Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI? sjúkrahús sem stendur autt. Haugur af spýtnabraki fyrir utan. „Fuck Katrina,“ spreyjað svörtum stöfum á nálæga útidyrahurð. Í franska hverfinu, fjármálahverf- inu og þeim 20% af New Orleans sem ekki flæddi yfir virðist lífið ganga sinn vanagang. Einnig í Jef- ferson-sókn við hliðina á New Or- leans. Annars staðar er eins og Katrína sé enn yfir og allt um kring. Hún er yfir heilum hverfum, mygl- uðum húsum og lóðum í órækt. Hún minnir hvarvetna á sig á hús- veggjum: Rauð, svört og hvít x sem máluð voru með úðabrúsum gefa til kynna að í húsunum hafi verið leitað að lifendum og dauðum. Og hún skiptir lífi fólks í tvennt: „Fyrir“ og „eftir“ fellibyl. „Pre-Katrina“ og „post-Katrina“. Dauð rotta á stofugólfinu Í Mid City hverfinu eru ónýt, auð hús á hverju horni. Samt er þetta ekki eitt af þeim hverfum sem urðu verst úti. Þarna gisti ég og á morgn- ana vakna ég við hamarshögg. Fjöl- margir hafast enn við í húsvögnum fyrir utan heimili sín en hér býr samt fólk og hér er verið að byggja upp. Mestallt vatnið í þessu hverfi kom í gegnum varnargarðana við London Avenue. Ég bít í mig að ég verði að kíkja á upptökin. Hvað skyldi ég finna þar sem varnargarð- arnir gáfu undan? Hnúturinn í maganum stækkar eftir því sem ég nálgast staðinn. Hér er einkennilega hljótt. Alltof hljótt miðað við að vera stödd í borg um hábjartan dag. „Jesús minn, þetta er fáránlegt,“ heyrist úr bílstjórasætinu. Sjálfskip- aður aðstoðarmaður minn og bíl- stjóri, Mickey Brewer, ranghvolfir í sér augunum meðan bifreiðin renn- ur niður götu þar sem öll hús virðast yfirgefin. „Hvar er allt fólkið?“ Mickey er 38 ára Bandaríkjamað- ur frá Atlanta, nokkurra klukku- stunda keyrslu héðan, og í árslöngu ferðalagi um eigið land. Hann bendir á niðurnítt hús með brotnar rúður. Það er yfirgefið en dyrnar engu að síður opnar. Við smeygjum okkur framhjá rauðu x-i á húsveggnum og göngum inn. Ég vafra í leiðslu um yfirgefin herbergi – heimili sem var en er ekki lengur. Skáphurðirnar í eldhúsinu lafa á hjörunum, veggirnir eru brotnir, í loftinu rykugt ljós. Garðurinn á bak við í órækt. Í stað fjölskyldu í húsinu er dauð rotta á mygluðu stofugólfinu. Á útidyrahurðinni hangir tilkynn- ing til eigenda hússins. Þeim ber að rífa allt innan úr húsinu, að öðrum kosti munu borgaryfirvöld gera hús- ið upptækt. Ástæðan er sú að fái vatn að standa í langan tíma – eins og raunin var í New Orleans – byrj- ar það sem er undir að mygla. Mygl- an getur breiðst hratt út og í miklu magni er hún hættuleg heilsu fólks. Til að komast fyrir mygluna verður að rífa allt út. Íslendingar drekka vodka Neðar í götunni eru sömu rauðu merkingarnar á húsveggjunum. Við göngum hús úr húsi sem öll hafa verið strípuð að innan. Bíll ekur framhjá en annars eru ekki nema örfáar hræður á ferli. Beint undir staðnum þar sem varnargarðarnir gáfu sig sýslar Harrold Weiser fyrir framan hús sem verið er að leggja lokahönd á. Hann er ánægður með að vera nærri því búinn, en segir hverfið tómlegt. „Þetta er eins og yfirgefið þorp.“ Hann bandar höfðinu í átt að tómu húsunum hinum megin við götuna. „Ég á ættir að rekja til Þýska- lands. Og Þýskaland var end- urbyggt eftir stríðið. Auðvitað kom ekkert annað til greina en ég end- urbyggði hér,“ segir hann ákveðinn. Gamli varnargarðurinn er grár en hvítur þar sem bætt hefur verið í hann, beint fyrir ofan nýja húsið hans Harrolds. Óx honum ekkert í augum að endurbyggja á þessum stað? „Nei, nei, ég tók þetta bara á lík- unum. Líkurnar á því að það komi annar svona stór fellibylur hingað áður en ég drepst – sem er kannski ekkert eftir svo mörg ár – eru bara ekki nógu miklar.“ Hann hlær kald- hæðnislega og bætir leiftursnöggt við að hann viti vel að Íslendingar eigi heimsmet í vodkadrykkju. „Já, þið drekkið nú ekkert smámagn af vodka, ha!“ Áður en ég kem upp orði er Har- rold búinn að spyrja vodka- drykkjukonuna hvort henni finnist að nýju gluggakarmarnir eigi að vera svartir á litinn eða kirsuberja- litir. „Sjáðu til, við sonur minn erum algjörlega ósammála um þetta. Heyrðu, þú verður bara að skera úr um þetta. Svart eða kirsuberjalit- að?“ Íbúi í tíunda hverju húsi Ofar í götunni sýslar eldri maður fyrir framan húsvagn. Hann heitir K.C. Kent og vann áður sem hug- búnaðarverkfræðingur en er kom- inn á eftirlaun. Hann tekur reglu- lega stöðuna í nærliggjandi götum og skráir skilmerkilega hjá sér. Seinast þegar hann kannaði málið var búið að eða verið að end- urbyggja 17% af þeim 350 húsum sem í hverfinu eru. 38% húsanna höfðu verið rifin alveg og lóðirnar eru auðar í dag. Þau 45% sem eftir standa eru enn óhreyfð með öllu eða að búið er að rífa allt innan úr þeim en ekkert byrjað að endurbyggja. „Ætli það sé ekki búið að flytja inn í um það bil einn tíunda af hús- unum í hverfinu,“ segir hann og verður hálfskrýtinn á svipinn. „Og þetta er meira en tveimur árum eftir Katrínu.“ Borðaðu ostrur! Í nálægu hverfi situr ungi mað- urinn Dan á tröppum fyrir framan yfirgefna verslun. Hann er enn að bíða eftir peningum frá Road Home áætluninni. „Manni finnst eins og það sé ekki raunverulegur áhugi af hálfu yfirvalda á að endurbyggja.“ Hann var eins og svo margir ein- ungis tryggður fyrir fellibylnum en ekki flóðunum – sem ollu langmestu skemmdunum. Hann fékk því lítið út úr tryggingunum. „Og það þótt flóð- in hafi orðið vegna fellibylsins – þetta er svo klikkað, maður.“ Michael í sömu götu er aftur á móti nýbúinn að fá peninga frá Road Home og stefnir á að byrja að end- urbyggja í janúar fái hann til þess fólk. Og svo er það Susan sem ber sig vel, segir lífið vera að færast í eðli- Til sölu Autt hús til sölu. Merkingin á veggnum sýnir að björgunarhópurinn CA6 gerði húsleit þar 15. sept og talan O þýðir að enginn fannst látinn. Til hægri er yfirgefið hús sem stendur opið. »New Orleans er ekk- ert venjuleg – og lífið í New Orleans eftir Katrínu er líka langt í frá að vera venjulegt. Bjargaðist Hinn 81 árs gamli Willis J. Tate sýnir leiðina upp á háaloftið þar sem hann hafðist við í 3 daga. A llt sem ég átti eyðilagðist og það eina sem bjargaðist var það sem ég var með á mér: Jakkaföt og baðföt!“ James Morris skellihlær og út- skýrir að hann hafi verið í strand- brúðkaupi hjá systur sinni þegar fellibylurinn gekk yfir. Tíu mínútum síðar, þegar við ökum um borgina, hlær hann ekki en horfir þess í stað örvænting- arfullur út um bílrúðuna. „Það sem er svo niðurdrepandi er að maður ekur bara nokkrar húsalengjur og þá sér maður yfirgefin hús. Og för- in á húsveggjunum náttúrlega,“ segir hann og bendir á brúnu rend- urnar sem blasa víða við. Þetta er það sem kallað er „hringurinn í kringum borgina“ – hæðin sem vatnið fór í. Katrína gríðarlegt áfall Mér verður hugsað til James þeg- ar ég hitti Michele Louviere hjá Ce- lebration Church. Hún er sérfræð- ingur í áfallahjálp og vinnur á vegum kirkjunnar að því að aðstoða borgarbúa að komast yfir áfallið sem Katrína olli. Þörfin er mikil og starfsemin vex stöðugt – núna starfa 20 ráðgjafar á 5 stöðum í borginni og hitta hundruð fólks í hverri viku. „Katrína var gríðarlegt áfall fyr- ir borgarbúa og jafnvel þá sem ekki misstu sjálfir húsin sín. Svo margt í borginni minnir á það sem gerðist. Miklu af þessu fólki, og líka þeim sem misstu sitt en hafa náð að koma aftur undir sig fótunum, líður mjög illa. Það bitnar aftur beint á heilsu fólks. Þunglyndi og áfallastreita er mikil hér á svæðinu. Hins vegar er fjöldinn allur af fólki sem er ekki einu sinni komið þetta langt í ferl- inu – að geta litið í kringum sig og velt vöngum yfir því hvernig því líði. Staðan víða í New Orleans, rúmum tveimur árum eftir Katrínu, býður einfaldlega ekki upp á það. Fólk er enn á bólakafi að reyna hreinlega að komast í gegnum hvern dag og láta enda ná saman. Hús eru óíbúðarhæf, heilsugæsla af skornum skammti, skólar lokaðir og óvissa mikil. Undir þessum kringumstæðum ber fólk gríð- arlegar byrðar og þá situr þess eig- in líðan á hakanum. Það má þannig búast við því að samhliða því sem ástandið í borginni lagast geti fleiri og fleiri litið inn á við og verði þá fyrir síðbúnu áfalli.“ Samkvæmt rannsókn DHH, sem kynnt var í byrjun nóvember, er greinileg aukning á geðrænum vandamálum í Louisiana-fylki eftir Katrínu. Og samkvæmt nýlegri rannsókn sem birtist í Annals of Emergency Medicine og gerð var meðal íbúa í húsvagnabyggðum var helmingur svarenda með einkenni mikils þunglyndis. Í slíkum byggð- um eru vagnarnir ýmist út af fyrir sig, eða sem dæmi þyrpingum á bílastæðum. Sem betur fer búa færri og færri í húsvagnabyggðum en Michele ótt- ast engu að síður hvað við taki, ekki eingöngu vegna þess að margir glími við depurð og vanlíðan heldur sé lítil sem engin aðstaða í New Or- leans í dag til að hjálpa fólki með al- varlega geðsjúkdóma. Ráðgjöf Þau Theron og Michele, ráðgjafar hjá Celebration Church, hjálpa borgarbúum að komast yfir áfallið sem fellibylurinn Katrína olli. ANDLEG LÍÐAN VERÐUR ÚT UNDAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.