Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 29
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 29 mótþróa. Hann stalst á samkundu inni í þorpinu 13 ára gamall ásamt nokkrum öðrum unglingum frá Kumbaravogi. Þrír voru hirtir upp, tveimur var stungið inn á Litla- Hraun og einn var settur í fanga- geymslu lögreglunnar á Selfossi. Fyrsta áfengisdrykkjan hjá Einari var í kringum 14 ára aldurinn. Hann hafði strokið til Reykjavíkur og fann lögreglan hann drukkinn í miðborg- inni. Eftir samráð við forstöðumann Kumbaravogs var Einari Þór stungið inn á lokaða deild á Kleppsspítala. Deild 10 var lokuð deild fyrir lang- drukkna fullorðna drykkjusjúklinga, þar var hann vistaður í nokkra daga. Seinna var hann sendur á unglinga- heimili ríkisins og hámark refsing- arinnar var þegar Einar Þór var sendur 14 ára gamall í nokkurra mánaða „hegningarvist“ í Breiðavík. „Trúnaðarmál“ Sögusviðið er Daníelsslippur í Reykjavík fyrir 22 árum. Bíll stendur í slippnum miðjum, slanga frá púst- röri liggur inn í bílinn og það er breitt yfir hann með segldúk. Inni í bílnum hvíla tveir ungir menn, báðir látnir. Bíllinn var fjarlægður úr slippnum með dráttarbíl frá Vöku og farið með hann inn í port lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu með lík piltanna innanborðs. Rann- sóknarlögreglan sagði þá hafa svipt sig lífi, dánarorsökina vera koltvísýr- ingseitrun. Annar piltanna var Einar Þór Agnarsson, frændi minn, 24 ára gamall. Systkini Einars Þórs, Ævar, Ragnar og Erna, eru enn í dag að berjast fyrir því að fá niðurstöðu rannsóknarinnar í hendur. Rann- sóknar- og krufningsskýrslur varð- andi þennan harmleik og dauða ungu mannanna eru merktar „trún- aðarmál“ og eingöngu ætlaðar emb- ætti ríkissaksóknara og ríkislög- reglustjóra! Ég er að reyna að skilja og hafa í huga að Kumbaravogsheimilið var barn síns tíma – en það eitt nægir ekki. Ótal spurningum er ósvarað. Það er löngu tímabært að fyrrver- andi forstöðumaður Kumbaravogs, Kristján Friðbergsson, svari op- inberlega lið fyrir lið hverjum þeim sakargiftum sem á hann eru bornar undanfarna mánuði og skýri sína hlið mála. Ábyrgð hverra? Mistökin voru margþætt. Foreldr- arnir, sem fyrst og fremst báru ábyrgð á velferð barna sinna, brugð- ust þeim sökum vanmáttar og veik- leika. Fósturforeldrarnir brugðust hugsjóninni – en fósturheimili af þessari stærðargráðu, með þennan barnafjölda, var dæmt til að mistak- ast. Barnaverndarráð, sem hafði vistunarmál og örlög barna og fjöl- skyldna í hendi sér, brást skjólsstæð- ingum sínum. Barnavernd stóð hvorki undir nafni né eftirlitsskyldu. Það er skylda ríkisvaldsins að standa að baki þeim brotnu börnum upptökuheimilanna sem í dag eru fullorðnir einstaklingar. Jafnframt er það skylda þess að láta rannsaka Kumbaravogsheimilið jafnhliða Breiðavík, sem og önnur upptöku- heimili frá þessum tíma. Það er ekki hægt að gefa þessu fólki bernskuárin aftur en það er hægt að viðurkenna misgjörðir gagnvart þeim og veita þeim fébætur sem vott um iðrun og virðingu samfélagsins. Mér finnst ég skulda frænda mín- um þessa grein. Ég vissi ekki þá – sem ég veit í dag. Í minningu Einars Þórs lýk ég þessum skrifum með broti úr eftirmælum mínum sem birtust í mars 1985 að honum látnum. „Við fráfall frænda míns unga rifj- ast upp löngu liðnar stundir. Þegar Einar fæddist var ég unglingsstelpa, alls óvön svona lítilli mannveru. Hann varð mér strax mjög kær. Ég sá hann vaxa frá vöggubarni til lítils hnokka sem var fullur atorku og fjörs, viðkvæmni og væntumþykju. Atvikin höguðu því svo að Einar var tekinn í fóstur ungur að árum, fjarri foreldrum, eldri bræðrum og öðrum skyldmennum. Seint verður sú gáta ráðin hvort ein eða önnur tilvik í lífi mannsins breyti þar öllu um lífs- brautina – einstaklingnum til góðs eða ills – gæfu eða glötunar. Von mín er sú að frændi minn, Einar Þór, sé nú loksins genginn þær brautir gæfu og friðar sem hann höndlaði ekki í þessum heimi.“ Í heimsókn Systkinin Erna og Einar Þór ásamt greinarhöfundi, Gunnu frænku, eins og þau kölluðu hana, í Stokkseyrarfjöru sumarið 1966. Höfundur er hjúkrunarkona á end- urkomudeild slysadeildar í Fossvogi. » Það er ekki hægt að gefa þessu fólki bernskuárin aftur en það er hægt að viðurkenna misgjörðir gagnvart þeim og veita þeim fé- bætur sem vott um iðrun og virð- ingu samfélagsins. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 12 /0 7 Skíðapakkar 15% afsláttur                   !" " # $ %  &$' (    )  *+& % ' %  &                     !   "  # $ #    %  "  " #   " &          '          (       &)&  )    (  (      *    !                 "    + ( ,          #  -  , ,- *+ *%   /0(  #    12 / &   ' ' 33455  &   .(" 6  7  4 "&  #  8 #                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.