjörnumerkið þitt í
desember og mun hafa mikil og jákvæð áhrif á persónuleg áhrif
þín og virðingu. Atburðir eiga sér stað sem munu hjálpa þér að
leysa vandamál sem áður virtust fela í sér mikla áskorun eða
hreinlega vera óyfirstíganleg. Þú hefur mikil áhrif á aðra sem
finnst í kjölfarið mikið til þín koma. Þér finnst skyndilega auð-
veldara að vera þú sjálfur og fólk virðist taka þér betur í alla
staði. Þú öðlast tækifæri til að bæta aðstæðurnar í lífi þínu og
verður fyrir vikið minna háður öðrum. Þetta er líka góður mán-
uður til að læra eitthvað nýtt eða ferðast. Reyndu þó að eyða
ekki úr hófi fram í síðustu viku mánaðarins.
Bogmaður 22. nóvember - 21. desember
Fyrri hluti desembermánaðar er algjörlega frábær fyrir þig til
að öðlast tækifæri sem þú áður hafðir ekki komið auga á. Vinna
sem felur í sér þjónustu við aðra gæti hafist núna og fært þér
mikla gleði og lífsfyllingu. Hjálpin virðist ætíð vera á næsta leiti
þegar þú þarfnast hennar. Vinnan og framinn blómstra, vinir
þínir allir reynast sérlega hjálpsamir, og þegar kemur að við-
skiptunum, ganga þau bara vel. Um miðjan desember kíkir
Júpíter á sólina þína og hefur sérlega jákvæð áhrif á sjálfs-
öryggi þitt. Þú svífur um með vor í hjarta! Þessi áhrif munu
reyndar haldast út árið 2008 og hjálpa þér við að gera nýja árið
mjög arðvænlegt.
Steingeit 22. desember - 20. janúar
MINNINGAR
Kynni mín af Sig-
urði hófust þegar ég
var læknanemi. Hann vakti athygli
þessi snaggaralegi læknir, sem var
nýkominn úr sérnámi í Ameríku
og vissi allt um hormóna og inn-
kirtlasjúkdóma.
Seinna átti ég eftir að kynnast
honum enn betur og þá sem
starfsbróður í sömu sérgrein og á
sama vinnustað, lyflækningadeild
Landspítala, og einnig síðar á
göngudeild sykursjúkra.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Sigurð. Hann mætti
ávallt í vinnuna ótrúlega morgun-
hress beint úr sundlauginni og
heita pottinum, leiftrandi af lífs-
gleði og krafti, sem maður öfund-
aði hann af.
Bjartsýnin og hið hlýja viðmót
gerðu hann vinsælan hjá bæði
samstarfsfólki og sjúklingunum,
sem hann sinnti af alúð.
Sigurður Þorkell
Guðmundsson
✝ Sigurður Þor-kell Guðmunds-
son læknir fæddist
25. júní árið 1930.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 31.
október síðastlið-
inn.
Útför Sigurðar
var gerð frá Nes-
kirkju 13. nóvember
sl.
Sigurður var til-
finningaríkur og gat
verið snöggur upp á
lagið, en öldurnar
lægði jafnskjótt.
Sigurður var einn
af frumkvöðlunum
hér á landi í sinni
sérgrein. Úr sérnám-
inu flutti hann hing-
að heim með sér nýja
þekkingu sem gagn-
aðist fjölda sjúklinga
og gerði þeim lífið
bærilegra.
Í Ameríku hafði
hann rannsakað sérstaklega of-
starfsemi kalkkirtla og fjallaði
sérfræðiritgerð hans um það efni.
Eftir heimkomuna vann hann ötul-
lega að rannsóknum á faralds-
fræði innkirtlasjúkdóma á Íslandi.
Sigurður var formaður Félags
íslenskra lyflækna á árunum 1965-
68 og bar ætíð hag þess félags
mjög fyrir brjósti. Samkvæmt
hefð voru lyflæknaþingin ætíð
haldin úti á landi, oft á náttúru-
fögrum stöðum. Sigurður var
manna glaðastur ef golfvöllur var í
nánd og hægt að taka nokkrar
holur milli atriða. Að liðnum degi
mátti svo heyra hans tæru ten-
órrödd berast út í vornóttina, er
hann leiddi fjöldasöng þátttak-
enda.
Á 13. þingi Félags íslenskra lyf-
lækna, sem haldð var á Akureyri
1998, voru tveir læknar kjörnir
heiðursfélagar, hinir fyrstu í sögu
félagsins. Það voru þeir Sigurður
Þ. Guðmundsson og Ólafur Sig-
urðsson.
Það var mér, sem þáverandi for-
manni félagsins, mikill heiður og
ánægja að afhenda þeim félögum
heiðursskjölin við þetta hátíðlega
tækifæri.
Sigurður var duglegur að rækta
sambönd við erlenda kollega. Ég
átti þess kost að starfa með honum
við undirbúning 38. þings nor-
rænna lyflækna, sem haldið var í
Reykjavík 1982, en Sigurður var
forseti þingsins. Á þessum vett-
vangi naut hann sín vel og sjarm-
eraði fólk upp úr skónum með sínu
opna og einlæga fasi. Sama var
upp á teningnum á árlegum fund-
um í þeim exklúsíva selskab „Ice-
landic Danish Diabetes Club“. Eft-
ir að Sigurður hætti að geta mætt
á þeim fundum hafa hinir dönsku
kollegar óþreytandi spurt frétta af
honum.
Sigurður var í fullu fjöri þar til
á síðasta ári að honum var óþyrmi-
lega kippt úr leik af völdum heila-
blóðfalls. Þá var eins og lífsneist-
inn hefði slokknað. Samt var hann
fárveikur að reyna að koma boðum
til sjúklinganna sinna til þess að
tryggja að þeir yrðu áfram í
öruggum höndum. Þannig var
hann.
Ég vil að leiðarlokum þakka Sig-
urði samfylgdina.
Við Anna sendum Ninnu, traust-
um lífsförunaut hans til margra
ára, ásamt Jórunni einkadóttur
hans og fjölskyldu hlýjar samúðar-
kveðjur.
Ástráður B. Hreiðarsson.
Örfá síðbúin kveðju-
orð langar mig að
festa á blað vegna and-
láts Poul Anker Han-
sen, mágs míns. Sig-
ríður systir mín og
Poul Anker gengu í hjónaband þann
19. mars 2003. Þau höfðu þá bæði
misst sína fyrri maka.
Vissulega hefðu þau bæði vonað að
mega fylgjast að lengur. Fyrstu
hjónabandsárin fóru þau í ferðalög
erlendis og innanlands, en heilsa
Pouls bilaði alltof fljótt. Hann þurfti
að gangast undir hjartaskurðaðgerð
á árinu 2004 og náði aldrei fullri
heilsu eftir það.
Ekki kann ég að segja frá hans
æviferli, veit ég þó að hann var dugn-
aðarforkur og vann bæði til sjós og
lands. Hann var mikill Íslandsvinur
og hestamaður og kom oft til Ís-
lands, meðal annars í sambandi við
það áhugamál. Palli, eins og við köll-
uðum hann, átti marga góða vini hér,
enda mannblendinn og hrókur alls
fagnaðar. Ég hafði því oft heyrt hans
að góðu getið áður en ég kynntist
honum, sem mági mínum.
Hvergi vildi Palli frekar vera en á
fallega heimilinu þeirra á Boðahlein-
Poul Anker Hansen
✝ Poul AnkerHansen var
fæddur 1. október
1931. Hann lést 29.
október 2007.
Útför hans var
gerð frá Færeyjum
þann 3. nóvember
sl.
inni. Því var það erfitt
þegar heilsu hans
hrakaði að hann þurfti
að dvelja á hjúkrunar-
heimili. Hann dvaldi í
„Holtsbúð“ í Garðabæ
5-6 mánuði þar sem
kona hans heimsótti
hann alla daga og sat
hjá honum, ef eitthvað
alveg sérstakt ekki
hindraði.
Því fólki sem annað-
ist hann þar eru færð-
ar bestu þakkir, einnig
þeim sem heimsóttu
hann.
Þegar ljóst var að hverju stefndi
komu börn hans frá Færeyjum og
voru hjá honum uns yfir lauk. Kistu-
lagning og kveðjustund, sem Vörður
Traustason leiddi, var gerð frá Foss-
vogskapellu, en Sigríður og Poul
voru safnaðarmeðlimir í Hvíta-
sunnukirkjunni Fíladelfíu. Af sér-
stökum ástæðum hjá fjölskyldu hans
í Færeyjum var ekki gerlegt tímans
vegna að hafa almenna minningarat-
höfn frá Fíladelfíu. Útför hans fór
fram frá Evangelihuset í Færeyjum
þann 3. nóvember síðastliðinn.
Jesús sagði: Sá sem lifir og trúir á
mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.
Palli minn er farinn heim til Drottins
sem hann trúði á og tilheyrði. Ég
þakka honum fyrir allt elskulegt og
blessa minningu hans, sem heiðurs-
manns og góðs vinar. Systur minni
og ástvinum öllum votta ég innilega
samúð.
Jóhanna Karlsdóttir.