Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is GERT er ráð fyrir að um 1.500 nem- endur og um 300 starfsmenn Há- skóla Íslands fái aðstöðu á Há- skólatorgi og í Gimli en byggingarnar voru vígðar við hátíð- lega athöfn síðdegis í gær, laug- ardag. Að auki munu leggja þangað leið sína þúsundir nemenda háskól- ans, því þar verður m.a. til húsa námsráðgjöf, nemendaskrá, Al- þjóðaskrifstofa HÍ, Bóksala stúd- enta og veitingasalur. Bygging- arnar tvær, auk tengibygginga sem nefnast Traðir, eru samtals um 10 þúsund fermetrar. Þar munu m.a. fá aðstöðu framhalds- og dokt- orsnemar sem og nemendur með fötlun. Þar verður einnig að finna vel búið tölvuver, tugi lesrýma og fyrirlestrarsali á heimsmælikvarða. Þá er þar útikennslustofa, „gríska leikhúsið“ líkt og einn viðmælandi Morgunblaðsins komst að orði, sem notuð verður á góðviðrisdögum við kennslu. Þar er auðvitað þráðlaust netsamband. Vestur-Íslendinga minnst ÍAV byggja húsin og hönnun þeirra er verk Hornsteina og Teiknistofu Ingimundar Sveins- sonar. „Vits er þörf þeim er víða ratar“, listaverk Finns Arnar Arn- arssonar myndlistarmanns, var val- ið til þess að prýða Háskólatorgið. Verkið er til minningar um gjöf Vestur-Íslendinganna er stofnuðu Háskólasjóð Eimskipafélags Ís- lands. Verkið er þeim sérstæða eig- inleika gætt að það breytist eftir því hvernig vindurinn blæs. Byggingarnar verða teknar smátt og smátt í notkun næstu vikur og mánuði enda nokkur handtök enn eftir við smíðina innandyra sem ut- an. Á annað hundrað iðnaðarmenn voru enn að störfum þar á föstudag. Þó er stefnt að því að kenna í húsinu strax á mánudag, en þá munu MBA- nemar koma saman í svonefndum hringsal, sem er fyrsta flokks kennslustofa, fá fyrirlestur um stefnumótun í alþjóðaviðskiptum og ræða um markaðssetningu snyrti- vara í Japan og Kína. Stórbætt aðstaða „Verið er að stórbæta aðstöðu og þjónustu við nemendur og kennara háskólans,“ segir Ingjaldur Hanni- balsson, formaður bygginga- nefndar, um nýbyggingarnar. „Þetta gjörbreytir líka öllu há- skólasvæðinu. Hér eru skrifstofur fyrir starfsfólk og hægt að ganga þurrum fótum milli húsa. Hér fá nemendur mun betri lesaðstöðu og aðstöðu til hópavinnu. Þetta mun auðvelda öll samskipti milli fólks á mismunandi sviðum.“ Svonefndar Traðir munu tengja nýbyggingarnar bæði ofanjarðar og neðan við eldri byggingar á há- skólasvæðinu; Odda, Lögberg og Nýja Garð, en Gimli og Háskólatorg eru m.a. hugsuð til að bæta aðstöðu viðskipta- og hagfræðideildar og fé- lagsvísindadeildar. Næsta skref verður síðan að tengja þennan kjarna við Árnagarð og í framhald- inu við háskólabyggingar vestan Suðurgötu, m.a. fyrirhugaða Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur. Þar með verður háskólasvæðið í Vatns- mýrinni allt tengt saman, yfir 35 þúsund fermetrar. Háskólatorg er fjármagnað með þrennum hætti. Í fyrsta lagi fyrir fé frá Happdrætti Háskóla Íslands, þá fyrir 500 milljóna króna framlag úr Háskólasjóði Eimskips og í þriðja lagi fyrir fé sem fæst með sölu á eignum Háskólans við Aragötu. Kostnaður við torgið var upphaflega ákveðinn 1.600 milljónir króna og var verkið boðið út miðað við þá upphæð. Tekið var tilboði Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) og að sögn Ingj- alds fór verkið aðeins lítið eitt fram úr áætlun, aðallega vegna þess að Háskólinn vildi bæta við hæð ofan á Gimli og jarðvinna var meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Brautryðjandinn Páll Skúlason Háskóli Íslands hefur í nokkur ár unnið að undirbúningi Há- skólatorgsins. Fyrstu skóflustung- una tóku Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs h/f Eim- skipafélags Íslands, 5. apríl 2006 og hófust framkvæmdir strax í kjölfar- ið. Hornsteinn að torginu var svo lagður við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2007. Meginhugmyndin með Há- skólatorginu er, eins og Páll Skúla- son, fráfarandi rektor, sem var brautryðjandi verkefnisins, hefur lýst, sú ævaforna hugmynd, „að há- skóli sé eins og lítið samfélag, bær eða þorp sem byggist upp í kringum miðju eða torg þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn og gestir Háskólans eiga daglegt er- indi.“ Og það er einmitt þannig sem hin- um nýju byggingum er best lýst. Þeim er ætlað að vera miðpunktur háskólasamfélagsins, samkomu- staður fólks úr ólíkum deildum há- skólans, nokkurs konar suðupottur hugmynda. Algjör bylting „Þetta er algjör bylting,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, um nýbyggingarnar sem vígðar voru í gær. „Þetta er bylting fyrir allan skólann, bæði fyrir nemendur og kennara. Hér verðum við með þjónustustofnanir fyrir stúdenta, stúdentar allra deilda geta nú komið á einn stað til að sækja þá þjónustu sem þeir þurfa. Þá geta kennarar og nem- endur komið hér saman til að borða og eiga samskipti.“ Kristín er spurð hvernig henni finnist hafa tekist til við að gæta þess að nýju húsin skyggi ekki á Að- albygginguna, líkt og margir höfðu áhyggjur af í upphafi. „Mér finnst hafa tekist alveg einstaklega vel til með hönnun á þessum byggingum. Þær fara að mínum dómi ein- staklega vel hér á lóðinni og skyggja engan veginn á Aðalbygginguna. Það er alveg rétt að í huga okkar háskólafólks hefur Aðalbyggingin og skeifan fyrir framan hana algjöra sérstöðu. Allt sem við gerum tekur í raun mið af því að skyggja ekki á hana. Það hefur tekist.“ Við athöfnina sem fram fór á Há- skólatorginu var m.a. á dagskránni ávarp Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og afhjúpun Björgólfs Guðmunds- sonar, stjórnarformanns Há- skólasjóðs Eimskips, á listaverki Finns Arnar Arnarssonar „Vits er þörf þeim er víða ratar“, sem prýðir miðrými Háskólatorgs. Þá flutti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor ávarp, auk fulltrúa stúdenta, Fé- lagsstofnunar stúdenta og bygging- araðila. Háskólakórinn söng og gleðisveitin 7 á Torgi lék tónlist. Samkomustaður háskólasamfélagsins Í skýjunum Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Ingjaldur Hannibalsson, formaður bygging- arnefndar, við listaverk Finns Arnar Arnarssonar sem prýðir miðrými Háskólatorgs. Smiðshöggið Í nýju byggingunum verða nokkrir vel útbúnir fyrirlestr- arsalir eins og þeir gerast bestir í heiminum í dag. Stórbætt aðstaða og þjónusta verður við nemendur og kennara Háskóla Íslands á Háskólatorgi og í Gimli Morgunblaðið/Kristinn Vinnustofur Skrifstofur kennara nokkurra deilda Háskóla Íslands verða í nýju byggingunum. Á næstu vikum má gera ráð fyrir að kennarar komi til með að flytja inn.                                !"#$  „MEGINVERKEFNI okkar var annars vegar að koma þessu mikla byggingarmagni fyrir þannig að það truflaði ekki gömlu Aðalbygginguna og að nýju bygg- ingarnar myndu falla vel að þeim sem eru fyrir á svæðinu,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson, arki- tekt hjá Hornsteinum sem hann- aði húsið ásamt Teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar. „Hitt meginleiðarstefið í hönnuninni var að koma fyrir þeim tíu þús- undum manna sem þarna munu fara um á hverjum einasta degi.“ Lagt var mikið upp úr að flæði milli bygginganna væri gott og að „alltaf væri einhver upplifun á leiðinni, ekki bara langir gang- ar“, segir Ögmundur. Við gang- ana eru m.a. lítil garðsvæði og þá tengist þeim lesaðstaða nemenda. „Svo það verður alltaf líf á þessu svæði.“ Tengt með Tröðum Traðir tengja nýju bygging- arnar við Odda, Nýja Garð og Lögberg og síðar Árnagarð og byggingar vestan Suðurgötu. Þar með verður háskólasvæðið ein heild. En það eru einnig aðrar ástæður að baki – veðrið. „Með því að gera þetta svona hafa menn loksins viðurkennt að við búum á Íslandi.“ Hluti bygginganna er neð- anjarðar. Því þurfti að huga vel að birtu í húsunum. „Það er mikil kúnst að koma dagsbirtunni niður þangað sem engir gluggar eru,“ segir Ögmundur. Það er m.a. gert með stórri keilu á Háskólatorginu en niður um hana flæðir birta. Spurður um byggingarefnin segir Ögmundur: „Við ákváðum að velja steinsteypu og gler vegna þess að þetta eru hlutlaus efni gagnvart öðrum byggingum á svæðinu.“ Lagt var mikið upp úr því að Háskólatorgið yrði látlaust að ut- an. „Þegar við vorum t.d. að hanna gluggana þá studdumst við við gluggana á Aðalbyggingunni og færðum þá hönnun til nútíma- legs horfs.“ Þess var gætt að byggingin skyggði ekki á Aðalbygginguna. Finnst Ögmundi það hafa tekist vel? „Menn voru mjög ragir við það að byggja nálægt Aðalbygg- ingunni, en ég held að þessi út- koma sýni að þær áhyggjur hafi verið ástæðulausar. Mér finnst þetta sýna að menn eigi að þétta háskólasvæðið enn frekar, í stað þess að byggja lengra í burtu.“ „Alltaf líf á svæðinu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.