Morgunblaðið - 02.12.2007, Page 50

Morgunblaðið - 02.12.2007, Page 50
50 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í OKTÓBER hafa auglýsingar frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra heyrst endurtekið á öldum ljósvakans með þessari yfirskrift. Auglýsing- unum var einkum ætlað að vekja athygli á heimasíðum safnaðanna tíu og þar með því mikla starfi sem fram fer í kirkjum og safn- aðarheimilum prófasts- dæmisins. Börn á öllum aldri Ungbörnin eru borin inn í kirkjurnar jafnvel fárra vikna með mæðr- um sínum og feðrum á foreldramorgna og til skírnar, umvafin kær- leika Guðs og manna. Foreldra- morgnarnir eiga sér um tuttugu og fimm ára sögu í kirkjunni okkar og eru víða vel sóttir. Börn á öllum aldri koma í sunnudagaskólann kl. 11, sem er ýmist á sama tíma og messan – og þá í safnaðarsal – eða með eigin guðs- þjónustu í kirkjunni, í Áskirkju, www.askirkja.is og Bústaðakirkju, www.kirkja.is. Tilboðin til eldri barna eru mörg og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þannig er það líka í unglingastarfinu, en æsku- lýðsfélög eru starfandi á vegum sjö safnaða í prófastsdæminu, m.a. í Há- teigskirkju, þar sem 8.-10. bekkur hittist á þriðjudögum kl. 18.30, www.kirkjan.is/ hateigskirkja.is. Fullorðinsfræðsla Fullorðinsfræðslu kirkjunnar hefur vaxið fiskur um hrygg á und- anförnum árum, bæði með tilkomu Leik- mannaskóla þjóðkirkj- unnar og nýjungum eins og Alfa-nám- skeiðum og Tólf spora- starfi kirkjunnar. Laugarneskirkja býð- ur til fullorðinsfræðslu í tengslum við tónlistarstund á þriðju- dagskvöldum, www.laugarneskirkja- .is og Hallgrímskirkja hefur verið með fjögurra kvölda námskeið fyrir og eftir jól, www.hallgrimskirkja.is. Á döfinni er námskeiðið Lifandi steinar og hefst það í janúar. Kirkjustarf eldri borgara er í hverri kirkju, bæði með föstum viku- legum samverum og eins opnum hús- um mánaðarlega. Er þar boðið til vandaðrar dagskrár, eins og t.d. í Neskirkju, þar sem áhugaverðir fyr- irlestrar eru hvern miðvikudag kl. 15, www.neskirkja.is. Kvöldkirkjur og hversdagsmessur Kvöldkirkjan í Dómkirkjunni er að festa sig í sessi á fimmtudagskvöldum kl. 20-22 og einnig eru Kolaports- messurnar á vegum miðborg- arprestsins orðnar fastur liður í mannlífinu, www.domkirkjan.is. Tómasarmessur verða í Grens- áskirkju í vetur annan sunnudag hvers mánaðar kl. 20 og þar hafa einnig verið svokallaðar hversdags- messur á fimmtudögum kl. 18, www.kirkjan.is/grensaskirkja. Tónlistarstarfið er afar öflugt víða og má nefna nýstofnað Listvinafélag í Langholtskirkju sem gengst fyrir metnaðarfullri dagskrá á þessum vetri, www.kirkjan.is/langholts- kirkja.is. Fyrirbæna- og kyrrð- arstundir eru í nánast hverri kirkju og má nefna stundina í Seltjarnar- neskirkju á miðvikudögum kl. 12, www.seltjarnarneskirkja.is. Vísitasía biskups – og allra hinna Á þessum vetri heimsækir bisk- upinn okkar söfnuði Reykjavík- urprófastsdæmis vestra, kynnir sér starfið og talar við safnaðarfólk. Við getum sannarlega verið glöð með allt það starf sem í boði er og hvetjum líka þig til að kynna þér það á www.kirkjan.is/vestra. Um þrettán þúsund manns koma inn í kirkjur og safnaðarheimili í þessum hluta Reykjavíkur á einni dæmigerðri októberviku samkvæmt talningum síðustu fimm ára. Þá eru ferðamenn ekki taldir með. Þetta er fólkið okkar, venjulegir Reykvíkingar á öllum aldri. Það vill vera með í sókn- inni – vert þú líka með! Vertu með í sókninni María Ágústsdóttir kynnir vetr- arstarf Reykjavíkurprófasts- dæmis »Um 13.000 mannssækja þessar 10 kirkjur á einni október- viku. Þetta er venjulegt fólk á öllum aldri sem vill vera með í sókninni. Vert þú líka með! María Ágústsdóttir Höfundur er héraðsprestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra Frostaskjól 7 Glæsilegt einbýlishús Opið hús í dag frá kl. 14-16 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Glæsilegt 180 fm, einlyft einbýlishús að meðt. 37,6 fm bílskúr. Húsið er mikið endurnýjað m.a. öll gólfefni, inn- réttingar og tæki, baðherbergi, allar innihurðir og hluti útihurða, neysluvatnslagnir o.fl. Stórt opið rými sem í eru hol, eldhús með stórri eyju og samliggjandi bjartar stofur með gólfsíðum gluggum á tvo vegu, 2 rúmgóð herbergi (3 á teikn.) auk fataherbergis og vandað bað- herbergi auk gesta wc. Tölvustýrt hitakerfi er í gólfum hússins. Húsið nýmálað að utan og innkeyrsla með hitalögn og innfelldri lýsingu. Mögulegir stækkunar- möguleikar. Verðtilboð Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Heiðarbraut 9d – Keflavík Mjög gott, 184 fm raðhús á 2 hæðum ásamt bílskúr. 4 svefn- herb., parket og flísar á gólfum, ný útihurð og ný bílskúrshurð, mikið endurnýjað. Eignin er staðsett í rólegu hverfi við skóla, íþróttahús og stutt frá leikskóla. Hagstæð lán áhvílandi og húsið er laust strax til afhendingar. Verð kr. 31.900.000. Steinás 1 – Reykjanesbæ Glæsilegt 139 fm parhús með bílskúr. Parket og flísar á gólfum, hitalögn með hitastillum í gólf- um. Stór og mikil afgirt verönd með heitum potti. Innréttingar úr kirsuberjavið og innihurðar úr mahony. Verð kr. 33.000.000. 530 1800 20.900.000 Um er að ræða 109 fm. grunnflöt í atvinnu eða frístunda húsnæði. Eignin er staðsteypt og steinuð að utan. Lóð er fullfrágenginn, malbikuð. Stórar innkeyrsludyr og mikil lofthæð. Salernisaðstaða og afar snyrtilegur frágangur á eigninni. Eignin hentar afar vel fyrir ýmsan rekstur og frístundir. Bókið skoðun 530 1800/1811 eða 840 2277 Þórarinn M b l 9 43 73 2 Suðurhella - 221 Hfj Sérlega björt og falleg, rúm- lega 120 fm íbúð með sérinn- gangi og yfirbyggðum svölum á sérlega barnvænum stað. Íbúðin skiptist í þrjú, góð her- bergi, stóra stofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar. Sérinngangur af jarðhæð, en að aftan er íbúðin á 1. hæð. Parketlögð gólf og flísalagt baðherbergi. Hiti í stéttum. Í dag á milli kl. 15 og 16 tekur sölumaður Mikluborgar á móti gestum. MIKLABORG KYNNIR OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15 - 16 LAUGALIND 4, KÓPAVOGI LAUS FLJÓTLEGA m b l 9 4 3 8 1 3 F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG M E Ð Þ É R A L L A L E I Ð S . 5 6 9 7 0 0 0 w w w . m i k l a b o r g . i s Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Raðhús og sérstæður bílskúr á frábærum stað í Garðabæ. Húsið er aðalhæð og ris- hæð. Bílskúrinn er mög rúmgóður með mikilli lofthæð. Jeppaskúr. Eignin er alger- lega endurinnréttuð. Ný gólfefni og innréttingar. Öll tæki á baði eru ný. Um er að ræða sérlega fallegt, 3ja herbergja raðhús í góðu ástandi. Verð 39,5 millj. Laust strax. TEKIÐ ER Á MÓTI ÁHUGASÖMUM Í DAG SUNNUDAG MILLI KL. 16 OG 17. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUD. KL. 16 - 17 KJARRMÓAR 12, GARÐABÆR M bl .9 37 75 5 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.