Morgunblaðið - 02.12.2007, Page 23

Morgunblaðið - 02.12.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 23 » Egill hefur hingað til ekkihaft fyrir því að hafa sam- band við femínista nema þegar umræðan snýst um klám og þess háttar málefni en það væri ærin ástæða til að tala um fleiri mál.“ Katrín Anna Guðmundsdóttir femínisti sem hafnaði boði Egils Helgasonar um að taka þátt í umræðum í þætti hans, Silfri Egils, í mótmælaskyni við stjórn og efn- istök þáttarins. » Það liggur vel á okkur. Stefán Friðriksson , aðstoðarfram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, um síldarævintýrið á Breiðafirði. » Markmið þeirra er að grafaundan kosningunum en þeim mun ekki takast það. Valdímír Pútín Rússlandsforseti fullyrti að Bandaríkjamenn hefðu beitt sér fyrir því að Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) hætti við eftirlit með þing- kosningnun í Rússlandi. » Einu tækifæri þessarar rík-isstjórnar til að lifa af felast í því að fólk láti óttann taka völdin. Garrí Kasparov , fyrrverandi heimsmeist- ari í skák, eftir að hann var laus úr gæsluvarðhaldi fyrir andóf sitt gegn rík- isstjórn Valdímírs Pútíns Rússlands- forseta. » Hugmynd er hins vegaraldrei góð nema hún komist í framkvæmd. Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, sem á fimmtugsafmæli sínu opnaði verslunina Súkkulaði og rósir. » Þetta leggur okkur miklar skyldur á herðar og mikla ábyrgð, ekki síst í loftslags- málum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra um niðurstöður Þróunarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland er efst á lista hvað varðar lífsgæði í 177 löndum. » Það eina jákvæða sem égget sagt núna um þennan blessaða leik er að það er stutt í næsta leik sem við ætlum okkur að vinna.“ Júlíus Jónasson , landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir að liðið tapaði 19:35 fyrir Litháen. » Kirkjan boðar í sjálfu sérhvorki algjört bindindi né algjört frjálsræði. Hún talar hins vegar fyrir hófsemi. Séra Örn Bárður Jónsson , sóknarprestur í Neskirkju, vegna vínkynningar í hléi á tónleikum í kirkjunni. » Það er einfaldlega í hag-kerfinu eins og í lífinu, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Bjarni Harðarson , fulltrúi Framsókn- arflokksins í fjárlaganefnd, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2008 á Alþingi. Ummæli vikunnar Reuters Baráttumaður Garrí Kasparov fyr- ir framan heimili sitt eftir að hann losnaði úr 5 daga gæsluvarðhaldi. áttina. Þetta var skothelt, hver hefði svo sem farið að leita í flug- vél Henry Kissinger?“ Vinátta utan fangelsismúra Leiðir þeirra Lucas og Roberts skildu ekki, þótt annar færi í fang- elsi en hinn væri frjáls. Og eftir að báðir búa utan fangelsismúranna hefur samband þeirra styrkzt frek- ar en hitt. Þeir talast við á hverj- um degi svo að segja og vikulega hittast þeir á skrifstofu Roberts. Roberts er guðfaðir sonar Lucas, sem nú er 11 ára, og leggur sitt af mörkum til að mennta drenginn. „Ég get ekki útskýrt það,“ segir Roberts, þegar hann er spurður um vináttu þeirra Lucas. „Það sem hann gerði finnst mér fyrirlitlegt. En samt erum við vinir.“ Á öðrum stað lýsir Roberts því, hversu auð- velt Lucas eigi með að heilla fólk og fá það á sitt band. Á velmekt- arárum sínum var Lucas ekki að eyða miklum tíma í að sannfæra viðmælendur sína; hann lét byss- una oft hafa síðasta orðið. Um Roberts segir Lucas að hann sé ágætis náungi, en hann hrökkvi alveg upp af standinum ef sjónvarpsvélinni sé beint að honum og blaðri þá tóma vitleysu. „En þess utan er hann í lagi. Og hann er vinur minn.“ „Richie“ Roberts græðir nú hvern dag á fortíðinni. Frank Lu- cas vill hins vegar fyrir hvern mun að hún verði ekki aðalefni eftir- mæla hans. Þess vegna lætur hann sig nú dreyma um að hann geti komið upp einhvers konar tóm- stundaaðstöðu fyrir unglingana í Harlem, einhverju sem muni sýna hann í betra ljósi en glæpaferillinn. En hann flýr ekki fortíðina frek- ar en aðrir. „Ég veit hver ég er, ég veit hvað ég gerði,“ segir Lucas. Svo bætir hann við: „Ég réttlæti gjörðir mínar með því að ég fékk ekki vinnu á Wall Street, ekki einu sinni sem klósettvörður. Ég fór í skóla þrjá daga í viku og tvo af þeim var kennarinn fjarverandi. Ég varð að finna mér lifibrauð. Ég vildi ekki verða strætisróni.“ Roberts sér þó enga réttlætingu í vali Lucas. En hvað sem tautar og raular þá eru þeir vinir. The Sunday Times culture The New York Times nbc.news mtv.news lega á matsölustað. Við að lesa þetta rifjaðist upp fyrir mér atvikið um daginn þegar ég pantaði sjávarréttapæju á matsölustað í Barcelona og hrækti út úr mér skeldýri sem reyndist vera tættur kakkalakki í andaslitrunum. Þórarinn hrukkaði ennið. Vonandi á þetta ekki eftir að koma fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Hann gæti fengið matareitrun, dæsti hann og brosti síðan. Annars var Eiður glaðhlakkalegur í viðtali hjá elperiodico.com þar sem hann sagði Börsunga hafa breytt hugarfari sínu og nú ynni liðið betur saman en áður. Tónninn í viðtalinu benti til þess að sól landa okkar risi æ hærra í Barcelona. Eiður Smári, eða Guddý eins og hann er kallaður syðra, var fyrstur til að gagnrýna liðið fyrir agaleysi á síðustu vertíð. Sumum fannst okkar maður óþarflega beinskeyttur en núna virðist hreinskilni hans hafa skilað sér. Um daginn sat ég með kaffibolla á kaffihúsi í hliðargötu út frá Römblunum þegar bláókunnugur sessunautur minn fór að tala um Guddý. Þá sagði barþjónninn að hann kannaðist reyndar við Guddý. Hann hafði nefnilega tekið að sér skúringar uppi á velli. Fjarræn andvarpaði Auður: Bráðum verða ábyggilega fundnir upp sjálfhreinsandi skrúbbar sem svara í síma. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Aðventan er tíminn til að njóta þess besta sem völ er á í mat og drykk. Jólamatseðillinn á Grillinu er aðventan í allri sinni dýrð. Pantaðu borð núna í síma 525 9960 og tryggðu þér sæti við kræsingarnar. P IP A R • S ÍA • 7 2 4 1 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.