Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 66
...grætur yfir senunni þegar Chewbacca setur C-3PO aftur saman í The Empire Strikes back... 73 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÉG OG mitt góða samstarfsfólk er- um undir jákvæðu álagi vegna þessa góða gengis,“ segir Björgvin Hall- dórsson. Að fylla Laugardalshöllina þrisvar á örskotstund verður að telj- ast dálaglegt afrek. „Fyrst og fremst er ég þó fullur þakklætis í garð þess fólks sem er að bera sig eftir þessu. Sinfóníutónleikarnir í fyrra gengu vonum framar og við erum að streit- ast við að toppa okkur með þessum tónleikum. Einhvers staðar segir að maður sé bara jafngóður og síðasta gigg.“ Undirbúningur fyrir tónleikana er nú í fullum gangi og upplýsir Björg- vin að Björn G. Björnsson (stórvinur og fyrrum meðlimur Savanna tríós- ins) leggi nótt sem nýtan dag við að útbúa sviðið fyrir tónleikana. „Auk gesta sem syngja með mér verða þarna strengjasveit, stórsveit, gospel-, karla- og barnakór, auk ann- arra hljóðfæraleikara. Þannig að það er heilmikið um að vera á sviðinu. Trikkið við þetta er að búa til í senn hátíðlega og heimilislega stemningu. Þau sem syngja með mér eru annars þau Raggi Bjarna, Stefán Hilmars- son, Sigga Beinteins, Helgi Björns, Svala, Friðrik Ómar, Edgar Smári, Björgvin Franz, Erna Hrönn, Bjarni Ara og Eyfi.“ Það er svo annar stórvinur Björg- vins og samstarfsmaður til margra ára, Þórir Baldursson, sem útsetur lögin fyrir tónleikana en hljóm- sveitin er skipuð þeim Þóri, Eyþóri Gunnarssyni, Þóri Úlfarssyni, Tatu Kantoma, Kristjáni Grétarssyni, Einari Scheving, Róberti Þórhalls- syni, Matthíasi Stefánssyni og Vil- hjálmi Guðjónssyni. Í vikunni kemur svo út ný jólaplata, Jólagestir 4, þar sem Björgvin syngur ásamt góðum gestum. Á sama tíma koma eldri plöturnar þrjár, sem komu út fyrir allmörgum árum, út í sérstakri við- hafnarútgáfu. Jólakúlur á ítölsk lög Á Jólagestum 4 fara saman lög sem eru gædd hátíðarbrag og svo lög sem eru bundin í dægurlagaformið. Það er sérstök list að blanda í svona plötur, að sögn Björgvins. „Ég er alltaf að búa til plötur,“ segir hann. „Ég er með möppur inni á tölvunni minni þar sem ég er raða lögum sam- an, og leita um leið að jafnvægi. Ég byrja þessa nýju plötu dálítið bratt, með laginu Við vöggu í Betlehem („A Cradle In Bethlehem“) sem Nat King Cole gerði frægt á sínum tíma. Ég fékk eðaltextasmiði í lið með mér, þá Jónas Friðrik, Stefán Hilmarsson og Friðrik Erlings, en mér finnst slík vinna skipta miklu máli hvað svona lagað varðar.“ Björgvin segist hafa sungið öll þau lög sem plötuna prýða ótt og títt undanfarin ár og rifjar upp að upp- runalega hugmyndin að Jólagesta- plötunum hafi kviknað á Ítalíu. „Ég er gríðarlega mikill aðdáandi Ítalíu. Og þegar ég fer þangað skil ég sviðakjammann við mig. Ég reyni eins og ég get að samlagast stemn- ingunni úti. „When in Rome,“ eins og sagt er. En þar sem ég er þar úti fer ég að pæla í þessum ítölsku dægur- lögum og það er eitthvað við þau, há- tíðlegar melódíur sem höfðuðu til mín. Þannig að þegar heim var kom- ið prófaði ég að „jóla“ þau aðeins upp, hengja kúlur á þau og þau tóku vel við slíkri meðferð.“ Á plötunni nýju eru svo nokkur kántrískotin lög, en Björgvin hefur löngum verið hallur undir þá eðlu tónlist. Þess má geta að Paul Frankl- in, einn eftirsóttasti stálgítarleikari heims, spilar inn á þau lög. „Ég hef alltaf notast við BJ Cole,“ segir Björgvin. „En hann sagði alltaf við mig að ég ætti að fá Paul í þetta. Hann væri bestur.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Björg- vin heldur sérstaka jólatónleika og stefnt er að því að gera þá að hefð. „Undir niðri er líka smá tilefni en það eru fjörutíu ár síðan ég byrjaði fyrst í hljómsveit. Hugsaðu þér það … okkur þótti því við hæfi að marka það með einhverjum hætti.“ En hvað einkennir hið fullkomna jólalag? „Ef ég vissi það þá væri ég í góð- um málum,“ svarar Björgvin og hlær. „Og kannski slæmum líka. Gott jólalag verður að búa yfir ein- hverjum óræðum töfrum. Það verður að hafa visst innihald, vissa lykt jafn- vel. Þegar þú heyrir fyrstu tónana í „White Christmas“ með Bing Crosby, bara blábyrjunina, þá ertu umsvifalaust kominn á einhvern stað. Lagið kveikir ljós og veitir hlýju inn í herbergið. Þegar þú heyr- ir „The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire)“ með Nat King Cole þá er bara kominn arinn inn í stofu til þín.“ En hvað er það sem veldur því að eftir öll þessi ár í „bransanum“ virð- ist Björgvin aldrei hafa verið vin- sælli? „Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Björgvin. „Kannski á ég einhverja innistæðu. Það borgar sig oftast að velja verkefnin vel, segja oftar nei en já, og þá er eins og maður eigi meira inni á bókinni. En ég hef verið af- skaplega heppinn með samstarfsfólk í gegnum tíðina og það er góður andi í hópnum. Já, ég verð bara að segja það, mér finnst ég vera í svaka stuði um þessar mundir og ég er strax far- inn að hugsa fram í næsta ár. Þá ætla ég að vinna nýja sólóplötu með nýju efni.“ Á næsta ári mun Björgvin einnig halda sannkallaða stórtónleika í Kaupmannahöfn, sumardaginn fyrsta, hinn 24. apríl. Þar mun hann m.a. njóta fulltingis strengjasveitar Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn. Einn af gullmolunum úr sagnabanka Björgvins er að það sé ekki „gó fyrr en Bó segir gó“. Það er því heldur betur gó á næsta ári. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON HEFUR HAFT SÖNG- INN AÐ ATVINNU Í 40 ÁR EN HEFUR LÍKLEGA ALDREI ÁTT MEIRI VINSÆLDUM AÐ FAGNA EN EINMITT NÚ. „ÞAKKLÆTIÐ ER MÉR EFST Í HUGA,“ SEGIR ELVIS ÍSLANDS. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bó „[M]ér finnst ég vera í svaka stuði um þessar mundir og ég er strax farinn að hugsa fram í næsta ár.“ GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL … »Fæddur 16. apríl 1951 og ólstupp í Hafnarfirðinum þar sem hann býr í dag. Björgvin á fjögur systkini, tvo bræður og tvær systur. »Kona er Ragnheiður BjörkReynisdóttir. Saman eiga þau Svölu og Odd Hrafn eða Krumma. Björgvin á son frá fyrra sambandi, Sigurð Þór. »Fyrir fjörutíu árum ákvað hannað sýna hljómsveitinni Bendix hvernig „ætti að gera þetta“. Hann hefur ekki hætt að syngja síðan. »Björgvin söng síðan með Flo-wers en stofnsetti svo Ævintýri. Sem söngvari þeirrar sveitar var hann kosinn poppstjarna ársins árið 1969, þá átján ára. »Brotin framtönn Björgvins þóttiflott á þessum tíma, svo flott reyndar að tannlæknar höfðu ekki við að brjóta tennurnar á forföllnum aðdáendum sem vildu líkjast goðinu sem mest. »Björgvin heitir fullu nafni Björg-vin Helgi Halldórsson og það skýrir nafn HLH-flokksins sem hann stofnaði með þeim Halla og Ladda. Halli, Laddi … og Helgi. »Hinar frægu Bo-sögur og setn-ingar og tilvitnanir eignaðar Björgvini eru einslags nútíma goð- sögur, og sumt af því sem hrokkið hefur upp úr honum hefur tekið sér bólfestu í tungumálinu. »Börn Björgvins, þau Krummi ogSvala, eru og tónlistarmenn. Svala syngur í dag með rafpopp- sveitinni Steed Lord en Krummi er bæði í rokksveitinni Mínus og kántríbandinu Esju. »Uppselt varð á þrenna tónleikaBjörgvins með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í Laugardalshöll í fyrra. Björgvin lék sama leikinn nú með jólatónleika – utan að það seld- ist hraðar upp í þetta sinnið. »Björgvin hefur tekið þátt í gerðfleiri tuga hljómplatna í gegnum tíðina, bæði með hljómsveit og svo einn. Samanlögð sala hleypur á fleiri tugum þúsunda eintaka, t.d. seldist upptaka með honum og Sinfóníu- hljómsveitinni sem út kom fyrir jólin í fyrra í tæpum tuttugu þúsund ein- tökum. Bó í tíma og rúmi Fjölskyldumaður Björgvin Hall- dórsson ásamt börnum sínum Svölu og Oddi Hrafni seint á níunda ára- tug síðustu aldar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.