Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 51 BRÉF TIL BLAÐSINS ÉG vil þakka Valgerði Þóru Bene- diktsson skrif hennar í Morg- unblaðinu 23. nóvember síðastliðinn og falleg orð sem hún lætur falla um fyrri grein mína. Þessa grein, ásamt myndum af fundinum á Austurvelli, má finna á vefsíðu minni blogg.vis- ir.is/binntho. Myndirnar tel ég styðja frásögn mína af atburðum. Í síðustu grein minni velti ég upp spurningu sem Valgerður Þóra svar- ar góðfúslega og kann ég henni þakkir fyrir. Í ljósi þessa þætti mér vænt um ef hún sæi sér fært að svara einnig eftirfarandi spurningum. Pray Pride? Sá leiðinlegi kvittur að gangan hafi verið gengin til höfuðs Gay Pride skyggir verulega á atburðinn allan og mannorð þeirra er þátt tóku. Mér þætti vænt um ef Valgerður Þóra sæi sér fært að afneita þessum sögu- sögnum en hún virðist því miður hafa gleymt því í svarbréfi sínu. Til- valin leið til að hrista af sér þessar sögusagnir væri ef bænagangan yrði fastur og áberandi liður í Gay Pride og væri gaman að sjá þá Geir Jón, Baldur göngugarp, herra Sigurbjörn og auðvitað Valgerði Þóru taka þar þátt. Ætlar Valgerður Þóra að beita sér fyrir því að bænagangan verði á næsta ári hluti af Gay Pride? Eða Pay Pride? Samkoman í Laugardalshöll var hluti af bænagöngunni og aftur var auðvelt að telja viðstadda, enda hóp- urinn gisinn. Á heimasíðu bæna- göngunnar mátti sjá að ágóði af sölu veitinga, merktra bola og annars varnings átti að standa straum af kostnaði. Ekki veit ég hversu vel veitingasalan gekk en í anddyri sátu heldur undirleitir sölumenn bak við hauga af óseldum bolum. Ekki var verðið til að fæla frá en bolur ásamt heimafjölrituðum geisladiski kostaði 1.500 krónur. Haugarnir hljóta að hafa skyggt á sjóðvélarnar því ekki sá ég þær. Skammlaus sníkjuræða Baldurs er því skiljanleg í ljósi þess hvað þátttaka var lítil en tilkostn- aður mikill. En ég vil þakka Valgerði Þóru fyr- ir að skýra eitt atriði sem vafðist fyr- ir mér í fyrri grein minni. Eins og Valgerður Þóra lýsir Baldri Ein- arssyni þá á hann einstaklega auð- velt með að fá fólk til liðs við sig en mátti það ekki allt eins vera fyrir hönd annars safnaðar? Áður fyrr sótti Baldur að eigin sögn þrjár eða fjórar athafnir á hverjum sunnudegi hjá hinum og þessum trúfélögum en af einhverjum guðfræðilegum ástæðum fann hann ekki samleið með þeim og sá sig knúinn til að stofna eigin söfnuð. Valgerður Þóra bendir réttilega á ástæðuna og ég hálfskammast mín fyrir að hafa ekki séð þetta sjálfur: Það er auðvitað guðfræðin um tíundina sem réð úr- slitum. Tíu safnaðarmeðlimir greiða laun eins safnaðarformanns og mið- að við meðallaun gætu aðrir tíu stað- ið straum af þeim fjórum milljónum sem ein árleg bænaganga kostar. Af hverju þurfti Baldur þá að biðja gesti í Laugardalshöll að seil- ast svo harkalega í veski sín að und- an sviði? BRYNJÓLFUR ÞORVARÐ- ARSON nemi við KHÍ . Bænagangan tíunduð Frá Brynjólfi Þorvarðarsyni Sími 533 4800 Falleg 84 fm. 3ja herbergja íbúð á jarðhæð (skráð 2. hæð), með verönd til suð-vesturs, í lyftuhúsi byggðu 2004. Eldhúsið er parketlagt, með snyrtilegri innréttingu og stáltækjum, ísskápur og uppþvottavél fylgja. Sér þvottahús í íbúð. Parket á stofu og svefnherbergjum, herbergi bæði með góðum fata- skápum. Í kjallara er sérgeymla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Leikskóli er handan götunnar og stutt er í verslunarkjarna. Góð fyrstu kaup. Íbúð 205. V. 23,3 millj. Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 17:00 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Kristnibraut 99 – opið hús Glæsilegt 200,1 fm. parhús og 82 fm. bakhús mynda þessa sérstæðu eign sem er samtals 282,1 fm. Húsin standa á 1.320 fm. gróinni lóð. Á neðri hæð parhússins er meðal annars stór stofa og fallegt eldhús, á efri hæð eru svefnherbergi og baðherbergi. Bakhúsið er einnig á tveimur hæðum og er í leigu. Góður bílskúr með gryfju. Miklir möguleikar felast í þessari skemmtilegu eign. Sjón er sögu ríkari. Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 16:00, Benedikt sýnir, 847-3600. Beykihlíð 6 – opið hús Björt 97 fm. 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu fjórbýli með góðum sólp- alli. Forstofa, bað, eldhús og þvottahús eru flísalögð með náttúrusteini, fal- legt hlynparket á gólfum. Stór sérafnotareitur er hellulagður og með góðum skjólgirðingum. Öll gólfefni og innréttingar á baði og eldhúsi endurnýjaðar árið 2005. Einstakt útsýni. Sérinngangur. Íbúð 102. V. 28,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 16:00 og 17:00, Þorvarður sýnir, 892-6101 Blásalir 16 – opið hús Góð 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð (efsta hæð) með auka herbergi í kjall- ara sem getur gefið góðar leigutekjur. Frábært útsýni yfir borgina. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Hol, baðherbergi og eldhús með flottum flísum á gólfi, gott parket annars staðar, bæði her- bergi rúmgóð með fataskápum. Í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. V. 20,5 millj. Hraunbær – útsýni M bl 9 43 50 4 Strandvegur 23 - Efsta hæð Opið hús í dag á milli 14 og 16 Íbúð 04-03 Vorum að fá í einkasölu glæsilega, 103 fm, fullbúna íbúð á efstu hæð. Íbúðin stendur sjávar- megin við Strandveginn og er glæsilegt útsýni úr íbúðinni. Íbúðin er mjög vönduð í alla staði með innréttingum úr eik og borðplötum úr granít. Fallegt eikarparket. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gerir hana mjög bjarta og fallega. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Mjög góð, 2ja–3ja herbergja íbúð, alls 73,1 fm á 2. hæð í litlu fjölbýli með fall- egu útsýni. Stór stofa með parketi. Eldhús með hvítri innréttingu. Gott svefn- herbergi. Rúmgott hol sem er nýtt sem herbergi í dag. Baðherbergi er nýlega endurnýjað. Þvottahús í íbúð. Verð 19,9 millj. Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is M b l 9 44 23 5 Opið hús - Kársnesbraut 51 Í dag sunnudag frá kl. 15–16 mun Björn taka á móti ykkur að Kársnesbraut 51, 2. h.v. 200 Kópavogi. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni: 6944388 og Ólafur Sölvi : 6939988 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.